Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 12
12 MORGVNBLAÐIÐ Fðstudagur 12. aprfl 1957 Arní Halldórsí í DAG verður til moldar borinn Árni Halldórsson skósmiður frá Hofsósi. Hann andaðist að Elli- heimilinu Grund, 2. apríl s. 1., 83. ára að aldri. Árni var fæddur í Mölshúsum á Álftanesi 18. október 1873, og voru foreldrar hans Halldór Erlendsson útvegsbóndi og kona hans Kristjana Árnadóttir. Ólst Árni upp hjá foreldrum sínum og dvaldi hjá þeim fram um tvítugs- aidur, en 1894 fór hann í kaupa- vinnu norður í Skagafjörð að þeirra tíma sið og aftur 1895, en ári síðar settist hann að á Sauð- árkróki. Lærði hann þar skósmíði hjá Jóhanni Jóhannessyni. 19. maí 1903 gekk Árni að eiga Ólöfu Þorvaldsdóttur frá Sauðár- króki, en þau fluttu í Hofsós vor- ið eftir, 1904, og bjuggu þar sam- fleytt í 46 ár, til ársins 1950, er þau fluttu til Reykjavíkur. Ólöf var hin mesta ágætiskona og var hjónaband þeirra farsælt. Hún lézt árið 1953. Þeim Árna og Ólöfu var fjögra dætra auðið, en ein þeirra dó í bernsku. Á lífi eru: Þorvaldína Lára, gift Þorsteini Stefánssyni frá Bæ á Höfðaströnd. Þau eru búsett á Hofsósi, Kristjana Margrét, gift Davíð Guðmunds- syni trésmíðameistara og Pála Sigríður, báðar búsettar hér í bæ. Á Hofsósi stundaði Árni jöfn- um höndum skósmíði og sjósókn. Hann var sjómennskunni vanur frá blautu barnsbeini og hafði hér syðra stundað sjó unglingur með föður sínum og Jóni Þórð- arsyni á Hliði á Álftanesi. Árni var hið mesta snyrtimenni, glað- lyndur og kvikur í hreyfingum fram á elliár. Jafnan reri hann einsamall til fiskjar, átti lítinn bát, Ijómandi fallegan og renni- legan, sem hann lét smíða sér. Fengsæll var hann næstum með on skósmiður - Minningarorð» ólikindum. Þá bar það af, hve vel hann hirti um bát sinn og veiðarfæri. Var aðdáanlegt að sjá, hvað báturinn hans var ætíð hreinn og fágaður og vel og hirðu samlega gengið frá veiðarfærum og reiða. Hús þeirra hjóna og heimili bar líka vitni þessari sömu snyrtimennsku. Að mörgu leyti virtist Árni lifa i skjóli fyrir misvindi og næðingum lífsins. Hvort sem hann sat á verkstæði sínu eða horfði til veðurs á fjörukamp- „Póslurinn gengur hvernig sem viðrar" GRUNDARHÓLI, 8. apríl — í frétt, sem birtist í Mbl. 23. marz og ísafold 27. s. m. og skrifuð var samkvæmt símsamtali við mig, gætir nokkurs misskilnings. Sagt er að ekki hafi verið farið á milli byggða síðan í byrjun þorra. Hér er átt við að bílar hafi ekki farið milli byggða. Að sjálfsögðu hefir pósturinn, Jón Jóhannesson í Möðrudal, farið allar sínar ferðir að undanskyldu því að í skipa- verkfallinu kom nær enginn póst- ur til Kópaskers, eða komst það- an. Féllu þá nokkrar ferðir niður, þar sem engan póst var að flytja, og á Jón enga sök á því. Á hinn bóginn gerir okkur lítið til þó að ekki sé bílfært allan veturinn því við byrgjum okkur upp af vörum síðari hluta sumars til níu mán- aða og pósturinn gegnur hvernig sem viðrar. Eigi að síður er allt- af hagræði að bílfæri fyrir póst- inn og ef vitja þyrfti læknis. —VG. inum eða reri báti sínum, virt- ist hann alltaf í fullu samræmi við umhverfi sitt. Hann var án efa mikill hamingjumaður í öllu starfi sinu og heimilislífi. Árið 1950 yfirgáfu þau hjónin Hofsós, þar sem þau höfðu unn- ið lífsstarf sitt og alið upp börn sin. Var þeirra þar saknað af öll- um, því að þau voru þar alla tíð vinsæl. Fluttust þau til Reykjavíkur til Pálu dóttur sinn- ar, sem á síðustu árum annaðist þau af ástúð og nærgætni. Vandamenn og vinir Árna Halldórssonar blessa minningu hans og kveðja hann með hjart- ans þökk fyrir samfylgdina. Andrés Björnsson. Samsöngur AKRANESI, 10. apríl: — Sam- söng hélt karlakórinn Svanir í Bíóhöllinni sunnudaginn 7. þ. m. undir stjórn Geirlaugs Árnason- ar. Einsöngvarar voru Baldur Ólafsson, Gunnar Davíðsson og Alfreð Einarsson og undirleik annaðist frú Fríða Lárusdóttir. — Kórinn söng 12 lög, innlend og erlend. Um kvöldið kl. 8,30 hélt karlakórinn árshátíð sína fyrir félaga og styrktarfélaga að Hótel Akranesi. —Oddur. AKRANESI, 10. apríl: — Tveir bátar fóru héðan út á reknet í gær. Voru það Ver, sem fékk 60 tunnur síldar og Ásbjörn, er fékk 7 tunnur. Síldin er stór en mögur. Fyrir rúmri viku lögðu Guð- mundur og Valdimar rauðmaga- net, tvær „trossur'* norðan við Fuglasker. Er það vestan við Skagann undan Vogunum. í fyrstu umvitjun fengu þeir 11 rauðmaga í aðra og þrjá í hina trossuna. Nú eiga þeir fjórar trossur í sjó og í dag fékk Valdi- mar 40 rauðmaga og 20 gráslepp- ur, en Guðmundur 40 rauðmaga og 10 grásleppur. Vona menn að veiðin glæðist enn meir í næsta Nýi fjársfofninn í Hvammssveif gefsl vel MAGNÚSSKÓGUM, 2. apríl: — Það gengur ágætlega með nýju lömbin, segir í bréfi úr Hvamms- sveit. Þau fóðrast vel og fer vel fram. — Fyrsta gimbrin hjá mér bar fyrsta sunnudag í ein- mánuði. Hún átti hrútlamb, frískt og fjörugt. Það mun vera fyrsta lambið, sem fæðist af þessum nýja stofni. Gimbrin er frá Gróu Indriðadóttur, Suður- eyri í Tálknafirði. Það hefir verið góð tíð hér í viku og snjó leysir sem óðast á láglendi. Mikill snjór er hér þó enn þá og er ég ekki farinn að beita. Það er búin að vera alger innistaða hér í 20 vikur, sem er óvenjulangur tími. Flestir munu hafa nóg hey, ef hægt verð ur að beita úr þessu. straum, sem er um miðja næstu viku. — Oddur. AKRANESI, 10. apríl: — Trillu- báturinn Happasæll réri héðan í gærmorgun. Komst hann alla leið suður undir Hafnarberg og fékk 1% lest af fiski á tvö færi. Trillu- báturinn Sigursæll lagði net í gær. — Oddur. Bridgekeppni UMSK VALDASTÖÐUM, 7. apríl. — Undanfarna vetur, hefir nokkuð verið gert að því hér, að spila bridge og hefir í því sambandi farið fram spilakeppni milli nær- liggjandi sveitafélaga og Kópa- vogs. Fyrir nokkru er lokið við eina slíka keppni, sem fór fram innan Ums. Kjalarnesþings. Tóku 4 sveitir þátt í þeirri keppni. Lauk henni þannig, að Umf. Kjalarness vann með 5 stigum. Umf. Drengur í Kjós hlaut 4 st., Umf. Aftuielding í Mosfellssveit 2 st. og Umf. Breiða blik í Kópavogi 1 st Fengu Kjal- nesingar bikar að launum. Einnig hafa Kjósverjar og Kjalnesingar háð sína árlegu keppni. Að þessu sinni kepptu þrjár sveitir frá hvorum og unnu Kjósverjar í 2 sveitum, en Kjalnesingar 1. Kjósverjar unnu bikar að laun- um, sem keppt hefir verið um að undanförnu. — St. G. P A R í S : — René Coty Frakk- landsforseti verður verndari 42. alþjóðaþings esperantista, sem haldið verður í Marseilles 3.—10. ágúst n.k. Auk hans skipa heið- ursnefnd þingsins m.a. Guy Moll- et forsætisráðherra, þrír aðrir ráðherrar, einn fyrrverandi for- sætisráðherra (sem jafnframt er meðlimur í frönsku akademí- unni), þrír aðrir meðlimir aka- demíunnar og fleiri kunnir menn. STÓRKOSTLEG IÐGJALDALÆKKUIM! Framvegis verða iðgjöld hjá oss fyrir innbús tryggingar hvar sem er á landinu, þessi: í steinhúsum 1 %<- eða kr. 1.00 af hverju þús.í timburhúsum járnvörðum sem ójárnvörðum 2.75%« eða kr. 2.75 af hverju þúsundi. í steinhúsum 45% Lækkun frá fyrri iðgjöldum nemur: í járnvörðum timburhúsum 43% í ójárnvörðum timburhúsum 57% * HEIMILISTRYGGING Þeim, er þess óska, gefst, eins og að undanförnu, kostur á að kaupa heimilistryggingar. Iðgjöldin eru að sjálfsögðu þau lægstu, sem fáanleg eru: Ársiðgjaldið fyrir kr. 100.000.00 heimilistryggingu er: í steinhúsi kr. 300. — í timburhúsi kr. 475.00 EKKERT tryggingarfélag býður yður eins lág iðgjöld fyrir tryggingar þessar. Munið að trygging er nauðsyn! ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. Áusturstræti 10 ~ Simi 7700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.