Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1957, Blaðsíða 14
H MORGUNBLAÐ1Ð 'F'östudagur 12. april 1957 íslenzkir plastic fánar Heildsölubirgðir: íslcnzk- erlenda verzlunarfélagið Garðastræti 2 — Sími 5333 Sængurver, saumuð Damask, rósótt, — satin, svart, rautt, grátt, grænt. — Gardínuefni úr nylon o.fl. efni. — Kjólatau, ýmis efni. — Rennilásar. — Skábönd. — Herkulesbönd, Hlírabönd. — Stímur. — Leggingar me8 myndum. — Blúndur. — Milli- verk. — Prjónar, 5 stk. í ganginn. — Heklunálar. — Títu- prjónar, svartir og hvítir. — Bendlar. — Hárborðar. — Nylontvinni. — Teygjutvinni. — Elnatvinni. — Heklu- garn. — Hörtvinni. — Káputölur. — Kjólatölur. — Skel- plötutöiur. — Tautölur. Glasgowbúðin Freyjugötu 1. — Sími 2902 5PJALBSKRA- SKÁPAR SKJALASKAPAR FYRIRLIGGJANDI — HAGSTÆTT VERÐ Óltiíur Gíslason & Co. H.i. Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370 Shannon Systems Frú Jóney Cuðmunds- dóttir — minningarorð í DAG verður til moldar borin frú Jóney Guðmundsdóttir, ekkja Guðjóns sál. Guðlaugssonar, fyrr- um alþingismanns. Jóney var fædd að Felli í Kollafirði í Strandasýslu 29. júní 1869. Var hún því komin langt á áttunda ár hins níunda tugar þegar hún lézt í Lands- spítalanum hinn 7. apríl sl. For- eldrar frú Jóneyjar voru þau Guðmundur Jónsson bóndi á Felli, síðar í Steinadal og kona hans Helga Jónsdóttir. Jón á Felli, afi Jóneyjar, þótti mjög mætur maður, vildi hann allra vandræði leysa. Hann var gam- ansamur og orðheppinn. Lifa til- svör hans á vörum manna norð- ur þar enn í dag. Jóney ólst upp hjá foreldrum sínum, fyrst á Felli og fluttist svo með þeim að Steinadal. Árið 1914 giftist hún Guðjóni Guðlaugssyni frá Ljúfustöðum, sem um langt árabil var þing- maður Strandamanna. Hann var þá einnig kaupfélagsstjóri á Hlómavík. Var Jóney seinni kona hans. Þau Jóney og Guðjón flutt- ust til Reykjavíkur árið 1919 og bjuggu að Hlíðarenda við Öskju- hlíð, þar til Guðjón sál.Tézt árið 1939. Voru þau athafnasamir bú- endur, og munu þau umsvif ekki síður hafa komið í hennar hlut, þar sem Guðjón ætíð tók mikinn þátt í opinberri umsýslu meðan honum entist starfsdægur til. Börn þeirra Guðjóns og frú Jón- eyjar voru: Guðmundur, nú skipstjóri á m.s. Esju og Ingi- björg Mundhildur er lézt fyrir fáum árum. Sonur hennar Guð- jón Hansen tryggingafræðingur, ólst að mestu upp hjá afa sínum og ömmu og dvaldi Jóney sál. hjá honum eftir lát manns síns, en sá þó að mestu um sig sjálf, þar til hún veiktist nú á önd- verðum vetri, og varð að fara í sjúkrahús og dveljast þar til leið- arloka. Þegar þau hjón, Jóney og Guð- jón dvöldu á Hólmavík og hann var bæði alþingismaður og kaup- félagsstjóri, bar margan gest að garði þeirra. Var þar öllum vel tekið og margra vandræði leyst, og þá ekki sízt þeirra, sem um- komuminnstir voru og fárra kosta áttu völ. Eftir að þau hjón fluttu heim- ili sitt til Reykjavíkur fór í þessu efni öllu fram sem áður. Þeir sem að heiman komu lögðu jafn- an þangað leið sína og dvöldu oft langvistum á heimili þeirra, urðu því annir hins líðandi dags miklar og margvíslegar. En frú Jóney, hún gleymdi ekki góðum vin þótt gæfust aðrir nýir, hlý- hugur hennar til átthaganna og þeirra, sem hún þar hafði bundið vináttu við, var jafnan sá sami. Hún vildi fylgjast með högum og háttum þeirra, svo sem hún áður hafðí gert. En þótt Jóney sliti ekki þær rætur, sem lágu til átthaganna, samdi henni vel við hið nýja umhverfi og hlaut þar vináttu og virðingu sam- ferðamanna sinna, enda hlýtur fólk með eðliseigindir hennar að virðast hverjum góðum manni Utgerðarmenn til sölu er 17 smálesta eikarbyggður bátur í ágætu ástandi, með svo til nýrri vél. Mikið fylgifé. Lágt verð. Hagstæðir greiðsluskilmálar. Uppl. gefur. Jón Guðmundsson símar 1246 eða 1336, Akureyri. Skiptafundur í búi Málningastofunnar s.f. verður haldinn þriðju- daginn 16. þ.m. kl. 2 síðdegis á bæjarfógetaskrif- stofunni í Hafnarfirði. Fyrir verður tekið: 1. Tekin ákvörðun um greiðslu á lýstum kröfum. 2. Lagt fram frumvarp að úthlutunargerð. Skiptum verður væntanlega lokið á fundinum. Skiptaráðandinn í Hafnarfirði. þá gleymið aldrei að setja Sirius-Konsum súkkulaði í nestispokann. Sirius-Konsum súkkulaði er í nýjum og fallegum umbúðum, hentugum tíl ferðalaga Y firstærðir á morgunsloppum Takmarkaðar birgðir. M A R KAÐ U R I NN Templarasundi 3 vel. Hið bjarta blik, sem jafnan bjó í glöðu brosi hennar, hiýjan, sem fylgdi handtakinu og góð- vildin ,sem ætíð kom fram, þeg- ar hún eitthvað vildi til mála leggja, stækkaði þessa smávöxnu konu svo í augum þeirra. er til hennar þekktu, að þeim fannst hún alltaf ein af þeim svipmestu þar sem fleiri voru saman. Þessar hlýju óbrotgjörnu eðlis- eigindir frú Jóneyjar gerðu heim ili henna að vermandi gróðurreit börnunum og urðu manni henn* ar ómetanlegur aflgjafi til dáða. Hann mátti oft standa í marg- brotnu þjóðmálastarfi og var oft gustmikill, þegar í odda skarst, enda skapheitur athafna- maður. Þegar hann að loknu dagsverki kom heim, þá eyddu hin léttu bros eiginkonunnar annaskýjunum, eins og þegar ljúfur blær dreifir þungri öldu. Erfiðleikar hins líðandi dags gleynidust, og úrræðin til úr- luusnar á næstu verkefnum virt- ust fleiri. Styrkur hennar gerði hans stóru verk stærri. Frú Jóney varð á efri árum fyrir þeirri þungu raun að missa einka- dóttur sína eftir langa og þunga sjúkdómslegu, en jafnvel þá brotnuðu sorgartárin í brosi hennar. Það er hverjum gæfa, sem bet svo heiðan hug. Við, sem erum orðin gömul og höfum reynt að varðveita okkar barnatrú, vonum að þau um- skipti, sem nefnd eru dauði, séu aðeins stutt þrep að stíga yfir, og að sá hlýhugur, sem við mætum hér í lífi, muni ná lengra. Við þessi tímamót viljum við þakka góðum samferðamanni hugþekka fylgd. Við hjónin og börn okkar höf- um um tugi ára notið vináttu frú Jóneyjar, sú vinátta verður aldrei fullþökkuð eða ofmetin. í guðs friði. Matthías Helgason. Jóney er dáin. Þessi fregn berst mér að áliðnu kvöldi. Rökkurró hvílir yfir borginni og umhverfi hennar. Aldan sem í morgun var að ýfa sig út á flóanum er nú hóg- lát og hljóð. Þarna sé ég stjörnu, sem sendir geislandi bros úr blá- um geim gengum skýjakafið og þetta brosleiftur slær ljóma inn í rökkur kvöldsins. Og ég minnist þess að fyrir rúmum 30 árum kom ég fyrst á heimili konunnar, sem nú er dáin, þá fákænn og úr- ræðalítill mömmu-drengur, upp- alinn á útskaga við norðurhaf. Já, „stjarnan minning bjarta ber í barm minn gegnum rökkur. skugga, sem kveðja væri hún kær frá þér og kæmi mig að gleðja og hugga“ Þegar þú bauðst mig velkom- inn á heimili þitt og réttir mér móðurhendurnar, sem alltaf urðu þær sömu, hvenær sem fundum okkar síðar bar saman, þá fann ég mig aftur sem heima, þótt ég nú væri fjarri átthögunum og ætti þess kost að sjá brot af þeim heimi sem áður var mér fram- andi. Það er flestum mikill styrkur að eignast samferðamenn, sem vilja greiða þeim leiðina fram á við, en engin mun betri fylgd, en fylgd góðrar konu, hvort sem hún er vinur, eiginkona eða móð- ir. Þannig var með þína fylgd í hverju þessu tilfelli. „Eitt sinn skal hver deyja‘‘, eru óræð rök tilverunnar, mun ekkl sú stund tilefni gleði ekki síður en sorgar, þegar sá sem lífið kveður hefur lokið miklu starfi og allt gert vel. Og þann er gott að kveðja, sem svo hefur veginn farið, að hver, sem átt hefur með honum sam- leið hefir fundið að eftir því sem lengra var fram haldið „varð röddin mildari og mýkri, sem móðurlegt hjal og blítt, viðmótið hlýrra og hlýrra og handtakið langt og þýtt“. Sem brot úr hljóðlátri báru er brotnar við mjúkan sand kveðju þér ber í blænum bernskunnar heimaland. Kveðja og þökk. Þ. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.