Morgunblaðið - 25.04.1957, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 25.04.1957, Qupperneq 9
Fimmtudagur 25. apríl 1957 MOKCVWTtT AÐIÐ 9 Hraðfrystihúsið, fiskimjölsverksmiðjan og bryggjan i HnifsdaL Höfuðnauðsyn að færa frið- unarlínuna veruíega út Haílsdælingut !bæta bitafloto sinn Samtal við Jóakim Pálsson skipstjóra Isafírði í apríl. NOKKRU eftir áramótin hóf nýr og glæsilegur bátur róðra úr Hnífsdal. Er það mótorbáturinn Páll Pálsson, sem smíðaður var í Skipasmiðastöð M. Bernharðs sonar h. f. Hann er 58 lestir að stærð og eitt vandaðasta fiski- skip, sem nú er gert út héðan frá Vestfjörðum. Nú nýlega hafa Hnífsdælingar samið um smíði á öðrum bát af somu stærð og gerð, og verður hann einnig byggður i Skipasmíðastöð M. Bernliarðs- Sonar h. f. Fréttaritari Mbl. átti nýlega tal við Jóakim Pólsson skipstjóra, sem er einn elsti starfandi báta- formaðurinn hér við Djúp og raeddi við hann um ýmislegt varðandi sjósókn ög útgerð hér við Djúp, en Jóakim er skip- stjóri á Páli Pálssyni. Talið berst þá fyrst að nýju bátunum. í fyrravor bættust tveir nýir bátar í fiota ísfirðinga, Gunnvör og Guðbjörg, og nú eftir áramótin kom Páll Pálsson í Hnífsdal. Nú er í smíðum bátur af sömu gerð fyrir ísfirðinga og áður en langtl um líður verður lagður kjölurinn að hinum nýja bát Hnífsdælinga. í Danmörku er langt komið smíði nýs báts fyrir Bjarna Eiríksson, útgerðarmann, í Bolungarvík og bráðlega er væntanlegur til lands ins nýr bátur, sem fsver h. f. í Súgandafirði hefir látið smíða í Svíþjóð. HEPPIUEG BÁTSSTÆRÐ — Telur þú, að þetta sé heppi- leg stærð á bátum til fiskveiða við Vestfirði? — Já, ég tel að renslan hafi ótvírætt leitt það í ljós. Við þurf- um sízt að hafa minni báta hér en almennt gerist á Suðurlandi, •f við ætlum okkur að fylgjast armanna og sjómanna, sem und- anfarin ár hafa mátt stríða við sízt minni örðugleika af þessum sömu ástæðum. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að frá fyrstu tíð hafa togararnir sótt mest á hin auðugu fiskimið út af með sjósókn, því að sjósókn á Vestfjörðum og með friðun Faxa- Vestfjörðum hefir aldrei þótt betri en á Suðurlandi. Má í því sambandi benda á, að í mörgum tilfellum þurfa bátar héðan frá Djúpi að sækja allt suður á Kolluálskant út af Snæfellsnesi eða nyrzt norður á Stranda- grunn, og taka slíkar sjóferðir ekki minna en hálfan annan sól- arhring. Með stækkandi skipum koma fleiri róðrar. Ef ekki hefðu ver- ið hér í vetur stærri og betri bátar en vóru fyrir 10 árum, þá hefði orðið hér lítið um sjóróðra og skapazt hér almennt atvinnu- leysi, en fyrir stækkaða báta og þar af leiðandi meiri sjósókn hef- ir verið hér nokkuð sæmileg at- vinna. Veldur þar einnig nokkru, að þegar lítill fiskur berst á land er farið að vinna fiskinn í minni pakkningar, sem skapar einnig aukna atvinnu fyrir landverka- fólk. HÖFUÐNAUÐSVN AÐ FÆRA FRIÐUNARUÍNUNA ÚT — Hvað viltu segja um út- færslu friðunarlínunnar? — Ég tel nú varla ástæðu til að ræða það mál. Sjónarmið okk- ar vestfirzkra sjómanna í því máli eru það kunn. Við höfum talið það höfuðnauðsyn, að færa línuna verulega út hér fyrir Vest- fjörðum og jafnframt að efla stórlega gæzluna frá því sem nú er. Ég las fyrir nokkru í Mbl. við- tal við Sturlaug H. Böðvarsson á Akranesi, þar sem hann bend- ir á vaxandi ágang togara á mið Faxaflóabáta og þar af leiðandi minnkandi fiskimagn bátanna. Ummæli hins reynda útgerðar- manns munu hafa vakið almenna athygli hér vestra meðal útgerð- flóans var sem hleypt væri stóði í tún vestfjarða bátasjómanna og fyrir það hafa sjómenn og út- vegsmenn á Vestfjörðum mátt horfa upp á síminnkandi afla- magn og tekjur frá ári til árs. Það er því von okkar, að hér eftir getum við haft samstöðu í baráttunni fyrir frekari útfærslu friðunarlínunnar og þar með auknum tekjum sjómanna og út- vegsmanna. SKARKOLINN A VÍKUNUM í þessu sambandi langar mig einnig til að drepa á eitt atriði. Það er, hvort ekki sé kominn tími til að athuga þá hættu, sem fiskistofninum hlýtur að stafa af stöðugri ásókn netabátanna á Suðurlandi á gotfiskinn á Sel- vogsbanka. Ég held, að hér sé ekki um minni rányrkju að ræða, heldur en togveiðarnar, sem mest er talað um. Annars virðast ýms- ar ráðstafanir okkar í friðun fiskimiðanna vera æði fálm- kenndar. Síðan dragnótaveiðin var bönnuð hafa víkurnar hér fyrir norðan verið nokkurs kon- ar uppeldisstöðvar fyrir skar•• kolaveiði Englendinga. Kolinn heldur sig inn á víkunum yfir sumarmánuðina, en um vetur- nætúr skríður hann út á djúp- miðin. Við höfum líka veitt því athygli nú í nokkur ár, að strax og hausta tekur er kominn fjöldi af brezkum togurum, aðallega smátogurum, sem ekki sækja á djúpmiðin, og heldur sig hér út af Djúpinu fram undir hátíðar og hirðir kolann, þegar hann skríður út af víkunum. Fiska þessir togarar svo til eingðngu kola. Þetta tel ég misráðið. Við eig um að leyfa takmörkuðum fjölda dragnótabáta að stunda kolaveið- ar út með Stigahlíðinni og á vík- unum hér fyrir norðan yfir haust- mánuðina. Við höfum aldrei ætl- að okkur að nýta landhelgina sem uppeldisstöðvar fyrir brezka togara, en með þessu háttalagi erum við beinlínis að egna þá til áakim Pálsson skipstjóri veiða í landhelgi. Ég tel miklu skynsamlegra, að leyfa dragnóta- bátunum að veiða þennan kola. Þá er ekki víst, hvort brezku togararnir, sem skrapa grunn- slóðina hér út af Vestfjörðum, hefðu eins mikið til að sækjast i. STEINBÍTSVEIÐIN SKER ÚR — Hvað viltu að lokum segja mér um vertíðina í vetur? — Ég hefi aldrei spámaður ver- ið og vil því engu spá um, hvernig þessi vertíð kann að verða. Það er algjörlega undir því komið, hvernig steinbítsveiðin verður, hvort stéinbíturinn géfur sig til um páskana eða hverfur alveg. Það er með steinbítsveiðina hjá okkur, eins og netaveiðina hjá bátunum á Suðurlandi. Það er hún sem sker alveg úr um það, hvernig vetraraflinn verður. — Við skulum vona, að þlá- maðurinn heimsæki okkur u*n eða upp úr páskum. — Já, við skulum vona, að svo verði. HLUSTAÐ Á ÚTVARP Pall Páissou, hiun nýi vélbátur Hnifsdaelinga, við bryggju i Hnífsdal. — DAGAR þessir báru auðvitað all- mjög svip dymbilviku og páska. Messur margar, stólræður góðar, þær er ég heyrði og söngur í kirkjum sömuleiðis. Mikið um kickjumúsik, en ég leiði hjá mér að rita um þau efni í þetta sinn. Þriðjudaginn 16. apríl flutti séra Öskar Þorláksson erindi um Pontius Pílatus. Rakti hann það er menn vita um þennan ógæfu- sama rómverska landsstjóra. En einkum fjallaði ræðan, eðlilega, um afskifti Pílatusar af dauða Krists, enda mundi Pílatus aldrei nefndur ef minning hans lifði ekki í ljósi frá Kristi. Þessi rangláti dómari, sem spurði hvað sann- leikur væri, verður ætíð öllum dómurum og reyndar öllum mönn- um til viðvörunar. Ræða séra< Óskars var skörulega flutt og hin fróðlegasta. Á miðvikudaginn, 17. apríl, las Andrés Björnsson upp erindi um. skáldið Carlo Goldoni eftir Eggert Stefánsson. Goldoni (1707—1793) lagði fyrstu drög til þeirrar leik- listarstefnu sem ennþá er við líði. Var alveg rétt að lofa þeim hlustendum sean heyra vilja um heimsfræga klassiska bókmennta- menn að fá þetta erindi Eggerts. — Árnór Sigurjónsson talaði um íslenzkt mál. Hann hefur í vetur flutt mörg ágæt erindi um það efni. Hefur sérstakt lag á því að koma þannig fyrir sig orði að eft- ir sé tekið og munað. 1 þetta sinn gaf hann Laxness dálitla ráðn- ingu, út af sérvizku Laxness og tilgerð í rithætti íslenzks máls. Þá var síðasta kvöld Brúðkaups ferðar Sveins Ásgeirssonar, þ. e. sjálf brúðkaupsveizlan. Sjálfsagt er að þakka Sveini fyrir margar góðar skemmtistundir i útvarpi undanfarin ár. Hann er einn af þeim örfáu mönnum hér á landi, sem hefur til að bera góðlátlega en þó um leið dálítið alvarlega kímni (humor). Auk þess er hann hugkvæmur og um fram allt, dug- legur að ná í þá „krafta“, sem þarf til þess að setja á svið áheyrilega útvarpsþætti, og um leið skemmtilega. Það var áreið- anlega þrekvirki að stofna til brúðkaupsferðar-þáttanna, fá öll þessi kærustupör til að troða upp, fá snillingana til þess að leggja á sig talsvert erfiði og að fá allt þetta til að ganga eins og vel smurða vél. Ef mögulegt væri, ætti útvarpið að fá Svein Ásgeirs- son til þess að halda áfram að skemmta landsmönnum. Það var gaman að hlusta á brúðkaupsveizl una, ræðurnar, flestar góðar, söng ur Magnúsar Gíslasonar ágætur og rúsínuna í pylsuendanum var hin ágæta ræða Sveins Ásgeirs- sonar, — Skemmtilegir gaman- þættir eru mjög vinsælir og á fátt meira hlustað. — Kvölddagskráin á skírdag var ágæt og vel við eigandi það helga kvöld. Því enda þótt ég áliti að afnema ætti daginn úr helgra daga tölu þá hlýtur kvöldið að vera hverjum kristnum manni heilagt. Dagskráin, eftir kvöldfréttir hófst á Franculiebe und Leben, eftir Schumann. Frú Nanna Egilsdótt- ir hefur fallega og þjálfaða rödd og var vel upplögð, Weisshappel er góður hljóðfæraleikari eins og allir vita en hættir stundum til þess að láta nokkuð mikið á hljóð- færinu bera í undirleik. Kristín Anna Þórarinsdóttir las kvæði Chamissós, aðdáanlega vel og ekki þarf að spyrja um snilldarþýð- ingu Matthíasar Jochumssonar. Þetta var mjög ánægjulegur og listrænn þáttur og við allra hæfi. — Þá talaði Bjarni Eyjólfsson rit- stjóri um Konso-landið og þjóð þá er í þeim hluta Abessíníu býr, en þar er ísl. trúboðsstöð og spítali. Sennilega hefur Bjarni komið þangað suður, svo lifandi og ljós var lýsing hans á landinu og fólk- inu. — Þá fluttu þeir Haraldur Hannesson og Victor Urbancic erindi um kaþólskan tíðasöng (erindi og tónlist) var 1 átturinn athyglisverður og vel fluttur og mikill helgiblær yfir honum. Dagskrá Kristilegs félags stú- denta var yfirleitt góð, en hún var á föstudagskvöld. Mest þótti mér til koma bréfs Alberts Schw- eitzers, er dómprófastur sr. J6n Áuðuns las upp. Sr. Jón hafði sent honum bók með myndum af listaverkum Einars Jónssonar. Hinn mikli vitringur, mannvinur og listamaður, Schweitzer, dáist mjög að list Einars. — Saga Capeks, sem er góð í sinni röð, var alltof hart lesin og naut sín ekki. Laugardagsleikritið Myrkrið og morguninn, eftir Preben Thomsen er vel þýtt af sr. Sigurjóni Guð- jónssyni. Þótt það sé ekki sérlega frumlegt er það athyglisvert. Það var afburðavel flutt af færustu leikurum, náðu þeir alveg réttum blæ. 1 þetta sinn var það Harald- ur Björnsson sem af bar, enda hlutverk hans hið mikilvægasta í leiknum og gerði hann því hin prýðilegustu skil. Leikrit þetta var ekki óhæfilega langt, eins og oft er um útvarpsleikritin. Bezt að það séu 30—60 mínútur, alls ekki lengra. Leikrit Þjóðleikhúss og Leikfélags Reykjavíkur eiga venjulega illa við útvarp, gætu verið góð ef um sjónvarp væri að ræða, en allt bíður sins tíma. Á mánudag söng St. Olafs kór-, inn frá Minnesota. Mér er næst að halda að þetta sé raddfegursti og bezt þjálfaði kórinn sem hing- að hefur komið síðan Kuban- kósakkarnir voru hér um árið. Leiðinlegt var að þulurinn var ákaflega þurr og sagði eða vissi lítið um þennan afburða góða kór, notaði hin stuttu hlé til að leika grammófónplötur! Heldur óvið- eigandi, fannst mörgum hlustend- Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.