Morgunblaðið - 25.04.1957, Side 12

Morgunblaðið - 25.04.1957, Side 12
MORGUNBLAfíin Fimmtudagur 25. apríl 1957 12 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnascwi frá Vlgur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Við sumarkomuna SUMARKOMAN hefur ætíð ver- ið íslendingum eitt hið mesta fagnaðarefni og sumardagurinn fyrsti var um aldir mesta hátíð landsmanna ,næst sjálfum jólun- um. Á sumardaginn fyrsta litu menn um öxl til vetrarins, sem liðinn var, og gættu að því hvern- ig búið hefði blessast. Sumstaðar var venja að konan færi í húsin með bóndanum að skoða féð á sumardaginn fyrsta. Þannig fór fram einskonar úttekt hjónanna á bústofninum á þessum degi og enn í dag bera landsmenn sig saman um fénaðarhöld og sjó- sókn á þessum tímamótum. Þann- ig verður sumardagurinn fyrsti oft tilefni þess að litið er yfir farinn veg og hugað að því hvers má vænta. ★ ★ ★ Veturinn, sem leið var bænd- um og búaliði hagstæður, þegar á allt er litið. Fénaðarhöld hafa ▼erið góð um allt land og ekk- ert það borið við, sem hnekkt hafi hag manna í sveitum. Veðr- átta var eins og gerist á þeim vetrum, sem taldir hafa verið góðir. En aldrei skyldu menn þó gleyma því „að enn getur haf helfrosið og Hekla gosið“. Alltaf geta þeir viðburðir gerst í náttúrunni, sem truflað geta það búskaparkerfi, sem nú er byggt af tækni og nýtízkulegum háttum og sett það úr skorðum. Má í því sambandi minna á það- hvernig samgönguteppa af völd- um snjóa olli alvarlegum elds- neytisskorti í einni sýslu vestan- lands á síðastliðnum vetri. Olíu- kyndingar eru nú orðnar all al- gengar í sveitum og ef olíuflutn- ingar teppast, og ekki er annað að grípa til, sem komið geti að haldi til upphitunar, eru vand- ræðin vís. Tilvik, eins og þetta, •ru landsmönnum áminning þess að trúa vetrinum varlega. ★ ★ ★ Ef litið er til sjávarútvegsins má segja, að ver horfi en um landbúnaðinn, því bátavertíðin hefur mjög brugðist vonum inanna og orðið undir meðallagi, miðað við sjósókn. Togaraveið- arnar hafa einnig gengið laklega. Horfir því allþunglega fyrir sjáv- arútveginum við þessa sumar- korau. Ef litið er til annarra atvinnu- greina svo sem verzlunar eru horfur á að viðskipti dragist veru lega saman. Stafar það af þeim álögum, sem ríkisstjórnin hefur sett á innflutningsvörur og tor- veldar mjög starfsemi verzlun- arinnar. Ef gætt er að horfunum varðandi atvinnu landsmanna og afkomu almennt þá markast þær af því víðtæka kreppuástandi, sem nú er smátt og smátt að skapast í þjóðfélaginu og á rætur sínar í þeirri stjórnarstefnu, sem metur meira að skattleggja, en ýta undir framtak manna og . virðir það meir að banna en að leyfa. Þegar svo er komið, að landsmenn hafa meir en nokkru sinni fyrr misst trúna á verðgildi peninganna og hætta að spara eins og þeir gerðu áður, þá er gripið til þess að fyrirskipa til- teknum hópi manna að spara peninga. Þetta er átakanlegt dæmi um það hvernig komið er. f stað sparnaðar, sem byggist á velmegun og bjartsýni er kom- ið valdboð þeirra manna, sem með skammsýnum aðgerðum hafa drepið niður þær góðu von- ir, sem menn gerðu sér um bú- skap þjóðarinnar og efnahags- legt öryggi einstaklinganna, en það var undirstaða þess sparnað- ar, sem fólkið viðhafði af frjáls- um vilja. ★ ★ ★ Sú þjóð sem býr við illa stjórnarháttu getur ekki fagnað sumri á sama hátt og þær, sem búa við góða stjórn. Ef stjórn landsins er í ólestri nær það jafn- an skammt þó góðæri sé til lands og sjávar. Allt eins og hver ein- staklingur getur sóað fljóttekn- um fjármunum með ráðleysi, þá hverfur líka fljótlega sá ábati, sem fæst í þjóðarbúið, af góðu sumri, ef ráðdeildarlaus stjórn fer með málefni landsmanna. Við fslendingar búum við stjórnar- far, sem óhætt er að fullyrða að mikill meiri hluti landsmanna vantreystir fullkomlega. Þegar við biðjum þess, að sumarið verði okkur hagstætt, þá felst líka í því að sú óráðsstjórn, sem nú situr að völdum í landinu og kreppir meir og meir að hag manna, víki sem fljótast og aðrir og hæfari menn, kosnir í nýjum kosningum, taki við. ★ ★ ★ * Ríkisstjórnin, sem nú situr að völdum hefur svikið öll þau lof- orð, sem hún gaf í öndverðu og það er lýðræðisleg skylda hennar að leggja mál sitt undir dóm kjósenda. Hingað til hefur ríkis- stjórnin ekki þorað að leggja sig undir þann dóm en hversu lengi kemst hún hjá því? Um það er nú spurt um allt ísland. V ★ ★ Eitt a± ,em ríkisstjórnin lofaði var „u allsherjar úttekt skyldi fara fram í augsýn allrar þjóðarinnar á hag hennar og síð- an það að gert, sem dygði. Allt hefur þetta verið svikið. Úttekt ríkisstjórnarinnar fór aldrei fram. En hver einstaklingur ger- ir þó sína „úttekt“ um hag sinn og horfur við sumarkomuna. Þá „úttekt“ getur ríkisstjórnin ekki bannað eða falið. En einstakling- arnir, sem þannig gæta að mál- um sínum og hvert heimili, sem gerir sér grein fyrir horfunum, hlýtur að komast að þeirri niður- stöðu að þær eru þyngri nú þeg- ar veturinn endar, heldur en þegar hann byrjaði og miklu verri en við sumarkomuna í fyrra. ★ ★ ★ Það kann vel að vera að sá sið- ur haldist enn einhversstaðar að konan fari í húsin með bónda sínum á sumardaginn fyrsta til að skoða hvernig fénaðinum líði eftir veturinn. En hvort sem svo er eða ekki, þá er það víst að margir athuga nú vandlegar „sinn gang“ en oft áður og mörg eru þau heimili þar, sem bjartsýn- in er minni en áður, þótt sum- arið gangi nú í garð. D auðadómunum yfir frelsishetjum Ungverjalands held ur áfram viku eftir viku, og kvislingsstjórn Kadars færir sig upp á skaftið eftir því sem hún treystir völd sín I landinu með öryggislögreglu og rússnesku her- liði. Með stuðningi Rússa hefur Kadar-stjórninni tekizt að halda uppi hinum illræmdu réttarhöld- um yfir ungverskum frelsisvin- um, en þau minna um flest á önnur slík réttarhöld í járntjalds- löndunum, þar sem það er lífs- hættulegt að hafa skoðun, svo maður tali nú ekki um að láta hana í ljós. U ngverskur almenning ur horfir þögull á dómsmorðin, sem framin eru í Búdapest svo að segja daglega. Blóðið hefur verið sogið úr þjóðinni; hún hef- ur ekki lengur afl til að berjast með berum hnefum við ofurafl rússneskra skriðdreka. Meðfylgj- andi mynd er frá einum réttar- höldunum í Búdapest þar sem hinir sakfelldu standa milli lög- reglumanna og kvenna kvislings- stjórnarinnar meðan „dómarinn“ les þeim dauðadóminn. Sakborn- ingarnir á myndinni voru allir skotnir. * P utzi Hanfstængle, hinn sjötugi grínisti, sem einu sinni var kallaður „Hirðfífl HitlersH hefur að undanförnu verið að ferðast um Evrópu. Ný- lega kom hann til Lundúna og var þá þessi mynd tekin af hon- um, þar sem hann gengur með „Baedecker" upp á vasann. Hanf- stængle, býr nú í Múnchen með konu sinni sem er kornung. Hann sagði fréttamönnum: „Hitler hafði mikinn þokka og skemmti- lega rödd. Ég hafði gert mér von- ir um að geta mótað hugmyndir hans þannig að þær yrðu já- kvæðar. Það var þess vegna sem ég gekk í flokk með honum. En þegar hann komst til valda varð hann hóflaus og ósanngjarn. Og þegar Röhm var myrtur, vissi ég að það var kominn tími til að hypja sig burt. Svo ég laumaðist burt og komst til Ameríku“. — Hanfstængle birti endurminning- ar sínar í fyrrahaust, en þær þóttu ekki auka mikið við orðstír hans sem „Hirðfífl Hitlers". Dr. Sigurður Þórar- insson í fyrireslra- ferð DR. SIGURÐUR ÞÓRARINS- SON, jarðfræðingur, er nú á för- um til Vestur-Þýzkalands og Austurríkis í fyrirlestraferð á vegum þýzkra háskóla og land- fræðifélagsins Verein fúr Erd und Völkerkunde, sem hefur að- setur í Bonn. Leggur dr. Sigurð- ur af stað í ferðalagið 30. apríl næstkomandi. í Þýzkalandi mun dr. Sigurð- ur flytja 14 fyrirlestra og auk þess tvo fyrirlestra á vegum há- skóla í Austurríki, 23. og 24. maí. Fyrirlestraefni eru þrjú, Eldfjöli íslands, Öræfi og saga þeirra í þúsund ár og Öskulög sem hjálp- argögn við jarðfræði og land- fræðirannsóknir. Tveir fyrri fyr- irlestrarnir verða fluttir á þýzku en sá þriðji á ensku. Þá mun dr. Sigurður hafa með sér Heklu- kvikmynd þeirra Steinþórs Sig- urðssonar og Árna Stefánssonar og sýna hana á nokkrum stöðum. Þýzku borgirnar, sem fyrirlestr arnir verða fluttir í, eru: Lúbeck, Kiel, Köln, Bonn, Dússeldorf, Essen, Heidelberg, Wurzburg, Múnchen, Hannover og Hamborg.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.