Morgunblaðið - 27.04.1957, Qupperneq 1
20 síður
44. árgangur
93. tbl. — Laugardagur 27. apríl 1957.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hansen
svarar
Bulganin
KAUPMANNAHÖFN, 26.apríl. —
H.C. Hansen, forsælisráðherra
Dana, hefur nú gengið frá svari
við bréfi Bulganins forsælisráð-
Kerra Ráðstjórnarríkjanna frá 28.
marz sl. Bréfið hefur verið lagt
fyrir utanríkismálanefnd danska
þingsins, sem samþykkti það. ——
Verður efni þess ekki birt fyrr en
það er komið í hendur Bulganins
■— og mun danski ambassadorinn
I Moskvu afhenda það nú einhvern
næstu daga.
Hussein ætlur uð gungu milli bols
og höfuðs ú kommúnistum
Herinn hefur ekki brugðizt konungi
Amman, Kairó og Washington, 26. apríl.
IJÓRDANÍU heíur enn dregið til mikilla tíðinda. Vinstri flokk-
arnir hafa þvingað stjórn Khalidis til þess að segja af sér. —
Hussein konungur hefur fengið gamalkunnan stjórnmálamann,
Ibrahim Hasjim að nafni, til þess að mynda nýja stjórn. Hefur
konUhgur sett herlög í landinu og leyst upp alla gömlu stjámmála-
flokkana. Sulimaii Tukan hefur verið skipaður yfirmaður her-
afla landsins.
Tanner
Tanner sigraði óvœnf
M&skvumenn höfðu varað Finna við því
að styðja hann til valda
Helsingfors.
AMIÐVIKUDAGINN fór fram stjórnarkjör í finnska socialdemo-
krataflokknum sem kunnugt er. Undanfarið hafa allmikil átök
átt sér stað innan flokksins, sem skipzt hefur í tvo hópa. Annars
vegar Skog varnarmálaráðherra og hans róenn, sem hingað til hafa
haft yfirhöndina, en hins vegar Leskinen og fylgismenn hans.
— ★ —
1 gærmorgun, að þessu loknu,
ávarpaði Hussein konungur þjóð
sína í útvarpi og hvatti hana til
þess ð sýna sér hollustu. Sakaði
hann marga stjórnmálamenn um
að hafa setið á sviðráðum við sig
— og sagði þá hafa gegnt erind-
um Rússa og Egypta.
Réðist Hussein harkalega á
kommúnista og nafngreindi í því
sambandi Nabulsi, fyrrum for-
sætisráðherra og utanríkisráð-
herra í stjórn Khalidis. Sagði
hann, að Nabulsi hefði brugðizt
sér og þjóðinni. 1 lok ræðunnar
lýsti konungur því yfir, að hann
mundi halda áfram baráttunni
★ ★ ★
Við formannskjörið á miðviku-
daginn studdu frávarandi for-
maður Skog og fylgjendur hans
Fagerholm forsætisráðherra, en
Leskinen-armurinn studdi Váinö
Tanner. Var úrslitanna beðið með
mikilli eftirvæntingu, en flestir
töldu þó, að Fagerholm mundi
hafa betur. Sérstaklega vegna
þess, að Tanner gaf ekki kost á
sér til framboðs fyrr en skömmu
áður en atkvæaðagreiðslan fór
fram.
Svo fór þó, að Tanner bar sig-
ur úr býtum með eins atkvæðis
mun, 95:94.
★ ★ ★
Þar með hafði Leskinen-
armurinn unnið stóran sigur
innan flokksins — og gátu
Skog og menn hans hvergi
rönd við reist, er aðrir með-
limir flokksstjórnarinnar voru
kjörnir. Leskinen var m. a.
sjálfur kjörinn í stjórnina.
★ ★ ★
Hinn nýkjörni formaður social-
demokrataflokksins, Tanner, var
utanríkisráðherra í vetrarstyrj-
öldinni 1939—40. Árið 1946 var
hann dæmdur til árs fangels-
isvistar fyrir stríðsglæpi. Er hann
hafði afplánað dóm sinn að hálfu,
var honum sleppt úr haldi. —
Nokkru síðar tók hann aftur virk-
an þátt í stjórnmálalífinu — og
hafa kommúnistar jafnan litið
hann mjög óhýru auga.
★ ★ ★
Ekki alls fyrir löngu réðust
málgögn Ráðstjórnarinnar
harkalega á Tanner — og
sögðu, að Finnar mundu skapa
landi sinu mikla hættu, ef þeir
létu Tanner komast á ný til
valda og áhrifa. Var Tanner
nefndur „lærisveinn Göbbels“
og þar fram eftir götunum.
★ ★ ★
Nú var almennt spurt að því,
hvort úrslit átakanna í social-
demokrataflokknum kynnu að
draga einhvern dilk á eftir sér.
Og í ljós kom, að afleiðingarn-
ar náðu ekki einungis til flokks-
ins — heldur og ríkisstjórnarinn-
ar.
Stjórnarkreppa í Finnlandi
Helsingfors, 26. apríl:
UMBROTIN í finnska socialdemokrataflokknum hafa nú orðið
til þess, að Fagerholm hefur sagt af sér og Kekkonen forseti
hefur hafið viðræður við leiðtoga stjórnarflokkanna.
Er hann sagður liafa farið þess
á leit við stjórnina, að hún sitji
áfrani. Sósíaldemókratar segjast
hins vegar ekki geta gefið endan-
legt svar fyrr en síðari hlula
næstu viku.
Hinn nýkjömi formaður
flokksins, Tanner, liefur látið svo
um mælt, að flokksbræður hans í
stjórninni hafi komið sér á óvart
og framkoma þeirra í máli þessu
sé harla einkennileg.
Það er mál manna, að nú sé
þörf skjótra ráða, því a$
efnahagsmálin leyfi ekki að
stjórnarkreppan verði langvinn.
Brýna nauðsyn beri til þess að
mynda sterka stjórn, sem hafi
hreinan meirihluta þings að baki
sér. Fagerholm
Fleiri herskip á vettvang
NORFOLK, 26. apríl. — Fimm
bandarísk herskip úr Atlantshafs
flotanum munu láta úr höfn á
mánudaginn og halda til austan-
verðs Miðjarðarhafs og sameinast
bandaríska flotanum þar. Er hér
um að ræða bæði orrustuskip og
flutningaskip, sem hafa innan-
borðs landgönguliðssveitir. Síðar
munu fleiri herskip láta úr banda
riskir höfn á leið austur á bóg-
inn. Bandaríska utanríkisráðu-
□-
-□
TROMSÖ, 26. apríl. — Ógiögg
ar fréttir hafa borizt af því, að
liússar liafi brennt norskan
fiskibát, sem var að veiðum
undan Noregsströnd.
-□
neytið skýrði frá því í dag, að það
varaði löndin fyrir botni Miðjarð
arhafsins við því að rasa
um ráð fram á þessum viðsjár-
verðu tímum.
Ógiiun við heims-
friðinn
MOSKVU, 26. apríl. — Tass-
fréttastofan rússneska sagði i
fréttasendingu í dagð, að á-
standið í Jórdaníu — og þá
sérstaklega sigling banda-
rískra herskipa til austan-
verðs Miðjarðarhafs væri
ógnun við heimsfriðinn.
— Reuter.
gegn kommúnistum og öllum of-
beldisöflum. Ekki kvaðst hann
mundi taka neina afstöðu til Eis-
enhowers-áætlunarinnar fyrr en
hann hefði ráðgast við aðra for-
ingja Arabaþjóðanna.
— ★ —
Hinn nýskipaði forsætisráð-
herra tók einnig til máls við
þetta tækifæri og bað ur. traust
þjóðarinnar.
Hasjim forsætisráðherra skipaði
þear nýjan formann yfir herfor-
ingjaráðið. Tók herinn þegar í
sínar hendur alla stjórn umferðar
í landinu og útgöngubann var sett
í Amman og fleiri borgum. Allt
hefur hingað til verið með kyrr-
um kjörum — og hvergi hefur
komið til árekstra með óbreyttum
borgurum og hermönnum. Hefur
herin allt landið á valdi sínu. 1
morgun var útgöngubanninu í
höfuðborginni aflétt £ þrjá tíma
— og fór fólk þá á kreik til þess
að afla sér nauðsynja.
Á einum stað hefur jafnvel
komið til fjöldagöngu þar sem
fólk lýsti yfir fylgi sínu við
Hussein konung og fagnaði því,
hversu harður hann hefur verið í
horn að taka.
— ★ —
Hussein setur nú allt traust
sitt á herinn, sem og hefur
sýnt, að hann ætlar ekki að
brcgðast konungi sínum. Á
einum stað gerði hópur her-
manna uppreisn gegn her-
stjórninni og konungi, en aðr-
ir hermenn börðu uppreisnina
niður þegar í stað.
Bæði í Jórdaníu og viðar um
heim fara menn miklum viður-
kenningarorðum um konung
og róma hversu vel liann hefur
staðið í stöðu sinni.
— ★ —
Talsmaður konungs sagði í dag,
að Hussein væri staðráðinn í því
að uppræta kommúnismann í
Jórdaníu. Sagði han og, að leit
væri hafin að Nabulsi, sem hefði
horfið eftir stjórnarskiptin. Þeg-
ar síðast fréttist hafði ekkert
heyrzt um afdrif hans, en get-
gátur eru um það, að hann hafi
flúið til Sýrlands. Talsmaður kon-
ungs hefur einnig skýrt frá því,
að ógnaröld sú og upplausn, sem
vinstri flokkarnir hefðu ætlað að
koma á £ landinu hefði verið
studd með erlendu f jármagni.
— ★ —
Strax, er til þessara tlðinda dró
£ Jórdaníu, hélt Kuwatii, forseti
Sýrlands, til Kairo til fundar við
Nasser. Hafa þeir setið þrjá
fundi og er Kuwatli nú á leið til
Saudi-Arabiu og ætlar að reyna
að hitta Saud konung að máli. —
Enginn vafi leikur á þv£, að ferð
þessi er i beinu sambandi við at-
burðina i Jórdaniu.
Saud konungur hefur fvrir-
skipað, að hersveitir þær fró
Framh. á bls. 2
Hattarnir hennar
Nínu
LONDON: — Það bar til tíðinda
á dögunum, að tízkuhúsi einu í
London barst frá Rússlandi pönt-
un um 10 sumarhatta. Tízkuhús-
ið, sem hér um ræðir, er einmitt
það, sem rússneski kringlukast-
arinn Nina Ponomareva var við-
riðin í sumar — og sökuð um að
hafa stolið úr. Er því óhætt að
segja, að hattarnir hennar Nínu
hafi vakið verðskuldaða hrifn-
ingu í heimalandi hennar.
Svíor undirbjuggu innrós í Noreg
og Dnnmörk órið 1945
STOKKHÓLMUR. — Með
leyfi sænska varnarmálaráðu-
neytisins hefur verið skýrt frá
því, að sænska herstjórnin
hafi fyrir lok síðari heims-
styrjaldarinnar gert áætlanir
um að frelsa Noreg og Dan-
mörk úr höndum Þjóðverja.
Höfðu áætlanir þessar og und-
irbúningur verið gerður án
leyfis sænsku stjórnarinnar.
I áætlunum þessum var gert
ráð fyrir því, að 72 þús. manna
herliði (fyrir utan flugher og
flota) yrði beitt til þess að af-
vopna þýzka herinn í Dan-
Israelsskip um Súezl
NEW YORK, 26. apríl. — Frétla-
maður Reuters hefur það eftir á-
reiðanlegum ísraelskum heimild-
um, að Israelsmenn séu nú að
undirbúa tilraun til að senda
israelskt skip um Súez-skurðinn.
mörku, en 245 þús. manna Hð
átti að senda inn í Noreg. Gert
var ráð fyrir, að danskir og
norskir flóttamenn í Svíþjóð
mundu og taka þátt í aðgerð-
unum.
f maí 1945 var öllum undir-
búningi lokið, en fall Þýzka-
lands var brátt einsýnt og
ekkert varð úr aðgerðum.
Lloyd sækir mn
skilnað
LONDON: —- Selwyn Lloyd, ut-
anríkisráðherra Breta, hefur nú
sótt um skilnað frá hinni 29 ára
eiginkonu sinni, er hann gekk að
eiga árið 1951. Nokkur tími er
liðinn frá því að þau hjón hættu
að búa saman. Samkv. frétta-
stofufregnum sótti Lloyd um
skilnað á þeim forsendum, að
kona hans hafi reynzt honum
ótrú.