Morgunblaðið - 27.04.1957, Side 10

Morgunblaðið - 27.04.1957, Side 10
10 MORGVlSBLAfíin Laugardagur 27. apríl 1957. títg.: H.f. Arvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. X.50 eintakið. „Wnll Street Journnl", komm- únistnr og íslenzkur verknlýður Á UNDANFÖRNUM árum hafa kommúnistar hér á landi stund- um látið blað sitt fara ófögrum orðum um blað vestur í New York, sem heitir „Wall Street Journal". En nú gerast allt í einu þau tíðindi, að þetta „málgagn auðkýfinganna f Vollstrít", svo gamalt orðalag „Þjóðviljans" sé notað, flytur nákvæmari fregnir af áformum íslenzku verkalýðs- félaganna og kommúnista en sjálft vinstristjórnarblaðið „Þjóð- viljinn" gerir hér heima! í grein þeirri, sem birtist upp úr fyrrgreindu New York blaði hér í Mbl. sl. fimmtudag, var skýrt frá því, að „verkalýðssam- tökin, sem lúta stjórn kommún- ista, höfðu lofað flokksféiögum sínum í ríkisstjórn að reyna ekki að þvinga fram kauphækkanir á þessu ári. ...“ Eftir hverjum hefUr „Wall Street Journal" þessa yfirlýs- ingu? Hið ameríska blað hlýtur að hafa hana frá leiðtogum komm únista hér heima. Farið á bak við verka- lýðssamtökin Það er auðvitað góðra gjalda vert að vilja hindra verðbólgu og kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags. En allir vita að komm- únistar hafa reynt að örva verð- bólguna eins og þeir hafa getað undanfarin ár. Hitt er alleinkennilegt, að kommúnistar skuli nú láta „máigagn auðkýfinga í Voll- strít“ flytja yfirlýsingar um áform ísienzkra verkalýðsfé- laga í kaupgjaldsmálum, áður en fólkið í verkalýðsfélögun- um hér veit sjálft um þessi áform, áður en það sjálft hef- ur tekið sínar ákvarðanir í þessum málum. Sýnir þetta enn htna einstæðu fyrirlitn- ingu kommúnista á verka- lýðnum og samtökum hans. — Þeir líta eingöngu á þau sem verkfæri í hinni pólitísku valdarefskák sinni. Hafa engar kauphækk- anir orðið? Annars er það alþjóð manna á íslandi kunnugt, hvað sem kommúnistar kunna að fræða „Wall Street Journal" um þegar vinstri stjórnin þarf á lánum að halda í Ameríku, að undanfarna mánuði hefur hver kauphækkun- in rekið aðra hér á landi. Kapp- hlaupið milli kaupgjalds og verð- lags er hér í fulium gangi. Fyrsta kauphækkunin gerðist fyrir áramótin meðan kaupbind- ingarlög bráðabirgðalagaráðherr- ans voru ennþá í gildi. Þá hækk- aði Samband íslenzkra sam- vinnufélaga laun starfsfólks síns almennt ,um 8% og gilti sú launa- hækkun frá áramótum 1955— 1956. Þarna riðu sjálf samvinnufé lögin, sem Eysteinn Jónsson er formaður í, á vaðið með kauphækkanir. Um miðjan desember varð kauphækkun númer tvö. Þá voru laun blaðamanna hækkuð um ca 10%. Kauphækkun númer þrjú gerð- ist einnig um áramótin. Þá fengu sjómenn „15—18% kauphækkun“ er „fékkst án nokkurra fórna“ eins og „Þjóðviljinn“ orðaði það Þá komu verkföllin á Akranesi og í Grindavík, sem báðum lauk með kauphækkunum. Það var kauphækkun númer fjögur. Fimmta kauphækkunin varð með flugmannaverkfallinu. Flug- menn fengu þá mjög aukin fríð- indi, sem jafngilda mikilli launa- hækkun. Loks kom svo farmanna verkfallið, sem stóð í nær mán- uð og hafði í för með sér 8% kauphækkun^ sem sjálf ríkis- stjórnin og SÍS gengu í að knýja fram. Náin tengsl milli Voll- strítu o® Þióðviljans“ Enda þótt tengslin milli „Voll- strít“ og „Þjóðviljans" virðist af fyrrnefndri grein vera orðin býsna náin, þar sem „málgagni auðkýfinganna" eru sagðar frétt- irir, sem íslenzkur verkalýður veit ekki sjálfur um, af félags- málum hans, er þó auðsætt að einhver maðkur er í mysunni. — „Þjóðviljamenn" hafa ekki sagt „Vollstrit“ með öllu satt og rétt frá því, sem er að gerast í kaup- gjaldsmálum á íslahdi. Eins og áður er getið hefur hver kaup- hækkunin og verkfallið rekið annað hér heima undanfarna mánuði. Vinstri stjórnin segir hins vegar væntanlegum lánveit- endum sínum að hún hafi fest kaupgjald og verðlag og það sé hið mesta snjallræði að lána henni peninga. Niðurlægjandi bolla- lesrfifingar. í sambandi við greinina í „Wall Street Journal“ verður svo naum ast komizt hjá því, að vekja at- hygli á því, hversu niðurlægjandi þær bollaleggingar eru, sem þar og í mörgum öðrum erlendum blöðum eru fluttar um þessar mundir, um sambandið milli varna íslands og lántöku núver- andi ríkisstjórnar í Bandaríkjun- um. Blaðið kemst m. a. að orði um þetta atriði á þessa leið: „En það er ekkert leyndarmál, að snarsnúningur núverandi stjórnar var auðveldaður með „flugvallarsamkomulaginu“ eins og það er nefnt hér (á íslandi). Ákvæði þessa samkomulags hafa aldrei verið birt en eitt af þeim var 4 milljón dollara lánið á síð- asta ári, ásamt með allskýrum loforðum um að frekari lán og önnur efnahagsaðstoð mundi koma í kjölfar þess“. Þarna er enn einu sinni ver- ið að núa núverandi ríkis- stjórn því um nasir að hún hafi verzlað með varnir ís- lands. Þessa smán verður ís- lenzka þjóðin að þola af hálfu ríkisstjórnar, sem hefur þann mann að forsætisráðherra, er lýsti því yfir fyrir kosningar, að betra væri að skorta brauð en hafa tekjur af varnarliðs- framkvæmdum í landinu. UTAN UR HEIMI Brœðrasfríð Eisenhowerfjölskyldunnar A dögunum vakti Eisen- hower mikla athygli í Washing- ton. Það var reyndar ekki Eisen- hower forseti — heldur bróðir hans Edgar, sem er málaflutn- ingsmaður í smábænum Tacoma. Edgar Eisenhower kom ekki alls fyrir löngu til Washington og við komuna þangað átti hann tal við blaðamenn. Lét hann orð falla á þá leið, að fjárlög Eisen- hower-stjórnarinnar væru ekki í samræmi við kosningaloforð bróður hans. B rá republikönum þeg- ar mjög í brún. Margir höfðu gagnrýnt fjárlögin, en þetta var þó í fyrsta skipti, sem einn af fjölskyldumeðlimum forsetans gagnrýndi þau á opinberum vett- vangi. í Washington var ekki um annað meira rætt. Það fór í taug- arnar á foringjum republikana, ef svo mætti segja, að deilurnar um fjármálastjórn Eisenhower- stjórnarinnar var nú þegar hafin meðal fjölskyldu forsetans — og það fyrir opnum tjöldum. Um- mæli bróður forsetans höfðu mikil áhrif, sérstaklega meðal óflokksbundinna fylgismanna hans. Segja stjórnmólafréttarit- arar, að þetta atvik hafi orðið til þess að draga veruléga úr fylgi hans. S vo langt gekk þetta, að á næsta blaðamannafundi var Eisenhower spurður að því, hvort óvinátta ríkti með þeim bræðr- um. Forsetinn kvað slíkt fjarri sanni. Hins vegar hefði Edgar alltaf gagnrýnt hann síðan þeir voru smástrákar. r að hlakkaði i demo- krötum. Þeir voru varir um sig og reyndu ekki að nota ummæli Edgars til árása á forsetann. Þeir létu fólkið um umræðurnar - Eisenhower hefur í mörg horn að líta. og ef til vill var það sterkast fyrir þá. Mansfield öldunardeild- arþingamður demokrata sagði í Rithöfundasam- r band Islauds stofnsett FRAMHALDS AÐALFUNDUR Rithöfundafélags íslands var haldinn í Tjarnarcafé þriðjudag- inn 16. apríl. í stjórn voru kjörnir: Kristján Bender form., Agnar Þórðarson ritari, Friðjón Stefánsson gjald- blaðaviðtali: Eg vissi, að hveiti- brauðsdögunum var lokið, en mig grunaði ekki, að fjölskyldan væri að klofna E n Edgar varð lítt vært í Washington. Hann lokaði sig inni í hótelherbergi sínu og rauf allt samband við umheiminn. Fréttaritarar gerðu ítrekaðar til- raunir til þess að ná tali af hon- um til þess að reyna að fá hann til þess að segja eitthvað meira — svo að hann gat ekki stigið út fyrir hússins dyr. Nokkrum dögum síðar, er um hægðist, hélt Edgar til Hvíta hússins til þess að hitta bróður sinn — og sagt er, að þar hafi orðið fagnaðarfundir. Um kvöldið snæddu þeir bræður Dwight, Edgar og Milton saman ásamt eiginkonum sínum. Límbandið nœr 236 sinn um til funglsins * Forstjórar límbands- verksmiðj- unnar með límbands- rúlluna, sem mark- aði tíma- mótin. D aglega halda millj. manna afmælisdag sinn hátíð- legan. Misjafnlega merkir menn — misjafnlega merk afmæli. Þannig er það með félög og félagasamtök. Glaumur og gleði. Já, meira að segja halda menn afmæli plastlímbanda hátíðleg nú á dögum. etta eru „Scotch“-lím- böndin, sem við þekkjum öll. Nú hafa verið framleiddar 2 billjónir límbandsrúllur af þess- ari gerð — og lengd alls þess límbands er hvorki meira né minna en 68 millj. mílna. — Jafn- gildir það því, að límbandið næði 236 sinnum til tunglsins — og væri límbandinu vafið utan um jörðu yrði úr því 14 þumlunga þykk rúlla, Límbandið næði sem sé 2,700 sinnum utan um jörðu. Engin smáræðis lengd — og ekk- ert undarlegt þó að menn geri sér glaðan dag eftir að hafa framleitt þvílík ósköp af lím- bandi. keri og meðstjórnendur Gils Guð mundsson og Elías Mar. Fulltrúar á Bandalag íslenzkra listamanna voru kjörnir: Svan- hildur Þorsteinsdóttir, Kristján Bender, Agnar Þórðarson, Gils Guðmundsson og Elías Mar. Á fundinum var samþykkt að stofna Rithöfundasamband ís- lands, þar sem bæði Rithöfunda- félögin, Rithöfundafélag Xslands og Félag íslenzkra rithöfunda hafa jafnan rétt og aðild að Banda lagi íslenzkra listamanna. 32 ár eru nú liðin síðan fram- leiðsla þessara plastlímbanda var hafin, en tiltölulega skammt síðan innflutningur þeirra til ís- lands var hafinn. En með hverju árinu sem liðið hefur, hefur inn- flutningurinn aukizt — og s. 1 ár hefur innflutningnum numið tugþúsundum rúllna. öll sam- þykkjum við, að plastlímbandið er mikið þarfaþing, sem hagan- legt er á hverju heimili. b>>„ ^..._..ii„ ^ ^ cppone eiga miklum vinsældum að fagna í Þjóðleikhúsinu, enda eru „póli- tísku“ hrekkjabrögðin, sem þeir beita hvom annan, mjög gaman- söm og skemmtileg. — Hér sést Peppone skrifta fyrir Don Cam- illo áður en hann fær prestinn til að skíra son sinn Lenin. Don Camillo er leikinn af Val Gísla- syni og Peppone af Róbert Arn- finnssyni. Næsta sýning á leiknum er i kvöld.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.