Morgunblaðið - 04.05.1957, Side 1
16 siður. og Lesbók
44. árgangur
98. tbl. — Laugardagur 4. maí 1957
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Sjukov á Rauða forginu 1. maí:
Rússar álíta það skyldu sína að auka
stöðugt baráttumátt herja sinna
Moskvu, 3. maí — Frá Reuter.
HÁTÍÐISDAGUR verkalýðsins, 1. maí, var hátíðlegur haldinn
í höfuðborg Sovétríkjanna með geysilegum hersýningum í
lofti og á láði. 178 sprenguþotur og orrustuþotur sveimuðu yfir
Rauða torginu, hersveitir og skriðdrekadeildir fóru hjá pöllum
valdamannanna, en erlendum ljósmyndurum var stranglega bann-
að að stunda iðju sína. Tvennt vakti athygli erlendra gesta:
Risamyndirnar af Stalin, sem prýtt hafa veggi Kreml 1. maí, voru
mun „holdgrennri" en áður, og er það talið stafa frá þeirri skipun
Sjukovs landavarnaráðherra, að allir foringjar í hernum verði að
stunda leikfimi daglega.
Aðalræðu dagsins hélt Sjukov
sjálfur að þessu sinni. og
var hann hvassyrtur í garð
Vesturveldanna. Sagði hann m.
a., að stefna Bandaríkjanna færi
„hættuna á kjarnorkustyrjöld
nær“. Hann kvað rússnesku þjóð-
ina geta treyst herstyrk sínum
fullkomulega. Rússneskir her-
menn væru bæði undir góðum
aga og gæddir miklu baráttu-
þreki auk þess sem þeir væru
búnir öllum þeim nýtízku-vopn-
um, sem nauðsynleg væru til
„að ryðja andstæðingnum úr
vegi“.
SKYLDA RÚSSA
Sjukov marskálkur sagði enn-
fremur: „Ákvörðun bandarísku
stjórnarinnar um að hafa her-
sveitir með kjarnorkuvopn í öðr-
um löndum, og mótþrói hennar
við að samþykkja tillögu okkar
um bann gegn kjarnorkuvopn-
um og við að eyðileggja kjarn-
orkuvopnin, færir hættuna á
kjarnorkustyrjöld nær“.
„Sovétþjóðirnar álíta það
skyldu sína að auka stöðugt bar-
áttumátt herja sinna sem svar við
árásarfyrirætlunum heimsvalda-
sinnanna".
HEIMSVALDASINNAR
EIGA SÖKINA!
„Heimsvaldasinnar reyna með
öllum ráðum að koma af stað
sundrung í búðum sósíalista og
veikja afl þeirra. Með því að
reka stjórnmálastefnu, sem mið-
ar að því að koma aftur á gamla
nýlenduskipulaginu, gera þeir
allt sem þeir geta til að einangra
Arabalöndin hvert frá öðru og
brjóta á bak aftur baráttu þeirra
fyrir sjálfstæði“.
4 TfMA LÖNG GANGA
Sjukov marskálkur hélt því
blákalt fram, að Sovétríkin væru
andvíg stefnu kalda stríðsins og
hernaðarblakkanna. Leiðtogamir
í Kreml með Krúsjeff og Sjukov
í broddi fylkingar voru heppnir
með veðrið. Sólin skein yfir
Rauða torgið, meðan Sjukov
þrumaði, stríðsvélarnar drundu
og herfylkin ásamt með íþrótta-
fólki og verkamönnum gengu hjá
broddunum í heila fjóra tíma.
Fundi utanríkisráðherra NATO lokið
Sameining Þýzkn-
londs höfuðnnuðsyn
Bonn, 3. maí — Frá Reuter.
FYRSTA utanríkisráðherra-fundi Atlantshafsríkjanna, sem hald-
inn hefur verið í Þýzkalandi, lauk í Bonn í kvöld eftir 2 daga
setu. Aðalmál fundarins var sameining Þýzkalands, og lögðust
allir ræðumenn á eina sveif um það, að sundrung landsins væri
óeðlileg og stórhættuleg heimsfriðinum.
Myndin er tekin á blaðamannafundi í danska utanríkisráðuneytinu
þegar H. C. Hansen, forsætis- og utaríkisráðherra Dana, les upp
bréfið, sem hann sendi til Búlganins, forsætisráðherra Rússa, fyrir
nokkrum dögum. — Bréfið birtist í heild í blaðinu í gær.
Vesturþýzki utanríkisráðherr-
ann, von Brentano, sagði, að
sameining Þýzkalands væri mik-
ið hagsmunamál Atlantshafs-
bandalagsins, þar eð áframhald-
andi skipting landsins væri bein
ógnun við friðinn í Evrópu. Dul-
les utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna kvað Rússa eiga sökina á
sundruðu Þýzkalandi og skoraði
á þá að endurskoða afstöðu sína,
áður en þeir hefðu framið „glæp
sem hefur ófyrirsjáanlegar af-
leiðingar“. Koma yrði í veg fyr-
ir, að ranglætinu væri haldið
áfram þangað til það yrði óþol-
andi og leiddi af sér blóðbað.
Anna Kethly heiðruð
Strassborg, 3. maí — Frá Reuter.
DÁÐGJAFARÞING Evrópuráðsins veitti í dag við hátíð-
lega athöfn frú Önnu Kethly sérstök heiðursverðlaun
ráðsins. Anna Kethly var ráðherra í stjórn Nagys í Ung-
verjalandi fyrstu daga byltingarinnar og hefur verið leið-
togi ungverskra jafnaðarmanna um árabil. Var hún einnig
formaður byltingarráðsins í Ungverjalandi. Fulltrúar 16
Evrópuþjóða risu úr sætum og hylltu frúna með lófataki,
þegar hún gekk inn í salinn klædd sorgarbúningi. Forseti
þingsins, Dehousse frá Belgíu, rétti henni hinn táknræna
heiðurspening með korti af Evrópu umkringda stjörnum,
en það merki er á fána Evrópuráðsins.
Anna Kethly hlaut heiðurslaunin fyrir baráttu sína í
þágu lýðræðis í landi sínu. Jafnframt var ungverska þjóðin
lofuð fyrir frammistöðu sína; hún hefði sett öðrum þjóðum
fordæmi um það, hvernig berjast skyldi fyrir frelsi og
fullveldi.
Frú Kethly hélt ræðu við þetta tækifæri og sagði, að
Ungverjar mundu sigra að lokum í baráttu sinni. Þjóðir
annarra Austur-Evrópuríkja berðust einnig fyrir frelsi sínu.
Sameiginlega mundu þessar þjóðir ná markinu sem þær
keppa að, þ. •. að komast í samfélag frjálsra þjóða.
Allt friðarhjal Rússa væri inn-
antómt á meðan þeir héldu
Þýzkalandi sundruðu.
í sama streng og Dulles tóku
Martino frá Ítalíu, Averoff frá
Grikklandi, Pineau frá Frakk-
Framh. á bls. 2
Fundabann
Beirut, 3. maí.
SHUKRI EL KUWATLY, forseti
Sýrlands, bannaði í dag allar sam
komur eða annan mannsöfnuð á
götum úti á morgun í 4 borgum,
þar sem kosnir verða þingmenn
í stað þeirra fjögurra, sem í
ferbúar s. 1. voru dæmdir í fang-
elsi á þeim forsendum, að þeir
væru að reyna að steypa stjórn-
inni. Ein borganna er Damaskus.
Úrslitin eru talin tvísýn og ættu
þau að gefa einhverja hugmynd
um afstöðu Sýrlendinga til
vinstri stefnu Kuwatlys.
Fagerholm situr líklega
Helsinki, 3. maí
KEKKONEN forseti Finnlands
hefur farið þess á leit við
Fagerholm forsætisráðherra,
að hann taki aftur lausnar-
beiðni sína. Kekkonen ræddi
við hina nýju stjórn Jafnað-
armannaflokksins, og kvaðst
hún mundu styðja Fagerholm.
Hann hafði sent forsetanum
lausnarbeiðni sína, þegar breyt
ingar urðu á stjórn Jafnaðar-
mannaflokksins, sem túlka
mátti sem vantraust á Fager-
holm.
Við austanvert Miðjarðarhaf
3. maí.
JÓRDANÍA
Stjórnin í Jórdaníu leysti í gær
og í fyrradag upp öll verkalýðs-
og vinnuveitendasamtök í land-
inu. Ákvörðunin um þetta var
tekin sama dag og föstu-mánuð-
inum Ramadan lauk, og gekk
Hussein konungur þá til bæna-
hússins umkringdur öflugum líf-
verði. Afi Husseins, Abdullah
konungur, var myrtur í bæna-
húsi í Jerúsalem árið 1951. Dag-
ana fyrir endanlegt uppgjör
Husseins við Nabulsi var torgið
fyrir framan bænahúsið, sem
hann heimsótti í fyrradag, helzti
samkomustaður kommúnista og
annarra vinstri afla, sem studdu
Suleiman Nabulsi.
LÍBANON
f Beirut, höfuðborg Líban-
ons, ganga þær sögur, að
stjórnin þar muni leita hóf-
anna hjá Hussein konungi um
það hvort hann sé fús að eiga
hlut að ráðstefnu með Sýrlend
ingum og Egyptum um efl-
ingu Arabaríkjanna og betri
samvinnu. Sendiherra Sýr-
lands í Amman fór til Dama-
skus fyrir nokkrum dögum og
kom til Amman í dag með
persónulegt bréf frá Kuwatly
forseta Sýrlands til Husseins
konungs. Hinni sameiginlegu
yfirlýsingu Husseins og Sauds
konungs í Saudi-Arabíu eftir
fund þeirra um daginn var
fagnað í Kaíró, þar sem hún
gaf til kynna að konungarnir
tveir mundu eftir sem áður
halda fast við þá stefnu Araba
ríkjanna, sem ákveðin var á
fundi hinna fjögurra Araba-
leiðtoga í febrúar s. 1. Er talið
að þessi yfirlýsing muni draga
lítið eitt úr viðsjánum með
Jórdaníu annars vegar og
Sýrlandi og Egyptalandi hlns
vegar.
Formælandi brezku stjórnar-
innar í lávarðadeildinni. Home
lávarður, sagði í ræðu í fyrra-
dag, að Sovétríkin hefðu að nýju
byrjað vopnaflutninga til Sýr-
lands í desember s. 1. og haldið
þeim áfram síðan. Mánuðum
saman hafi þau einnig sent ráð-
gjafa og tæknilega sérfræðinga
til landsins til að uppfræða sýr-
lenzka herinn. Hann nefndi ekki,
hvort sýrlenzku hersveitirnar í
Jórdaníu fengju einnig rússnesk-
ar vopnasendingar.
Það er haft eftir sæmilegum
heimildum í Washington, að Sýr-
Iendingar muni kalla heim heri
sína frá Jórdaníu innan viku.
Mundi það treysta Hussein kon-
ung i sessi og auka orðstír hans
í nágrannalöndunum. Banda-
rískir sérfræðingar þykjast sjá
þess merki, að Rússar séu orðn-
ir órólegir vegna hernaðarað-
stoðar sinnar til Egypta og Sýr-
lendinga, þar sem báðar þessar
þjóðir kynnu að ganga lengra en
Rússar kæra sig um í kröfum
sínum og stríðshótunum. Ef sýr-
lenzkar hersveitir verða kallað-
ar heim frá Jórdaníu mætti túlka
það á þá lund, að Rússar muni
ekki vilja styðja Sýrlendinga í
endanlegu uppgjöri við Jórdaníu.
Sýrland, Saudi-Arabía og írak
sendu í fyrrahaust hersveitir inn
í Jórdaníu til að standa vörð um
landið gegn væntanlegri árás
Israelsmanna, þegar þeir réðust
á Egypta. Síðar voru hersveitir
fraks kallaðar heim. Milli 1500
og 3000 sýrlenzkir hermenn eru
enn í Jórdaníu. Þegar ástandið
var alvarlegast um daginn, átti
Hussein konungur að hafa gefið
hersveitunum 48 tíma til að hafa
sig á brott, en þessum orðrómi
var síðar neitað.
Álitið er, að Sýrlendingarnir
hverfi frá Jórdaníu m. a. af þeim
ástæðum, að Hussein hefur gert
það lýðum Ijóst, að hann vill
enga erlenda íhlutun í málefni
landsins. Allt bendir til þess, að
hann álíti Egvpta og Sýrlendinga
hafa reynt að steypa sér af stóli
með aðstoð hins „alþjóðlega
kommúnisma".