Morgunblaðið - 05.05.1957, Qupperneq 6
B
MORCVNBT. 4Ð1Ð
Sunnudagur 5. maí 1957
Anægjan og ávöxtur hennar
Ný bók eftir norskan höfund,
Agnur Mykle, vekur deilur í Noregi
Agnar Myhle rithöfundur.
MIKIL TÍÐINDI hafa verið að
gerast í bókmenntaheiminum
norska, en einna mesta athygli
hafa vakið mál á hendur tveim
þekktum höfundum, þeim Sigurd
Hoel og Agnar Mykle. í ákær-
unni gegn Hoel, sem er einn
þekktasti og vinsælasti rithöfund
ur Noregs, er sagt, að hann hafi
höggvið of nærri opinberum em-
bættismanni í síðustu bók sinni,
en Mykle er ásakaður um klám-
ritun. Hefir síðasta bók hans,
„Sangen om den röde Rubin“
verið gerð upptæk í Noregi.
Mykle er álitinn ágætt skáld,
sem tekur sérhvert viðfangsefni
sitt föstum tökum. Áður en hið
opinbera höfðaði mál gegn hon-
um, hafði bók hans selzt í 20 þús-
und eintökum, en nú er ekki
hægt að fá haSa keypta í bóka-
verzlunum í Noregi, menn geta
aðeins fengið hana lánaða hjá
kunningjum. Bókin hefir verið
þýdd á dönsku og verður gefin út
í Danmörku innan skamms. —
Fyrir skömmu var Mykle á ferða-
lagi í Danmörku og átti eitt Kaup
mannahafnarblaðanna viðtal við
hann. Segir blaðamaðurinn, að
hann líti ekki út fyrir að vera
meira en 25 ára gamall en sann-
leikurinn er sá, að hann er yfir
fertugt. Um síðustu bók sína, sem
er þrungin af ástalýsingum, vill
hann sem minnst tala, á meðan
rétturinn fjállar um efni hennar,
en hann er aftur á móti
fús til að ræða um hugmyndir
þær um heilbrigði og sannleika,
sem hann byggir frásagnir sínar
á. Danski blaðamaðurinn spurði
Mykle:
— Hugtakið frelsi er eitt af
höfuðviðfangsefnum yðar . . .
— Ég lenti í hálfóhugnanlegu
ævintýri fyrir nokkrum dögum,
svaraði skáldið. Ég sat í veit-
ingastofu á Nytorv og þar blasti
við mér framhlið hæstaréttar.
Fyrir ofan dyrnar stendur með
geysistórum bókstöfum: „Með
lögum skal land byggja“.
— Hvað er óhugnanlegt við
það?
— Trúin á lögin er germönsk
afskræming. Hugsið yður vík-
ingana, hugsið yður ísland, þar
höfðu menn ekki jafnmikið yndi
af neinu og lögfræðilegum mála-
flækjum á Þingvöllum. Nei, þess-
ar vitlausu lagagerðir hafa í för
með sér öfund, dráp, ættarríg,
eilíf málaferli. Vitið þér, að
hverju maður á að stuðla? Víð-
tæku réttlæti .... Og hvaða
höfuðþýðingu hefir það að
byggja eitt land? Með landi á
maður við þjóðríki. Fjandinn eigi
öll þjóðríki! . . .
— Ef þér gætuð breytt setn-
ingunni á framhlið Hæstaréttar,
hvað munduð þér setja í stað-
inn?
— Hægt er að byggja heim
með kærleika.......
Nokkru síðar í samtalinu spyr
blaðamaðurinn:
— Haldið þér ekki, að ýms-
um verði mikið um að lesa hina
djörfu bók yðar?
— Getur verið. En ef ekkert
er í bók, sem fær hárin til að
rísa á höfðum manna, þá er hún
einskis virði. Ég vil aðeins skrifa
um lífið sem líf . . . Menn geta
ekki fengið meira „taugaáfall“ af
lestri bókmennta en í lífinu
sjálfu.
— Þér virðizt leggja meiri á-
herzlu á kynlífið en aðra þætti,
sem móta manninn og framferði
hans?
— Jæja; en hver gerir það
ekki? Það er ekki mér að kenna,
ef mönnum finnst ég ýkja, held-
ur fordómunum.
— Fordómunum. Við lifum á
tímum upplýsingarinnar ....
— Nei, langt í frá. Sú var tíð-
in, að bannað var að ræða um
samband kynjanna og lá þetta
bann eins og mara á öllum mönn-
um. Nú er talað svo fagurlega um
það, að við höfum stigið stórt
framfaraspor með þvi að innleiða
í skólana kennslu í kynferðis-
málum. Framfaraspor? Það eina,
sem gerzt hefir ,er það, að æv-
intýrið um sæðisfrumurnar hefir
tekið við af ævintýrinu um stork
inn. Og ávinningurinn er eng-
inn. Enn er traðkað á sannleik-
anum eins og gert var á Viktoríu-
tímanum..........
— Viljið þér skýra það.
— Sannleikurinn um kynlífið
er gleðin, ánægjan sem því er
samfara. Þetta vita allir, þetta
hafa allir fundið, en aðeins fáir
þora að segja það. Leyft er að
veita börnum upplýsingar um
æxlunina, en ekki má minnast á
ánægjuna við hana. Og ánægjan
er þó upphaf lífsins. Barn er
ávöxtur ánægjunnar. Svo hag-
lega hefir höfundur lífsins komið
þessu fyrir. En mennirnir þora
ekki, vegna uppeldisáhrifa, að
viðurkenna þessa einföldu stað-
reynd . . .
Og síðan segir:
— En hvað um samvizkuna?
— Samvizkan er eins konar
bergmál frá foreldrum okkar —
eða með öðrum orðum: foreldr-
arnir hafa að nokkru leyti tekið
sér bólfestu í okkur. Samvizk-
an er aðeins hryllilegri en for-
eldrarnir. Það er hægt að fara
á bak við foreldrana, en engin
leið er til þess að losna við á-
leitni samvizkunnar, það er ekki
hægt að fara á bak við hana. Flest
ir menn, sem ekki hafa gert sér
þetta ljóst, hafa mikla þörf fyrir
hegningu. Þegar breytt hefir ver
ið gegn vilja foreldranna, er ein-
asta leiðin sú að taka hegn-
ingu. Hún ein getur strikað yfir
víxlsporið. Samvizka fullorðins
fólks er yfirleitt sömu lögmálum
háð. Flestir menn hafa þörf fyrir
hegningu. Þeir krefjast þess jafn
asta leiðin sú að taka hegn-
þeim — og ef það tekst ekki
hegna þeir sjálfum sér.
— Eigið þér við afbrotamenn?
— Ég á við alla menn, einnig
þá, sem fara til kirkju sérhvern
sunnudag til þess að hlusta á
hegningarræður prestanna. Or-
sök glæpa er hegningarþörf sam-
vizkunnar. Og þessi þörf á rætur
að rekja til foreldranna, sem
rembast við að innræta börnum
sínum ákveðinn siðalærdóm: en
árangurinn verður oftast í öfugu
hlutfalli við áhugann.......
Samtalið var lengra, en þetta
verður látið nægja. Ef jafnmikið
„púður“ er í síðustu bók Mykles
og þessu samtali, ætti enginn að
sofna undir lestrinum. Og eitt er
víst, að skáldið hefir ákveðnar
hugmyndir um manninn, ánægju
hans og ávöxt hennar!
Sundmeistaramót íslands
hefst annað kvöld
í MÁNUDAGSKVÖLD kl. 8,30 fer fram í Sundhöllinni fyrri
hluti sundmeistaramóts íslands. f því taka þátt 8 félög og
félagasambönd og verða þátttakendur flestir beztu sundmenn
landsins. Meðal þeirra má nefna Ágústu Þorsteinsdóttur, Guðm.
Gíslason, Sig. Sigurðsson, Pétur Kristjánsson og Helga Sigurðsson.
TVÍSÝN KEPPNI
Á mánudaginn verður keppt í
9 greinum: 100 m skriðsundi
karla, 400 m bringusundi karla,
100 m baksundi kvenna, 200 m
bringusundi kvenna, 100 m
bringusundi og 100 m skriðsundi
drengja, 50 m bringusundi og 50
m baksundi telpna, 4x100 m fjór-
3:3 í tveimur
leikum
KNATTSPYRNUMÓT Suður-
nesja hófst á sunnudaginn. KFK
og UMFK skildu jöfn 3:3 og
Reynir, Sandgerði og IKF einnig
jöfn 3:3. Völlurinn var blautur
og erfiður en leikirnir fjörugir.
Á þessum móti er keppt um
bikar, sem Vörubílastöðin í Kefla
vík hefur gefið. Er það glæsi-
legur gripur.
sundi. — Má búast við mjög
harðri og tvísýnni keppni í flest-
um greinum, t.d. í 400 m bringu-
sundi karla, þar sem þeir mætast
Sigurður Sigurðsson og Torfi
Tómasson.
Á fimmtudaginn var fór fram
keppnin í 1500 ífí skriðsundi karla
og urðu úrslit þau, að fyrstur
varð Helgi Sigurðss. Æ á 20:35,0
mín, 2. Guðm. Gíslason ÍR 22:20,3
(drengjamet). Hann setti einnig
drengjamet í 1000 m skriðsundi
(millitími) á 14:50,3 mín. Þriðji
í 1500 m varð Magnús Guð-
mundsson Æ á 23:53,3 mín.
Á innanfélagsmóti Ægis, sem
var 2. maí setti Torfi Tómas-
son Æ ísl. met í 1000 m bringu-
sundi og synti vegalengdina á
16:40,0 mín., 2. Valgarð Emlis-
son H.S.Þ. 17:06,0 sem einnig er
undir gamla metinu. — Metið í
1000 m átti Sig. Jónsson H.S.Þ.,
sem var 17:25,2, sett 1946.
5 herb. íbúðarhæð
157 ferm. á hitaveitusvæði til sölu. Tvöfalt gler í gluggum.
NÝJA FASTEIGNASALAN
Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546.
Bankastræti 7.
,1 • 1 /■ 1 • 1 /■
Gott einbylis hus
ekki of nærri Mi*5bænum,
óskast til kaups.
Mikil útborgun.
Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: 7996.
Wá | shrifar úr
daglega lífinu .
HÉR er nú staddur á landinu
Spánverji einn, sem starfar
við ferðaMkáladeild utanríkisráðu-
neytisins spánska. Er hann hing-
að kominn til þess að eiga við-
ræður við ferðaskrifstofufólk og
hvetja íslendinga til Spánarferða.
Við gyllta strönd
SENOR Segarra hefur mörg orð
og fögur um föðurland sitt og
er mjúkmáll og sléttmáll þegar
hann ræðir um sólgylltar strend-
ur Costa Brava eða tignarleg
fjallahéruð Katalóníu, mikilúðleg
og fögur. Og senor Segarra getur
trútt um talað og vist er, að ekki
fer hann með neina lygi. Spánn
er hið fegursta land, yfir því hvíl-
ir einhver exótískur bjarmi, það
er heimkynni rómantíkurinnar,
ef um fastan samastað þeirrar
ágætu hefðarfrúr er hægt að
tala. Og það sem kannski er ailra
bezt við landið eru ekki sjálf
landgæði þess, sólin og vínið og
ærið af hvoru tveggja, heldur
"erðlagið, sem er eins og á tímum
afa okkar og ömmu. Að minnsta
kosti er það mikill kostur í aug-
um íslendinga sem eiga langt að
sækja.
Framandi ævlntýraland
AUGUM okkar norrænna
manna er Spánn alltaf háif-
art ævintýraland í bláma fjarsk-
ns, gætt heillandi svip þess sem
kunnugt er og framandi. Þær
igur, sem okkur hafa af því
orizt um andstæður þess, fegurð
g eyðileggingu, stolt, óhamingju
g háa reisn lands og þjóðar,
uka á þá hvöt sem vafalaust býr
mörgu brjósti að heimsækja
þetta svipmikla land og þá þjóð,
sem það byggir, og á svo margan
hátt endurspeglar eigind landsins
í skapgerð sinni. Cervatnes og
Garcia Lorca hafa hver á sinn
hátt skyggnt sál og vitund
spönsku þjóðarinnar, þjáning
hennar og gleði, og það dylst
engum, sem hana þekkir að þar
fer stolt og göfug þjóð.
Á vínárl
EN svo tekið sé upp léttara hjal
þá mun mörgum íslenzkum
ferðamanninum finnast það ærið
ánægjuefni að potturinn af rauð-
víhinu kostar ekki nema tvær
íslenzkar krónur á Spáni og
konjakkið ekki nema um fjórar
krónur flaskan. Það er ástæðu-
laust að vera að fara í launkofa
með það sem reyndar er löngu
vitað, að þegar landinn fer í sum-
arleyfi þá er fjallafegurð og sum-
ardýrð ekki nema hluti af því,
sem hugur hans girnist þann
hluta ársins. Því er Spánn ágætis
land einnig út frá því sjónarmiði.
Og þess má minnast, að í fyrra
var mikið vínár á Spáni. Þá var
uppskeran svo mikil, að bændur
voru þar í standandi vandræðum
hvað þeir ættu við vínið sitt að
gera. Og ef maður var á ferð á
hásléttunni sem Madrid stendur
á og kom þar til lítils þorps eilítið
sunnar í landi, þá var þar mikíll
belgur fullur rauðvíns á járn-
brautarstöðinni, þar sem hver
vegmóður ferðalangurinn mátti
drekka endurgjaldslaust.
Og ekki voru þau fá öldurhúsin
og fjallakrárnar, sem það haust
höfðu hvítvín rennandi úr kalda
krananum og rauðvín úr þeim
heita, eftir gestanna þóknun og
vild. Hjá slíkum veitingamönn-
um er gott að dveljast, myndi
margur maðurinn segja við sjálf-
an sig, og forsmáir þó enginn
fjallavatnið fagurtært. Og hver
veit nema vínuppskeran verði
líka góð í sumar....
Bófar I skúmaskotum
OG í þessum ferðalagaþenking-
um er ekki úr vegi að minn-
ast á að ferðalög eru ekki ein-
ungis dans á rósum um erlenda
grund, heldur liggja þar stund-
um stigamenn í leyni og skúrkur
dylst við hvert götuhorn. AS
minnsta kosti getur manni komið
það í hug, þegar vitnast hvaS
fyrir suma íslendinga kemur á
erlendum slóðum. Um páskana
fóru bankamenn og fleiri í mikla
reisu til Parísar. En ekki tókst
betur til en svo, að tveir ferða-
mannanna komu æði miklu fá-
tækari heim en þeir höfðu gert
ráð fyrir, sökum þess að milli
skírdags og annars í páskum voru
þeir báðir gripnir af bófum og
rændir öllum sínum veraldlegu
eigum. Þetta er ekkert einsdæmi
og mun hafa komið fyrir fleiri
landa í skuggahverfum stórborg-
anna.
Skál!
OG að lokum smásaga af tveim-
ur á ferðalagi í erlendri borg.
Þeir sátu í vínstofu og kneifuðu
mikinn og eftir fimmtugasta og
níunda sjússinn sagði annar:
Skál! Hinn leit móðgaður á hann
og svaraði:
Heyrðu góði, ert þú kominn
hingað til að drekka eða tala?