Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.05.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. maí 1957 MORCTJWBl JÐIÐ § GísSi Kærnesled — minning GÍSLI KÆRNESTED var fædd- ur í Reykjavík hinn 13. október 1914. Foreldrar hans voru hjón- in Gróa og Óli Kærnested. Óli var hagleiksmaður, sem lagði gjörva hönd á margt, var t. d. eimreiðarstjóri á fyrstu árum hafnargerðarinnar hér í bæ, þeg- ar grjót var flutt með þeim hætti úr Skólavörðuholtinu og Eski- hlíð vestur í höfnina. Síðar dvaldi hann í Viðey, en þar var þá útgerðarstöð, og um skeið á Kjalarnesi. Óli er dáinn fyrir all-mörgum árum, en frú Gróa lifir enn, ern eftir aldri, og dvelzt með dóttur sinni Sigrúnu lækn- isfrú á Kleppjárnsreykjum, sem er hið eina systkini Gísla, er upp komst. Snemma fór Gxsli að vinna fyr- ir sér og var naumast af bernsku skeiS, þegar hann hóf starf við Járnvörudeild Jes Zimsens. Við það fyrirtæki vann hann ætíð síðan og naut trausts húsbænda sinna og vinsælda meðal við- skiptamanna. Gísli var lipur við afgreiðslu og maður mjög hand- laginn. Honum lék því í höndum að gera við ýmsa hluti, þótt slíkt vefðist fyrir öðrum. Eins átti hann auðvelt með smíði smá- hluta bæði til nytja og leiks og hafði stundum af því nokkrar tekjur. Gísli kvæntist ungur Hildi Björnsdóttur frá Ánanaustum. Þau höfðu aldrei mikil efni en því meira af samlyndi og holl- ustu hvort við annað. Heimili þeirra var ætíð fallegt enda ríktu þar gestrisni og höfðingslund. —• Þau áttu 4 börn: Óla Björn i Verzlunarskólanum, Anton örn í Reykholtsskóla, Ásthildi í barna- skóla og Sigrúnu Gróu, sem enn er aðeins á fjórða ári Utan heimilis hafði Gísli auk starfs síns, einkum íþróttir að hugðarefni. Á æskuárum var hann sjálfur ágætur íþróttamað- ur og átti síðan fjölda verð- launagripa fyrir ýmisleg afrek. Hann var einkum góður hlaup- ari og síðar áhugasamur knatt- spyrnumaður í félaginu Val. Þá var Gísli einnig söngvinn og var áður fyrri félagi Fóstbræðra og söng í fleiri kórum. Gísli var eindreginn Sjálfstæðismaður og um all-langt skeið í fulltrúaráði flokksins hér í Reykjavík. Gísli hefur lengi kennt nokkurs lasleika fyrir hjarta. Sá sjúkleiki ágerðist svo í vetur, að í marz fór hann um þriggja vikna skeið til lækn- isathugunar á Landsspítalanum. Eigi munu læknar þá hafa verið vissir um, hvað að honum væri, en eftir að Gísli kom af spítalan- um leit hann hið bezta út og var hinn hressasti í viðræðum. Sá ég hann síðast sumardaginn íyrsta í hóp tengdafólks og ann- arra vina. Grunaði þá engan, að þar yrðu síðustu samfundir. En þremur dögum síðar hné hann niður og var örendur eftir nokk- ur augnablik. Kom þá í ljós, að hjartabilun hans var alvarlegri en nokkrum hafði komið til hug- ar. Þar með var lífi mæts manns lokið á meðan hann enn var á léttasta skeiði. En eftir er minn- ingin um einn þeirra, sem með kyrlátu starfi og hollri félags- þátttöku gerði sitt til, að Reykja- vík yrði betri staður að búa í. Bjarni Benediktsson. ★ Minningarljóð (Lag: Lýs milda ljós). Skjótlega hefur sumri brugðið sól á sorgarstund. Og dagsins ljóma dauðaskugginn fól því dreyrir und. Tregandi kona harmar hljóð og sár og höfug falla af barnaaugum tár. Bilið er mjótt á milli fjörs og hels vor mund nær skammt. Hið þyngsta böl á bjarma himinhvels oss bendir samt því heima milli byggir sorgin brú sem bindur sál í kærleik, von og trú. Félagar þakka gengin góðs manns spor í gleði og hryggð. Þeir þakka og þitt mæra manndóms vor og mæta tryggð. Sú minning breiðir blómaskartið sitt með birtu og yl á hinzta rúmið þitt. Nú leggur móðurmoldin línið sitt svo mjúkt að þér. í æðra heimi óskalandið þitt þér ávöxt ber. Ástvinir stefna þangað hljóðum hug sú hjartafró mun visa sorg á bug. Himneski faðir! blessa búinn dag og blíðan frið. Legðu svo hvern, sem býr við hryggðarhag þitt hjarta við. Framliðni bróðir! sof þú sætt og rótt sólinni mót vér hprfum. Góða nótt. Guðr. Magnúsd. Skálholtshátíöin i Vegna fyrirhugaðrar útgáfu bókar um hátíðina í Skálholti í fyrrasumar, enx þeir sem eiga góðar ljósmyndir frá hátíðinni eða atburðum í sambandi við hana, vinsamlega beðnir að lofa séra Sveini Víking biskupsritara að líta á myndirnar. Hann er við alla daga á skrifstofu biskups, Arnarhvoli, á | venjulegum skrifstofutíma. . Hæð og rishæð góð 3ja herb. íbúð og 2ja herb. íbúð í Höfðahverfi til sölu. NÝJA FASTEIGNASALAN Bankastræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. 3p herb. íbúðarhæð ásamt stofu og eldunarplássi í kjallara í Norðurmýri til sölu. Útb. helzt 200 þús. NÝJA FASTEIGN AS ALAN Bankastræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30—8,30 e. h. 81546. Röskur unglingur getur fengið atvinnu við sendiferðir og fleira á aðalskrif- stofu vorri, hið allra fyrsta. — Umsækjendur komi til við- tals á skrifstofuna mánudaginn 6. maí, klukkan 10 til 12 fyrir hádegi. — Upplýsingar ekki gefnar í síma. Raforkumálaskrifstofan, Laugavegi 118. SKODA Varahlutir í model 1947—52. Hljóðdeyfarar og rör Spindilboltar, stýrisendar o. m. fl. j SKODA-VERKSTÆÐEÐ við Kringlumýrarveg Tilboð óskast f setuliðsskemmu við Hálogaland (Skeiðarvog), að stærð 30x12,5 m. — Skemman selst til niðxxrrifs og brott- flutnings nú þegar. — Nánari upplýsingar gefnar í skrifstof- unni Skúlatúni 2. — Tilboðin verða opnuð hér í skrifstofunni fimmtudaginn 9. maí n. k. kl. 10 f. h. Skrifstofur bæjarverkfræðings. Stúlkur 'óskast í skóverksmiðju nú þegar. Skóverksmiðjan Þór hf. Skipholt 27 Fermingarskeyti sumarbúða K.F.U.M. og K. í Vatnaskógi og Vindáshlíð eru afgreidd að Amtmannsstíg 2B og Kirkjuteig 33, Drafnarborg milli kl. 10 f.h. og 5 e.h. og í Ungmennafélagshúsinu við Holtaveg frá 1—5. Stjórnin. Bifreiöaréttingamenn óskast. — Upplýsingar í síma 6677 á morgun. BIFREIÐAVERKSTÆÐI SÍS Kópavogshálsi Höfum til solu Dodge Weapon Carry-all. — Uppl. í síma 466, Keflavík. Sölunefnd varnarliðseigna. Til leigu óskast strax 4—5 herbergja ÍBÚD fyrir hjón með 5 börn. Tilboð merkt „Ríkisstarfsmaður 2774“ sendist Mbl. BÚDVGLER allar þykktir fyrirliggjandi Eggert Kristjánsson & Co. h.f. Bílamálun Höfum opnað sprautu-verkstæði. — Önnumst réttingar, ryðbætingar og viðgerðir eins og áður. Bílvirkinn Síðumúla 19 — Sími 82560 Saumastúlkur Stúlkur vanar saúmaskap og frágangs- vinnu óskast nú þegar. — Uppl. á mánudag. Verksmiðjan ELGCR h.f. Bræðraborgarstíg 34

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.