Morgunblaðið - 08.05.1957, Síða 19
Miðvikudagur 8. maf 1957
MORCVTVBLAÐIÐ
19
Wyszinsky kardínáii
í Róm
RÓMABORG, 7. maí. — Wysz-
ynski kardínáli, erkibiskup Pól-
lands, er væntanlegur til Róma-
borgar á morgun. Hann er íyrsti
kardínálinn frá kommúnistaríki,
sem kemur í heimsókn til páfa-
dæmisins. Hann mun gefa Píusi
XII páfa skýrslu um málefni
kirkjunnar í Póllandi og þá
meðal annars standa fyrir máli
sinu, varðandi samning þann er
hann gerði við Gomulka, stjórn
hans til stuðnings.
Páfadæmið gerir sérstakar ráð-
stafanir til þess að Wyszinsky
verði ekki hylltur sem þjóðhetja
Póllands. Margir munu hafa vilj-
að hylla hinn pólska kardínála,
en páfadæmið lítur alvarlegum
augum á samninginn við Gom-
Ulka. Wyszinsky mun aðeins einu
sinni koma fram opinberlega.
— Reuter.
tir Mývotnssveit
Framh. af bls. 11
hafði verið getið um áður að
hann mundi koma. Það jók á
gremju manna að vitað var að
fréttir af úrslitum mótsins voru
komnar símleiðis út um land,
áður en fyrri fréttatími hófst.
Þannig var búið að tala við einn
mann í Mývatnssveit í síma frá
Akureyri og segja honum úrslit-
in. Svona fréttaflutningur er svo
bágborinn og fyrir neðan allar
hellur að telja má óþolandi.
Vonandi verður annað eins og
þetta, ekki látið koma fyrir aft-
ur, og séð um að menn sem má
treysta, verði framvegis valdir
til fréttaþjónustimnar.
— Jóhannes.
— Minning
Framh. af bls. 17
veig, gift Jóni Kristjánssyni
verkstjóra á Suðureyri, Guð-
mundur skipstjóri í Reykjavík,
giftur Guðfinnu Jónsdóttur frá
Ólafsfirði, Hansína, gift Gunnari
Guðmundssyni bílstjóra í Reykja
vík og Lilja, gift Arinbirni Sig-
urðssyni stýrimanni í Reykjavík.
Magnús var mjög fjölhæfur
maður og vandvirkur við öll sín
störf. Hann var einnig mikill
verkmaður og því eftirsóttur af
mörgum. Sum verk hans munu
lengi standa sem minnisvarði,
sem halda uppi nafni hans. Hon-
um var glaðlyndi gefið í vöggu-
gjöf í svo ríkum mæli að það
entist honum til æviloka. Þegar
móti blés, gerði það honum lífs-
baráttuna léttari. Jafnan hafði
hann gamanyrði á vörum og varð
mönnum því fljótt kær félagi og
samverkamaður. Mörgum finnst
því skugga hafa brugðið yfir, er
hann hvarf svo skyndilega. En
tilfinnanlegastur er missirinn
konu hans, börnum og nánustu
ástmennum, sem um langa ævi
hafa notið ástríkis hans í ríkum
mæli.
Við, sem áttum með honum
margar ánægjustundir, kveðjum
hann með þakklæti og flytjum
öllum ástvinum hans innilegar
samúðarkveðj ur.
K. G. Þ.
Vinno
Hreingerningamiðstöðin.
Sími 81091. Vanir og vand-
virkir menn til hreingerninga.
Hreingerningar
Vanir menn. Fljót og góð
yinna. Sími 7892.ALLl
Hreingerningar
Vanir menn. — Fljót afgreiðsla.
Símar: 80372 og 80286.
HÓLMBRÆÐUR
Málflutningsskrifstofa
Einar B. Guðmundsson
Guðlaugur Þorláksson
Guðmundur Pctursson
Aðalstrœti 6, III. hæð.
Sítnar 2002, — 3202, — 3602.
I. O. G. T.
ST. EININGIN nr. 14
Fundur í kvöld kl. 8,30. — Vor-
ljóð, sögur og söngur. Ritnefnd
Einherja og spurningar. — Bók-
arnefnd sér um atriðin. — Æ.T.
Samkomur
Kristniboðsflokkur K.F.U.K.
heldur sína árlegu samkomu í
kvöld kl. 8.30. — Bjarni Eyjólfs-
son ritstjóri og Benedikt Jason-
arson kristniboði tala. Einsöng-
Félagslíf
4. fl. Handknatlsleiksdeildar
Ármanns
Mætir allir á æfinguna í kvöld
kl. 6,30 í íþróttahúsinu við Lind-
argötu. — Þjálfarinn.
ur, kórsöngur o. fl. — Gjöfum til
kristniboðs veitt móttaka. —
Fjölmennið á samkomuna.
HJÁLPRÆÐISHERINN
í kvöld kl. 20.30. Samkoma í
Másgerði 4 (smáíbúðahverfi) kl.
17 barnasamkoma. — Velkomin.
Innilegustu þakkir til allra, sem réttu mér hjálparhönd
í erfiðleikum okkar. Sérstaklega vil ég þakka séra Árelíusi
Níelssyni fyrir hjálpsemi og góðvilja í okkar garð.
Bið guð að launa ykkur öllum.
Ekkjan við Snðurlandsbrant.
Hafnarfjörður Hafnarfjörður
Slysavarnadeildin
HRALIMPRVÐI
Á morgun 9. maí er hinn árlegi fjáröflunardagur
Hraunprýðiskvenna. Selt verður kaffi í Sjálfstæðishúsinu
og Alþýðuhúsinu frá kl. 3 e.h. og verður á boðstólum alls
konar góðgæti eins og venjulega. Merki dagsins verða
seld á götum bæjarins allan daginn. Börn, sem vilja selja
merki vitji þeirra í skrifstofu verkakvennafélagsins í
Alþýðuhúsinu eftir kl. 8 að morgni sama dag. Einnig
verða sýningar í báðum kvikmyndahúsum bæjarins kl.
9. — Hafnfirðingar, við treystum velvild ykkar nú sem
áður. Drekkið Hraunprýðiskaffið 9. maí.
Kaffi- og merkjasölu-nefndirnar.
STÍiKA
sem er 25 ára eða eldri getur fengið atvinnu,
sem aðstoðarstúlka í Laugarvegsapóteki. — Uppl.
í skrifstofunni Laugaveg 16 III. hæð.
Ég bið almáttugan Guð að launa öllum þeim, sem glöddu
mig á níræðisafmæli mínu 30. apríl s.l. með heimsóknum
gjöfum, skeytum og heillaóskum. — Guð blessi ykkur um
alla framtíð.
Kristín Jensdóttir, Ellih. Grund.
Innilegar þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig
með gjöfum og hamingjuóskum á fimmtugsafmæli mínu
23. apríl.
Haraldtur Júlíusson,
Sjólyst, Stokkseyri.
Innilegustu hjartans þakkir sendi ég öllum þeim sem á
einn eða annan hátt glöddu mig á 80 ára afmæli mínu.
Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur gleðilegt srnnar.
Litla-Kollabæ 27 apríl 1957.
Helga Pálsdóttir.
Ég þakka hjartanlega heimsóknir, heillaósklr og góðar
gjafir á 75 ára afmælisdegi mínum 1. maí sL
Guðlaugur Skúlason.
Hugheilar þakkir færi ég öllum, er með skeytum, gjöfum
eða á annan hátt heiðruðu mig á sextugsafmælinu.
Pétur Ásmundsson Brekkan.
Alúðar þakkir til þeirra, er minntust mín í sambandi við
85 ára afmæli mitt, 15. þ.m. Sérstakar þakkir færi ég
stúkunni Verðandi nr. 9. — Guð blessi ykkur öll.
Jarþrúður Bjarnadóttir.
Silfurtunglið
Opið í kvöld til kl. 11,30.
Ókeypis aðgangur
Hinn bráðsnjalli Roek’n Roll söngvari Óli Ágústsson,
sem gjarnan mætti nefna hinn íslenzka Presley syn^ur
með hljómsveit Riba. — Húsið opnað kl. 8.
Sími 82611, 82965, 81457 SILFURTUNGLIÐ.
Getum útvegað alls konar skemmtikrafta.
Mulnings- og
hörpunartœki
eru til sölu. Tækin eru ensk, innflutt 1955, á massivum
gúmmíhjólum og auðvelt að flytja þau stað úr stað.
Tækjunum fylgir dieselvél, hringsigti og þrjú færibönd
með rafmagnsmótor. Ennfremur matari.
Þá er til sölu: International jarðýta, PD-9 með ámoksturs
tækjum og ýtublaði.
Quick-way vélkrani á vörubíl.
International-vörubifreið 1942.
Upplýsingar gefa Hörður Ólafsson, Smiðjustíg 4, sfmi
80332 og Sigurður Sveinsson c/o Steðji hf., sími 4108.
Vasaorðahækur
íslenzk-ensk og ensk-íslenzk vasaorðabækur eftir
Arnold R. Taylor eru nýútkomnar.
Handhægar orðabækur fyrir skólafólk, ferðafólk
og aðra, er stunda enskunám.
Smoebj5rnIáiifssm&Cah.f
^-^JHE ENGLISH B00KSH0P__
Hafnarstræti 9 — Sími 1936
Faðir og tengdafaðir okkar
JÓN JÓNSSON
silfursmiður frá Vík í Mýrdal, andaðist á heimili sínu
6. maí. Jarðarförin ákveðin síðar.
Hafsteinn Jónsson, Bryndís Jónsdóttir,
Jón Björnsson, Sigrún Jónsdóttir, Ragnar Emilsson,
Þorgrímur Jónsson, Guðný Árnadóttir.
Konan mín
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
Efstasundi 74, lézt 5 þ.m. Jarðarförin fer fram frá Dóm-
kirkjunni föstud. 10. maí kl. 11 árd. Athöfninni verður
útvarpað.
Bjarni Hákonarson, hörn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar
HANSÍNA BJARNASON, (fædd Linnet)
sem andaðist 5. þ.m., verður jarðsungin frá Fríkirkjunni
fimmtudaginn 9. þ.m. að lokinni húskveðju heima að
Grenimel 38, er hefst kl. 1,15 e.h. Jarðsett verður í Gamla
Kirkjugarðinum.
Börnin, fósturbömin og tengdabömin.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur
samúð og vináttu og hjálpsemi við andlát og jarðarför
eiginmanns míns, föður og tengdaföður
KRISTINS ALBERTS SÆMUNDSSONAR
Sérstaklega viljum við þakka læknum og hjúkrunarliði
Landspítalans alla hjálp og umhyggju, er hann naut hjá
þeim í veikindum sínum.
AValheiður Sveinbjörnsdóttir,
börn og tengdabörn.