Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.05.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 16. maí 1957 MORCVWBLAÐ1Ð Olíumálin enn á dagskra: Samið við „Hamraídlii" og Rússa am olíuilutninga til áramóta Farmgjaldið 60—65 sh. d smálest Áour sigldi „Hamrafellio" fyrir 160 sh. Gjaldeyrissparnaö'ur — sem lítiB varB úr I kAB var fyrir nokkru vitað að fyrir dyrum stæði að semja við Rússa um olíuflutninga til landsins. Síðan í byrjun apríl hafa Rússar bo'ðizt til að taka þessa flutninga að sér, gegn greiffslu í íslenzkum afurðium. Var af hálfu Lúðvíks Jósefsson- ar olíumálaráðherra kommún- ista, lögð hin mesta áherzla á að samið yrði við Rússa vegna þess gjalcleyrissparnaðar, sem það hefði í för með sér, enda mikill gjaldeyrisskortur nú. TILBOÐ RÚSSA Fyrir stuttu gerðu Rússar til- boð um að flytja brennsluolíu fyrir 65 sh. smálestina og hráolíu og benzín fyrir 70 sh. smál. hing- að til lands, og skyldi þá samið til n.k. áramóta. Samkvæmt ósk ríkisstjórnarinnar gerSu olíufé- lögin gagntilboð, sem hljóðaði um 60 sh. á smálest fyrir brennsluolíu og 65 sh. fyrir hrá- olíu og benzín. En það skilyrði var sett, af hálfu ráðherrans, að „Hamrafellið" góðfræga mætti ganga inn í þetta tilboð að svo miklu leyti, sem skipið getur annað flutningunum. Þegar gagn tilboðið var gert, var það látið í Ijós, af hálfu S.Í.S., að eigendur Hamrafellsins mundu EKKI kæra sig um þessa flutninga Þessu tilboði tóku Rússar, en jafnsnemma kom á daginn að „Hamrafellið" vildi gjarnan kom ast yfir þessa flutninga og í gær var samið við eigendur skipsins um að það gangi inn í rússneska tilboðið til n.k. áramóta og flytji það magn, sem það kemst yfir, en Rússar flytji svo afganginn. HÆRRA EN Á FRJÁLSUM MARKAÐI Þess má geta að þetta er all- miklu hærra verð en er á frjáls- um markaði í dag, en eftir síð- ustai fréttum eru farmgjöld frá Svartahafi og hingað nú um 45 sh. á markaðinum. MINNA VERÐUR ÚR GJALD- EYRISSPARNAÐINUM Eins og áður er sagt lagði Lúð- vík Jósefsson áherzlu á að samn- ingar næðust við Rússa vegna þess að þeir tækju að sér flutn- ingana gegn greiðslu í íslenzkum afurðum og væri því hér um mikinn gjaldeyrissparnað að ræða. Nú er hins vegar vltað að „Hamrafellið" mun fá verulegan hluta af farmgjöldunum greidd- an í erlendum gjaldeyri, en það er mál á milli Innflutningsskrif- stofunnar og „Hamrafellsins", að ákveða það nánar. Verður þá minna úr gjaldeyrissparnaðinum en ætlað var, úr því „Hamra- fellið" gengur inn í Rússasamn- inginn, en það var eftir kröfu Lúðvíks, sem „Hamrafellið" fékk rétt til þess. 16« SH. ÁDITR — 60—65 SH. NÚ Þaff vekur einnig athygli, aS „Hamrafellið" hefur fraimindir þetta verið að flytja olíu hingað fyrir 160 sh. á smál., eins og al kunnugt er, en býðst nú til að sigla fyrir aðeins 60—65 sh., eða 100 sh. lægra á smálest. Er það mikill munur. „Þróunin" í olíumálunum hef- ur nú tekið allóvænta stefnu og mun landsfólkið vafalaust fylgj ast með því hvað gerast kann í þeim málum á næstunni. Voru þvingaðir til oð játa Njósnaréttarhöld í Egyptalandi Kairó, 13. maí.' Einkaskeyti frá Reuter. RÉTTARHÖLD eru hafin í höfuðborg Egyptalands í máli nokk- urra manna, sem sakaðir eru um njósnir í þágu Gyðinga og Englendinga. Sakborningarnir skýra nú frá því í réttarsalnum, að þeir hafi orðið að þola pyndingar og þvinganir egypzku lögregl- unnar. Hafa þeir nú allir afturkallað játningar sínar og segja, aS egypzka lögreglan hafi þvingað þá til að játa lognar sakargiftir. Thit Jensen Thit Jensen látin Kaupmannahöfn, 15. maí. HIN kunna danska skáldkona Thit Jensen lézt í fyrrinótt 81 árs gömul. Hún hafði verið þungt haldin um langt skeið, og gekk þess enginn dulinn, að hún átti skammt ólifað. Fyrir nokkrum dög- um lét hún flytja sig af sjúkrahúsinu og eyddi síðustu dögunum hjá vinkonu sinni, skáldkonunni Karen Aabye. Var hún meðvit- undarlaus löngum stundum og dó í svefni. NJÓSNAHRINGUR Fyrir rétti eru f jórir Englend- j ingar og tólf Egyptar, sem sagðir eru hafa starfað allir í einum njósnahring. Forsprakkarnir eiga að hafa verið tveir Englendingar, James Swinburn, forstjóri arab- ísku fréttastofunnar og James Zarb, verzlunarmaður og egypzki skólaumsjónarmaðurinn Sayed Maning Mahmoud og sonur hans Ahmed Ahmin, er var liðsfor- ingi og aSstoSarmaSur Naguibs hershöfðingjá. Eftir að ákæruatriðin höfðu verið lesin upp í réttarsalnum, voru hinir ákærðu spurðir hvort þeir héldu fast við skrifaðar játn ingar sínar. En þeir kváðust nú allir taka játningar sínar aftur. Englendingurinn Swinburn, kvaðst nú vera að heyra ákæruatriðin í fyrsta skipti. Hann hefði setið í fangelsi egypzku lögreglunnar í 8 mánuði og ekki fyrr vitað um hvað hann var sakaður, nema það almennt ai. hann væri sakaður fyrir njósnir. Hann neitaði algerlega að hafa stundað njósnir. Sem forstjóri fréttastofu hefði hann sent úr landi þær fréttir, sem þegar hefðu birzt opinberlega í egypzku blöðunum og værl fráleitt að kalla það njósnir. ÞVINGANIR Liðsforinginn Ahmed Ahmin Mahmoud, einn hinna sökuðu, heldur því hins vegar fram, að Swinburn hafi stundað njósnir. Segir hann að Swinburn hafi komið til sín og spurt um, hvaða egypzkir liðsforingjar hafi farið til náms í Rússlandi. En Mah- moud kveðst engar upplýsingar hafa gefið um það. Því næst bætti Mahmoud TÍð: — Ég hef sætt hinni hrak- legustu meðferð hjá leynilög- reglunni. Þeir þvinguðu mig til að skrifa undir játningu, sem er röng. Og þeir sögffu við mig: — Ef þú ekki undir- ritar, þá verður þér misþyrmt eins og meðlimum Bræðralags Múhameðstrúarmanna. Svipaða sögu höfðu aðrir sak- borningar að segja. Starfsmaður egypzku leynilög- reglunnar að nafni Hafiz kom fram sem vitni í réttarsalnum á öðrum degi. Sagði hann, að fylgzt hafi verið með Mahmoud-feðg- unum allt frá því 1953. Kvað hann eldra Mahmoud oftsinnis hafa komið til Swinburn í dular- gervi fátæks bónda. Frú Thit Jensen var fædd árið 1876 í Farsö á Himmerlandi og var systir hins heimsfræga Nó- belsverðlaunaskálds Johannes V. Jensen, sem var 3 árum eldri en hún. En þau áttu ekki skap sam- an og voru svarnir fjendur. Thit Jensen lét baráttumál kvenna mjög til sín taka, barðist fyrir takmörkun barneigna og upp- fræðslu í kynferðismalum. Hún lagði sig líka fram í baráttu rit- höfunda fyrir betri kjörum, var í stjórn danska rithöfundafélags- ins frá 1915 til 1940, og formaður þess um skeið. Hún var í undir- búningsnefnd fyrstu norrænu rit- höfundaráðstefnunnar 1919 og meðlimur í Norræna rithöfunda- ráðinu. 36 ára gömul giftist hún list- málaranum Gustav Jéhan Feng- er, en þau slitu samvistum eftir 4 ára hjónaband. Hún virtist ætíð hafa einhvers konar ímugust á karlkyninu. RITSTÖRF I fyrstu bók sinni „To söstre" (1903) var hún undir sterkum áhrifum frá Amalie Skram og kvenréttindahreyfingunni, en í mörgum síðari oókum sínum dró hún upp hugðnæmar myndir af bernskustöðvum sínum. Hún skrifaði einnig mörg leikrit, sem vöktu at- hygli; frægast varð „Storkur- inn" í Folketeatret árið 1929; titillinn gefur í skyn um hvað það fjallaði. SÍDARI VERK Sögulegar skáldsögur Thit Jen- sens, „Stygge Krumpen" (1936), „Valdemar Atterdag" (1940) og „Drotten" (1943), munu þó e.t.v. lengst halda nafni hennar á loft. Hún skrifaði alveg fram í dauð- ann. Vorið 1954 kom út tveggja blnda skáldsagan „Den sidste valkyríe" um Gorm gamla og Þyri drottningu hans. Og á síðast liðnu hausti kom út „Gylden höst", létt og skemmtileg skáld- saga, sem hlaut mikla hylli með- al almennings. D- -D SANDGERÐI, 14. maí. Sand- gerðisbátarnir hafa nú byrjað síldveiðar og komu fjórir bátar hér að í gær með samtals 220 tunnur. Hæstur var Mummi með 78 tunnur. — Axel. D- -? Kempan Hi Stroheim fallin INN heimskunni kvikmyndahöfundur og leikari, Erich von Stroheim, lézt í Patís aðfaranótt mánudags af krabbameini. — Hann varð 71 árs gamall og eyddi síðustu mánuðum ævinnar á sveitasetri sínu „Chateau du Maurepas" fyrir utan París. Hann fékk slag fyrir 10 mánuðum og hefur legið lamaður síðan, en kona hans, Denise Vernac, hefur annazt hann. Frá því var sagt í frétt- um í síSasta mánuði, að franska ríkið heiðraði Stroheim með krossi heiðursfylkingarinnar fyrir framlag hans til kvikmyndagerðar. Erich von Stroheim er ein af hins vegar kvikmynd Griffiths, stóru ráðgátunum í kvikmynda- heiminum. Þegar á dogum þöglu kvikmyndanna var hann orðinn hetja helgisagna, sem hann átti sjálfur þátt í að skapa. Hann hafði kynlega og óhemju dýra lifnaðarhætti, og kvikmyndafé- lbgin fengu oft að kenna á því. FLÚÐI LAND Hann fæddist 22. september 1885 í Vínarborg og var nefnd ur Erich Oswald Hans Carl Maria Stroheim von Norden- wald. Hann hefur sjálfur skýrt svo frá, að faðir sinn hafi verið ofursti og móðir sín hirðmey austurrísku keis- aradrottningarinnar. — Erich von Stroheim á að hafa geng- ið í marga herskóla, og hann særðist áriS 1908 þegar Bosnia var hertekin. Þegar hann var liðsforingi við keisaralíf- vörðinn í Vínarborg, flæktist hann í hneykslismál, sem þvingaði hann til að flytjast til Ameríku. Þar lifði hann í miklu yfirlæti meðal fyrir- fólks New York-borgar til að byrja með, en fé hans þvarr skjótt, og þá kastaði hann sér út í ævintýralífið. MARGVÍSLEG STÖRF Hann reyndi sitt af hverju, var diskavaskari á hótelum, ferju- maður á Tahoe-vatni, fjölleika- húsmaður og smásagnahöfundur. Hann undi ekki við neitt til lang- frama. Hann lenti í Hollywood árið 1914, sama ár og Josef von Sternberg, sem síðar varð mikil- hæfasti lærisveinn hans, kom til kvikmyndaborgarinnar. I upp- hafi var Stroheim leikleysingi í kvikmyndum, en varð svo að- stoðarmaður hjá Griffith, en í sígildri mynd hans „Ofstæki" lék Stroheim tvö hlutverk. Það var „Hjarta heimsins" (1918) er ákvað örlög Stroheims sem leik- ara. Þar lék hann grimman, hunzkan prússneskan liðsfor- ingja og skapaði þá „týpuna" sem hann lék meira og minna í tugi ára upp frá því, ekki sízt í síðari heimsstyrjöld. Sagt er, að í þessu hlutverki hafi hann komið fram hefndum á þrælslunduðum smá- borgarahættinum, sem hann hat- aði í heimalandi sínu. MIKILHÆFUR SKAPARI Stroheim var f jölhæfur leikar'. Það sannaði hann hvenær sem hann losnaði úr gervi prússneska liðsforingjans. En hann var lika stórbrotinn kvikmyndaskapari, „Queen Kelly" með Gloríu Swan sem hefði líklega valdiff byltingu i son í hlutverki vændiskonu, kona von Strohekn í Hollywood, ef hann hefði haft sama vald á heildinni og hraðan- um og hann hafði á hverju smá- atriði. Hann kom með hættuleg- ar nýjungar til höfuðborgar kvikmyndanna, sem skutu mönn- um skelk í bringu, og eyðslusemi hans varð landfræg. Hann horfði aldrei í kostnaff viff kvikmynda- tökur og lét aldrei staðar numið fyrr en hann var ánægður meff árangurinn. MESTA KVIKMYND HANS En eyðslusemi hans og vand- virkni varð honum að fjörtjóni í Hollywood þar sem reglan er að fá sem mest fyrir sem minnst. Meistaraverk Sroheims er efa- lítið „Greed" (1924—25), þar sem lýst er af hlífðarleysi mannlegri græðgi og gullæðinu í Ameríku. Myndin vann aldrei fyrir kostn- aðinum við gerð hennar, enda var hún upprunalega í 42 þáttum og tók 10 tíma að sýna hana, en kostnaðarmennirnir skáru hana niður í venjulega mynd, og það fyrirgaf Stroheim þeim aldrei. Síðasta kvikmynd Stroheims, aldrei á markaðinn sökum þess, að tal-kvikmyndin kom til sög- unnar. HANN KOM AFTUR Beiskur og sigraffur sneri Stro- heim aftur til Evrópu, settist aff í Frakklandi og lærffi frönsku til hlítar meff fádæma átaki. í kvikmynd Renoirs „La Grande IUusion" (1937) lék Stroheim enn prússneskan júnkara og kom eft- ir þaff nokkuð viff sögu franskra kvikmynda, þótt aldrei nyti hann sín til f ulls. A árunum ef tir stríð lék hann líka oft í Hollywood, og er leikur hans meff Gloríu Swanson í „Sunset Boulevard" mörguir -'iiínnisstæffur. HANS .^RDUR MINNZT Nafn Stroheims mun lifa. Hann hefur í verkum sínum opinberað skapgerð sína og lífsskoðun af meiri hreinskilni og hlífðarleysi en flestir samtíðarmenn hans. Karlmannlegur, þóttafullur, bit- ur og laus við tálsýnir; glæsileg- ur og ástríðufullur: Þannig verð- ur Erichs von Stroheims minnzt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.