Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1957, Blaðsíða 1
20 síður imMiiMfr 44. árgangur 114. tbl. — Fimmtudagur 23. maí 1957. Prentsmiðja Morgunblaðsins Coty reynir að flýta stjórnaraiyndim - fer til Ameríku 3. júní París, 22. maí. — Einkaskeyti frá Reuter-NTB: RENÉ COTY forseti Frakklands gerði í dag ráðstafanir til að binda sem skjótastan endi á stjórnarkreppuna, sem varð á þriðjudag þegar hin 15 mánaða gamla stjórn Moilets lagði fram lausnarbeiðni sína eftir að þingið hafði neitað að veita henni traustsyfirlýsingu. Forsetahjónin ganga í land úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. —Ljósm.: V. Sigurgeirsson. Forsefahjónin komu heim í fyrrakvöld Hafa dvalizt tœpan mánuð á ítalíu FORSETI fSLANDS, herra Ásgeir Ásgeirsson og forsetafrúin Dóra Þórhallsdóttir, komu heim úr utanför sinni í fyrrakvöld. Komu þau með annarri hinna ný ju flugvéla Flugfélags fslands kl. rúmlega 10. Meðal þeirra, sem tóku á móti þeim voru forsætis- og utanríkis- ráðherra, foi-setaritari og forseti hæstréttar. Forsetahjónin komu beint frá London. Coty ræddi ástandið við leið- toga þingsins og stjórnmála- flokkanna í dag. í þeirri von, að fundin verði lausn áður en kem- ur að hinni fyrirhuguðu heim- sókn hans til Bandaríkjanna en hún á að hefjast 3. júní. SLÆMUR TÍMI Stjórnarkreppan kom á versta tíma fyrir Frakka, þar eð þeir hafa tekið mjög ákveðna afstöðu í Súez-málinu, karfizt þess að Öryggisráðið tæki það fyrir og Egyptar yrðu þvingaðir til að hlíta fyrirmælum ráðsins. Á efna- hagssviðinu standa Frakkar einnig andspænis alvarlegum vandamálum, og stríðið í Alsír hefur valdið þeim þungum búsifjum. Coty tilkynnti í dag, að hann mundi fljúga til Bandarikjanna en ekki ferðast með skipi eins og ákveðið hafði verið. Sparar það honum nokkra daga. Hann hefur neitað að taka Iausnar- beiðni Mollets gilda, þannig að stjórn hans fer með völd, þar til ný stjórn verður mynduð. Mollet vill hins vegar láta af störfum strax, og hefur það skapað Coty vandræði, þar sem ekki virðist vera hægt að finna nokkurn þing- mann, er hafi stuðning jafnaðar- mannanna 100 á þingi. Fyrir nýja stjórn verður erfið- asta vandamálið Alsír-deilan, því hið sérstaka vald, sem þing- ið veitti Mollet yarðandi Alsír, fellur úr gildi 10 dögum eftir að ný stjórn er mynduð, nema því aðeins að þingið endurnýi það. Önnur vandamál, sem stjórnin verður að horfast í augu við, eru hinn sameiginlegi markaður Evrópu og Euratom-stofnunin, en Mollet gerði Frakka aðila að hvoru tveggja. Margir kvíða því, að þingið muni nú ógilda þá að- ild Frakka. Hansen reynir enn Kaupmannahöfn, 22. maí. — Frá Reuter-NTB: EFTIR að leiðtogar stjórnmálaflokkanna höfðu enn setið fund með Friðrik konungi í Amalienborg eftir hádegi í dag, fór konungur þess á leit við H. C. Hansen, að hann rannsakaði mögu- leikana á að mynda stjórn, sem byggð væri á stuðningi Jafnaðar- manna, Róttæka flokksins og Réttarsambandsins." í kosningunum 14. maí fengu Jafnaðarmenn 70 þingmenn kjörna, Róttækir 14 og Réttarsambandið 9. Stjórn þessara flokka gæti reiknað með stuðn- ingi meirihluta þingsins. Hins vegar er óvíst, að H. C. Hansen takist að fá samvinnu allra þriggja flokkanna við stjórnarmyndun. Fréttaritari Morgunblaðsins í Höfn símaði í kvöld, að horfur á stjórnarmyndun hefðu batnað, þar eð Jafnaðarmenn, Róttækir og Réttarsambandið hafi átt samræður fyrir luktum dyrum og komizt að samkomulagi, eftir því sem beztu heimildir skýra frá. Þó er sleginn sá varnagli, að Róttækir hafi tilkynnt Eriksen, að þeir muni ekki mynda stjórn með Jafnaðarmönnum og Réttarsamband- inu, ef hann myndi hreina vinstri-stjórn, þ. e. a. s. ekki með þátt- töku íhaldsflokksins. Hefur Eriksen verið hvattur til að mynda vinstri-stjórn af ýmsum atvinnurekendum. tf Ftéttir í stuttu máli * 22. maí. ~k Eisenhower forseti sagði fréttamönnum i dag, að Banda- DVÖLDUST Á fTALÍU Rúmur mánuður er síðan þau fóru utan. Lá leið þeirra fyrst tii Danmerkur og Þýzkalands Dvöldust þau nokkra daga í Vestur-Þýzkalandi en héldu síð- an til ftalíu. Dvöldu þau þar að- allega í Róm. Enda þótt þau væru í algerum einkaerind im sátu þau boð forseta ítalíu og gengu á tund páfa. Einnig dvöldu þau nokkra daga í Flórenz og Genúa. Héldu þau síðan tíl Bretlands um Frakkiand með stuttri við- komu í Farís. í London gengu forsetahjónin á fund Elísabetar drottmngar. Hingað heim komu þau svo beint frá London. Forseti hefur nú tekið við störf um sínum, sem handhafar for- setavalds, forseti Sameinaðs þings, forsætisráðherra og forseti hæstaréttar fóru með í f jarvistum hans. Hefir dr. Gunnlaugi hord arsyni verið mein- uð þingseta? Studdi ekki stóreignaskattinn IjVÍ HEFIR verið veitt athygli að dr. Gunnlaugur Þórð- arson hvarf af þingi eftir heimkomu Guðmundar í. Guðmundssonar. Bragi Sigurjónsson heldur hins vegar þing- sæti sínu, þó að hann sé anuar varaþingmaður Alþýðuflokks- ins, en dr. Gunnlaugur hinn fyrsti og hafi því þingsetu- rétt framar Braga. Stjórn Fagerholms biðst lausnar Helsinki, 22. maí. Frá Reuter-NTB: ¥ DAG eftir hádegi lagði Fagerholm forsætisráðherra Finn- lands fram lausnarbeiðni fyrir sig og stjórn sína. í hinni opinberu tilkynningu segir aðeins, að forsætisráðherrann hafi heimsótt Kekkonen forseta í dag og fengið honum lausnarbeiðni stjórnarinnar. Samningsumleitanir þær, sem farið hafa fram undanfarið, hafa ekki borið tilætlaðan ár- angur, segir ennfremur í tilkynningunni. Það voru fyrst og fremst launamálin, sem ollu því, að stjórnarflokkarnir, Jafnaðarmenn og Bændaflokkurinn, slitu samstarfi. Höfðu þeir rætt um þessi mál undanfarna daga, en í dag kom í ljós, að sjónarmiðin urðu ekki samræmd. Bjarni Benediktsson spurðist fyrir um það á fundi Sameinaðs Alþingis, hverju þetta sætti. — Urðu um það svohljóðandi orða- skipti: Bjarni Benediktsson: Herra forseti. Ég vildi beina þeirri fyrirspurn til hæstv. forseta: Hvernig stendur á því, að fyrsti varaþm. Alþfl., dr. Gunnlaugur Þórðarson hefur vikið af þingi? Hefur hann til kynnt forföll eða hver önnur atvik standa til þess, að við njótum ekki návistar hans hér lengur? í lögum, sem hæstv. Alþ. samþ. 6. maí, og sennilega er nú búið að staðfesta, en eru að þessu leyti endurtekning á Gunnlaugur Þórðarson því, sem áður var í lögum, stendur: (Þ. e. breyt. á 1. nr. 80, 7. sept. 1942 um kosningar til Alþ.): 1. mgr. 144. gr. 1. orðist svo: „Varmenn þingmanna í kjör dæmi, þar sem kosið er hlut- bundnum kosningum, tuka þingsæti eftir þeirri röð, sem þeir eru kosnir, þegar þing- menn þess lista, sem þeir eru kosnir á, falla frá eða forfall- ast og án tillits til þess, hver þingmaður listans það er. — Segi varamaður af sér, missi kjörgengi eða falli frá, tekur sá varamannssæti, sem Framh. á bls. 2. ríkin mundu einskis láta ófreist- að til að finna lausn á vandamáli afvopnunar. En gæta yrði fyllstu varúðar með tilliti til þeirrar venju Rússa að ganga á gerða samninga. Eisenhower sagði fréttamönnum ennfremur, að honum væri ekki kumuugt um neinar sendingar á nýjustu vopn- um til Kóreu. Hann kvaðst mundu halda áfram að berjast fyrir því, að þeirri efnahagsað- stoð við aðrar þjóðir, sem hann hefur lagt drög að, verði haldið áfram og ekki dregið úr henni. •fc Búizt er við, að Saud kon- ungur í Saudi-Arabíu komi í op- inbera heimsókn til Jórdaníu 8. júní. it Verkfallinu hjá norræna flug félaginu SAS hefur verið aflýst. ¦fc Indverska þingið hefur sam- þykkt ályktun þess efnis að skora á Bandaríkin, Bretland og Sov- étríkin að hætta öllum tilraunum með kjarnorku- og vetnissprengj ur. * Fjórir menn voru opinberlega hengdir á torgum i fæðingarbæj- um sínum í Jórdaníu. Þeir voru sakaðir um njósnir fyrir ísrael. T*r Stúdentar og háskólakennar- ar í Jóhannesborg hafa mótmælt harðlega hinum nýju lögum stjórnarinnar um aðgreiningu kynþátta í skólum Suður-Afríku. -^r í dag sigldu 43 skip um Súez-skurðinn og er það meiri fjöldi en nokkru sinni síðan hann var opnaður aftur. — Meðal þeirra voru 4 banda- rísk skip. Júgóslavneska stjórnin hefur tilkynnt, að einn af ráðherrum albönsku kommúnistastjórnarinn ar hafi leitað hælis í Júgóslavíu sem pólitískur flóttamaður. — Ráðherra þessi hefur til skamms tíma verið einn af helztu for- ystumönnum albanska kommún- istaflokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.