Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 2
s MORGVISBLAÐIÐ Laugardagur 25. maí 1957 Bezta trygging fyrir friði og sameiningu Þýzkalands NEW YORK, 24. maí. — Adenauer kanslari kom í dag flugleiðis til New York, en til Bandaríkjanna er hann kominn til þess að ræða við Eisenhower forseta og Dulles utanríkisráðherra um sam- band landanna og sameiginleg vandamál þeirra. ★ ★ ★ Er Adenauer steig út úr flugvélinni iét hann svo um mælt við fréttamenn, að hann mundi ræða við Eisenhower, Dulles og aðra bandaríska stjórnmálaforingja, öll þau vandamál, sem eru viðkom- andi og mikilsverð verndun heimsfriðarins. Það er náið samband milli þessara vanda- mála og ákvörðunarinnar um hina hryggilegu og óraunhæfu skiptingu Þýzkalands, skipt- ingu, sem skilur bróður frá bróður, sagði kanslarinn. Við vitum, að samstaða okkar með vestrænum þjóð- um er bezta tryggingin fyrir friði og sameiningu Þýzka- lands- — Afvopnun Frh. af bls. 1. i eitt alþjóða-vopnabúr, sem verður undir sameiginlegu eft- irliti herveldanna. 4. Komið verði á samkomu- lagi um gagnkvæmt eftirlit úr lofti. Með tilliti til fyrsta liðs mun Bandaríkjastjórn hafa von um það, að samkomulag náist með henni og ráðstjórninni um að hvort landið um sig hafi 2,5 millj. manna undir vopnum, og Stóra- Bretland og Frakkland 750 þús. manns hvort. Afvopnunin á að ná til flugvéla, kafbáta, skrið- dreka, raketta, herskipa alls konar, stórskotaliðs, en kjarn- orkuvopn eru ekki meðtalin. Hins vegar munu Bandaríkin leggja til, að afvopnunin nái til ýmissa tegunda raketta og flugvéla, sem borið geta kjarnorkuvopn. ★ ★ ★ Afvopnunarnefnd SÞ átti að koma saman í London á mánu- dag nk., en sennilegt er talið, að fundi þeim verði slegið á frest um nokkurn tíma samkvæmt ósk Bretlands, Frakklands og Kan- ada, þar sem stjórnir þessara ríkja vilja gefa sér betri tíma til þess að kynna sér tillögur Banda- ríkjamanna, sem þeim hafa bor- izt, en þó hafa enn ekki verið birtar opinberlega. Auk þessara þriggja eiga Bandaríkin og Ráðstjórnarríkin sæti í nefndinni. f kvöld heldur Adenauer frá New York. Fer hann norður til Greenwich í Connecticut til þess að heimsækja gamlan vin. — Á sunnudaginn flýgur hann til Gettysburg, sveitaseturs Eisen- howers, og ræðir einslega við for- setann þann dag. Viðræður þeirra halda áfram í Washing- ton á mánudag og sennilega mun Adenauer verða önnum kafinn þar fram í vikuna. „Gullöldin ofckar" REVÝAN „Gullöldin okkar“ verður sýnd í Njarðvíkum í dag á vegum Sjálfstæðisfélagsins þar. Verða sýningar tvær, kl. 4 og 8 e.h. — Á eftir síðari sýn- ingunni verður dansað. Atmœli Níræður er í dag Gísli Gíslason, fyrrv. skipstjóri, Héðinshöfða, ísafirði. í dag mun hann dvelj- ast hjá börnum og barnabörnum að Sörlaskjóli 72 hér í bæ. Amhassodorar heímsækja Dulles WASHINGTON, 24. maí: — Am- bassadorar ellefu Arabaríkja í Bandaríkjunum fóru í dag til fundar við Dulles utanríkisráð- herra til þess að ræða við hann um ýmis vandamál, sem nú steðja að Arabaríkjunum og þá aðallega Palestínu- og Alsír- málin. Þetta voru ambassadorar Libanons, Sýrlands, Egyptalands, Tunis, Marokkos, Iraks, Sudans, Saudi-Arabiu, Jórdaníu og Ly- biu. Formælandi þeirra var sýr- lenzki ambassadorinn, Farid Zei- neddine, og s&ýrði hann blaða- mönnum svo frá að fundinum loknum, að hann gæti að svo komnu máli ekkert sagt um af- stöðu Dullesar, en hins vegar von aði hann, að bandaríska stjórnin léti innan skamms í ljós álit sitt á málum þessum og gerði sitt til þess að leysa vandann. Stjórnarliðið gat ekki nefnt eitt einnsto dæmi nm misnotknn Sjóifstæðismanna á voldi sínu í bönkunum IGÆR afgreiddi Neðri deild frumvarp ríkisstjórnarinnar nm Landsbanka íslands og Útvegsbanka íslands. Talsverðar um- íæður urðu um málið. Jóhann Hafstein skoraði á þingmenn stjórn- arliðsins að nefna þótt ekki væri nema eitt einasta dæmi um það, að Sjálfstæðismenn hefðu misnotað vald sitt innan bank- anna. En enginn treysti sér til þess. Skúli Guðmundsson fylgdi báð- xim frumvörpunum úr hlaði af hálfu meirihluta fjárhagsnefndar. En af hálfu minnihlutans hafði Jóhann Hafstein framsögu fyrir Landsbankafrv., en Jónas Rafnar Útvegsbankafrv. Skúli lét þess getið, að Einar Olgeirsson hefði haft sérstöðu í nefndinni um seðla bankann. Jóhann Hafstein kvað megin- ástæðxma fyrir flutningi þessara frv. hafa komið fram við þessar umræður. Hún væri sú ein að koma stuðningsmönnum stjórnar- innar að í bönkunum. Þá ræddi hann hvernig stjórn bankanna væri háttað. Hann kvað ráðherra hafa verið spurðan að því á hvern hátt Sjálfstæðismenn hefðu mis- beitt valdi sínu, en hann hefði ekki svarað því einu orði. Benti Jóhann síðan á það hættulega fordæmi, sem skapað væri með þessu. Spurði hann síðan hve langt væri þar til kæmi að öðr- um embættismönnum, að þeir yrðu að víkja úr stöðum sínum vegna þess að þeir að- hylltust ekki sömu stjórnmála- skoðanir og stjórnin á hverjum tíma, svo sem vegamálastjóri, útvarpsstjóri o. fl. svo dæmi væru nefnd. Kvað hann þó enn þýðing- armeira að yfirstjórn peninga- stofnananna væri örugg vegna þess að á því byggðist traust manna á þeim bæði út á við og inn á við. Þá gerði Jóhann Hafstein óhróð ur blaða stjórnarliðsins um Sjálf- stæðisflokkinn í sambandi við bankamálin að umtalsefni. Vitn- aði han til ummæla allra þriggja stjórnarblaðanna, þar sem nefnd er misbeiting valds Sjálfstæðis- flokksins í bönkunum sér og gæð- ingum sínum til pólitísks fram- dráttar. Skoraði hann á þing- menn að nefna þó ekki væri nema eitt einasta dæmi um að Sjálfstæðismenn hefðu misnotað vald sitt í pólitískum tilgangi. Vék Jóhann síðan að þessum frv. og undirbúningi þeirra. Kvað hann það hafa verið eitt af stór- málunum á kosningastefnuskrá stjórnarflokkanna að endurskoða þyrfti bankalöggjöfina. Frv. væru þó fyrst lögð fram nú í þinglok, þegar stjórnin hefði setið að völdum í 9 mánuði. Þetta hefði kannske verið skiljanlegt ef hér hefði verið um vandaðan xmdir- búning bankalöggjafar að ræða, hins vegar væri því ekki að heilsa. Allur tíminn hefði farið í það að koma á samkomulagi um það hverjir hlytu einstakar stöður og þegar loks hefði verið búið að semja um það þá hefði ekki staðið á því að semja þessi frv., sem ekkert væru annað en rammi utan um nýjar manna- ráðningar. Björn Ólafsson gerði hina einu raunhæfu breytingu, sérstjórn seðlabankans, að nokkru um- talsefni. Athuganir hefðu far- ið fram á því að stofna sérstakan seðlabanka 1951, en þær hefðu strandað á samþykki Framsóknarmanna. Björn kvað seðlabanka vera nauðsynlegan til þess að vaka yfir efnahags- legu jafnvægi í þjóðfélaginu. Fyrir gæti komið að heilbrigð fjármálastefna færi ekki saman við fjármálastefnu ríkisstjórnar á hverjum tíma. Þá ætti þjóð- bankinn að vera sá klettur í haf- inu, sem stæði af sér öldurót stjórnmálanna. Björn Ólafsson taldi að sú stefna, sem hér væri upp tekin myndi leiða til þess að peninga- stofnanir landsins yrðu um of háðar hinu pólitíska valdi. Einar Olgeirsson gerði grein fyrir stefnu sinni í sambandi við stofnun seðlabanka. Kvað hann það skoðun sína að hann ætti algerlega að vera aðskilinn frá viðskiptabönkunxxm og þeim óháð ur, en að hann ætti aftxir á móti að fylgja út í æsar stjórnarstefn- unni á hverjum tíma og var hann að því leyti á annarri skoðxm en Björn Ólafsson. Kvað hann þetta nú hafa þokazt í rétta átt, þótt ekki hefði náðst fullkominn að- skilnaður. Benedikt Gröndal stóð upp og kvaðst mundu nefna eitt dæmi að ósk Jóhanns Hafstein. Hann sagði sveitafélög hafa lán frá bönkunum, sem næmu 112,6 millj. kr. Af því hefði 3. stærsta bæjar- félag landsins, Hafnarfjörðxir ekki nema 0,3 millj. kr. lán. Þetta kvað hann sýna glögglega hvern- ig Sjálfstæðismenn misnotuðu aðstöðu sína í bönkunxxm. Jóhann Hafstein kvað það gleðja sig að eitt dæmi hefði komið fram. En hann sagði, að það hefði ekki sýnt á neinn hátt misbeitingu hins pólitíska valds Sjálfstæðismanna í bönkunum. Hann spurði Benedikt Gröndal hvenær Hafnarfjarðarkaupstaður hefði beðið um lán í viðskipta- banka sínum og fengið þar synj- un vegna meirihliita Sjálfstæðis- manna í bankastjórninni. Hann kvaðst geta svarað honum um leið. Slíkt hefði aldrei skeð. Enn fremur spurði Jóhann hvort líta ætti á það sem pólitíska mis- beitingu bankavaldsins ef Hafn- arfjörður hefði aldrei beðið xxm lán og aldrei skuldað neinum neitt. Það stæði enn óhaggað að stjórnarliðar hefðu ekki haft manndóm eða drenglund til þess að nefna eitt einasta dæmi um misbeitingu pólitísks valds í bönkunum. Eina dæmið, sem átt hefði að sanna eitthvað í þessa átt, sannaði ekkert og væri þvi mjög kærkomið fyrir Sjálfstæðis- menn að þessi misheppnaða til- raun hefði verið gerð. Uppeldismdlaþiagið kaldið ó Akoieyrí í júní Nýja námsskráin aðalmál þingsins TAAGANA 12.—15. júní verður haldið á Akureyri uppeldismála- ” þing kennara í barna- og framhaldsskólum. Aðalmál þings- íns verður ný námsskrá fyrir skólana, en hún er nú í smíðum og fjallar nefnd um málið undir forsæti fræðslumálastjóra. Þá verða ýmis erindi um uppeldis- og skólamál fiutt á þinginu af kunnum skólamönnum. 1 sambandi við þingið hefir bandaríska upplýsingaþjónustan boðið að koma upp námsbókasýningu og verður hún á Akureyri meðan þingið stendur. ÞaB er á valdi Rússa, hvort sam komulag nœst um afvopnum BONN, 24. maí. — V-þýzka stjórnin hefur sent ráðstjóminni orð- sendingu þess efnis, að ráðstjórnin geti komið í veg fvrir alheimskapphlaup um framleiðslu kjamorkusprengna með því að breyta xun afstöðu í afvopnunarmálanefndinni. Er þetta svar vest- ur-þýzku stjórnarinnar við orðsendingu Rússa til hennar um það, að afleiðingin af því, að Vesturveldin fengu herstöðvar í Vestur- Þýzkalandi og hefðu þar undir höndum kjarnorkuvopn, gæti orðið sú, að Þýzkalandi yrði einn góðan veðurdag breytt í einn allsherjar- kirkjugarð. Segir og í orðsendingunni til Rússa, að sérhver ábyrg ríkisstjórn verði að taka til al- variegrar athugunar hvort ekki beri að styrkja landvarn- irnar með nýjustu og fullkomn ustu vopnum, ef viðræðurnar í afvopnunarnefndinni drag- ast enn á langinn eða þeim verður slitið án þess að nokk- ur árangur hafði náðst. Ef viðræðurnar verða árang- urslausar mun V-Þýzkaland, í samráði við bandamenn sína, nota rétt sinn til þess að tryggja öryggi sitt, eins og öll fullvalda ríki, segir og í orðsendingunni. Þá er skorað á Rússa að sýna nú einu sinni vilja í verki til þess að samkomulag náist um allsherjar- afvopnun. Þjóðverja muni leiða til hat- ramms vígbúnaðarkapphlaups frekar en orðið er. V-Þýzkaland hafi ekki gert neins konar tii- raunir með kjarnorkuvopn — og Rússar geti ekki bent á neitt sem styður fullyrðingar þeirra um það, að landið verði á næstunni allsherjar vopnabúr. Góð síldveiði AKRRANESI, 24. maí. — Rek- netjabátar héðan voru úti í nótt og fengu afbragðsveiði, alls um 650 tunnur, eða til jafnaðar 130 tunnur á bát. Aflahæstir voru Keilir með 173 tunnur og Sigur- fari með 155 tunnur. Sjö rek- netjabátar fóni út í dag þrátt MERK ERINDI FLUTT Uppeldismálaþing er haldið annað hvort ár. Hafa hingað til verið haldin 10 uppeldismála- þing á vegum Sambands ís- lenzkra barnakennara, en þrjú í samvinnu við Landssamband framhaldsskólakennara. Á mót- um þessum eru kennslumál og ýmsir þættir þeirra ræddir og hefir móðurmálið verið þar tvisv- ar til umræðu. Gert er ráð fyrir að tillögur um hina nýju námsskrá verði tilbúnar í haust og mun þingið væntanlega ræða þær ýtarlega. Þá verður og rætt um námsbæk- ur skólanna, en 1955 voru sam- þykkt lög þess efnis að Ríkisút- gáfa námsbóka skyldi einnig gefa út bækur fyrir tvö fyrstu ár gagnfræðastigsins, þar til skyldunámi lýkur. Eru fyrstu bækurnar væntanlegar í haust. Á þinginu munu þeir Jóhann Frímann skólastjóri, dr. Matt- hías Jónasson, Snorri Sigfússon og Stefán Jónsson námsstjóri flytja erindi. Auk þess mxm Jónas B. Jónsson fræðslustjóri Rvíkxxr flytja þar fyrirlestur um menntamál. Skólasýning barna verður í Barnaskóla Ak- ureyrar á meðan á fundinum stendur, þar sem sýnd verður vinna þeirra. OPIN ÖLLUM KENNURUM Sérstök ástæða er til þess að vekja athygli á því að uppeldis- málaþing eru öllum kennurum opin. Þau eru ekki fulltrúaþing og eru því allir kennarar sem því geta við komið hvattir til þess að sækja þingið. Nær það yfir kennslustigin tvö, barna- og gagn fræðastigið. Gengizt verður fyrir hópferð kennara héðan úr bæn- um og nálægum byggðarlögum norður á þingið og væri æskilegt að þeir sem á ferðina hyggja láti vita um það sem allra fyrst. Formaður SlB er Gunnar Guð- mxmdsson yfirkennari í Laugar- nesskólanum og formaður Lands sambands framhaldsskólakenn- ara er Helgi Þorláksson, yfir- kennari í Gagnfræðaskóla Aust- urbæjar. ★ ★ ★ Að lokum er því algerlega vísað á bug. að stefna Vestur-' fyrir rigningu og storm. — O.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.