Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 25. maí 1957 MOKCUNBLAÐIÐ 13 Sendiherraembæitið í Kaupmannahöb IGÆR var lögð fram á Alþingi tiilaga til þingsályktunar um að fresta skipun sendiherra í Kaupmannahöfn. Flutnings- mennirnir eru þeir Pétur Ottesen og Sveinbjörn Ilögnason. Xil- lagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að leggja fyrir ríkisstjórnina að skipa ekki að nýju sendiherra í Kaupmannahöfn, er núverandi sendiherra þar lætur af embætti fyrir aldurs sakir, fyrr en Danir hafa afhent íslendingum handrit þau, er þeir eiga í Árnasafni og öðrum söfnum í Danmörku". GREINARGERÐ Nú um háifrar aldar skeið hafa verið uppi hér á landi kröf- ur um það, að Dönum bæri að skila fslendingum aftur handrit- um, er þeir eiga í söfnum í Dan- mörku, Árasafni og víðar. Hefur Alþingi nokkrum sinnum á þessu tímabilið látið málið til sín taka og ávallt samþykkt einróma að fela ríkisstjórninni að bera fram við ríkisstjórn Danmerkur kröfur um þetta efni. Aðeins í eitt skipti er hægt að segja, að kröfur þessar hafi borið nokkurn árangur, sem var í því fólginn, að skilað var á árinu 1928 nokkrum embættis- skjölum, er báru það með sér, að Árni Magnússon hefði fengið þau að láni hér heima, en mjög fáum eldri handritum eða bókum. — En síðan hefur danska stjómin skellt skollaeyrum við öllum kröf um íslendinga um afhendingu á þessum dýrmæta menningararfi þjóðarinnar. Sýnt er, að fslendingar verða nú mjög að herða róðurinn fyrir endurheimt handritanna og linna eigi á, fyrr en af er látið þeirri ósanngirni og yfirgangi sem dönsk stjórnarvöld beita íslend- inga í handritamálinu. Það stendur fyrir dyrum, að núverandi sendiherra í Kaup- mannahöfn láti af embætti fyrir aldurs sakir. Til þess að sýna það svart á hvítu, hve íslendingar telja sig eiga hér mikilla hags- muna að gæta og hve ríkur er metnaður þeirra fyrir því, að þess ir menningarfjársjóðir séu varð- veittir og hagnýttir í þeirra eigin háskóla, er hér lagt til, að ríkis- stjórnin skipi ekki að nýju sendi- herra í Kaupmannahöfn, fyrr en Danir hafa afhent íslendingum handritin. Grundvöllurinn fyrir vingjarn- legu samstarfi þjóða á milli hlýt- ur ávallt að vera sá, að þar ríki á báða bóga gagnkvæm sanngirni og velvildarhugur. En framkoma danskra stjórnarvalda gagnvart íslendingum í þessu máli er vissu lega slík, að Danir geta tæplega til þess ætlast, að fslendingar leggi í mikinn kostnað við það að halda uppi sendiherraembætti í Kaupmannahöfn í virðingarskyni við þá. R eykvíkingar ! Hafið þið bragðað hina nýju tegundir frá Lindú með nafninu Lindor og Fidus. Reynið það strax í dag. Heildsölubirg&ir Barónsstíg 11A — Sími 7672 Afgreiðslustúlka vön vefnaðarvöru helzt ekki yngri en 30 ára, ósk- ast um mánaðamótin í verzlun í miðbænum. Um- sókn er tilgreini fyrri störf, menntun og aðrar upp- lýsingar leggist inn á afgreiðslu blaðsins í dag eða á morgun, merkt: „Áhugasöm — 5167“. I n... fyrir huarekki og hreysti“ f HREINSKILNl sagt, þá trúum vér því, að enginn lindarpenni hafi nokkurn tíma vakið svo djúpa og almsuia aðdáun sem Parker ”51“ penni. Þessi penni er svo dáður, að sumar þjóðir hata sæmt með honum, fyrir hreysti og frábæra þjónustu! Það er astæða fyrir þessu og fyrir því, hve Parker ”51“ íítur vel út og leikur i hendi manns. 68 ára reynsla í framleiðslu penna hefir náð svo frábærum árangri að þér . . skrifarinn . . náið ekki betri árangri með nernum öðtum penna. Til dæmis, þá hetii þungi hans og lögun verið jofnuð svo nákvæmlega að jafnvægi hans í hendi yðar er full- komið . . . som »r mikiivægt vegna þreytu sem annars kemui af löngum skriftum. Parker ”51“ lætur yður í té langa og jaína blekgjof og silki- mjúka skriít. Parker ’51“ ei orðinn að tákni um smekkvísi þeirra, sem vita og vilja bað bezta i öllu, sem þeir eiga. Vér vilium í alvöru benda yður á að líta inn hjá þeim, sem selur Parker og athuga nákvæmlega þetta fiábæra skriftæki Og hve pað er frábær nugmynd að gefa hann sem veiulega vinaigjöt. Xil þess að ná beztum árangri hjá þessum og öðrum pennum, þá notið Pai'ker Quin’ eina blekið, sem inniheidur sotv-x. Verð: Parker „51“ með gullhettu kr. 560.00. * Parker „51“ með lustraloy hettu kr. 480.00. Parker Vacumatic ar. 228.00 Einkaumboðsmaður: Sigurður H. Egilsson, P. O. Box 283, Reykjavík Viðgerðir annast' Gieraugnaverzlun Ingólfs Gíslasonar, Skólavörðustíg 5, Rvík FPl-24 Rirk 51 er Þeir, sem óska eftir að koma börnum sínum á BarnaheímiEi Vorboðans að Rauðhólum í sumar komi á skrifstofu verkakvenna- félagsins í Alþýðuhúsinu í dag og á morgun kl. 2—6 báða dagana. Börn fædd 1950—1953 eru aðeins tekin. Nefndin. Barnaskólar Kopavogs Börn, fædd 1950, komi til innritunar í skólana næstkomandi þriðjudag kl. 2—4. Sunnudaginn 26. maí kl. 2—6 verða teikningar og handavinna nem- enda til sýnis í skólanum við Digranesveg. Skólastjórar. Síldarsöltunarstöð á Norð-Austurlandi til sölu. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefa: Jón Skaptason, hdl., sími 7003. Sveinbjörn Dagfinnsson, hdl., sími 82568. 6 manna HLDSOIV955 í góðu lagi til sýnis og sölu. Líka dömureiðhjól og dúkkuvagn að Snorrabraut 67. Ráðskona eða kokkur 1. september vantar að Álafossi duglega ráðskonu eða kokk. — Góð íbúð með hitaveitu. — Upplýsing- ar á skrifstofu Álafoss, Þingholtsstræti 2. Höfum opnað blikksmiðju í Sörlaskjóli 68, Reykjavík undir nafninu: Blikksmiðfan Sorli sf. Afgreiðum af lager m.a. þakglugga, þakrennur, rennu- bönd, kjöljárn o. fl. til húsbygginga. Tökum að okkur alla blikksmíðavinnu svo sem upp- setningu á þakrennum, smíði og uppsetningu á loft- hita og loftræstikerfum o.fL Blikksmiðjan Sörli sf. Sörlaskjóli 68 Hörður Helgason, blikksmlðameistarL FITAN HVERFUR FLJÓTAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.