Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 8
8 MORGVmn 4M* Laugardagur 25. maf 1957 Útg.: H.f. Árvakur, Heykjavík Framkvæxndastjóri: Sigfús Jónsson. Aðairitstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: SigurSur Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Ami Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. I Reykjavík, Bonn og London VIÐ fslendingar endurheimtum sjólfstæði okkar með nokkrum öðrum aðferðum en flestar aðrar þjóðir, sem þurft hafa að sækja viðurkenningu á fullveldi sínu til annarra. „Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld «n með víkingum andans um staði og hirðir“, sagði eitt af skáldum vorum. Sjálfstæðisbarátta okkar var háð með lítil veraldleg efní að bak- hjarli en af því meiri andlegri orku. Önnur vopn áttum við ekki e« vit og hyggindi okkar beztu manna. Og þau dugðu. Ekki leið á löngu, þar til ein- angrun landsins var úr sögunni. Hvort sem okkur líkaði betur eða ver urðum við knúnir til að ganga til náinna samskipta við aðrar þjóðir á menningarlegum og efnalegum sviðum. Og okkur farnaðist vel. Fulltrúar okkai á erlendum vettvangi héldu merki þjóðarinnar hátt. Við vorum vel virtir og engin þeirra þjóða, sem okkur eru skyldastar, höfðu ástæðu til að efast um heilindi okkar í alþjóðlegu samstarfi. En svo hélt ævintýramenskan innreið sína í utanríkismól lands- ins. Við tókum að leika tveim skjöldum. í orði þóttumst við vilja vinna að friði og eflingu varna hins vestræna lýðræðis en á borði sýndum við óheilindi okkar í því að gerast líklegir til að rjúfa, á afdrifaríkan hátt, skarð í þann varnarmúr, sem lýðræðisþjóðirnar við Norður- Atlantshaf höfðu byggt. Fulltrú- ar okkar erlendis sömdu sig nú að háttum þeirra, sem hafa tung- ur tvær. Frammi fyrir erlendum þjóðum var slegið úr og í en heima fyrir var hnefinn steytt- ur. Á sama tíma og ísland var eina landið í vestrænum heimi, sem tók kommúnista í stjórn og leiddi þá til mikilla valda var reynt að telja vestrænum mönn- um trú um að hér sæti í raun- inni Við það sama og óður. Full- trúar okkar á erlendum þingum töluðu eins og vestrænt lýðræði ætti enga betri málsvara en þá. á sama tíma og Moskvukommún- istar hreiðruðu um sig í völdun- um hér heima. Allar vestrænar þjóðir voru í senn undrandi og ótaslegnar yfir því, sem hér var að gerast. Auð- vitað datt engum í hug — og nú- verandi stjórn okkar ekki held ur — að landið gæti komizt klakklaust frá slíkri ævintýra- mennsku og haldið óskertu trausti. Það er vitaskuld alveg ljóst að erlendir stjórnmála- menn fylgdust nákvæmlega með því, sem gerðist hér á landi og gera enn, því nágrannaþjóðir okkar eru sízt af öllu öruggar um hvaða stefnu við kunnum að taka meðan flokkur kommúnista er stærsti stuðningsflokkur þeirrar stjórnar, sem situr að völdum í landinu. En þrátt fyrir það, þótt ís- lendingum öllum megi vera ljóst að augu heimsins hvíla á okkur, halda stjórnarflokkarnir áfram að leika tveim skjöldum. Þess er skemmst að minnast að íslenzki utanríkisráðherrann sat fund Atlantshafsríkjanna í Bonn og tók þar, af okkar hálfu, fullan þátt í ráðagerðum lýðræðisríkj- anna. Eftir fundinn hélt ráðherr- ann ræðu, þar sem hann lýsti eindregnu fylgi íslands við vestrænt lýðræði. En þá bregður svo við að hans eigið blað, blað hans flokks, og önnur blöð stjórn- arinnar, steinþögðu um ræðuna. En kommúnistar héldu uppi ill- vígum áróðri gegn ráðherranum og málstað lýðræðisríkjanna í heild. Þannig kom blað stærsta stjórnarflokksins fram og önnur blöð „vinstri“ flokkanna brugð- ust sízt af öllu til varnar — heldur þögðu. Það, sem hljómaði vel í Bonn, mátti ekki sjást í Reykjavík. Blöð stjórnarandstöðunnar voru hin einu, sem birtu ræðu ráð- herrans eða gátu um hana. Öllum er kunnugt um að ríkis- stjórnin hefur mjög þurft á láns- trausti að halda meðal lýðræðis- þjóðanna og er það eðlilegt. Sendir voru menn utan til að sannfæra erlenda fjármálamenn um að kommúnistarnir íslenzku hefðu engin völd í íslenzku efna- hagslífi. Beðið var um lati á lán ofan jafnframt því að svarið var og sárt við lagt, að fulltrúar Moskvu ó íslandi hefðu þar enga þýðingu í ríkisstjórninni, svo barnalega sem það leit út, eftir að búið var að afhenda kommún- istum æðstu ráð yfir höfuðat- vinnuvegi okkar, sjávarútvegin- um, auk úrslitaáhrifa á verzlun- armál landsins, svo nefnd séu dæmi. En ennþá lítilmótlegri varð þó þessi Pílatusarþvottur ríkisstjórn arinnar erlendis, þegar það var gert opinbert að leiða ætti komm- únista til valda í bönkum lands- ins, en þar höfðu þeir ekki haft slík ráð áður. Að vísu var þetta dregið þar til búið var að ganga frá þýðingarmiklum samningum um lán erlendis, en samt þótti rikisstjórninni rétt að senda þeg- ar í stað Vilhjálm Þór banka- stjóra til London, þar sem ís- lendingar hafa jafnan haft mikið lánstraust. Hlutverk Vilhjálms Þór á að vera að sannfæra brezka bankastjórnendur og fjármála- menn um að það sé ekkert at- hugavert í fjármálaheiminum ís- lenzka, þó kommúmstar hljóti ný völd í peningastofnunum landsins. Þannig er leikið tveim skjöld- um af íslenzkum ráðamönnum nú. Hér heima vaða kommúnistar uppi og ofsóknum er beitt gegn andstæðingum þeirra en þó vita allir að það sem fram er kom- ið er aðeins upphafið að þeim bolabrögðum, sem ætlunin er að viðhafa. í Reykjavík gerist þetta. í Bonn og London er allt annað sagt og gert. Hvað, sem við ósk- um og viljum verður þó að gera okkur ljóst, að traust lands og þjóðar erlendis hlýtur að draga dám af því, sem raunverulega gerist hér hjá okkur, — í okkar eigin landi en byggist ekki á „diplomatiskum" fagurgala ís- lenzkra valdamanna, sem hafa tvær tungur. /4.753 áhorfendur að slagsmálum M ♦ i»iargt var um mann- inn á dögunum í hnefaleikasal einum í Chicago, þegar Sugar Ray Robinson og Fullmer leiddu saman hesta sína sem frægt er Drðið. Áhorfend- ur voru 14,753 auk milljónanna, sem fylgdust með anefaleikaeinvígi pessu í sjónvarpi. Eins og þið vitið — þá er Mormón- inn Fullmer af ís- 'enzku bergi brot- mn. Robinson er íiins vegar blökku maður, annálaður bardagamaður og margfaldur heims neistari í sínum Elokki. Hann er 37 íra að aldri. — Blökkumenn hafa sýnt yfirburði yfir tivíta menn í nnefaleikum hver sem ástæðan ann- ars er — og það er ekki á hverjum degi sem hvítur maður berst við blakkan um heims meistaratitil í hnefaleikum. — S vo sem kunnugt er sigraði hinn 25 ára gamli Fullm- er Robinson eftir harða viður- eign fyrr á árinu og bjuggust Jónas B. Jónsson fræðslufull- trúi Reykjavíkurbæjar opnar sýninguna í dag. Verður hún op- in rúma viku. Myndirnar eru alls 60 talsins, svo til allar vatns- litamyndir, nokkrar teikningar og ein mósaikmynd, sem þrjár ung- ar telpur unnu í sameiningu. Greinilegt er það af sýningunni hve börn hafa gaman af því að fást við liti og að teikna. Þarna má sjá fólk bíða eftir strætó á Lækjartorgi, knattspyrnuleik, litla stúlku að tína blóm í Hljóm skálagarðinum, Tröllafoss við hafnargarðinn svo nokkuð sé upp talið. Margar myndanna eru mjög vel gerðar, og sumar svo að maður gæti haldið að eftir all- þroskaðann listamann væru. því margir við því að Robin- son missti nú heimsmeistara- titilinn í hendur Fullmers. En þetta fór þó á annan veg. í fjórðu lotu greiddi Robinson Fullmer svo vel útilátið högg, að hinn síðarnefndi lá grafkyrr á gólfinu og hreyfði hvorki legg né lið. „Þetta var eina leiðin“ — sagði Robinson, „þið vitið, að ég vil vera meistari áfram“. Já, Robinson rotaði Fullmer. f Myndlistarskólanum stund- uðu í vetur um 180 börn nám á tveggja mánaða námskeiðum. Kennarar barnanna sem mynd- irnar eiga hafa verið þau Guð- munda Andrésdóttir, Valgerður Hafstað og Ragnar Kjartansson. Hafa þau augsýnilega beitt mik- illi natni og alúð við kennsluna, og gefið ímyndunarafli barnanna blessunarlega lausan tauminn. Á sýningunni eru líka nokkrir skemmtilegir munir mótaðir í leir og málaðir. Þessi góða gjöf til Listasafns- ins mun verða fyrsti vísirinn að listasafni barnamynda og er það vel. E kki er .þróttin skemmtileg, og mjög áhættu- söm. Ef til vill eru þeir margir, sem velta því fyrir sér hvers vegna í ósköpunum menn séu að leggja sig í slíka barsmíð og hættu. Sannleikurinn er sá, að hnefaleikarar eru mjög vei laun- aðir. Tekjur þeirra fremstu eru geysimiklar sem sjá má á því, að hnefaleikakappinn frægi, Joe Louis, á vangoldna skatta sem nema mörgum milljónum króna. ★ Japanir gera nú geysi- lega verzlunarherferð um allan heim. Umboðsmenn og sölumenn hinna ýmsu japönsku iðnaðar- fyrirtækja eru svo að segja á hverju götuhorni í stórborgum heims. Rússar hafa nú til- kynnt, að þeir hafi fundið upp nýstárlega rafmagnsvél. Hún á að koma í veg fyrir allt svefn- leysi — og meira en það, hún á að auka svefninn mjög (sé hún notuð á réttan hátt). Svefnpill- ur verða því ekki lengur nauð- synlegar þar í landi — og jafn- framt hefur verið tilkynnt, að verð á vekjaraklukkum verði lækkað. Ismay vill ekki spara símann I smay lávarður er sagð- ur geta verið mjög gamansam- ur, enda þótt starf hans síðustu árin hafi síður en svo verið gamni blandið. Danskt blað birti á dögunum gamansögu um Ismay. Atvikið átti sér stað, er hann sat í skrifstofu sinni í Palais de Chaillot og gegndi þá enn fram- kvæmdastjóraembætti Atlants- hafsbandalagsins. Skyndilega heyrðust mikil hróp og köll á næstu hæð fyrir neðan, í her- bergi beint undir skrifstofu Ismays. Ismay felldi sig ekki við þenn- an hávaða og fannst hann trufla starfsfrið sinn. Sendi hann því einn af aðstoðarmönnum sínum niður á næstu hæð til þess að ganga úr skugga um það hverju þetta sætti. Og aðstoðarmaðurinn kom til baka með þær fregnir ,að þar væri einn af íslenzku starfsmönn- unum að tala við Reykjavík. „Nú-já“, muldraði Ismay. Síð- an snéri hann sér að aðstoðar- manninum og sagði: „Vilduð þér ekki hlaupa niður aftur og biðja hann að nota símann næst, þeg- ar hann þarf að tala“. Fullmer eftir leikinn. Hann er þarna að skoða mynd, sem tekin var af leiknum. Þessi mynd var tekin, þegar þeir Fullmer og Robinson áttust við í fyrra sinnið — og Fullmer bar sigur úr býtum. Þarna greiðir Fullmer Robinson vel útilátið högg — svo að hinn síðar- nefndi fellur út af pallinum. Sýning á myndum barna í Myndlisfaskólanum IDAG kl. 2 e.h. verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á myndum barna sem stundað hafa nám í Myndlistarskólan- um, á aldrinum 8—12 ára. Hefir skólinn gefið Listasafni ríkisins myndirnar, sem þarna eru sýndar, en þær eru úrval mynda, sem börn hafa gert í skólanum sl. 5 ár. Sýning þessi er mjög skemmtileg, litagleði í myndunum feykileg og ímyndunar aflið næsta óstýrilátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.