Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 10
H) MORCTJTSHLAÐIÐ Laugardagur 25. maí 1957 renndu upp að byggingu Flugfélags Islands á Reykja- víkurflugvelli urðu æ fleiri og fólki fjölgaði stöðugt í af- greiðslusalnum. — Það er al- veg sérstakur blær yfir flug- höfnum, og á það líka við um Reykjavíkurflugvöll þótt sal- arkynnin séu ekki eins stór í sniðum og víðast erlendis. Það dró heldur ekki úr eftir- væntingunni í þetta sinn, að nú voru flestir að reyna hinn nýja farkost Flugfélagsins, aðra Viscount-vélina, í fyrsta sinn. með Viscount Atlantshaf að fara í vegabréfaskoðun fram í skálann". Eitthvað á þessa leið hljómaði tilkynningin í hátalar- anum, og það komst hreyfing á fólkið. Ættingjar og ástvinir voru kvaddir í skyndi. Lítil stúlka hljóp upp um hálsinn á pabba sínum og þakti andlit hans koss- um. Bróðir hennar var aftur á móti of upptekinn við að horfa á flugvélina fyrir utan- til þess að veita nokkru öðru athygli. Ferðin var hafin — og hver Forsetahjónin voru í síðdegisboði, er íslenzka ferðaskrifstofan í London hélt íslenzku blaðamönnunum. Hér sést Jóhann Sigurðsson, forstjóri skrifstofunnar (t.v.) raeða við Ásgeir Ásgeirsson forseta og dr. Kristinn Guðmundsson sendiráðherra. Þeir, sem höfðu vaknað seint og orðið síðbúnir að heiman, hröðuðu sér á Flug- barinn og fengu sér kaffi. — Strax þar urðu menn varir þeirrar alúðar, sem er ein- kennandi fyrir allt starfsfólk flugsins og íslenzkur ferða- langur verður svo áþreifan- lega var við. ★ ★ ★ Ef til vill finnst mönnum þetta ekkert tiltökumál og óþarfi að minnast á það, en hér hjá okkur er svo víða pottur brotinn í þessum efnum. Seinna í þessari hringferð, Reykjavík — Kaup- mannahöfn — Hamborg — Lond- on — Reykjavík, sem Flugfélag- ið bauð íslenzkum blaðamönnum í, minntist ég á þetta við einn starfsbróður, sem víða hefir far- ið. „Já, það er eins og maður geri þessu fólki stórgreiða með því að- eins að vera til og lofa því að aðstoða sig á allan hátt. Við tækjum ekki eins eftir þessu, ef það væri ekki í svo hrópandi mótsetningu við marga aðra þjónustu hér heima.“ kemst ekki í gott skap, þegar ung stúlka með aðlaðandi bros og fágaða framkomu tekur vin- gjarnlega á móti honum og býður hann velkominn um borð í flug- vélina. Þar væsir heldur ekki um neinn í þægilegum sætum. STOFUHITI í 30 STIGA FROSTI Ekki hefir verið flogið ýkja lengi, þegar flugstjórinn til- BÚIZT TIL BROTTFERÐAR „Farþegar til Glasgow Kaupmannahafnar geri svo og vel ’Þetta er einna líkast því sem menn breaði sér inn í veitingahús og komi þaðan aítur hressir og endurnærðir14 kynnir, að flogið sé í 21 þús. feta hæð ofar skýjum. „Hraðinn er 365 km. á klukkustund,“ segir hann, „og úti er 30 stiga frost.“ „Hvað, 30 stiga frost, og ég sem ætlaði að fara úr kápunni“, sagði ung stúlka, sem sat út við glugga og horfði á skýin sem breiddu úr sér eins og lopaslæða. En henni var óhætt að fara úr kápunni því að inni var þægi- legur stofuhiti. Það þarf eng- inn að hafa áhyggjur af þvi, sem fyrir utan er, þegar flugvélin er þannig búin, að hægt er að fljúga í það mikilli hæð að loftstraum- ar ná ekki að bylta henni til. Og þarna uppi í háloftunum var svo framreiddur morgun- verður, en einhvers staðar langt, langt fyrir neðan er trúlegt að morgunsvæf færeysk húsmóðir hafi verið að renna á könnuna. Wfl OÞREYTTIR FERÐALANGAR Á leiðinni frá Glasgow til Hafnar var sterkur meðvindur. Hrímfaxi fór þá um tíma með 625 km. hraða miðað við yfir- borð jarðar. Það er sæmilega að verið. Flugið til Glasgow tók um þrjár klukkustundir og þaðan til Hafnar um tvær klst. Það tekur ekki orðið langan tíma að bregða sér til útlanda! Á Kastrup-velli spurði eg reyndan verzlunar- mann, sem vegna starfs síns fer alloft utan, hvort hann fyndi mikinn mun á að ferðast með Viscount-vélunum og gömlu Skymasterunum. „Fyrst, þegar við lögðum af stað, var ég ekki svo mjög var við það, en núna á leiðarenda er ekki hægt að vera í vafa,“ sagði hann. „Eg hefi aldrei stigið jafn ó- þreyttur út úr flugvél." — Hverja álíturðu orsökina? „Ja, þú ættir að spyrja aðra en mig um það, eg er ekki fag- maður í flugi. En ég þykist vita að það liggi í því, hve hátt er flogið en loftþrýstingurinn inni í vélunum samt alltaf sá sami. — Flugið er í rauninni ekki lengur háð veðurfarinu. Eg man eftir því, þegar gamli Gullfaxi var að reyna að komast upp úr óveðurs- skýjunum var loftið stundum orðið það þunnt að maður varð hálf vankaður. Sérstaklega held ég að munurinn verði mikill að vetrarlagi, þegar allra veðra er von. — Þetta er sannast sagt lík- ast því sem menn bregði sér 'nn í veitingahús og komi þaðan aftur hressir og endurnærðir.“ ^ A KASTKUP-FLUGVELLI Það stendur mikið til á Kast- rup-flugvelli núna eins og raunar flestum öðrum flughöfnum þar sem verið er að undirbúa af- greiðslu stórra þrýstiloftsflug- véla. Forstöðumaður vallarins skýrði okkur svo frá að fyrir dyrum stæði lenging flugbrauta um 1000 til 1200 metra og verða brautirnar þá m. a. að ganga í sjó fram. Reist verður alveg ný flughafnarbygging fyrir alla starfsemi viðkomandi flugstjórn og þjónustu við farþega, bæði þá, sem koma við á Kastrup á lengri leið og hina, sem koma til Dan- merkur og fara þaðan. Allar þessar framkvæmdir eru miðaðar við framtíðina og þrýsti- loftsflugvélar og á þeim að vera lokið 1959—60. Kostnaðurinn við nýbyggingar og breytingar er á- ætlaður 165 milljónir danskra króna. Gert er og ráð fyrir mögu- leikum á mikilli aukningu. Danska þingið samþykkti einróma þessi útgjöld, „og er það sennilega > fyrsta sinn, sem það hefir gerzt um svo stóra fjárveitingu“, sagði flug- vallarstjórinn, „en sýnir vel hve ljóst þingmennirnir gera sér þýðingu flugsins.“ vafl 10 ÞÚS. FARÞEGAR ^ Á DAG Danir eru ákveðnir í að standa öðrum þjóðum ekki að baki hvaS aðbúnað í fluginu snertir, en Kastrup er ein af stærstu flug- höfnum Evrópu. Reiknað er með að eftir tíu ár verði farþegar á Kastrup 10 þús. á dag, 6 þús. komi þangað eða fari þaðan, en 4 þús. hafi þar viðdvöl. Um 1500 manns geta verið í einu í flug- hafnarbyggingunni. Þessi mynd var tekin af íslenzku blaðamönnunum á Kastrup-flugvelli. Þórhallsson, er veitir skrifstofu F.í. í Kaupmannahöfn forstöðu. Lengst til hægri er Birgir Birgir Þorgilsson, fulltrúi Flugfélagslns í Hamborg. — Myndin er tekin á flugvell- inum þar. Nýr radar hefir veriR settur upp á vellinum og ýmiss annar öryggisútbiinaður aukinn fyrir allt að 12 millj. kr. danskar. Þá ei enn eftir að ley sa ýmiss vanda reál í sambandi við Jirýstilofts- flugvélar, en SAS fær átta slíkar vélar 1960. „Og það er nú aðeins byrjunin“, sagði flugvallarstjór- inn og brosti við. ÖRYGGI GENGUR FYRIR ÖLLU Þá var ekki síður fróðlegt að kynnast hinu mikla verkstæði SAS í Kastrup þar sem eftirlit er haft með flugvélum og viðgerð fer fram á þeim. Þar vinna 1400 manns. Áberandi er, hve ná- kvæmnin er þar rnikil með hvert einasta stykki, hvort sem það er smátt eða stórt og miklum tíma varið í að sannfærast um, að allt sé eins og á að vera. Flugvéla- mótorinn er svo með ákveðnu millibili tekinn til gagngerðrar endurskoðunar og skipt um hvert það stykki, sem minnsta slit finnst í. Mönnum finnst eiginlega útilokað, að nokkuð geti bilað. Enda varð einum í hópnum, sem ætíð hefir verið smeykur í lcftinu, að orði: „Eftir að hafa kynnzt þessu öllu get ég ekki verið þekktur fyrir að vera hræddur við að fljúga lengur“. — „Já, við gætum meira að segja flogið vélinni sjálf til Hamborg- ar,“ bætti annar við. — Það var nú samt látið flugmönnunum eftir! HAMBORG FERÐA- MANNABÆR Hamborg er eftirsóttur staður ferðamanna og þar ber vissulega margt nýstárlegt fyrir auga — annað en hafnarhverfið. Dýra- garðurinn er sennilega sá stærsti og fullkomnasti í Evrópu og 1 Planten un Blomen-skemmti- garðinum verður vatnsorgelið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.