Morgunblaðið - 25.05.1957, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.05.1957, Qupperneq 16
Veörið Suðaustan stinningskaldi. Rign- ing öðru hvoru. Áhorfendur að slagsmálum. — Sjá bls. S. JT Málverk eftir Asgrím selt á yfir 30 þús. kr. Á listaverkauppboði Sigurðar Benediktssonar í Sjálfstæðishús- inu í gær var málverk Ásgríms Jónssonar: Frá Hvitá að haust- lagi, selt á kr. 31.500,00. Eftir því sem blaðinu er bezt kunnugt um, er þetta annað hæsta verð, sem málverk hefir verið selt á opinberlega hérlend- is. Þetta málverk Ásgríms er stórt olíumálverk, málað í kring um 1920. Ekki gat Sigurður Benediktsson gefið aðrar upplýs- ingar um kaupandann, en hann hefði verið „ungur maður“. Fyrir uppboðið munu Sigurði hafa verið boðnar kr. 20.000,00 — í þetta sama málverk. í fyrra seldist annað málverk eftir Ásgrím, „Háimúli í Fljóts- Ásgrímur Jónsson Vormóti S.U.S. á Akranesi frestað VEGXA f jarveru margra Akurnesinga, er þátt taka í hópferð Söngféiags Akruness til Vestmannaeyja nú um helgina, frestar Samband ungra Sjálfstæðismanna vor- móti því, er fyrirhugað var að halda á Hótel Akranesi í kvöld. hlíð“, á kr. 39.000,00. — Má því segja með sanni, að málverk Ás- gríms hafi einna mest verðgildi íslenzkra málverka, a.m.k. í slík- um lausasölum sem á þessum uppboðum. Málverk eftir Kjarval, Við Selfljót, seldist á uppboðinu í gær fyrir kr. 11.000,00. — Lítið málverk eftir Þórarin B. Þor- láksson, Kvöld'í Reykjavík, seld- ist á kr. 4.000,00, en það má telj- ast mjög hátt verð eftir því sem Sigurður Benediktsson sagði. Aldrei eins boðið f GÆRDAG fór fram uppboð hjá rannsóknarlögreglunni á ýmiss konar óskilamunum ,sem verið hafa í hennar vörzlu. Fjöldi manns var við uppboðið og mikil og almenn þátttaka. — Einn starfsmanna uppboðsins sagði að hann hefði aldrei verið við uppboð þar sem eins hafi verið boðið í reiðhjólin, en mik- ill fjöldi var boðinn upp. Gerðu sumir góð hjólakaup. Þá var manni einum slegið kvenarm- bandsúr ,sem var í bezta lagi, og Pelikan sjálfblekungur, sem var í sama „númeri“ á 300 kr. og voru nærstaddir sammála um að það hefðu verið sérlega góð kaup. Eftir rúmlega tveggja stunda „út hald“ í sunnankalda, var ekkert eftir nema smávarningur, eyrna lokkar og alls konar djásn, yfir- leitt ódýrt. Var þá hætt að bjóða enda var tekið svo að hvessa að uppboðsmenn óttuðust að pen ingaseðlarnir myndu fjúka þegar peningakassinn var opnaður. Lyftingar er sú tegund íþróttar, sem er aðeins við hæfi hraustustu manna á bezta aldri. Ilér á landi hefur almenningur haft frekar lítil kynni af íþrótt þessari. Það er t. d. keppt í lyftingum á Olympíuleikunum. Þó hér á landi séu margir menn fílar að burðum, og menn yfirleitt fúsir til þess að reyna kraftana, þá höfum við aldrei sent menn utan til þátttöku í lyftingum. Á „íþróttarevýunni" miklu á sunnudaginn munu nokkrir hraustustu menn í röðum leikara og blaðamanna keppa í lyftingum. Haraldur Björnsson leik- ari er meðal keppenda og spá margir honum sigri, enda hefur hann æft sig á hinum þyngstu stykkjum, svo sem sézt á þessari mynd, en skæður kcppinautur mun Thorolf Smith blaðamaður verða, sem líka hcfur æft og það undir góðri handleiðslu Selsvarartröllsins. 1 dag heldur forsala miða á „fþróttarevýuna“ áfram við Útvegsbank- ann og verður byrjað klukkan 10 árd. og selt fram til hádegis. Ættu menn, er þeir leggja leið sína gegnum Miðbæinn árdegis í dag, að tryggja sér miða, því salan verður örari eftir því sem nær dregur. Einnig verða miðar seldir síðdegis í dag, kl. 5—7. Ævintýrí sjóliðons louk í gær Óperettan ,Sumar í Týrol' frumsýnd í kvöld í KVÖLD er frumsýning í Þjóð- leikhúsinu á óperettunni „Sum- ar í Týról" eftir Hans Múller og austurríska tónskáldið Ralph Evy Tibell og Bessi Bjarnason í hlutverkum. Benatzky. Leikstjóri er Sven Áge Larsen, sem setti „Kátu ekkj- una“ á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrra, en hljómsveitarstjóri er dr. Victor Urbancic. Óperettan „Sumar í Týról“ var fiumsýnd í Vínarborg árið 1931. Á frummálinu heitir hún „Im weissen Rössl“ (í Hvíta hestin- um), en það er nafn á frægu gistihúsi í austurrísku ölpunum. Lögin í óperettunni eru flest vel þekkt og vinsæl hér á landi sem annars staðar. Eins og í flestum óperettum er mikið dansað í „Sumar í Týról“, en dansana hefur leikstjórinn Sven Áge Larsen samið. Þau Bryndís Schram, Anna Guðný Brandsdóttir og Helgi Tómasson dansa sóló, en auk þeirra eru 10 aðrir dansendur. — Þjóðleikhús- kórinn kemur einnig fram á sýn- ingunni. Hlutverk í óperettunni eru 25. Sænska óperusöngkonan Evy Ti- bell fer með aðalkvenhlutverkið en helztu leikarar aðrir eru Bessi Bjarnason, Ævar Kvarah, Hanna Bjarnadóttir, Ólafur Jónsson, Helgi Skúlason, Baldvin Hall- dórsson, Rósa Sigurðardóttir, Gestur Pálsson, Helgi Tómasson. Óperettan er í þrem þáttum. Búningar eru mjög skrautlegir og fallegir. Þeir eru saumaðir í saumastofu Þjóðleikhússins, und ir stjórn Nönnu Magnússon, eft- ir teikningum Lárusar Ingólfs- sonar. Lárus hefur einnig teikn- að leiktjöldin. Loftur Guðmunds son hefur þýtt textann. Önnur sýning á óperettunni verður annað kvöld og þriðja sýning á miðvikudagskvöld. í GÆRMORGUN lauk Islands- ævintýri danska sjóliðans, sem hljóp hér af dönsku freigátunni Niels Ebbesen í byrjun vikunn- ar. í fyrrinótt voru menn sendir til þess að sækja hann upp í sveit „með bréf upp á það“, að flytja hann til Reykjavíkur. Sjóliðinn var kominn í vinnu- mennsku að bænum Hvítanesi í Borgarfirði. Hann mun hafa stokkið af freigátunni, þar eð hann var orðinn þreyttur á sjóliðalífinu þar um borð. Hér í Reykjavík hafði hann stutta viðdvöl eftir að hann kom til bæjarins, því klukkan 8 í gær- morgun var hann fluttur til Kaup mannahafnar „hreppaflutningi". Það var að sjálfsögðu danska sendiráðið hér í Reykjavík, sem hafði um þetta mál alla forgöngu, því ekki var hinn ungi sjóliði, sem er aðeins 19 ára, brotlegur við íslenzk lög, nema ef vera kynni að eitthvað væri ólöglegt í sambandi við þá ákvörðun hans að ráða sig hér í vinnu. Ekki er ósennilegt að sjó- liðinn verði úti í Kaupmanna- höfn leiddur fyrir herrétt og sak aður um liðhlaup. Hann var í sjóliðabúningi sínum er hann fór upp í flugvélina. Nemendalónleikar ókeypis - í dag HINIR árlegu nemendatónleikar Tónlistarskólans verða haldnir í dag kl. 2 í Austurbæjarbíói. Þar koma fram 19 nemendur skólans, þar á meðal 3 némendur, sem ljúka burtfararprófi í vor. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða afhentir hjá Eymundsson og í Tónlistarskólanum til hádeg- is í dag. Kristinn Ármaims- son sækir um rektorsstarf í GÆRDAG var útrunnlnn frest* ur sá er settur var til umsóknar um rektorsembættið við Mennta- skólann hér í Reykjavík, en em- bættið verður veUt á þjóðhátíð- ardaginn, 17. júní nk. Það var þegar kunnugt, er em- bættinu var slegið upp, að Krist- inn Ármannsson sem þegar eftir fráfall Pálma Hannessonar tók við rektorsstörfum við skólann, myndi sækja um erabættið, ea hann hefur starfað lengst allra núverandi kennara við Mennta- skólann. í gærkvöldi var ekki kunnugt um að aðrir hefðu sótt um rekt- orsembættið en Kristinn Ár- mannsson. Kiljon boðið til Ameríku BANDARÍKJASTJÓRN hefur boðið Nóbelsverðlaunaskáldinu Halldóri Kiljan Laxness til Banda ríkjanna, en Mbl. er ekki kunn- ugt um hvort Laxness hefir tek- ið boðinu. Gert er ráS fyrir að Lax- ness lesi upp úr verkum sín- um í Banda- ríkjaför þess- ari og flytjl einnig fyrir- lestra. — Mun hann fara víða. Er gert ráð fyr ir að Laxness flytji fyrir- lestra í New York, í Mormónahéruðunum í Utahfylki, i Minnesotað en þar býr sem kunnugt er fjöldi fólks af ísl. bergi brotið og aðrir Norð- urlandabúar. Þá mun Laxness einnig fara til Los Angeles, það er að segja ef hann tekur þessu boði Bandaríkjastjórnar. Flugfélögin fá 40% frádrátl til stór- eignaskaits Efri deild afgreiddi í gær frv, um stóreignaskatt og endursendi Neðri deild með þeirri breytingu, sem Eysteinn Jónsson hafði bor- ið fram, að flugfélögin skyldu hljóta 40% frádrátt á eignum til skattsins í stað 25%, sem sam- þykkt hafði verið áður en frum- varpið hafði gert ráð fyrir 20% frádrætti. Þeir Sigurður Bjarnason og Sigurður Ó. Ólafsson báru fram allmargar breytingartillögur af hálfu minnihluta fjárhagsnefnd- ar, en þær voru allar felldar. Sig- urður Bjarnason talið fyrir till. minnihlutans. VarBarkaffi í Valhöll í dag kl. 3-5 s.d.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.