Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 9
Laugardagur 25 maí 1957 nrn^^mvnr 4 fílÐ 9 Gagnfræðaskóli í 75 ár Xelpur við garðyrkjustörf suöur við kirkjugarð. Vinnuskólinn reynir að hjálpa þeim mörgu hörnum og unglingum sem ekki eiga kost á hollri sumarvinnu í sveit Sagt stuttlega frá ýmsuin þáttum hans VERIÐ er nú aS ljúka nauðsyn- legum undirbúningi að sum- arstarfi Vinnuskóla Reykjavíkur- bæjar, sem starfað hefur í nokk- ur ár. Það er hlutverk þessa skóla að reyna að sjá þeim börn- um bæjarins fyrir vinnu við sitt hæfi, sem ekki eiga kost á dvöl í sveit yfir sumarmánuðina, eða öðrum störfum við sitt hæfi. Mun vinnuskólinh taka til starfa eins og venja er til, hinn 1. júli n.k. tJLFLJÓTSVATN VINSÆLAST í gæt átti ÍÆbl. stutt samtal við forstöðumann skólans, Kristján Gunnarsson yfirkennara við Langholtsskóla, um starfsemina. Vinnuskólinn spratt fyrir nokkrum árum upp af svonefndri unglingavinnu, sem bæjaryfir- völdin héldu hér uppi. 1 Vinnu- skólanum er vinnufyrirkomulag- ið að nokkru skóla-fyrirkomulag. Lágmarksaldur drengja er 13 ár en stúlkna 14 ár, hámark 16 ár. Vinnuskóla-drengir hafa lagt gjörva hönd að mörgum verkefn- um til hagsbóta fyrir bæjarfélag- ið. Þannig hafa þeir t. d. ræst fram og þurrkað feiknmikið land svæði í Borgarmýri og Kringlu- mýri, þar sem nú eru leigugarð- ar. — Vinsælasti og eftirsóttasti staðurinn, sem Vinnuskólinn hef- ur haft drengi við störf, er austur við Úlfljótsvatn, en þar hefur Rafmagnsveitan haft marghátt- aðar framkvæmdir með höndum, sem 30 drengir úr Vinnuskólan- um hafa unnið við. Hafa þeir gist þar í sérstökum svefnskálum, 6 í hverjum. Þarna hafa þeir lifað nokkurs konar skátalífi 1—2 mán uði, undir prýðilegri stjórn Björgvins Magnússonar skóla- stjóra. HÉR í REYKJAVlK Hér í Reykjavík hefur að sjálf- sögðu verið haft annað fyrir- komulag á starfi vinnuskólans. Hefur unglingunum verið skipt niður í 10—12 flokka, en verk- efnin sem þeim eru fengin um 20. Þannig eru vinnuflokkarnir um 2ja vikna bil við hvert starf og þá er skipt um, flokkurinn fær þá ný verkefni og tekur við honum nýr verkstjóri, en hver verkstjóri hefur sumarlangt sitt sama verksvið að hugsa um. Á þennan hátt læra unglingarnir mörg og misjöfn störf sem skapa fjölbreyttni og tilbreytingu í starfi. Hér er um að ræða ýmiss konar garðyrkjustörf í skrúð- görðum bæjarins, skóggræðsla í skólaunglingar grjóthreinsuðu og undirbjuggu til sáningar allstóra landspildu þar, rétt sunnan við Hafnarfjarðarveginn. Á skurð- gröft og framræslu var minnzt hér að ofan og þá má ekki gleyma skólaskipinu. Á hverju sumri hefur verið tekinn á leigu 50— 70 lesta bátur og hann mannaður körtnum strákum, sem kynnast vilja sjómennsku og vinnubrögð- um til sjós. Þessi þáttur í starfsemi Vinnu- skólans hefur tekizt vel. Margir drengjanna hafa að vísu gefizt upp vegna sjóveiki, en aðrir hafa þá harkað hana af sér eða brátt sjóast og hafa þeir síðar gerzt liðtækir menn á síldarskipum og togurum. Undir handleiðslu Karls Guðmundssonar skipstjóra og manna hans, hafa drengirnir lært margt sem viðkemur sjó- mennskunni og vinnu á veiði- skipum. PLÖNTUSÖFNTJNIN Þá er enn einn þáttur starfs- ins sem vert er að minnast á. Nemendur hafa með höndum plöntusöfnun og útbúa þeir plöntusöfn. Það er meiningin að koma svo miklu safni upp, að hægt verði að sjá barnaskólunum fyrir einu slíku eintaki handa hverjum nemanda til afnota við kennslu í jurta- og plöntufræði, HAFNARFIRÐI — Flensborgar- skólanum var slitið sl. sunnudag og hafði skólinn þá starfað í 75 ár, sem gagnfræðaskóli. Skóla- stjórinn, Ólafur Þ. Kristjánsson, flutti ræðu við skólaslitin og rakti í stórum dráttum sögu skól- ans. Hann var, sem kunnugt er, stofnaður af prófastshjónunum í Görðum, séra Þórarni Böðvars- syni og Þórunni Jónsdóttur, til minningar um son þeirra Böðvar, sem lézt er hann var við nám í Lærða skólanum. Fyrstu fimm árin starfaði hánn sem barna- skóli, en árið 1882, var honum breytt í gagnfræðaskóla. Til árs ins 1937 var skólinn til húsa hér syðst í bænum, en þá var hann fluttur í núverandi hús, sem þá var nýbyggt. Frá upphafi hafa skólastjórarnir verið 6. 315 nemendur gengu nú undir próf, 19 luku gagnfræðaprófi og hlaut Kristinn Jónsson hæstu j einkunn, 8,56, en hæstu einkunn yfir skólann hlaut Gunnar Sig- urðsson í 2. bekk, 9,64. Nítján nemendur .þreyta nú landspróf. Að lokinni ræðu skólastjóra flutti Gylfi Þ. Gíslason mennta- málaráðherra ávarp. Kristinn Hallsson söng við skólaslitin lag eftir Pál Kr. Pálsson, er hann hafði samið við ljóð, sem Þór- oddur Guðumndsson samdi í til- efni skólaafmælisins. Páll og Þóroddur eru báðir kennarar við skólann. , Skólanum bárust margar heilla óskir og afmælisgjafir, m. a. gáfu nemendur, sem brautskráðust fyrir 10 árum fjárupphæð í minn ingarsjóð um dr. Bjarna Aðal- bjarnarson, sem var íslenzkukenn ari skólans um langt tímabil. —G.E. Heiðmörk, ræktun. T. d. tók . ÞeSar verið er að lesa urft jurta- Öskjuhlíðin í fyrrasumar ánægju legum stakkaskiptum, er Vinnu- Camilla Williams Ameríska söngkonan Camilla Williams hélt hér tvær söng- skemmtanir á vegum Tónlistar- félagsins. Verkefni voru eftir Haydn, Mozart, Schubert, Strauss og Carpenter. Ennfrem- ur þjóðlög í búningi Benjamíns Britten, negrasálma og tvær arí- J ur úr óperunum Vald örlaganna og Madame Butterfly. Camilla Williams hefir fagra hljómmikla sópranrödd og var söngskemmtun hennar bæði stór- fengleg og unaðsleg, einkum er líða tók á efnisskrána. Og með lagi Rich. Strauss „Befreit“ var eins og hún kastaði af sér álaga- hjúpi og röddin streymdi upp úr brjóstinu og virtist með öllu ó- háð raddböndum og öðrum mann legum hindrunum. Meðferð söngkonunnar á arí- ingar af jafnríkri innlifun og hik lausri sannfæringu. Negrasálm- ana söng hún eins og sá einn get- ur gert, sem finnur örlög sín ofin í listræn viðfangsefni sín. Söngkonan var hyllt ákaflega og varð að syngja sex aukalög. Vikar. Friðrik íeílir í Keflavík A MORGUN klukkan 2 mun Friðrik Ólafsson tefla fjöl- tefli á vegum Taflfélags Reykja- víkur. Fer það fram í Ungmenna- félagshúsinu og hefst kl. 2 síðd. ríki landsins. Af þessu sem hér hefur verið rakið, má ljóst vera að starfsemi Vinnuskólans er mjög þroskandi fyrir æskufólkið. 1 sumar verður starfsemi skól- ans með líku sniði og hér hefur verið sagt frá og mun Vinnuskól- inn taka til starfa 1. júní og starfa fram undir haust. unum úr Madame Butterfly og I Þátttaka er heimil öllum skák- „Vald örlaganna" var mjög ó- iðkendum úr Keflavík og ná- venjuleg. Hafa sjaldan heyrzt hér grenni, en þeir verða að hafa áður túlkaðar mannlegar tilfinn- með sér töfl. ... hælti seiu í ÞJóðþinginu ÞÓRSHÖFN, Færeyjum. KOSNINGARNaR í Færeyjum til danska Þjóðþings*ns fór þann- ig, að Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn fengu hvor sinn manninn kjörinn, þá Jóhann Poulsen og Tórstein Petersen. Frambjóðandi Jafnaðarmanna- flokksins, Pétur Mohr Dam, sem verið hefur annar fulltrúi Fær- eyinga á þinginu síðan 1948, náði ekki kosningu að þessu sinni. Torstein fékk flest atkvæði, eða 2589. Hefur hann lýst yfir því, að hann muni einungis sitja þingið, til þess að vinna að því, að fulltrúar Færeyinga hætti setu í danska Þjóðþinginu, og að hann muni alls ekki taka þótt í dönsku löggjafarstarfi. Jóhann Poulsen fékk 2322 atkv. Pétur Mohr Dam hlaut hins vegar aðeins 1986 atkv. Einungis tæplega 39% kjós- enda neyttu kosningarréttar síns. Þjóðveldisflokkurinn bauð ekki fram við kosningar þessar. Vinnuskóla-stúlkur að vinna við plöntusafn. STAKSTIINAR Friálslvndi“ í lasfi!! sú ráðabreytni stjórnarliðsins að banna dr. Gunnlaugi Þórðar- syni setu á Alþingi, sem 1. vara- þingmanni Alþýðuflokksins hef- oir vakið mikla athygli. En á- stæða útskúfunar þessa þing- manns var sú, að hann var tal- inn andvígur síðasta skattafrum- varpi stjórnarinnar, .eins og Áki Jakobsson. Hvað finnst almenningi nm það „frjálslyndi", sem birtist í þessari ráðstöfun? Emstakir stjórnarstuðningsmenn mega ekki hafa sinar sjálfstæðu skoð- anir á málunum. Þeir verða að elta Hermann og kommúnista i ölliu þeirra braski og ofbeldis- aðgerðum, ella hættir sól náð- arinnar að skina á þá, og þeir eiga beinlínis á hættu að vera vikið af þingi!!! Siðustu fréttir af hinum brolt- vikna varaþingmanni eru þær, að flokksbræður hans sitji nú yfir honum og leggi hart að hon- um með að undirrita „játningu“ um, að hann hafi farið af frjáls- um vilja af þingi og að allt tal stjórnarandstöðunnar um brott- vikningu hans sé uppspuni og rógur vondra manna. Drottinn óraf og drottinn tók Menntamá^aráííhorra heflur flutt frv. á þingi um að Félags- heimilissjóður og rekstrarsjóður Þjóðleikhússins skuli skipta á milli sín tekjum af skemmtana- skatti og fá sinn helminginn hvor. Er þetta i senn skynsam- legt og sanngjarnt. Félagsheim- ilasjóður stuðlar að bættum skil- yrðum fyrir félags- og menning- arlíf í strjálbýlinu og Þjóðleik- húsið er ein merkasta menning- arstofnun þéttbýlisins og raunar landsmanna allra. En Drottinn gaf og Drottinn tók. Það má nú segja um afstöðu menntamálaráðherra til þessara tveggja stofnana. Um leið og hann leggur til að aiuka hluta þeirra af skemmtanaskatti flytur hann í sama frv. tillögu, sem hafa mun i för með sér stórminkaðar tekjur af skemmtanaskatti. Hann veitir ráðherra, þ.e. sjálfum sér (í bili), heimild til þess að veita kvikmyndahúsi í hverjum ein- asta kaupstað landsins undan- þágu frá greiðslu skemmtana- skatts. En þessi undanþágu-kvik- myndahús verða að vera rekin af opinberum aðila. Þessi tillaga ráðherrans er svo heimskuleg að undrun sætir. Hún er hreint tilræði bæði við Félagsheimilasjóð og Þjóðleik- húsið, sem skemmtanaskatturinn á að renna til. Með fyrrgreindu frumvarpi er því alis ekki verið að bæta aðstöðu þessara þörfu stofnana. Svardawar Liiðvíks Lúðvík Jóefsson sver nú sem ákaflegast fyrir það, bæði í „Þjóðviljanum“ og á Alþingi, að gengislækkun sé í uppsiglingu. En hvað er að marka svardaga hans og félaga hans. Hafa þeir ekki iofað þjóðinni því að lækka á henni skatta, afnema dýrtíðina og reka herinn úr landi? Hverjar hafa efndirnar orðið á þessum ioforðum? Þær, að skattar hafa verið þyngdir um hundruð milljóna króna, verðbólga og dýrtíð vex hröðum skrefum og áfram- haldandi dvöl varnarliðsins hef- ur verið ákveðin um óákveðinn tima. Hver trúir því svo, þótt ráð- herrar kommúnista sverji fyrir, að þeir séu að undirbúa gengis- fellingu? Enginn, ekki einn ein asti maður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.