Morgunblaðið - 25.05.1957, Blaðsíða 6
8
Monnuivni A¥>ir>
Laugardagur 25. mai 1957
Danski þjóðbankastjórinn um arfinn eftir
jafnaðarmannastjórnina:
Gjaldeyristapið nemur 2 millj.
króna á dag
ir hefðu nú leyft sér að eyða
miklu meira en þeir öfluðu en
slíkur búskaparháttur gæti ekki
Það verður að hætta við brúabyggingar, Þegar^tfka ilðra^sJfnu^ Hann
vegagerðir, opinberar stórbyggingar sagði að hver einasti borgari 1
og annað þvilikt
landinu yrði að færa sínar fórnir
«1 þess að rétta hag Danmerkur
við eftir óreiðu undangengins
tima.
FUU.KOMIÐ gjaldeyrisöngþveiti ríkir nú í Danmörku. Það hefur
skollið á nokkru seinna en þjóðbankinn hafði gert ráð fyrir, en
•r aftur á móti enn alvarlegra og meira en óttast var. Gjaldeyris-
hallinn nemur 2 millj. krónum á dag, lánstraust á alþjóðlegum
peningamarkaði er ekki lengur fyrir hendi og nauðsynlegt er að
gera róttækar ráðstafanir nú þegar. Hið nýja þing getur ekki tekið
sér sumarleyfi en verður óðara að taka til óspilltra málana um að
finna leiðir út úr öngþveitinu.
Þetta voru aðalatriðin í ræðu,
sem Sven Nielsen, þjóðbanka-
stjóri, hélt fyrir rúmri viku í
Kaupmannahöfn. Hann sagði að
aðstaða Þjóðbankans gagnvart út
löndum hefði versnað um 250
millj. króna síðan 1. apríl í
fyrra og að atvinnuvegirnir hefðu
aukið skuldir sínar erlendis á
sama tíma um að minnsta kosti
aðrar 250 milj. króna.
Þjóðbankastjórinn benti á, að
á s.l. ári hefðu skuldir við útlönd
hækkað mjög mikið. Þess væri
ekki að vænta að danskir atvinnu
vegir gætu fengið frekari lán er-
lendis. Bankastjórinn lagði á það
hina mestu áherzlu
að hið nýkjörna þing gæti
ekki með nokkru móti tafið
að koma saman og gera þær
ráðstafanir, sem dygðu, til
þess að komast út úr versta
öngþveitinu.
Vitaskuld væri bezta leiðin, ef
hægt væri að auka framleiðsl-
una og koma jafnframt í veg
fyrir það, að neyzlan innanlands
aukist að sama skapi, þannig
að það sem fram yfir er geti
gengið til þess að afla gjaldeyris
og fá þannig jafnvægi í þvi sviði.
Það er augljóst að að þessu verð-
ur að stefna, en hitt er líka Ijóst,
að ekki er hægt að auka fram-
leiðsluna allt í einu, sagði banka-
stjórinn, og það verður því að
gera ráðstafanir óðara, sem nægja
tíl að brúa bilið, þar til fram-
Svend Nielsen.
Rýr vertíð í Slykkish.
STYKKISHÓLMI 19. maí: —
Vertíð er nú nýlega lokið í
Stykkishólmi. 10 bátar stunduðu
veiðar héðan í vetur og var afli
fremur rýr. Hæsti bátur var Arn-
finnur, skipstjóri Agúst Péturs-
son og hafði hann um 450 lestir
eða um 7 lestir í róðri. Annar var
Brimnes, skipstjóri Grímúlfur
Andrésson. Báðir þessir bátar
réru með net seinni hluta ver-
tíðarinnar og var netjaafli þá
mjög sæmilegur, en enginn á línu
og urðu því þeir bátar út undan
sem voru með línu. — Á. H.
leiðsluaukningin er farin að gera
vart við sig.
Bankastjórinn lagði áherzlu á
að nú þegar yrði að gera víðtæk-
ar sparnaðarráðstafanir. Það
mundi þó ekki vera hægt að
spara verulega fé til skóla-
bygginga, sjúkratrygginga eða
íbúðabygginga, en það þyrfti
að spara verulega við aðrar
verklegar framkvæmdir og
nefndi bankastjórinn í því sam-
bandi brúarbyggingar, vegagerð-
ir, dýr ráðhús, hallir í einum bæ
eða öðrum, íþróttasvæði, sund-
hallir og þess háttar, sem að
verulegu leyti getur ekki kallazt
annað en eyðsla sagði hann.
Þjóðþingið yrði að skera út-
gjöld til þessa og annars sem
skipað er niður á róttækan hátt.
Þjóðbankastjórinn sagði, að Dan-
Sjang: Engin mála-
miðlnn við Peking
TAIPEH, 22. maí.
SJANG KAÍ-SJEK foringi kín-
verskra þjóðernissinna og forseti
Formósu hefur borið til baka
orðróm um, að í vændum sé mála
miðlun milli þjóðernissinna og
kínverskra kommúnista. Allar
sögur um samningaumleitanir
milli þesara aðila eru upplognar
og fjarstæðar, sagði hann.
IÞROTTIR
Sex „pressuliðsmenn“
unnu til FrukkLiurur
„PRESSULEIKURRINN“ í fyrra i v.nnu, sem vörn eins liðs er nauð
kvöld var heldur daufur leikur.! synleg. Þeir sýndu samheldm og
ákveðri í að framfylgja fyrir-
Eftir mikið „japl og jaml og fuð-
ur“ tókst loks að koma pressu-
liði saman og þá voru 5 tímar
þar til leikur skyldi hefjast. Upp-
haflega gekk valið greitt en af-
boð tóku að berast og fjórða af-
boðið barzt í gærdag. Mennirnir
sem afþökkuðu boðið um að vera
í „pressuliðinu" ýmissa orsaka
vegna, voru einmitt í þeim stöð-
um, sem minnstur styr hafði
um staðið — með öðrum orðum
stoðir í liðinu. Það veikti liðið
að sjálfsögðu og 3 Hafnfirðingar
valdir sem varamenn komu inn
í liðið, en skemmst er frá að
segja, að þeir stóðu sig með
prýði. Leikur „pressuliðsins" í
heild var jákvæður, og kom í ljós
að við eigum unga menri sem
ættu þegar að vera teknir með í
landslið. Aftasta vörn „pressu-
liðsinaí", bakverðirnir Kristinn
Gunnlaugsson, Magnús Snæ-
björnsson og miðvörðurinn Ragn
ar Jónsson sýndu í þessum leik,
að þeir gátu myndað þann varn- an ur
arvegg, sem beztu sóknarmenn
landsliðsnefndar gótu aldrei brot
izt í gegnum. (Bæði mörkiri voru
skoruð með skalla eftir þvögu
við mark). Þeir sýndu þá sam-
shrifar úr
daglega lifinu
D.A.S. hefir er á reynslutíma.
þættinum borist þetta bréf.
Sl. laugardag skrifar „blaða-
maður“ í dálka þína um mistök
er urðu á afgreiðslu ársmiða í
Happdrætti D.A.S.
Happdrættið óskar eftir að
mega útskýra tilfelli þetta og bið-
ur þig góðfúslega að birta eftir-
íarandi:
Villa hjá afgreiðslufólki
UMRÆDD villa átti sér stað i
aðalumboðinu Austurstræti 1,
ea þar er rúmlega helmingur
allra seldra miða í happdrættinu,
eða 35500 miðar.
Það er því miður venja meiri-
hluta viðskiptamanna happ-
drættisins að endurnýja ekki fyrr
en á seinustu stundu, en það þýðir
■að afgreiða þarf 5—7 þúsund
miða á dag, í þröngum húsakynn-
um, seinustu dagana fyrir drátt-
ardag.
Það segir sig sjálft að svona
mikil afgreiðsla er geysilegt
álag fyrir starfsfólkið, og þó vant
sé, má það hafa sig allt við svo
ekkert útaf bregði, en eins og
allir sanngjarnir menn vita, þá
geta villur alltaf hent.
Hætta á mistökum er þó aldrei
meira en þegar skipta þarf um
starfsfólk og hið nýja starfsfóik
Af þessum orsökum hefur tví-
þessi tilfelli, og bað þá aðila er
sala á sama númeri átt sér stað í
15—20 tilfellum, og harmar
happdrættið það mjög.
Þetta hefur viljað til með þess-
um hætti: Þegar viðskiptamaður
gerir miða sinn að ársmiða, ber
afgreiðslustúlku að auðkenna
gamla miðann (sem viðskipta-
maður skilar) og umslag hans
með sérstökum stimpli (eða skrán
ingarseðil, ef um ný viðskipti er
að ræða). Eftir þeim heimildum
er síðan fært inn í viðskipta-
mannabækur.
í umræddum tilfellum hefur
þetta gleymst, og þar með hafa
viðskiptamannabækur sýnt núm-
er þessi sem óendurnýjuð í
flokknum á eftir, og eftirspurn
alltaf verið mikil, voru þau síðar
seld öðrum.
Strax og mistaka þessara varð
vart, var happdrættinu að sjólf-
sögðu nauðsynlegt að leiðrétta
síðar keyptu um að skipta um
númer.
Er happdrættinu ljúft að votta
hér að langflestir þessara aðila
tóku því af skilningi og velvild,
en aðeins 1—2 af tortryggni.
Þess má að iokum geta að árs-
miðar í umboðinu Austurstræti 1
eru rúmlega 5 þúsund.
Ný bók
FÁTT útvarpsefni virðist hafa
vakið aðra eins athygli og flutn
ingur Helga Hjörvars á sögu Jó-
hannesar Helga, Hliði himinsins,
á laugardaginn, þar sem hið unga
skáld með tröllslegu ímyndunar-
afli, er manni sagt, seiddi Drott-
inn gegnum sólkerfin til jarðar-
innar. Ég er einn af mörgum,
sem missti af þessum flutningi,
enda var þetta á laugardags-
kvöldi, og langar mig hér að
koma því á framfæri við Ríkis-
útvarpið, nvort ekki muni unnt
að fá söguna flutta aftur á ein-
hverjum hentugum tíma útvarps
ins. Er ég viss um að ég mæli
hér fyrir munn fjölda manna.
M Ó.
fram gerðri leikáætlun. Mark-
vörðurinn, Björgvin, sýnd. góð
tilþrif — og hann á vísa för utan.
Framverðirnir tveir, Einar Sig
urðsson og Kjartan áttu góðan
leik. Einkum hefur Einar sýnt
það og sannað, að hann er að
verða einn af okkar beztu fram-
vörðum. Hann er traustur í vörn
svo undravert er af jafn lítt
reyndum manni og hann hefur
mikið og gott auga fyrir samleik.
Það er skoðun mín að hann hafi
sýnt þann leik í gær að honum
beri varamannsstaða í landslið-
inu.
Framherjarnir sýndu góða leik
kafla. Albert gaf þeim vel undir
fótinn með góðum knattlögnum
og skipulagningu, og oft sást hjá
þeim laglegar skiptingar, hraði
og auga fyrir góðan leik, þó ná-
kvæmni vantaði í leik þeirra allra
nema Alberts. Um Albert er það
að segja, að hann hefur enn einu
sinni sýnt, að honum lætur vel
að stjórna liði — jafnvel þó að
það sé á síðustu stundu týnt sam-
5 félögum!! Hann væri
hverju liði, sem vildi nota sér
hæfileika hans, stoð. Hann væri
sjálfsagður maður í landsliðið og
myndi áreiðanlega lyfta því, ef
það lið vildi nota hæfileika hans.
En einmitt það mun sennilega
ekki vera fyrir hendi, því er ver
fyrir ísl. knattspyrnu.
landsliðið
Landsliðið olli nokkrum von-
brigðum. Leikur þess var að sjálf
sögðu betri en „pressuliðsins",
en til þess eru líka gerðar meirl
kröfur. Og þær kröfur uppfylti
liðið ekki að fullu, að mínum
dómi. Helgi sýndi í markinu, að
hann er traustur — kannski
aldrei traustari en einmitt nú.
Bakverðirnir áttu ekki þann leik
sem tryggir þeim veru í lands-
liðinu. Framverðirnir eru góðir,
Guðjón beztur að vanda, en Hall.
dór og Sveinn traustir, en eiga
þó þegar hættulega keppinauta.
Einkum er handapat Sveins, sem
aðeins er ljótur ávani, leiður
hlutur og getur verið liði hans
dýrt. Framlínan er skipuð dug.
legum mönnum, en leiknin og þá
ekki sízt skothæfileikinn virðist
vera minni nú en undanfarin ár,
eða hverju má það sæta, að í leik
eftir leik fá þeir ekki skorað
mark með hreinni spyrnu. Rík-
harður er langduglegasti maður
framlínunnar, vinnur af óhemju
kappi, stundum af meira kappi
en forsjá. Hann er geysileg drif-
fjöður, en þyngri nú en áður af
hverju sem það stafar. Þórður
Þórðarson var mistækur og veitti
ekki vel í baráttunni við Ragnar.
Dagbjartur stóð sig vel í útherja
stöðunni og féll allvel inn í „lín-
una“. Þórður Jónsson átti færi
og kann að skapa sér þau, þó
ekki hafi mark orðið úr. Samt
eru þetta sennilega okkar sterk-
ustu menn. Færi Albert í inn-
herjastöðu væri það okkai sterk-
asta framlína, en Frakkar og
Belgíumenn fá víst ekki þann
heiður sýndan frá okkur að við
tjöldum því bezta sem til er.
Við höfum látið þessa grein
fjalla um menn meira en gang
leiksins. Það skyldi ekki mikið
milli liðanna, hvað mörk snerti
og réttlátust úrslit hefðu verið
1:0 eða 2:1. Bæði lið áttu tæki.
færi góð, landsliðsins alltaf upp
úr þvögu eða af langfaeri, þvl
gegnum vörn brutust þeir ekkL
Leikurinn var svipminni en vera
ætti, þar sem 22 beztu knatt-
spyrnumenn landsins áttu að
vera þar að sýna ávöxt langra
æfinga. — A.St.
3 irægir frjálsiþróttn-
menn keppa 30. maí
MOTIÐ, sem KR heldur árlega í frjálsum íþróttum verð-
ur að venju 30. maí og er nú tveggja daga mót og er
síðari keppnisdagurinn 1. júní. Verður á mótinu keppt í öllum
landskeppnisgreinum nema 5 og 10 km hlaupum og gestir KR á
þessu móti eru þrír erlendir menn, sumir heimsfrægir. Eru það
Norðmennirnir Ernst Larsen og Arne Hammarsland og Daninn
Richard Larsen.
Ernst Larsen er frægastur
þeirra þremenninga. Hann varð
þriðji í hindrunarhlaupi á Mel-
bourneleikunum. Hann er einn af
beztu íþróttamönnum Norð-
manna, frægur fyrir það einnig
að borða aldrei annað en græn-
meti. Hann á bezt 8:44,0 í 3 km
hindrunarhlaupi og keppir hér í
því og 3 km hlaupi.
Arne Hammersland er bezti
millivegalengdahlaupari Norð-
manna og hefur hlaupið 1500 m
á 3:49,2. Hann er mjög mikill
keppnismaður. Hann keppir hér
í 800 og 1500 m. Hann var með
í hlaupinu í Kaupmannahöfn er
Svavar Markússon setti ísl. met-
ið Þá var Hammarsland jafn
Gunnari Nilsen í fyrsta sæti
með 3.50.
Richard Larsen er Daninn sem
skákaði Valbirni Þorlákssyni í
landskeppninni í fyrra og þeir
mætast aftur í landskeppni hér
í sumar. Hann hefur hæst stokk-
ið 4,23 m, sem er danskt met.
Hann er einnig mjög góður lang-
stökkvari. Vann hann í þeirri
grein í landskeppni Dana og ís-
lendinga í fyrra, stökk 7,22 m.
Þetta verður því gott mót, þvi
gestirnir eru góðir.