Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 11
Fimmfndagur 30 ma' 1957
MORCZJNBTAÐ1Ð
II
Elísabet n. horfir á stafina sína, sem myndaðir haf
a verið með 530« „gullhálsum" hjá Carlsberg. —
Eangar einhvern
Margrétu ríkiserfingja og Selwyn | kvæmlega að vera alltaf nokkr-
Khöfn. skartaði sínu fegursfa
þegar Elísabet drotfning kom
Ungu stúlkurnar langaði mest
til að sjá Filip
Kaupmannahöfn í maí 1957.
SEINT í kvöld gengu þau Elísa-
bet Bretlandsdrottning og Filip
prins um borð í drottningarskip-
ið „Britannia“ í Helsingjaeyri og
lögðu af stað heimleiðis. Þau
komu frá Fredensborghöllinni á
Norður-Sjálandi, en þar voru þau
gestir dönsku konungshjónanna
tvo daga, eftir að hinni opinberu
heimsókn var lokið. Friðrik kon-
ungur og íngiríður drottning
fylgdu gestum sínunrv til skips.
Þúsundir manns höfðu safnazt
saman á hafnarbökkunum, þótt
veður væri kalt.
AL.LT SNÉRIST CM
BROTTNINGCNA
Þrátt fyrir nýafstaðnar þing-
kosningar og óvissu um stjórn-
armyndun, hafa Kaupmannahafn
arbúar síðastliðna daga varla um
annað talað en drottningarheim-
sóknina. Hún er meira en sjald-
gæfur viðburður. Þarna er um
nálega einstæða heimsókn að
ræða. Frá því að Jakob 6. Skota-
konungur kom til Kaupmanna-
hafnar 1590 og þangað til Elísa-
bet 2. steig á land við Nyrðri
tollbúð hefur enginn þjóðhöfð-
ingi Stóra-Bretlands farið í opin-
bera heimsókn til Danmerkur. Og
Jakob var meira að segja Skoti,
sonur Maríu Stuart, og kom ekki
til ríkis í Bretlandi fyrr en eftir
andlát Elísabetar 1., 13 árum eftir
Danmerkurheimsóknina. Hann
heimsótti Tycho Brahe á Hven.
Elísabet 2. heimsótti annan heims
frægan danskan vísindamann,
nefnilega Niels Bohr prófessor.
Játvarður 7. kom að vísu oft
til Danmerkur til að heimsækja
tengdaföður sinn, Kristján 9., en
aldrei var um opinbera heim-
sókn að ræða.
Þegar ég nefndi Maríu Stuart,
þá datt mér í hug, að Elísabet og
Filip hefði líklega þótt gaman
að koma til Fárevejle á Norð-
ur-Sjálandi — ef tími hefði verið
til þess — til að sjá þar hið
smurða lík jarlsins af Bothwell,
annars manns Maríu Stuart. Það
hefur fram á þennan dag varð-
veitzt vel í grafhvelfingu Fáre-
ve j lekir k j unn ar.
FJÖLDI ERLENDRA
BLABAMANNA
Utanríkisráðuneytið danska
hefur lengi átt annríkt vegna
drottningarheimsóknarinnar. —
Ettir Pál Jónsson
fréttaritara Mbl.
við hátíðahöldin
Starfsmenn blaðadeildar ráðu-
neytisins með Sigvald Kristen-
sen sendiráðunaut í broddi fylk-
ingar gerðu allt, sem í þeirra
valdi stóð, til að auðvelda blaða-
mönnum fréttaþjónustuna.
Þarna voru 84 blaðamenn frá
Bretlandi, 40 frá Svíþjóð, 7 Norð-
menn, 4 Finnar, 4 Frakkar, 2
Bandaríkjamenn, 2 ítalir, 2 Þjóð-
verjar og 1 íslendingur.
Vegna skorts á hótelherbergj-
um bjuggu flestir aðkomandi
blaðamenn í skipinu „Kongedy-
bet“, sem lá við síkisbakkann ná-
lægt kauphallarbrúnni. í þjóð-
þingsálmu Kristjánsborgarhallar-
innar var miðstöð fyrir blaða-
menn. Þar voru ritvélar til af-
nota, ritsímastöð og talsímastöð.
Tvisvar á dag var þrýstilofts-
flugvél send með myndir, hand-
rit o. fl. frá Kastrup til Lundúna.
Póstþjónn fór á mótorhjóli með
Rosselini rekinn úr
Ind-
landi vegna kvensemi ?
Indverska utanríkisráðuneytið
hefur sett ítalska kvikmynda-
tökumanninum Roberto Rosse
lini tvo kosti, annaðhvort að
hætta að elta á röndum gifta
indverska konu, eða að verða
á brott úr landinu. Vekja þess
ar fréttir nokkra furðu, þvi að
Rosselini er enn giftur kvik-
myndaleikkonunni Ingrid
Bergmann, þótt hann hafi skil-
ið hana eftir í Evrópu.
Rosselini hefur dvalizt undan-
farna mánuði í Indlandi við
ýmiss konar kvikmyndatöku.
En þar leit hann augum frú
Sonali Das-Gupta, sem er
kunnur indverskur rithöfund-
ur og fræg þar í landi fyrir
kvenlega fegurð. Varð Rosse
lini ákaflega hrifinn af frúnni
og hcfur elt hana á röndum.
En eiginmaður frúarinnar
Hari Das-Gupta er áhrifa
mikill maður. Tók hann sig
til og ræddi við indversk
stjórnarvöld um vandamálið
Sonali-Rosselini. Árangurinn
af þeim viðræðum var tilkynn
ing indverska utanríkisráðu-
neytisins um, að Rosselini yrði
sviptur landvistarleyfi, ef
hann léti ekki giftar indversk-
ar konur í friði.
bréfin frá Kristjánsborg til
Kastrup. Um leið og hann lagði
af stað var símað til brúarvarð-
arins við Knippelsbrú og hon-
um sagt, að ekki mætti draga
brúna upp, þótt skip þyrftu að
fara þarna um sundið, fyrr en
póstþjónninn væri kominn yfir
brúna. Sem dæmi um hina fljótu
póstþjónustu má nefna, að bréf,
sem afhent voru póstþjóninum í
Kristjánsborg kl. 11,47, fóru frá
Kastrup kl. 12,08 og komu til
Lundúna tæplega hálfri annari
kiukkustund seinna.
LJÓSMYNDARAR
í VERKFALLI
Þótt mikið væri gert til að
auðvelda fréttaþjónustuna, þá
voru sumir, sérstakl. ljósmynd-
arar, ekki alltaf allskostar á-
nægðir. Ýmsar varúðarreglur
voru settar í samráði við brezku
leynilögregluna, og mátti ekki
brjóta bág við þær. Þegar
konungshjónin dönsku fóru um
borð í „Britannia" til að sitja
þar veizlu hjá Elísabetu, voru
30 ljósmyndarar saman komnir
á hafnarbakkanum. Þeir áttu að
standa þar bak við grindur, en
sögðu, að þar væri ekki hægt að
taka viðunandi myndir. Þeir
gerðu því verkfall, lögðu ljós-
myndavélarnar á gangstéttina.
Elísabet stóð ó þilfarinu og horfði
undrandi á þetta.
MIKILL MANNFJÖLDI
Elísabet var alvarleg, þegar
hún gekk í land á „Nyrðri toll-
búð“, en það hýrnaði yfir henni,
þegar hún sá hina fallegu hesta
húsaraliðsins, sem myndaði
þarna tignarvörð. Friðrik kon-
ungur, sem gekk við hlið henn-
ar, studdist við staf. Hann þjáð-
ist af lendagigt þessa dagana.
Á hafnarbökkunum við toll-
búðina voru þeir einir, sem höfðu
aðgangskort. En meðfram leið
drottningarinnar til Amalienborg
ar var mikill mannfjöldi. Eitt
hafnarblaðið gizkaði á, að % úr
milljón hafi séð drottninguna og
prinsinn á meðan þau voru í
Kaupmannahöfn.
Fjöldi fólks vildi auðvitað sjá
hina ungu drottningu heimsveld-
isins. En ungu stúlkurnar lang-
aði mest til að sjá Filip. „Ég
stóð klukkustund á götunni, en
hafði lítið upp úr því“, heyrði
ég unga stúlku segja. „Ég sá að
vísu Elísabetu en ekki Filip, en
það var hann, sem ég vildi sjá“.
Drottningin og prinsinn áttu
annríkt þessa dagana, og Elísa-
bet var auðsjáanlega orðin þreytt.
Þau skoðuðu verksmiðjur, skóla
og barnahæli, lögðu blómsveiga
á minnismerki, sátu veizlur o.
fl.
IIEIMSÓKN TIL
CARLSBERG
M.a. heimsóttu þau Carlsbergs-
ölgerðina. Þau komu þangað á-
samt dönsku konungshjónunum,
Lloyd utanríkisráðherra Breta,
og voru þar 50 mínútur. A þess-
um tímá framleiddi Carlsberg
75.000 flöskur bjór. Elísabet varð
forviða, þegar hún sá þarna á
gólfinu í stærsta vélaskálanum
fangamark sitt gert úr 5.300 „gull
bjórflöskum". Kringum það voru
fögur blóm í litum brezka fán-
ans. Drottningin horfði góða
stund á þetta vel gerða og sjald-
gæfa fangamark og dáðist mjög
að þvi.
Hún beindi mörgum spurning-
um til forstjórans, sem sýndi
henni ölgerðina, en hún bragð-
aði ekki ölið. Hirðsiðirnir leyfa
henni ekki að drekka öl í ölgerð-
arhúsi.
í flöskuskálanum vék Filip sér
að einum verkamanninum og
hvíslaði að honum: „Hrifsið þér
aldrei einn bjór eða tvo?“ „Jú“,
svaraði verkamaðurinn, „það
getur komið fyrir“.
Mikið var gert til að gera
heimsóknina til Carlsberg sem
hátíðlegasta. Hftn kostaði ölgerð-
ina 90.000 kr.
Eitt af því, sem gera þurfti,
en ekki kostaði þó mikið, var
að fjarlægja orðin „I fart“, en
þau voru bak við litla rúðu við
hlið lyftunnar, sem Elísabet og
föruneyti hennar notaði. Á
dönsku eru þetta saklaus orð, sem
gefa til kynna, að lyftan sé í
gangi, en öðru máli er að gegna,
ef haldið er, að þetta séu tvö
ensk orð.
Eftir að hafa skoðað ölgerðina
heimsóttu Elisabet og föruneyti
hennar Niels Bohr á heiðursbú-
stað hans á Carlsberg. Voru gest-
irnir þar stundarfjórðung. Þetta
var upphaflega bústaður J. C.
Jacobsens bruggara, en Bohr
hefur nú búið þar rúmlega ald-
arfjórðung.
A Carlsberg og víðar tók ég
eftir því, að Filip gætti þess ná-
um skrefum á eftir Elísabetu.
Hann gekk aldrei við hlið henn-
ar og vitanlega aldrei á undan
henni.
Það var líka eftirtektarvert,
hvernig Elísabet hafði alltaf gát
á ljósmyndurum. Þótt hún væri
að tala við einhverja hefðarmenn
eða að skoða eitthvað, þá gerði
hún sér far um, að snúa andlit-
inu að ljósmyndurunum, þegar
myndir voru teknar af henni.
Þegar Elísabet og prinsinn
komu til ensku kirkjunnar,
hitti Fiiip gamlan skólabröður
utan við kirkjuna. Þeir höfðu
gengið í skóla í París.
Til ballettsýningarinnar í Kon-
unglega leikhúsinu lét Friðrik
konungur bjóða 1.200 manns. Þar
voru sýndir 3 ballettar. Dansaði
Friðbjörn Björnsson í þeim öll-
um.
SKRAUT í KLÆÐABURÐI
Sjaldan hafa menn séð í Kaup-
mannahöfn annað eins skraut í
klæðaburði og í þetta sinn. Karl-
mennirnir voru vitanlega á kjól
eða í einkennisbúningi, margir
hlaðnir orðum. Konurnar voru í
dýrindis kjólum, sumar í kjól-
um úr efnum, sem kostuðu 400
d. kr. metrinn, og flestar báru
þær dýrmæta skrautgripi. Verð-
mæti kjólanna og skrautgripanna
í leikhúsinu þetta kvöld mátti að
líkindum telja í milljónum.
Þegar Elísabet og maður
hennar komu til Fredensborgar
að hinni opinberu heimsókn lok-
inni, lét hún í ljós ósk um að
fara í Tivoli og sjá danskan
bóndabæ. Henni var sýndur fyrir
myndar búgarður og mjólkurbú,
sem ríkið á norður á Sjálandi,
en það varð ekkert úr Tivoli-
ferðinni. Brezku leynilögreglunni
fannst það varhugavert, að láta
drottninguna fara þangað.
Pátl Jónsson.
Bretadrottning bragðar á dönskum osti.