Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 3Ö. ma' 1957
M O R C TJ TKTtr Afíjfí
15
Skugga-Sveinn
1 hálfa öld
Samtal við Guðmund Eyjólfsson og
frásögn af sjónleiknum „Skugga-Sveini"
sem nýlega var sýndur í Bolungarvík
Bolungarvík, 1. maí.
UM síðustu helgi var hér í Fé-
lagsheimilinu leikinn sjónleikur-
jnn „Skugga-Sveinn“ eftir
Matthías Jochumsson á vegum
Ungmennafélags Bolungarvíkur í
tilefni af 50 ára afmæli félagsins,
sem nýlega er afstaðið og getið
hefur verið um í fréttum.
Skugga-Sveinn er einn þeirra
íslenzku sjónleika, sem alltaf er
verið að leika öðru hverju, og
glata þó í engu af vinsældum sín-
um, og er líkt og hver kynslóð
þekki sjálfa sig í þessum gamla
skólapiltaleik, og engu líkara en
sjónleikurinn sé sígildur. .
Þessi sýning ungmennafélags-
ins var þó sérstaklega merkileg
og raunar söguleg, vegna 50 ára
leikafmælis eins leikarans, Guð-
mundar Eyjólfssonar, sjómanns í
Bolungarvík. Guðmundur hefur
nú í hálfa öld oft leikið sjálfan
höfuðpaurinn í leiknum, Skugga-
Bvein, og er hann eini leikarinn,
sem lék árið 1907, þegar Skugga-
Sveinn var fyrst sýndur í Bolung-
arvík, sem ennþá leikur, orðinn
77 ára gamall.
Fréttaritari blaðsins í Bolung-
arvík brá sér eftir sýningu nú um
helgina á bak við tjöldin til að
heilsa upp á þennan aldraða leik-
ara, og fá hann til að spjalla um
viðureign sína við Skugga-Svein
og annað, sem á góma bæri í því
sambandi.
Ég hitti Guðmund, þar sem
hann var í óða önn að rífa af sér
skeggið og þurrka „skuggann“ úr
andlitinu, en. þó var engin
þreytumerki að sjá, þrátt fyrir 3
sýningar á 2 dögum og þar af 2
í striklotu sama daginn, allar
fyrir fullu húsi.
Ég spurði hann, hvort. hann
vildi ekki segja lesendum Morg-
unblaðsins eitthvað frá leikferli
sínum. Hann svaraði með heljar-
röddu, en hann talar mbð gömlum
vestfirzkum framburði upp á
gamlan og góðan móð, „nordan,
hardan gerdi gard“, og kveður
fast að.
„Nei, ég hef ekkert próf, aldrei
lært að leika og kann ekki að
leika, og vil þess vegna helzt
ekkert um leik minn tala. Ég hef
aldrei séð Skugga-Svein leikinn.
Heyrt hann einu sinni eða tvisvar
í útvarpi, og í annað skiptið úr
Þjóðleikhúsinu, og mér fannst
hann- nú ekkert skárri þar en
Guðmundur Eyjólfsson í gerfi Skugga-Sveins.
hér, en það á maður nú víst ekki
að segja“.
„Hefurðu þá ekki leikið í fleiri
■ '
2 erlendir gestir á fyrsta
stórmóti frjálsíþrótfa
Keppnin hefst í dog og lýkui
ó laugnrdng
IDAO kl. 4 hefst á íþróttavellinum fyrsta stórmót frjálsíþrótta á
þessu sumri. Það er hið árlega EPO-mót KR, sem haldið er Er-
'lendi O. Péturssyni, foimanni KR, til heiðurs, en mótið fór fyrst
fram er hann varð 50 ára, árið 1943. Erlendur gefur nú grip fyrir
bezta afrek mótsins. Mótið verður tveggja daga mót og lýkur á
laugardaginn kl. 4 síðdegis.
Meðal keppenda á móti þessu verða tveir Norðmenn,
Arne Hammarsland og Ernst Larsen. Keppa þeir í hlaupum
en þeir eru beztu hlauparar sem Norðmenn eiga í dag. —
Þriðji maðurinn sem boðið var til mótsins, Daninn Richard
Earsen, forfallaðist á síðustu stundu vegna veikinda.
Norðmennirnir tveir keppa i
þessum greinum: Hammarsland
keppir í dag í 1500 m hlaupi og
á laugardag í 800 m hlaupi. Ernst
Larsen keppir í dag í 3 km hindr-
unarhlaupi og á laugardaginn
sennilega í 3 km hlaupi, en um
það hefur ekki endanlega verið
samið Hammarslanr1 meðal
Hammarslam
i beztu millivegalengdahlaupara
(á Norðurlöndum. Beztu tímar
hans eru í 1500 m 3:47,2 og í 800
m 1:49,4. Þetta eru tímar sem ís-
lenzku hlaupararnir munu eiga
erfitt með að ná, en gaman verð-
ur að sjá keppni Svavars og hans
í 1500 og sjá Svavar og Þóri á
móti honum í 800 m, og íslenzku
piltarnir hafa þann kost með sér,
að þeir hlaupa á heimavelli. í
1500 m eru auk Hammarslands og
Svavars þeir Sigurður Guðnason,
Kristleifur Guðbjörnsson og Jón
Gíslason, Eyjafirði, svo hlaupið
ætti að verða sérstaklega
skemmtilegt.
IErnst Larsen er einn af fræg-
ustu íþróttamönnum Noregs —
reyndar heimsms, því hann varð
3. í hindrunarhlaupi á Mel-
bourneleikunum. Á móti honuiii
hleypur Stefán Árnason, íslands-
methafinn, og þó sú keppni verði
ójöfn, þá verður bæði gaman að
sjá slíkan ‘,heimsklassamann‘ sem
Larsen, og hitt að sjá hvort Stef-
áni er það hvatning til stórræða
að hlaupa á móti slíkum meist-
ara.
Auk gestanna keppa í dag
m.a. Vilhjálmur Einarsson í
langstökki, Hilmar Þorbjörnsson
(nýkominn heim frá Svíþjóð) í
100 m og í boðhiaupi, Skúli Thor-
arensen og Gunnar Huseby í
kúluvarpi, Sigurður Lárusson i
hástökki, Pétur Rögnvaldsson í
110 m grindahlaupi og Þórður
Sigurðsson í sleggjukasti — en
landsliðsmenn eru meðal kepp-
enda í hverri grein og auk þeirra
ýmsir mjög efnilegir, en lítt
þekktir menn, svo keppnin verð-
ur mikil og hörð.
Landsliðið fer
utan í dag
LANDSLIÐIÐ fer utan í dag og
verður ferðinni hagað sem hér
segir:
30/5 Flogið til Hamborgar og
gist þar.
31/5 Flogið til Parísar og síðan
sama dag farið með járn-
braut til Nantes.
1/6 Hvílzt í Nantes.
2/6 Leikið við Frakka í Nantes
kl. 3 (staðartími).
3/6 Farið til baka til Parísar í
járnbraut og síðan um
kvöldið flogið til Brússel.
4/6 Hvílzt í Brússel.
5/6 Leikið við Belga í Brússel
kl. 6.30 (staðartími).
6/6 Dvalizt í Brússel.
7/6 Flogið til London og heim
sama dag.
Alls fara 16 spilarar, eins og
áður hefur verið tilkynnt, en auk
þeirra verða með í förinni: Ragn-
ar Lárusson, varaform. K.S.Í.;
Jón Magnússon, gjaldkeri K.S.Í.;
Bjarni Guðmundsson, blaðafull-
trúi, er mun hafa orðið fyrir
flokknum; Gunnlaugur Lárus-
son, formaður landsliðsnefndar;
Páll Guðnason, formaður K.R.R.;
og þjálfarinn Álex Weir.
leikritum, en Skugga-Svemi?“
„Jú, svo sem eins og 5 öðrum,
þ. á. m. í Sálinni hans Jóns mins
eftir vesturheimska skáldkonu,
en lengst hef ég leikið Skugga-
Svein“.
„Viltu þá ekki segja okkur svo-
lítið frá fyrstu árunum hér og
hve oft Skugga-Sveinn hefur ver-
ið leikinn hér í Bolungarvík?“
„Skugga-Svemn var fyrst leik-
inn hér árið 1907 í gamla stúku-
■ húsinu, og mér fannst miklu
rýmra um mig á sviðinu í því
húsi, en þessu nýja, þótt ekki sé
ég að lasta það. Þetta ár var
Skugga-Sveinn leikinn hér 19
sinnum og einu sinni á ísafirði.
Við fengum ekki að leika hann
þar oftar, því að þá var það illa
séð að leikflokkar kæmu í önnur
byggðalög og plokkuðu peninga
og færu jneð þá heim. Svona var
nú andinn þá.
Síðan má heita að Skugga-
Sveinn hafi verið sýndur hér á
10 ára fresti og venjulega þetta
hann í útlegð upp á reginfjöll.
Þú manzt, hvað Skugga-Sveinn
segir sjálfur um þetta. „Fegri
man ég fífil minn og fegri man
ég ykkur fjöllin mín.Viðmérung
um hlóuð þið öll í heiðríkri sum-
ardýrð. Ungur var ég léttur í
lund, sem sumarþoka, en nú er
ég argur og illur sem vetrar-
bylur“.
Og Skugga-Sveinn heldur á-
fram: „Löng og hörð er útivistin
á íslandsfjöllum. Þar þekkist
ekki mildin eða miskunnin, héld-
ur hungur og gaddur, heift og
stríð. í æsku heyrði ég talað um
hlýjan hug og hjartagæði, en nú
fyrir löngu þekki ég ekkert
nema harðúð og kaldan klaka“.
Þannig finnst mér Skugga-
Sveinn vera. Maðurinn, sem ein-
hverra hluta vegna var misskii-
inn og hæddur, er rekinn í út-
legð fjarri mannabyggðum. „Vuvi
hef ég aldrei átt, enginn bauð
mér frið og sátt“, segir hann
sjálfur.
Það er því ekkert undarlegt, að
hann yrði kargur í skapi. Það var
ofur eðlilegt, að hann legði hatur
á meðbræður sína, og ekkert
skrýtið, þótt hann legði ríkt á við
Ketil, garminn, að muna vel 11
boðorðið: „Lærðu að launa illt
með illu“.
Þannig var Skugga-Sveinn,
hundeltur af meðbræðrum sínum
í byggðinni. Þannig er líka marg-
ur „útilegumaðurinn", enn þann
dag í dag meðal okkar, þótt ekki
fari jafnmikið fyrir þeim og
Sveini gamla á hans dögum. Þeir
eru kannski ekki uppi á regin-
fjöllum, þeir eru kannski ekki
tilneyddir að dveljast ævina alla
í reginhelli, en eru samt útilegu-
menn í þjóðfélaginu, fullir
beiskju til mannanna, þótt ég
segi ekki hatri.
Já, það er óhætt með það. Mér
féll vel við Skugga-Svein. Mér
fannst ég þekkja hann, þ.ekkja
örlög hans. Mér fannst karlinn
ekki ólíkur sjálfum mér — og
eiginlega fannst mér, að ég þyrfti
ekki að leika hann öðru vísi, en
mér var eiginlegt sjálfum og
þannig hef ég leikið hann nú í
hálfa öld“.
Þetta hafði hinn aldni leikari
að segja mér, og þannig skil ég
við Guðmund Eyjólfsson, 77 ára
kempuna, sem enn á ný befur
klæðzt gærunni og hattinum
hans Skugga-Sveins, tekið sér
atgeirinn forna í hönd og mund-
að hann gegn veröldinni.
Guðmundur er ekkert fyrir
það að láta tala um sig eða rita,
og ég hugs.a að hann hafi haft
Sigurjón Jóhannesson og María Haraldsdóttir sem Haraldur og Ásta.
5 sýningar hverju sinni, auk sýn-
inga á ísafirði.
Þegar við sýndum Skugga-
Svein fyrst, var hér starfandi
leikfélag, en síðan það leið undir
lok, hefur hann verið teikinn á
vegum ýmissa félaga — og alls
er ég búinn að leika Skugga-
Svein nær því i 70 skipti“.
„Hvernig fellur þér svo við
Skugga-Svein? Samdi ykkur
ekki heldur vel á leiksviðinu?“
„Jú, ég held nú það, og því er
fljótsvarað, að mér féll
mætavel við hann. Ég hef þá
skoðun á Skugga-Sveini að hann
hafi að upplagi verið góður mað-
ur og gegn, ef til vill stór í geði,
en ég lít svo á, að meðborgararn-
ir hafi átt sinn þátt í að reka
fullan hug á að segja við þennan
blaðasnáp, sem var að tefja hann
að tjaldabaki eftir erfiði dags-
ins, likt og Skugga-Sveinn við
sýslumanninn forðum: „Hafðu
skarpa skömm fyrir!“
•
Og frá Guðmundi skulum við
bregða okkur aftur snöggvast
fram í salinn og horfa um stund
á þetta gamla, góða leikrit, sem
er hér sett á svið af Bjarna
Magnússyni af nærfærni og hóf-
semi, þótt sitthvað mætti auð-
vitað hafa betur farið, en ekki er
verkið auðvelt viðureignar. __
Fólkið vill nú einu sinni hafa
sinn Skugga-Svein upp á gamla
mátann, og þar má eiginlega
Framh. á bls. 16