Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 14
MOR'GUNBlAÐlfí Fimmfudagur 30. maí 1957 M — Ræða Bjarna Benediktssonar Frh. af bls. 13 aS þeir sáu, að hér var ekki um að ræða æru-atriði hjá hæstv. ríkisstjórn heldur peninga-spurs- mál. Hvort álit okkar hefur auk- izt að sama skapi er annað mál. Og öryggið er auðsjáanlega valt, því að ekki eru Rússar alveg peningalausir heldur. LOFIÐ MÉR AÐ VERA INNI Vegna frammistöðu forsætisráð herrans í þessu máli og öðru, sagði greindur og gegn maður nýlega: „Hermanni fer eins og barna- kennaranum, sem réði ekkert við börnin, er lúta áttu stjórn hans. Eitt sinn, þegar allt ætlaði um koll að keyra í bekknum sagði hann: „Þið megið láta eins og þið viljið krakkar mínir, bara ef þið lofið mér að vera inni í stofunni hjá ykkur“. Á sama veg fer um Hermann Jónasson, hann skeytir engu um málefni né háa- rifrildi stuðningsmanna sinna, aðeins ef hann fær að sitja með inni í forsætisráðherraherberg- inu.“ En málgagn forsætisráðherrans Tíminn, sem raunar hefur nýlega verið látinn á erlendum vettvangi afneita ábyrgð á skrifum ritstjóra síns, hann er alveg hisgg á því af hverju menn séu að deila um varnarmálin, þar sé galdurinn sá einft, að hafa orðalagið slíkt, að það segi í rauninni ekki neitt, svo að hver geti túlkað það eins og honum sjálfum líkar. Vera kann, að þetta stefnuleysi haldi stjórninni saman og við völd um sinn. En hvernig stjórnarsinnar sjálfir líta á þetta sést af því, að þegar ferðalangur á dögunum sagði erlendis, að forsætisráð- herrann væri „ákaflega vinsæll“, þá prentaði málgagn stærsta stjórnarflokksins þá frásögn upp sem eins konar „kuriosum", skrítilegt fyrirbæri og hafði þann formála, að grein mannsins bæri þess „nokkur merki“, að höfund- ur hefði haft lítinn tíma til ann- ars en „veizluhalda með hátt- settu fólki“ og hefði hann „þurft að eiga hér lengri dvöl til að kynnast íslenzkri alþýðu“. HVERS VEGNA TAL UM IIÆKKANIR? Þá var forsætisráðherranum ekki síður lítið um það gefið að sagt væri frá staðreyndum efna- hagslífsins. Þar er hann sammála Eysteini Jónssyni, sem allt aðr- ar og meiri málefnakröfur verð- ur að gera til. En að sögn Tím- ans spurði Eysteinn nýlega svo á Alþingi: „En hvers vegna er Sjálfstæðis flokkurinn að telja upp þessa og fleiri kauphækkanir?" Örvæntingin í spurningunni stafar af prentsvertunni með sama hætti og hún hljómaði fyrir eyrum okkar, sem heyrðum hana á Alþingi. Já, af hverju er verið að tala um hækkanir á kaupi og verð- lagi og meiri skort á vinnufriði nú en oftast áður? Ef ekkert af þessu væri fyrir hendi, eins og lesendum Tímans er ætlað að halda, því að þar er vandlega þagað um flesta þýð- ingarmestu atburðina í þessum efnum, mundum við Sjálfstæðis- menn þá ekki baka okkur sjálf- um tjón með að segja frá slík- um ósannindum? Nei, það er einmitt vegna þess, að allt, sem við segjum um þetta, er satt, sem stjórnarliðið með Eystein Jóns- son í broddi fylkingar bregzt svo við sem raun ber vitni um. Það er vegna þess, að Eysteinn Jóns- son verður að viðurkenna sína eigin sök, að hann bregzt reiður við, þegar sagt er frá staðreynd- unum. Hann þolir ekki að vera minntur á eigin misgerðir. Sann- 1ÆÍkurinn verkar á hann eins og salt í opið sár. EYSTEINN OPNAÐI FLÓÐGÁTTINA Auðvitað veit Eysteinn Jóns- son, að hann opnaði verðhækk- unar- og kauphæklcunar-flóðgátt ina á ný með tvenns konar verkn- aði, sem hann öðrum fremur ber ábyrgð á og framinn var á með- an kaupbindingar- og verðfest- ingarlögin voru í gildi frá ágúst- lokum til áramóta. Lúðvík Jósefsson og Hannibal Valdimarsson bera raunar fyrst og fremst hina formlegu ábyrgð á Hamrafellsokrinu ,þegar tekn- ar voru 15 millj. króna af neyt- endum gersamlega að ástæðu- lausu. En það var Eysteinn Jóns- son, sem með harðfylgi sínu neyddi Lúðvík til samninga um þá verðlagningu, sem varðlags- yfirvöldin höfðu einhliða ákvörð- unarvald um. Ríkisstjórn íslands settist þarna á bekk með okrur- um og samdi við þá um hið geipi Jegasta okur, sem með einni á- kvörðun hefur verið framið í íslandssögu. Lúðvík Jósefsson var að vísu lítt stjórnvanur, þeg- ar þetta gerðist, en hann hefði átt að kunna skil á viðsemjend- um sínum. VERÐLAUN FYRIR OKUR Forráðamenn Olíufélagsins höfðu áður verið dæmdir af sjálf- j um Hæstarétti þjóðarinnar fyrir fáheyrt okur og voru þá nær 1200.000 kr. af okurgróða þeirra gerðar upptækar til ríkissjóðs, og hinn sekasti sakborninga var dæmdur í 100.000 kr. sekt eða til vara í 9 mánaða varðhald. Fjármálaráðherrann, Eygteino Jónsson, launaði þessum okur- herra með því að gera hann skömmu síðar að forstjóra Tó- bakseinkasölu ríkisins. Þau spor áttu sannarlega að hræða skyni borna menn, en Lúðvík Jósefs- son gekk í gildruna. Vegna samninganna við Lúð- vík verður því að þessu sinni ekki komið við að endurheimta okurálagninguna með dómi. En ofurþungi almenningsálitsins hef ur nú þegar neytt þá kumpána til að skila aftur svipaðri upp- hæð og áður var af þeim dæmd. Nú er raunar sagt, að þeirri end- urgreiðslu fylgi nýir forréttinda- samningar Hamrafellinu til handa, og það eigi að fá tryggð farmgjöld til áramóta langt yfir heimsmarkaðsverði. KAUPHÆKKUN SÍS. En Eysteinn Jónsson lét ekki við þetta sitja. Á meðan launabindingarlögin voru í gildi átti hann einnig hlut að því sem varaformaður SÍS, að fast starfsfólk þess fyrirtækis fékk launahækkun sem nam 8% á grunnkaupi. Aðferðin átti að vera sú í fyrstu að halda þessari miklu kauphækkun leyndri. En upp komast svik um síðir, og nú hafa forystumenn SÍS neyðst til þess að játa þessa staðreynd, þ. á.m. Eysteinn Jónsson hér á Al- þingi, þó að synd væri að segja, að hann hafi gert það með glöðu geði. Hann reyndi að færa þá af- sökun fram, að aðrir hefðu „löngu áður“ verið búnir að fá launahækkanir. Samanburðar- tilvitnunin í þessum efnum er engin nýlunda. Hún er einmitt hin sífellda afsökun allra kaup- hækkana. En hér játar sjálfur sökudólgurinn, að langt hafi liðið í milli og það sem úr sker: Kaup- bindingarlögin voru sett í milli- tiðinni. SKJÓL í MYRKRI Að vísu var þess gætt að haga öllu svo, að beinn lagabókstafur væri ekki brotinn ,svo að réttvís- in getur ekki haft hendur í hári þessara herra. En hvernig getur sá, sem fer svo að sem Eysteinn Jónssor. í þessu komið til annarra og' sagt: Alger stöðvun á verð- lagi og kaupgjaidi er óhjákvæmi- leg! Boðorðið gamla um að ætl- ast ekki til íneíra af öðrum en sjáifitm sér er enn í fullu gildi. Svo greindur maður sem Ey- steinn Jónsson finnur þetta glöggt, og þess vegna vill hann láta myrkrið, þögnina, skýla sér. Þess vegna eiga það nú nánast að vera landráð að segja frá því sem oftast ber nú við hér á landi: Nýrri og nýrri hækkun á verð- lagi, nýrri og nýrri kaupsamn- ingauppsögn, nýrri og nýrri verk fallshótun og nýrri og nýrri kaup hækkun, oftast fyrir forystu eða atbeina ríkisstjórnarinnar. GUÐMUNDUR f. OG 1«JA Þá sögu yrði of langt upp að telja, enda bætast þar nýir kaflar við, allir á sömu leið, svo að segja hvern einasta dag. Síðast í gær var fundur, þar sem þeir Eðvard Sigurðsson og Guðmund- ur í. Guðmundsson mættu fyrir hönd aðstoðarbifreiðarstjóra og i verkamanna í Dagsbrún, sem sagt höfðu upp samningum við Mjólkursamtsaluna og kröfðust 18—20% kauphækkunar. Vörn stjórnarliðsins er sú að kenna okkur Sjálfstæðismönnum um af þvi, að við þegjum ekki um það, sem er að gerast, og rauf Guðmundur f. Guðmundsson þó töluvert skarð í þann varnarmúr í gær, þegar hann skýrði Iðju- hækkunina á allt annan veg en félagar hans, þeir Hermann og Hannibal. Regla stjórnarliðsins er sú, að ekki er aðfinningarvert að gera það, sem miður fer, held- ur hitt að segja frá því. Við Sjálf- stæðismenn munum ekki láta slíkt orðaskak hræða okkur af réttri braut. Undirstaða allra lækninga er að greina sjúkdóm- inn rétt, átta sig á staðreyndun- um, orsökum þeirra og afleiðing- um. Á undanförnum árum, þegar við sjálfir vorum við völd, hik- uðum við ekki við að benda al- menningi á, "hverjar afleiðingar yrðu, ef kauphækkana- og verð- bólguskrúfunni yrði haldið á- fram. Þessari viðleitni hverfum við ekki frá, þó að við séum ekki lengur í ríkisstjórn og þó að það Sýning sé nú ríkisstjórnin, sem höfuð- sökina ber, en þar eru raunar að verki hin sömu upplausnaröfl kommúnismanns, sem áður báru höfuðsökina og nú hafa slegizt í fylgd með eigingirni og ofstæki Framsóknar. SKATTUR Á BÍÓMIÐA EÐA BRENNIVÍN Ríkisstjórnin hælir sér af þeim framkvæmdum, sem hún hefur fyrirhugað. Allt, sem þar er af viti ráðgert, er byggt á gömlum grunni. Flest af þeim frv., sem talin voru upp í gær og þinginu hælt fyrir að afgreiða voru und- irbúin að tilhlutan fyrrv. stjórn- ar. Undir framkvæmdinni verður nú sem fyrr mest komið. Er þar sízt breytt til batnaðar eins og þegar hæstv. menntamálaráð- herra Gylfi Þ. Gíslason vill ekki skattleggja brennivínið til menn- ingarmála, eins og nefnd skipuð af fyrrv. ríkisstjórn hafði lagt til, heldur vill hann níðast á kvik- myndahúsamiðum og hækka þannig verð heilbrigðustu al- menningsskemmtunarinnar í þéttbýlinu. Hinu versta er hlíft, hitt er skattlagt. Slík er aðferðin, og er þá ekki von að vel fari. DÆMUM AF VERKUNUM Broslegt var, þegar hinir ný- kosnu þingmenn voru að hælast um yfir afrekum þessa langa og lítilvirka þings. Svo er sem þeir haldi, að ekkert hafi gerzt á ís- landi, þangað til þeirra atkvæði kom til. Svo var t.d. um skýrslur Björns Jónssonar um hrörnun sjávarútvegsins. En á síðasta ári lánaði þó t.d. Fiskiveiðasjóður til kaupa og smíða á nýjum skipum að smálestatölu í heild mjög svip að og nemur heildarmagni hinna nýju 12 tvö hundruð tonna skipa, sem mest er nú gumað af. Lítill vandi er að gagnrýna gerðir annarra. Meiri vndi er að gera rétt sjálfur, þegar færi gefst til. Við Sjálfstæðismenn óskum ekki að vera dæmdir eftir innan- tómum loforðum, heldur verkum okkar nú og fyrr. Auðvitað hefur okkur skjátlazt og missýnzt eins og öðrum, en við eigum meiri_ þátt en aðrir í mesta framfara- tímabili íslenzku þjóðarinnar af því að við erum málsvarar gró- andans í þjóðlífinu, lífskraftar- ins, hugkvæmninnar, fram- kvæmdarinnar og frelsisins. Jóns ÞorSeifssonar JÓN ÞORLEIFSSON listmálari hafði ekki haldið sjálfstæða sýn- ingu á verkum sínum í full átta ár, er hann opnaði sýningu þá, sem nú stendur í Listamanna- skálanum, en þar eru nú til sýn- is olíumálverk, er listamaðurinn hefur gert á undanförnum árum. Fá þessara verka hafa áður kom- ið fyrir sjónir almennings. Undanfarið hefur verið mikið um sýningar í Reykjavík, en þar hefur aðallega verið um yngri og yngstu málarana að ræða. Það er því skemmtilegt, að það skuli nú vera einn af þekktari og eldri málurunum, sem efnt hefur til sýningar, og gefst þannig góður samanburður fyrir þá, er þess æskja. Jón skipar hóp þeirra málara, er sækja yrkisefni til ís- lenzkrar náttúru, og flest verk hans eru gerð eftir fyrirmyndum þaðan. Hann er sívinnandi og ötull við myndgerð sína, og auð- séð er á verkum hans, að honum veitist ekki auðvelt að skilja svo við verkefnið, að honum sjálfum líki. Hann hefur ákveðnar skoð- anir um myndlist, er hann fylgir trútt í verkum sínum, en hvort þær skoðanir eiga hljómgrunn í líðandi stund eða framtíð, skal látið ósagt. List Jóns Þorleifssonar er í nokkuð föstum skorðum. Hann hefur ekki víðfeðma litsjón, og það veldur því, að flest verk hans eru byggð upp í mjög líkum lita- tónum, en það gerir þessa sýn- ingu ekki fjölbreytta. Teikningin í verkum Jóns er mjög persónu- leg og þannig, að ekki verður um villzt, hver höfundurinn er, af þeim, sem eitthvað þekkja til Iverka Jóps Þorleifssonar. Þessi sýning Jóns er nokkuð misjöfn að gæðum. Blómamynd- ir hans finnst mér lakari, hvað byggingu og litstyrk viðvíkur, en landslagsmyndirnar. Eitt bezta verk, er ég hef séð frá hendi Jóns Þorleifssonar, er málverlc nr. 30 á þessari sýningu og nefn- ist „Hús við' hafið“. Þar tekst Jóni að gera fyrirmynd sinni full skil og leysir viðfangsefnið á einfaldan og myndrænan hátt. Önnur mynd, nr. 16, „Hekla“, vekur einnig athygli. Þar er um skemmtilega og óvenjulega fyr- irmynd að ræða, og litsjón lista- mannsins fær notið sín til fulls. Á þessum verkum sést, að Jón Þorleifsson er í vexti sem málari, þegar honum tekst að skilja svo við viðfangsefnið, að það verkar sannfærandi á áhorfandann. — Einnig vil ég benda á mynd nr. 19, „Höfnin í Reykjavík“, sem er eftirtektarvert málverk frá hendi Jóns Þorleifssonar. Þar er teflt fram meiri leikni og litavali en sums staðar annars staðar í þeim verkum, er sýnd eru. Höfnin hef- ur jafnan verið ein af eftirlætis- fyrirmyndum Jóns, og þangað hefur hann sótt margt verkefnið. Ég skal svo ekki fjölyrða um þessa sýningu, en verð að játa, að hún hreif mig ekki stórlega sem heild. En það er ánægjulegt og fróðlegt að sjá svo umfangs- B og K verða önnum kafnir í Finnlandi Helsinki, 28. maí. Frá Reuter-NTB. OPINBER heimsókn Búlganins og Krúsjeffs til Finnlands 6.—13. júní mun ekki veita rússnesku leiðtogunum mikinn tíma til hvílda. Þeir munu heimsækja Helsinki, Tampere og ýmsar helztu borgir landsins sem og iðnaðarhéruð þess. Munu þeir m. a. skoða Lenin-safnið í Tam- pere (Tammerfors). Hinn 9. júní verða þeir viðstaddir afmælis- hátíð finnska alþýðusambandsins á Olympíuvellinum í Ilelsinki. mikla sýningu á verkum Jóns Þorleifssonar og nú gefur að líta í Listamannaskálanum. Valtýr Pétursson. — Utan úr heimi Frh. af bls. 12. Rússar sleppa landi okkar úr járn greipum, því að ég dyl ekki, að ég sakna hinna mörgu vina minna. Og ég hugsa rrieð angur- værð til hinna fjölskrúðugu mót- tökuathafna, er við komum heim eftir sigra á alþjóðavettvangi, til hyllingarhrópanna frá fólkinu. Aldrei mun ég aftur klæðast ung- versku kirsuberjalitu landsliðs- treyjunni. Það veldur mér sorg. „Þegar ég lít um öxl, sé ég, að mig hefur langað til þess að flýja land allt frá 1949. Mér bauð við að sjá hvernig rússnesku valdhaf- arnir og hinar ungversku undirlægjur þeirra merg- sugu landið. E n Puskas segir, að hann hafi aldrei hugsað alvar- lega um að flýja land, þrátt fyrir glæsileg tilboð erlendis frá. Kona hans og dóttir voru gislar komm- únista og ef til vill mundu þær verða pyndaðar eða líflátnar, ef hann gerðist landflótta. Þess vegna kom ég alltaf til baka úr öllum utanförunum — segir Pus- kas „og ég væri farinn aftur til Ungverjalands, ef fjöl- skyldu minni hefði ekki tek- izt að flýja land“ „Eitt er víst. Ungverskir knatt- spyrnumenn munu aldrei verða þeir beztu hér eftir. Baráttuand- inn og samstaðan, sem íærðu okkur sigurinn yfir Stóra-Bret- landi og vinninginn á Olympiu- leikunum, er horfinn. Rússnesku skriðdrekarnir, sem ruddust áfram í orrustunni um Budapest, eru valdir að því.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.