Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 30. maí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 17 Æ FRA S.U.S. FRAMTIÐIN RITSTJÓRAR: GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON OG SVERRIR HERMANNSSON Hugíeiðingar um landbúnaðinn ALLT FRAM á síðustu öld má segja að saga bænda og búskapar sé um leið saga þjóðarinnar. Skipting landsmanna í atvinnu stéttir var þá svo að segja engin. Verzlun og siglingar voru af skornum skammti þannig að menn urðu að búa sem mest að eigin framleiðslu. Allur efnahagsgrundvöllui’ þjóðarinar hvíldi þá á afkomu búskaparins og gekk þar á ýmsu eins og saga landsmanna ber vott um. Hjálpaðist þar ^ið, erlend áþján, óblíð náttúra, og einangr- un þjóðarinnar. Margir mætir menn reyndu fyrr á öldum að koma fram ýmsum umbótum á atvinnuvegum landsmanna, beind ist sú viðleitni þá mjög að bú- skapnum þar sem hann var þá aðal atvinnugreinin. Vegna slæmra aðstæðna komu þó fáar slíkar framkvæmdir að þeim not um er til var ætlast. Það er fyrst með stofnun búnaðarfélaga og bændaskóla á síðustu öld sem lagður er grundvöllurinn að nú- verandi félagsháttum og fræðslu- starfi búskaparins. Fáir munu nú geta gert sér í hugarlund þá óhemju erfiðleika sem brautryðj- endurnir í þessum málum áttu við að stríða. Og hve mikil átök hefir kostað að koma ýmsu því í framkvæmd sem nú þykir sjálf- sagt. Hiklaust má telja að setning jarðræktarlaganna 1923 sé eitt merkasta sporið í þróun búnaðar- mála hér á landi. Frumkvöðull þess máls var hinn mikli búnaðar frömuður Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri, og voru lögin samin af honum ásamt þeim Magnúsi Guðmundssyni síðar ráð herra og Valtý Stefánssyni rit- stjóra. Með þessum lögum hófust verulegar styrkveitingar af hálfu hins opinbera til ýmisskonarbún aðarframkvæmda. Enda reyndist svo að ræktun og aðrar fram kvæmdir bænda fóru vaxandi eftir setningu þeirra. Nokkur afturkippur í þeirri þróun varð þó á árunum eftir 1930. Á þeim árum gengu miklir erfiðleikar yfir allt atvinnu og fjármálalíf þjóðarinnar. Fóru bændur ekki varhluta af þeirri óáran frekar en aðrir, afurðir þeirra í féllu verði og fram- kvæmdir drógust saman. Á þessum árum minnkuðu t.d. ræktunarframkvæmdir úr 1968 ha 1930 í 1383 ha 1934 og 1000 ha 1938. Var þá afkoma manna sveitum landsins hin versta. Upphaf þessara erfiðleika má eflaust að nokkru rekja til heims kreppunnar miklu er hófst 1930 og gekk ekki hjá garði frekar hér en annars staðar. En þótt krepp- an væri að mestu hjá liðin 1934, tókst þeim er þá stjórnuðu land- inu ekki að blása nýju lífi í at- vinnuvegi landsmanna, hvorki búskap eða aðra. Fór fyrst að rofa til í atvinu- lífinu um 1940. Á næstu árum, einkum eftir 1944 kom mikill fjörkippur í allar framkvæmdir í landinu þ. á .m. landbúnaðinn. Á valdatíma ný- sköpunarstjórnarinnar 1944—46 urðu ýmsar merkar umbætur í landbúnaðarmálum. Má þar t.d. geta laga um jarðræktar og húsa- gerðarsamþykktir í sveitum frá 1945. Samkvæmt þeim skyldi gerð áætlun um vélaþörf og ræktun í sveitum landsins. í skjóli þessara laga voru á árunum 1946—49 stofnuð nær 60 ræktunarsam- Helgi ívarsson bönd, var þeim veittur stórfelldur styrkur eða allt að helmingi af kostnaðarverði véla og verkfæra kominna á ákvörðunarstað. Með þessum lögum var lögð undir- staða að kaupum á hinum stór- virku ræktunarvélum og þá um leið hinni miklu ræktun síðustu ára. Á árunum 1944—45 hófst einnig hinn mikli innflutningur á heimilisdráttarvélum og jeppabif reiðum sem enn stendur og mjög hefir breytt til hins betra verk- færakosti bænda. Á seinni tímum hefir einnig orðið mikil breyting á viðskipta- málum bænda. Fyrr á tímum einokunar og siglingaleysis reyndi hvert heimili að vera sem mest sjálfu sér nógt og voru þá viðskipti miklu minni en nú bæði innanlands og við útlönd. Á þessu hefur orðið breyting síðustu ára- tugina með aukinni skiptingu þjóðarinar í starfstéttir og til- komu kaupstaða. Fólkið hefir far ið úr sveitunum í þéttbýlið og orðið þar kaupendur að fram- leiðsluvörum bænda. Eru nú einn ig unnin í kaupstöðum mörg af þeim störfum sem áður voru unn- in á sveitaheimilum að meira eða minna leyti. En hinir liðfáu sveit- arbændur hafa að mestu snúið sér að framleiðslu neyzluvarn- ings til sölu. Þetta er hinn svo- nefndi viðskiptabúskapur er mun nú vera ríkjandi í flestum menn- ingarlöndum heims. Vegna þess- ara breyttu aðstæðna hafa bænd- ur nú stórum méiri viðskipta- veltu en áður, sem aftur kallar svo á aukin peningaráð og aukið lánsfé. Á ýmsu hefir gengió um verðlag landbúnaðarafurða und- anfarna áratugi. Það mun hafa verið eftir atvikum sæmilegt fyrstu áratugi þessarar aldar en mjög erfitt á árunum milli 1930 og 40 en fór síðan nokkuð batn- andi. Haustið 1942 beitti þáver- andi formaðr Kjötverðlagsnefnd- ar Ingólfur Jónsson sér fyrir mikilli hækkun kjötverðsins og fylgdi þá á eftir mikil hækkun mjólkurverðs. En á þessum árum fór allt verðlag og kaupgjald mjög hækkandi. Á næsta ári 1943 var skipuð nefnd 6 manna, þrem fulltrúum frá hvorum, bændum og neytend- um skyldu þeir finna réttlátan grundvöll fyrir verð á búvörum þannig að bændur bæru ekki minna úr býtum en aðrar stéttir. Starf þessarar nefndar var hið bænda og neytenda að verða sám mála um verðlagsgrundvöll fyrir búvörur sem að mestu !eyti hefir verið byggt á síðan við verðlagn- ingu þeirra. Þó mun vera ýmis- legt í sambandi við núverandi útreikning á verði búvara sem þyrfti athugunar við. Þar er ekki tekið nægjanlegt tillit til þeirra miklu fjárhæða, sem nú eru bundnar í búskap hvers meðal- bónda. Það mun ekki of hátt áætlað að bóndi með bú af meðal stærð, er hefir byggingar, rækt- un og vélakost í góðu lagi hafi þar undir höndum fjármuni sem eru allt að 500 þúsund kr. virði eftir núverandi verðlagi, 4tá% vextir af þeirri upphæð gera um 22 þúsund kr. Hins vegar mun í reikningum vísitölubúsins aðeins gert ráð fyrir um 5 þúsund kr. í viðhald og fyrningu fasteigna og véla. Það er ekki von að mikið fjármagn streymi til landbúnaðar ins hvorki frá einstaklingum né lánastofnunum ef það fé sem í honum er bundið er nærri vaxta- laust. Enda er það svo að flestir þeir er yfir verulegu fjármagni ráða kjósa að beina því í aðrar . áttir. Telja má víst að ein aðal- ástæðan fyrir brottflutningi margs ungs fólks frá sveitabú- skapnum til kaupstaðanna sé ein- mitt hve mikið fjármagn þarf til að eignast gott sveitabú. Oft þarf tiltölulega lítið fé til þess að ungt fólk geti stofnað sér heimili í kaupstað. En hinsvegar hafa fáir ungir menn ráð á þeim miklu fjárhæðum sem nú eru nauðsynl. til að koma á fót í sveitinni búi af viðunandi stærð, en búskapur- inn er nauðsynlega efnahagsundir staða hvers sveitaheimilis. Á þessu sviði er skortur á nauðsyn- legu lánsfé og stafar það m.a. af því að veðdeild Búnaðarbankans hefir löngum verið fjárvana. Sarn kvæmt ályktun Alþingis frá 7/3 1955 var skipuð milliþinganefnd til þess að endurskoða nýbýla- löggjöfina og fleira. Nefndin samdi ítarlegar tillögur í þessum málum og var þ.á.m. gert ráð fyr- ir auknum framlögum ríkissjóðs til veðdeildar Búnaðarbankans. Þegar svo borið var fram á Al- þingi í vetur frumvarpið um land nám; ræktun og byggingar í sveit um, sem að miklu er byggt á til- lögum fyrrgreindrar nefndar. Þá vakti það undrun að í þessu frum varpi ríkisstjórnarinnar voru felldar niður þær tillögur milli- Fjórðungsþing ungrn Sjúlf- stæðismunnu ú Norðurlundi FJÓRÐUNGSSAMBAND ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi heldur vorþing á Sauðárkróki á laugardaginn kemur. Hefst það kl. 2 e. h. Þar munu koma saman ungir Sjálfstæðismenn úr Húnavatns-, Skagafjarðar-, Syjafjarðar- og Þingeyjar-sýslum svo og frá Ak- ureyri, Ólafsfirði og Siglufirði. Um kvöldið verður skemmti- samkoma og munu skemmtikraft ar frá Reykjavík koma fram. Þar mun Þorvaldur Garðar Kristjáns son, lögfræðingur, flytja ræðu. (Frétt frá S.U.S.) þinganefndarinnar sem fjölluðu um eflingu veðdeildarinnar, og er einstakir þingmenn tóku þær upp til flutnings voru þær felldar af ráðandi meirihluta þingsms. Að vísu er nú gert ráð íyrir því að veðdeildin fái lk af væntan legum stóreignaskatti, en þó svo fari, sem óvíst er, að sá skattur nái í innheimtu þeirri upphæð sem áætlað er þá kemur þó miklu minni upphæð í hlut veðdeildar- innar en gert var ráð fyrir í frumvarpi milliþinganefndarinn- ar. Síðustu áratugina hafa af hálfu hins opinbera verið veitt all rífleg fjárframlög sem styrkir og lán til stofnunar nýbýla. Hefir þetta stuðlað að því að nýbýli hafa risið upp hundruðum saman víðs vegar um landið. En á sama tíma hafa einnig hundruð jarða farið í eyði. Þótt víða geti þarna verið um eðlilega þróun að ræða, þannig að byggð þéttist í góðsveiturn en eyðist í hinum harðbýlli, þá er þó hætt við að hitt valdi einnig nokkru að oft mun hægara að fá lán til nýbýlastofnunar heldur en til kaupa á jörð og búi þar sem búskapur er í fullum gangi. í mörgum tilfellum gæti verið eins skynsamlegt að beina láns- fjármagninu til þess að auðvelda frumbýlingum kaup á þeim byggðum jörðum sem til sölu eru, eins og að hvetja til nýbýlastofn- unar. Því ætíð glatast talsverð verðmæti þegar jörð fer í eyði jafnvel þótt léleg sé að ræktun og byggingum, og hægara ætti að vera að hefja búskap, þar sem nokkur mannvirki eru fyrir, held ur en að reisa allt frá grunni á eyðisvæði. Aukið fjármagn og fram- kvæmdir á sviði landbúnaðar eykur framleiðsluna, og hin aukna framleiðsla krefst svo aukinna markaða. Óhætt mun að slá því föstu að innl. markaður- inn er tryggasti og bezti markað- ur bænda svo langt sem hann nær, en nú er svo komið að með hverju ári eykzt það magn land- búnaðarafurða, sem flytja þarf úr landi. En því er miður, að erfitt heíir reynzt að finna markaði þar sem hægt er að selja þær á verði sem sambærilegt er við það sem fæst Framh. á bls. 23. Stjórn FUS í Vestmannaeyjum. Talið frá vinstri: Kristján Georgs- son, Guðmundur Sigmundsson, Þórarinn Þorsteinsson, formaður, Theódór Georgsson, ritari, Sigfús Johnsen, varaformaður, og Ragn- ar Hafliðason, gjaldkerL Frá sambandsfélogunum V. Félag ungra Sjálfstœðis- manna í Vestmannaeyjum A ÞRIÐJA tug þessarar aldar var hér á landi mikill uppgangs- tími ýmissa erlendra ofbeldis og öfgastefna. Þessar stefnur höfðu það sameiginlega markmið að rífa niður allt einstaklingsfram- tak og gera einstaklinginn sem slíkan óvirkan í uppbyggingu þjóðfélagsins. Stefnur þessar fengu minni hljómgrunn hjá íslenzkri æsku en prédikarar þeirrar höfðu vonað og sá hópur stækkaði ört, sem trúði því að hyrningarsteinn allra menningar legra og félagslegra framfara í landinu væri, að einstaklingarn- ir nytu sem mest frjálsræðis.Þeir vildu hvetja unga menn til at- orkusemi og dáða, því að þeir trúðu því, að á þann hátt mundi þjóðinni bezt farnast. A þessum grundvelli voru stofnuð víða um land félög, sem merkasta því þar tókst fulltrúum skyldu vinna að útbreiðslu þess- arar stefnu. Félög þessi snerust til varnar gegn ofbeldis og öfga- stefnunum og trúin á gildi ein- staklingsins jókst. Þeim mönnum, sem á þessum tíma snerust til varnar ber að þakka það öðrum fremur að land okkar varð ekki bráð niðurrifsaflanna. Eitt þeirra félaga, er stofnað var á þessum tíma, er í Vest- mannaeyjum. Nefnist það nú „Fé- lag ungra Sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum". Verður það 30 ára á næsta ári. Fyrsti for- maður þess var Páll Eyjólfsson núverandi forstjóri Sjúkrasam- lags Vestmannaeyja. Félag þetta hefur ávallt starfað síðan og er starfsemi þess nú með miklum blóma. Félagar eru um 240 að tölu. Óhægt er um vik með alla fé- lagsstarfsemi í Eyjum í hinum miklu önnum vertíðarinnar. Að- alstarfstími félagsins er því frá lokum og til áramóta. Um margra ára skeið hefur fé- lagið haldið vorhátíð í kringum Hvítasunnuna. Hefur oft verið fjölmennt á samkomum þessum, ekki sízt þar eð Heimdallur, F. U. S. hefur oft efnt til hóp- ferða þangað um Hvítasunnuna. Er nú að hefjast undirbúningur að næstu Vorhátíð Félags ungra Sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum. Á sl. hausti annaðist félagiS sameiginleg spilakvöld Sjálfstæð- isfélaganna hér og tókust þau með ágætum. Á vetrinum hélt félagið enn- fremur tvo grímudansleiki, ann- an fyrir börn, og tókust þeir mjög vel. Á undanförnum árum hefur fé- lagið ennfremur beitt sér fyrir kynningarferðum félagsmanna upp á land. Hefur þátttaka í ferðum þessum jafnan verið mjög góð. Sem á má sjá er félagsstarf- semin í miklum blóma og er eng inn vafi á því að félagið á sinn þátt í hinu mikla fylgi Sjálf- stæðisflokksins á staðnum. (Frétt frá stjórn SUS),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.