Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.05.1957, Blaðsíða 13
lTimmtudagur 30. maí 1957 MORGVNBLAÐ1Ð n Eldhúsræða Bjarna Benediktssonar: Stjórnin óttast sannleikann um eigin athafnir Algert stefnuleysi i utanrikismálum og upplausn i efnahagsmálum ÞAÐ er viðtekin regla, aS í eldhúsumræðum bera þing- menn fram aðfinningar sínar við gerðir stjórnarinnar, en hún svar- ar til sakar. Nú stendur svo á, að til réttmætrar gagnrýni endast engan veginn þau tvö kvöld, sem ætluð eru til umræðnanna og verður þvi að sleppa ýmsu, sem þörf væri á að telja upp, og eng- an veginn er færi til að ræða um annað. sem freistandi væri, svo sem samanburð á stjórnmála- flokkunum, stefnu þeirra og úr- ræðum. STÉTT MEÐ STÉTT En við þessar aldhúsumræður gefst ekki timi til þess, þó að ýmislegt athyglisvert hafi nú þeg ar komið fram í þeim efnum, eins og yfirlýsing hæstv. félags- mrh. Hannibals Valdemarssonar i gær um, að kaupmenn, iðnrek- endur og verkalýður hefðu, þeg- ar grandskoðað væri, sameigin- lega hagsmuni. Einhvern tíma hefði slik yfirlýsing um fánýti stéttarbaráttunnar frá fulltrúum kommúnista þótt tíðindum sæta. Við, sem ætíð höfum haldið því fram, að stétt ætti að standa með stétt, höfum vissulega ástæðu til að fagna slíkri yfirlýsingu, ef um hugarfarsbreytingu væri að ræða en ekki marklausan feluleik. HANNIBAES-STIGIN SEX Þá var sú kenning Hannibals ekki síður íhugunarverð, að ef launþegar hefðu fengið 6 stiga ixppbótina, sem þeir áttu rétt til á síðasta hausti, mundu þeir eftir örskamma stund hafa verið beint verr komnir um lífsafkomu sína en áður. En ef þetta er rétt, af hverju gildir þetta ekki alveg eins um allar vísitölu-uppbætur? Af hverju hefur Hannibal þá ekki barizt á móti vísitölu-uppbótum undanfarin ár? Og af hverju lét hann vísitöluskrúfuna í gang aft- ur um áramótin? Af hverju fagn- aði hann beint 4 stiga hækkun- inni, sem launþegar fá nú um næstu mánaðamót? Nei. Auðvitað eru stigin 6, sem Hannibal svipti launþega, engrar sérstakrar náttúru. Um þau gild- ir alveg hið sama og aðrar hækk- anir, sem hann sjálfur hefur manna skeleggast barizt fyrir. BBAGI MEÐ FLOTIÐ Þá var býsna fróðlegt að heyra til Braga Sigurjónssonar, sem auðsjáanlega var betur að sér í þjóðsögum en þingmálum. Hann kannast því eflaust við söguna um hann Jón, sem settist á kross- götur um áramótin, hitti þar álfa og stóðst allar freistingar þeirra, þangað til að flotinu kom. Þá varð honum að orði „Sjaldan hefi ég flotinu neitað“. Á sama veg fór fyrir þessum háttv. þingmanni. Fyrst eftir að hann kom til þings neitaði hann öllum gýligjöfum stjórnarliðsins og hélt m. a. s. rösklega ræðu utan þings um, hversu margt hefði báglega tiltekizt í stjórn- arsamstarfinu. En þá buðu álf- arnir honum flotið, áframhald- andi þingsetu að vísu með hæpn um rétti og til að bola af þingi dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, sem ekki hafði greitt atkvæði eins og honum var sagt. Bragi stóðst ekki þessa freistingu og talaði í gær á allt annan veg en áður er hann þáði flotið. STEFNULEYSI í UTAN- RÍKISMÁLUM Nú hrósaði hann stjórninni hvert reipi, en áður gagnrýnu. hann hana. Þá viðurkenndi Bragi t. d., að ríkisstjórnin hafi ekki „framfylgt yfirlýstri stefnu“ í varnarmálunum. Um svo augljósa staðreynd ætti og að vera óþarfi að deila. Enda er það versta engan veginn að hætta við að „framfylgja yfir- lýstri stefnu", þegar hún reyn- ist röng. Slíkt er út af fyrir sig fremur vert lofs en lasts, þó að hæpið sé að sá, sem hefur fengið völdin á svo fölskum forsendum, eigi að halda þeim eins og ekk- ert hafi í skorizt. Miklu verra er, að nú veit eng- inn, hvaða stefnu ríkisstjórnin hefur í þessum efnum. Og ekki fræddust menn mikið um það í gær. ÞAGÐI UM UTANRÍKISMÁL Hæstv. utanríkisráðh. minntist ekki einu orði á utanríkismál í ræðu sinni í gær. Hann hafði raunar háldið ágæta ræðu um varnarmálin suður í Bonn og hún fékkst lesin hér í útvarpið á einni kvöldstund. En það er ekki nóg að tala fagurlega suður í Þýzkalandi undir handarjaðri Adenauers og Dulles, allra síst þegar það er gert í sömu svifum og stjórnarflokkarnir eru að ryðja kommúnistum braut inn í banka þjóðarinnar til að geta þaðan haldið áfram árás sinni á lýðfrelsi og sjálfstæði þjóðarinn- ar. Og ekkert stjórnarblaðið birti Bonn-ræðu utanríkisráðherra né vék að henni einu orði lengi vel. Fyrst eftir heimkomu ráðherrans skaut eitt stuðningsblaða hans því að honum, að „hann virðist stundum með öllu gleyma, að hann situr ekki í ríkisstjórn með íhaldsmönnum heldur í stjórn, sem setti í stjórnarsamning sinn m. a. ákvæði um framkvæmd til- lögunnar frá 28. marz 1956 um brottflutning bandarísks hers af íslandi“. Þessi ummæli stuðningsblaðs ráðherrans eru réttmæt. Guðmundur í. Guðmundsson greiddi að vísu atkvæði með ályktuninni frá 28. marz og fór í ríkisstjórn til að framkvæma hana. En stundum virðist hæstv. ráðherra eindreginn í að koma í veg fyrir framkvæmd hennar. En hverja afleiðingu taka stjórnarliðar af þessari stað- reynd? Sýna þeir í framkvæmd, að þeir séu utanríkisráðherran- um og „íhaldsmönnum", sem þeir svo nefna, ósammála um nauð- syn dvalar erlends varnarliðs á fslandi? Bjarni Benediktsson hennar, hvort sem þær eru vin- sælar meðal þeirra eða ekki. Hinn raunverulegi stuðningur og ábyrgð verður aðeins gleggri við það, þegar safnað er áskor- unum ýmissa aðila um, að þess- ari stefnu skuli breyta. Allur sá málatilbúningur skapar að vísu fullkomna óvissu una, hvað verða muni í framtíðinni, ef þessir flokkar ráða, en haggar ekki hætis hót ábyrgð þeirra á því, sem gerzt hefur og er að gerast. SILFURPENINGARNIR Lánin í Bandaríkjunum urðu raunar minni en í fyrstu var ætl- að. Þá birti Þjóðviljinn fregn um 30 millj. dollara „efnahags- aðstoð" að vestan og bætti við: „Alltaf eru silfurpeningarnir 30“. Þrátt fyrir mikla eftirgangs- muni hafa milljónirnar ekki enn orðið nema 11. Þjóðviljinn er þeim mun lítil- þægari en sá, sem tók á móti silfurpeningunum 30 og hengdi sig síðan, að blaðið hælist um yfir þeim 11, sem ríkisstjórnin hefur nú hlotið. Ráðherrarnir Hermann og Hannibal brigzluðu í gær stjórn Ólafs Thors um að henni hafi ekki heppnazt að fá Sogslán. Með þeirri ásökun er enginn fremur hittur en núverandi starfsbróðir þessara manna, Eysteinn Jóns- son, á honum hvíldi lögum sam- kvæmt forysta um lántökur, þá eins og nú og eiga því öll óvirð- ingarorð þeirra um þetta fyrst og fremst við Eystein. 400 MILLJÓN KRÓNA TILBOÐIÐ Ólafur Thors fékk frá Þjóð verjum tilboð um 400 millj. kr. lán og er óskiljanlegt, að nú verandi ríkisstjórn skuli ekki hafa fylgt því eftir, ef traust hennar út á við er jafngrunn múrað og hún heldur fram. Sogs- lán var vissulega einnig fáanlegt fyrir kosningar hjá Bandaríkja- mönnum, ef við þá voru gerðir margra ára samningar um orku- sölu til Keflavíkurflugvallar Það þótti þá ekki rétt. ÓVINSÆLDIR OG ÁBYRGÐ í því efni stoðar ekki, eins og gert hefur verið, að hóta ráðherr- anum með því að gera verði hon- um „skiljanlegt áður en mjög langt um líður, að vinsældir hans meðal Morgunblaðsmanna eru í öfugu hlutfalli við vin- sældir hans meðal fylgenda nú- verandi ríkisstjórnar". Sú hótun hefur auðsjáanlega ýtt undir ráð- herrann til að tala eins og hann gerði í gær, enda er von, að hann vilji sýna, að hann sé ekki ætíð „þjónn Bjarna Bqnedikts- sonar“, eins og stjórnarblaðið ný- lega sakaði hann um. En það mátti hann eiga, að ekkert öfugt orð sagði hann um varnarmálin, sem hann raunar nefndi ekki, að Ú1 væru. En hér er ekki spurn- ag um vinsældir heldur fram- ■væmd ákveðinnar stjórnmála- tefnu, stuðning við hana og oyrgð á henni. Og óumdeilan- ga bera fylgjendur núverandi -íkisstjórnar ábyrgð á gerðum LÁNVEITINGIN BJARGAÐI Ríkisstjórnin hefur og ekki lát- ið sér nægja að „framfylgja ekki yfirlýstri stefnu“ um þetta, held- ur hefur hún tengt þá stefnu- breytingu öðrum málum á ósæmi legan hátt. Við Sjálfstæðismenn höfum ætíð haldið því fram, að varnarmálin verði að meta eftir nauðsyn þeirra sjálfra. Verja verði ísland, er þess sé þörf vegna íslenzku þjóðarinnar, ann- ars ekki. Stjórnarliðið hefur aftur á móti gert þetta mál að verzlunarvöru. 4 millj. dollara lánveiting Banda ríkjamanna í desember úr öryggis sjóði þeirra var bein forsenda stjórnarliðsins fyrir varnarsamn- ingnum við Bandaríkin rétt áður, þegar horfið var frá að fram fylgja hinni yfirlýstu stefnu, enda var stjórninni þá lífsnauð- syn að fá þessa skildinga handa á milli, svo var þá illa fyrir henni komið! Gegn þessum staðreyndum duga engar neitanir. Þær eru örugg sannindi, og ráðherrarmr gera einungis veg sinn enn mmm með því að neita þeim. SOGSLÁNIÐ Þvílík synjun sannleikans stoð ar þá ekki heldur um Sogslánið. Jafr.vel Þjóðviljinn gat ekki orða bundizt í fyrstu um þá forsmán að tengja það góða og nytsama mál varnar-samningnum á þann veg, sem gert var. Hinn 8. des. sagði Þjóðviljinn: „í sambandi við hernámssamn- ingana hefur Bandaríkjastjórnin boðið íslendingum 160 millj. kr. lán til Sogsvirkjunarinnar--“. Hinn 9. desember endurtók Þjóðviljinn, að lánstilboðið til Sogsvirkjunarinnar væri í „beinu framhaldi af nýju hernámssamn- ingunum". „Og það liggur í aug- um uppi að hér er náið samband milli þess sem gerzf hefur í her- námsmálunum og þessa óvænta lánstilbóðs“. Þá taldi Þjóðviljinn lánstil- boðið „enn ískyggilegra“ en „hina nýju hernámssamninga", sem blaðið nefndi svo. Nú eru bágindi blaðsins slík, að það hælist um yfir, að ríkisstjórninni hafi tek- izt að fá Sogslánið með þeim hætti, sem gert var. VARANLEG IIERSETA Nú horfir öðru vísi við. Bragi Sigurjónsson hefur kveðið upp úr með það, sem hluti stjórnar liðsins er nú að brugga. Al- þýðublaðið 16. marz hefur eftir honum: „--------sjálfur kvaðst hann ekki leyna þeirri skoðun, að sér þætti ýmsir ófýsilegir agnúar á þeirri stefnu að láta herinn vera ýmist að koma eða fara eftir veðrum heimsmálanna. Verður erlendur her okkur ekki enn hættulegri bólguhnútur í efnahagslífinu með slíkum hætti og sem þjóðernislegt og þjóð félagslegt vandamál, heldur en stöðugri seta í smáum stíl og strangt afmörkuð?“ Þetta voru orð Braga Sigurjóns sonar, og verður þá mælt mál ekki lengur skilið, ef ekki felst í þeim tillaga um varanlega, stöðuga hersetu í landiuu. Er þá bilið orðið býsna mikið frá því, þegar hæstv. forsætisráðh., Her mann Jónasson sagði fyrir kosn ingar ,að betra væri að vanta brauð en að þola vist erlends varnarliðs í landinu. HERMANN ÓTTAST EIGIN ATHAFNIR Hermann Jónasson fáraðist mjög yfir fréttaflutningi héðan til annarra landa. Ótrúlegur barnaskapur er, að Sjálfstæðis menn ráði, hvað um þjóðina er sagt erlendis. Sú staðreynd, sem hvarvetna þótti tíðindum sæta, en Hermann vildi umfram allt að þagað væri um var sú, að hann myndaði ríkisstjórn með komm únistum í því skyni að gera land- ið varnarlaust. Hinar frjálsu lýð- ræðisþjóðir óttuðust að vonum þann fleyg, sem þannig átti að reka í varnarkerfið, og hafa því sjálfar sent fleiri fréttamenn til landsins síðasta árið en nokkru sinni áður. Hermann sagði sjálf- ur í útvarpi í fyrra fyrir kosn- ingar að þær færu fram í aug- sýn alls heimsins, en hann varð manna fyrstur til að kveinka sér, þegar hann heyrði undirtektir umheimsins. E. í! v. hefur órói þeirra, sem yfir mestum pening- unum ráða, nokkuð minkað, eftir Frh. á bls. 14 STáKSTEINAR Minnisverð högn FÁTT vakti meiri athygli í út- varpsumræðunum en þögn utan- ríkisráðherrans, Guðm. í Guð- mundss., um utanríkismál. Á þau minntist hann ekki einu orði. A3 vísu hafði hann haldið skelegga ræðu um varnarmálin á meðan hann var staddur suður í Bonn dögunum með þeim Adenauer og Dulles. En síðan ekki söguna meir. Ekkert stjórnarblað hefUr birt Bonn-ræðuna né á hana minnzt berum orðum, en eitt þeirra sendi honum illa dulda áminningu fyrir ræðuflutning- inn. Því meiri ástæða var nú fyrir utanríkisráðherrann til að tala um þau meginmál, sem undir hann heyra, en á þau drap hann sem sagt ekki einu orði. Á þessu heyrðist þegar sú skýr- ing, að Hermann og kommúnist- ar hafi harðlega bannað honum að hreyfa þessu umræðuefni að viðlögðum samvinnuslitum og hafi Guðmundur þá gugnað á að halda Bonn-stefnunni til streitu, en hugsað starfs-„bræðrunr“ sín- um þegjandi þörfina. Brasð á Hermann. HVER sem skýringin er á þögn Guðmundar um utanríkismálin, þá er ljóst, að í sumu öðru, sem hann sagði, lagði hann sig ekki fram um að gera Hermanni og kommúnistum greiða. Guðmund- ur taldi það fjarstæðu, að samn- ingar „stéttarfélagsins Iðju í Reykjavík" við atvinnurekendur um launahækkun sýndu skort á traustu „samstarfi ríkisstjórnar- innar við verkalýðsfélögin“. Til frekari skýringar sagði hann: „Iðjufélagarnir voru komnir svo langt aftur úr öðrum með launagreiðslur sínar, að iðnrek- endur munu nokkuð almennt hafa greitt starfsfólki hærri iaun en samningar sögðu fyrir um, til þess að geta haldið starfsfólki sínu.“ Hér er ekki um að villast, að Guðmundur telur Iðju-samning- ana í alla staði eðlilega og tekur undir það, sem Alþýðublaðið sagði á sínum tíma, að um þá væri „ekkert nema gott að segja.“ Með þessu brá Guðmundur illi- lega fæti fyrir Hermann hús- bónda sinn, sem rétt áður hafði farið mörgum orðum um þá skemmdarstarfsemi Sjálfstæðis- manna, er fælist í Iðjusamning- unum. Um það sagði Hermann: „Nú áleit Sjálfstæðisflokkurinn voða fyrir dyrum, ef ekki væri hægt að koma í veg fyrir að verð- Iag yrði stöðugt og vinnufriður héldist í landinu. Fyrsta áhlaup- ið var gert í Iðju í Reykjavík. --------Þessir sömu menn buðu fram kauphækkanir til starfs- fólks síns án uppsagnar.“ Og Ilannibal hafði tekið undir þessi ósannindi. Báðir lágu þeir Hermann og Ilannibal flatir á bragði Guð- mundar. „Ekkert siðferðisbroti* FALL Hermanns og Hannibals var svo fullkomið, að Þjóðviljinn breytti gersamlega um í gær og prentaði grein eftir Arngrím Ingimundarson, þar sem segir um Ið jusamningana: „En ég vil benda þeim góðu mönnum á, að þeir hafa enga of- rausn sýnt í þessu sambandi og mættu meira að segja gera miklu betur, án þess að fremja nokkurt siðferðisbrot.“ Með þessu er þá Þjóðviljinn byrjaður á að ásaka atvinnurek- endur fyrir of mikla tregðu í launahækkunum til Iðju-fólks.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.