Morgunblaðið - 30.05.1957, Side 20

Morgunblaðið - 30.05.1957, Side 20
2« MORCUNBL4Ð1Ð Flmmíudagur 30. maí 1957 Edens eftir John Steinbeck I 47 i = I ina. Villihaí'rarnir höfðu ekki náð nema sex þumlunga hæð, en báru samt öx, líkast því sem þeir vissu, að ef þeir flýttu sér ekki að fræv- ast, myndu þeir alls ekki frævast á þessu sumri. „Þetta er ekki sérlega frjósamt land“, sagði Adam. „Frjósamt?“ sagði Louis. — „Herra minn trúr, hr. Trask! Þetta land getur slitið kröftum manns á svipstundu og svelt mann í hel. Hr. Hamilton á víðáttumikið land, en hefð’ það átt að fæðu hann og böm hans, væru þau nú öll soltin í hel fyrir löngu. Nei, það eru ekki afurðir jarðarinnar sem ala hann. Hann tekur að sér alls konar störf önnur og nú eru drengirnir líka farnir að vinna eitt og annað. Þetta er einstaklega dugleg og samhent fjölskylda". „Hvers vegna í ósköpunum valdi hann svona gróðurlaust land?“ spurði Adam undrandi. Louis Lippo hafði, eins og flest ir aðrir, gaman af að fræða ókunnuga, einkum þegar enginn kunnugur var nærri, til að hreyfa andmælum „Það skal ég segja yð 2ja—3ja herbergja íbúð □-------------------□ Þýðing Sverrir Haraldsson □-------------------□ ur“, svaraði hann. „Lítið nú til dæmis á mig — faðir minn var ítalskur. Kom hingað eftir borg- arastyrjöldina, með tvær hendur tómar. Jörðin mín er ekki mjög stór, en hún er góð. Faðir minn keypti hana. Hann valdi hana eft- ir mikla yfirvegun. Og lítum svo á yður sjálfan. — Ég Veit ekki hvernig efnahag yðar er háttað og ætla ekki að spyrja um það, en menn segja að þér hafið í hyggju að kaupa gamla Sanchez-búið og Bordoni er ekki vanur að gefa neitt. Þér hljótið að vera ríkur maður, annars dytti yður ekki í hug að skipta við hann“. „Ég er sæmilega fjáður“, sagði Adam. „Jæja, nú kem ég að efninu“, sagði Louis. „Þegar hr. og frú Hamilton fluttust hingað í dalinn, óskast áttu þau ekki bót fyrir boruna á sér, ef svo mætti segja. Þau urðu að taka það sem eftir var og eng- inn hafði viljað líta við — ríkis- land, sem enginn vildi. Tuttugu og fimm ekrur þess myndu ekki fæða kú, jafnvel þótt góðæri væri og það er sagt að úlfarnir flýi það- an, þegar illa irar og eru þeir þó ekki alltaf góðu vanir. Það er mörgum torskilin gáta, hvemig Hamilton-fjölskyldunni hefur tek- izt að draga fram lífið. En hr. Hamilton hefur auðvitað orðið að vinna maigt og mikið annað — og þannig hafa þau komizt af. Hann stritaði og púlaði sem vinnumaður hjá öðrum í mörg ár, unz hann lauk við smíði þreskivélarinnar sinnar“. „Hann hefur haft nóg að gera, maðurinn sá“, sagði Adam. „Já, hann hefur haft nóg að gera. Og níu börnum hefur hann komið til manns. Ég er viss um að hann hefur ekki getað lagt fyr- ir einn einasta dollara. Hvemig hefði hann átt að geta það?“ Önnur hlið vagnsins lyftist upp, þegar hjólin ultu yfir stóran, hnöttóttan stein og seig svo niður aftur. Hestarnir voru dökkir af svita og löðraðir undir brjóstólun- um. „Ég hlakka til að tala við hann“, sagði Adam. „Já, hr. Trask. En að einu leyti var þó uppskera hans góð. Hann eignaðist góð börn <jg veitti þeim gott uppeldi. Þau eru öll mjög mannvænleg — nema þá kannske Joe. Joe — það er sá yngsti. — Foreldrar hans eru að tala um að senda hann í skóla. En öll hin börnin eru mjög efnileg. Hr. Ham ilton má vissulega vera hreykinn. Húsið stendur rétt hinum megin við hæðina þarna. Gleymið nú ekki að fela flöskuna undir sæt- inu. Annars kynni húsfreyjan að stugga ónotalega við yður“. Þurr jörðin skorpnaði og sprakk í funa sólarinnar og engisprett- urnar tistu. „Þetta virðist sannarlega út- skúfað land“, sagði Adam. „Það liggur við að maður finni til sam- vizkubits". „Hvernig þá?“ „Jú, ég er það vel efnum búinn, að ég þai-f ekki að reisa bú mitt á öðrum eins stað“. „Sama segi ég, en finn samt ekki til neins samvizkubits. Ég er bara feginn“. Þegar vagninn kom upp á hæð- ina, sá Adam litla húsaþyrpingu niðri við rætur hlíðarinnar — íbúðarhús með mörgum skúrum, f jósi, smiðju og vagnskýli. — Allt var að sjá svc skrælnað og sól- bakað, brennt og srviðið. — Engin stór tré, aðeins lítill garður sem bera þurfti vatn í daglega, svo að eitthvað þrifist. , Louis sneri sér að Adam og það var einhver skyndilegur hótunar- hreimur í rödd hans, sem Adam geðjaðist ekki að: „Eitt vil ég að þér gerið yður strax fyllilega ljóst, hr. Trask. Sumir menn er sjá Sam Hamilton í fyrsta skipti, ímynda sér að hann sé hlægilegur og sérlundaður þrákálfur. Hann talar ekki eins og annað fólk hér um slóðir. Hann er Iri. Og hann er fullur af áformum og ráðagerð Tvö heibergi og eldhús til leigu í Laugarnesi. Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 1. júní merkt: „5220“. um. — Hundrað nýjar ráðagerð- ir á hverjum degi. Og hann er fullur af vonum. Annars hefði hann ekki getað lifað lífi sínu á öðrum eins stað. En þér skulið muna þetta — hann er duglegur maður, mikill verkmaður, góður járnsmiður og sumar hugmyndir hans hafa reynzt ágætar í fram- kvæmd. Og ég hef heyrt hann tala um margt, sem myndi gerast og það hefur gerzt“. Adam kunni illa hótunarhreimn um í rödd Louis. „Ég er ekki van- ur að hæðast að mönnum eða líta niður á þá“, sagði hann og hon- um duldist það ekki, að á þessari stundu var hann í augum Louis framandi og fjandsamlegur. „Ég vildi bara gera yður þetta ljóst. Mörgum austurríkjamann- inum, sem hingað kemur, hættir nefnilega við því að dæma hvem þann mann einskis nýtan, sem ekki á peninga“. * „Slíkt gæti mér ekki komið til hug.......“. „Það má vel vera að hr. Hamil- ton hafi ekki lagt fyrir einn ein- asta dollara. En hann er einn af okkur og betri maður en hann verð ur seint eða aldrei fundinn. Og hann hefur alið upp börn, sem flestir mættu öfunda hann af, Ég vil bara að þér munið það“ Adam var að því kominn að svara ónotum, en sá sig svo um hönd og sagði aðeins: „Ég þakka yður fyrir. Ég skal muna þetta“. Louis horfði heim að húsun- um. „Þarna er hann — sko, fyrir utan smiðjuna. Hann hefur heyrt til okkar“. „Hefur hann skegg?“ spurði Adam. „Já, fallegt skegg. Það er nú farið að grána. Bráðum verður það alveg hvítt“. Þeir óku framhjá íbúðarhúsinu og sáu frú Hamilton, sem stóð við gluggann og horfði út og svo héldu þeir áfram til smiðjunnar, þar sem Samúel beið þeirra. Adam sá stórvaxinn mann, skeggjaðan eins og patríarka, með grátt hár, sem stóð út í loftið eins og dúnkragi. Fyrir ofan skeggið voru kinnar hans ljósrauðar, þar sem sólin hafði brennt hið írska hörund hans. Hann var í hreinni, blárri skyrtu og vinnubuxum með DURflSCHRRF RAKVÉLABLODIN hafa farið sannkallaða sigurför um landið. Reynið fasan durascharf rakvélablöðin og sannfærist um gæði þeirra. Þér getið ekki dæmt um beztu rakvéla- blöðin fyrr en þér hafið reyntfasan durascharf. Einkaumbo&: BJÖRN ARNÓRSSON Bankastræfi 10, Reyk/avik Iðnskólanum í Reykjavík verður sagt upp föstudaginn 31. þ. mán. kl. 2 e. h. í skólahúsinu við Skólavörðutorg. Ósóttar teikningar 3. og 4. bekkjar verða afhentar sama dag milli kl. 5—6. Skólastjóri. Stálskápar með færanlegum hiHum. Hentugir fyrir skrifstofur og varahluta- verzlanir. Verð frá kr. 1.370.00. Mekla Austurstræt* 14. „».>.x~>.:-x-x..:..x..>.x..x->.>*:',>*>^i">*:->*>*>*>*X">,>*>'>,X":'*'5“X**>.>.>.>.>*x M ARKÚS Eftir Ed Dodd SAX LOOK1, AT HI AA SWINS THAT AX...I MUST GET SOME PICTUR.ES 1) — Tjaldbúðir Jóa Indíána eru við þetta vatn. Þu skalt setj- ast á ísinn. Það er rúmgott. 2) — Þér mun ábyggilega geðj ast vel við Jóa. Hann er gamall Indíáni og mjög skapgóður. — Hann hefur verið eins og annar faðir minn og hjálpað mér við að umgangast Indíánana. 4) — Þarna er hann. — Ja, sá kann að sveifla öxi. Ég verð að taka mynd af honum. adlltvarpiö Fimmtudagur 30. maí: (Uppstigningardagur). Fastir liðir eins og venjulega. 11,00 Messa í Dómkirkjunni —. (Prestur: Séra Óskar J. Þorláks- son. Organleikari: Jón G. Þórar- insson). 15,00 Miðdegistónleikar. 19,00 Tónleikar (plötur). 20,20 Tónleikar (plötur). 20,40 Náttúra íslands; VII. erindi: Gróður af akri Njáls bónda á Bergþórshvoli (Sturla Friðriksson magister). —• 21,05 Musica sacra tónleikar Fé- lags íslenzkra ofanleikara í Laug- arneskirkju 12. f.m. (Hljóðr. á segulband). Kirkjukór Laugarnes- sóknar syngur; Kristinn Ingvars- son stjórnar kórnum og leikur ein- leik á orgel. Undirleikari með kórnum: Páll Halldórsson. 21,45 Upplestur: Valdimar V. Snæ- varr les frumorta og þýdda sálma. 22,10 Þýtt og endursagt: Úr '’ndurminningum konu Dosto- jevskís; síðar: hluti (Arnheiður Sigurðardóttir flytur). 22,35 Sin- fónískir tónleikar (plötur). 23,15 Dagskrárlok. Föstudagur 31. maí: Fastir liðir eins og venjulega, 13,15 Lesin dagskrá næstu viku. 19,00 Þingfréttir. 19,30 Létt lög (plötur). 20,30 Erindi: Jósep Skaptason læknir (Páll Kolka hér- aðslæknir). 20,55 Islenzk tðnlist: Lög eftir Bjarna Þorsteinsson og Emil Thoroddsen (plötur). 21,25 Upplestur: Snorri Sigfússon fyrr- verandi námsstjóri les kvæði eftir Gunnar Einarsson bónda á Berg- skála á Skaga. 21,35 Tónleikar (plötur). 22,10 Garðyrkjuþáttur: Jón H. Björnsson skrúðgarðaarki- tekt talar um skrúðgarða. 22,25 Harmonikulög (plötur). 23,00 Dag skrárlok.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.