Morgunblaðið - 26.06.1957, Side 1
44. árgangur
139. tW. — Miðvikudagur 26. júní 1957.
Prentsmiðja Morgimbiaðsin*
Sartre
Picasso
Aragon
Mauriac
Tillaga Bandarikianna:
Afvopnun í 3 áföngum.
London, 25. júní. — Frá Reuter
T"f AROLD STASSEN, fulltrúi Bandaríkjanna í undirnefnd af-
vopnunarnefndar S. Þ. kom í dag fram með tillögu um, að
afvopnun eigi sér stað í þremur áföngum. f fyrsta áfanga minnki
Bandaríkin, Sovétríkin og Kína herafla sína niður í 2,5 milljónir
hvert þessara ríkja. í næsta áfanga verði heraflinn minnkað-
iir niður í 2,1 milljón og í síðasta áfanga niður í 1,7 milljón hjá
hverju nefndra ríkja.
Samkvæmt áreiðanlegum heim
ildum gerði Stassen það að kröfu
sinni, að áður en annar og þriðji
áfangi kæmu til framkvsemda
yrði að hafa komið í ljós einhver
árangur af viðleitninni við að
leysa hin erfiðu pólitísku vanda-
Hann vildi líka fá nánari upp-
lýsingar um tillögur Stassens
varðandi minni hernaðarútgjöid
og framleiðslu vígvéla.
Almenn mótmælaalda gegn
dauðadómum í Búdapest
París, 25. júní.
TVEIR HÓPAR franskra rithöfunda hafa farið þess á leit við
undirnefnd Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um Ungverja-
landsmálin, að hún skerist í leikinn og hjargi lífi tveggja dauða-
dæmdra ungverskra rithöfunda, þeirra Josef Cali og Gyula
Obersovszky.
Annar hópurinn, sem kallar sig
„Samband sannleiksunnandi rit-
höfunda“, hefur sent Kadar for-
sætisráðherra leppstjórnarinnar
símskeyti þar sem segir m. a.:
„Vér skorum á yður í nafni lýð-
ræðislegs frelsis og mannkynsins
í heild að kema í veg fyrir af-
tökurnar.“ Meðal þeirra, sem
undirrituðu áskorunina, eru
Francois Mauriac, Jean-Paul
Sartre og Louis M issignon.
Þessi samtök hafa einnig sent
símskeyti til Tító forseta í Júgó-
slavíu og Mao Tse-Tungs forseta
Kína, sem og til Gómúlka aðal-
ritara pólska kommúnistaflokks-
ins, og farið þess á leit við þá,
að þeir snúi sér til ungversku
leppstjórnarinnar í því skyni að
bjarga rithöfuuúunum tveim frá
dauða.
Þá hefur formaður hinnar
frönsku deildar „Frjálsrar
menningar“, Denis de Rouge-
mont, sent formanni undir-
nefndar S. Þ., Alsing Ander-
sen frá Danmörku, orðsend-
ingu þess efnis, að hann leggi
málið eins fljótt og auðið er
fyrir S. Þ. og geri allt sem
hægt er til að bjarga lífi rit-
höfundanna.
Þá hafa þeir de Rougemont
og franska ljóðskáldið Louis
Aragon, sem jafnan hefur
hallazt að kommúnisma en er
í stjórn „Frjálsrar menning-
ar“, sent Kadar símskeyti, þar
sem þeir skora á hann að láta
ekki lífláta hina dauðadæmdu
rithöfunda.
Málarinn heimfrægi Pablo
Picasso, sem er af spönskum ætt-
um og hefur játazt kommúnism-
anum, sendi Kadar simskeyti í
fyrri viku og bað hann að ógilda
dauðadómana yfir Gyula Obers-
ovszky og Josef Cali.
Norsku blaðamannasamtökin
hafa sent Kadar mótmælasím-
skeyti í tilefni dauðadómanna.
Benda samtökin á ofsóknir naz-
ista á hendur þýzka rithöfund-
inum Karl Ossietzky, sem hlaut
friðarverðlaun Nóbels, meðan
hann sat í fangelsi nazista, eg
lýsa yfir því, að lífláti ungverks
yfirvöld hina tvo ungverskn
rithöfunda, eigi þau á hættu að
verða dregin í sama dilk og böðl-
ar Ossietzky. Dauðadómarnir hafi
valdið mikilli hugaræsing meðal
norsks almennings, segir í skeyt-
inu.
40 ÞÚS. f ÞRÆLABÚÐUM
Yfir 40 þ4s. andkommúmst-
ar eru nú lokaðir inni í þrem-
ur stærstu þrælabúðum Ung-
verjalands, samkvæmt áreið-
anlegum heimildum í Vínar-
máL
BBETAR OG FRAKKAR
Franski fulltrúinn, Jules Moch,
var fylgjandi tillögu Stassens, og
lagði til ásamt Lloyd utanríkis-
ráðherra Breta, að Frakkland og
Bretland minnki herafla sína nið-
ur í 756.000 manns hjá hvoru
ríki í fyrsta áfanga, síðan niður
í 700.006 og loks í 650.000 manns.
Fulltrúi Rússa, Zorin, viidi
ekki segja neitt um tillögu
Stassens að svo stöddu, en kvaðst
hafa hug á að vita, hvað Stass-
en ætti við, þegar hann talaði
um lausn pólitískra vandamála,
sem skHyrði fyrir afvopnun. —
STOKKHÓLMI 25. júní. — Nehru
f orsætisráðherra Indlands lauk
heimsóknum sínum Ul Nórðurland
anna fjögurra í dag t Stokkhólmi
og hélt áleiðis til Lundúna. Áður
en hann flaug frá Stokkh. snæddi
hann hádegisverð með Gustav
Adolf konungi og Louise drottn-
mgu.
„Frjálsir nauðungarflutningur“
frá Búlgaríu til Síberíu
Belgrad, 25. júní.
ÞESSA dagana stendur yfir heilmikil „herferð" í Búlgaríu, sem
miðar að því að fá þúsundir ungmenna á aldrinum 18 til 30
ára til að mynda „verkamannasveit“, sem send verður til eyði-
markanna, túndranna og skóganna í Austur-Rússlandi.
Ekki hafa verið sett nein tak-
mörk fyrir fjölda þeirra manna,
sem þannig verða fluttir frá föð-
urlandinu, en þúlgarska æsku-
lýðsblaðið „Narodna Mindezh“
tilkynnti nýlega: „Hinn 10. júlí
munu þúsundir ungra karla og
kvenna gera þá heitu ósk sína að
veruleika að hljóta þau miklu
forréttindi að fá að vinna í Sovét-
ríkjunum".
Fyrir hálfu ári sögðu pólsk
blöð frá því, að eigi færri en
15.000 atvinnulausir Búlgarar
yrðu fluttir tH Austur-Rússlands,
en stjórnin í Sofia, sem á í sí-
fellt harðari baráttu við atvinnu-
Ieysið, lét ekkert uppi um frétt-
ina. En fyrir nokkrum vikum var
tilkynnt, að búlgörsk æska yrði
send til Rússlands til að vinna
þar í námum og við byggingar
um þriggja ára skeið.
Það fylgdi tilkynningunni, að
þúsundir æskumanna hefðu látið
í ljós óskir um „að fá að vinna
með félögum sínum, meðlimun-
um í hinum glæsilegu samtökum
Komsomol í Sovétríkjunum". En
þrátt fyrir allan þennan fagur-
gala hefur búlgörskum yfirvöld-
um ekki tekizt að leyna þeirri
staðreynd, að hér er um að ræða
11
„Gullna hliðinu var
afhurða vel tekið í Osló
Blöðin telja sýninguna einróma
merkan leiklistarviðburð
TVTORSKU dagblöðin frá 19. júní geta ýtarlega um leikför
Þjóðleikhússins til Osló og sýninguna þar á „Gulina
hliðinu“ í Nasjonalteatret kvöldið áður. Ber þeim öllum
saman um að hér hafi verið um mikinn leiklistarviðburð
að ræða. Sé bæði leikritið sjálft sjaldgæflega vel ritað, og
einnig hitt, að leikararnir hafi farið ágætlega með hlut-
verk sín. Fagna blöðin mjög leiksýningunni og telja hana
merka og góða kynningu á íslenzkri leikritun, og leiklist.
Fara hér á eftir sutttir útdrættir úr Oslóarblöðunum um
leiksýninguna.
Morgenbladet birtir fyrirsögn
á forsíðu: „Ágætur íslenzkur
gestaleikur“. Inni í blaðinu skrif-
ar leikdómari þess, Carl Fredrik
Engelstad, leikdóm, en hann þyk-
ir einn strangasti leikdómarinn í
Osló. í upphafi segir hann að
Framh. á bls. 2.
Daviff Stefánsson
örvæntingarfulla tilraun til að
fækka þeim stóra skara ungra
atvinnuleyskigja, sem stjórnin
getur ekki veitt neina úrlausn.
Kommúnistar segja furðufrétt-
ir af blómlegum kjörum alþýff-
unnar í Búlgaríu, sem þarf ekki
aff búa viff sultarkjör auffvalds
landanna, og tala um atvmnu
leysiff sem tímabundið fyrirbæri,
sem sé allt annars efflis en enda-
laust atvinnuleysiff í vestri, en
staffreyndirnar tala öffru máli. 1
vetur neyddust Búlgarar tii að
leita á náðir Rússa um hjálp
gegn atvinnuleysinu. Rússar
sendu Búlgörum hráefni, sem
þeir síffan unnu fyrir rússneskan
markaff, og fengu þannig 70 þús.
atvinnuleysmgjar vinnu.
En það virðist ekki hafa
bætt úr neyðarástandinu
nema að örlitlu leyti. Áróður-
inn um, að þúsundir ungra
Búlgara hafi gefið sig fram til
að komast til „draumalands-
ins“ í austri, verður varla tek-
inn alvarlega, þegar haft er í
huga, að í fyrra var reynt að
fá búlgarska sjálfboðaliða til
að fara til Rússlands, og gáfu
sig þá fram 125 ungmenni.
Búlgarska æskulýðsblaðið tal-
ar hástemmdum orðum um
„brautryðjendastarf“, en það
ieynir hins vegar ekki þehri
Frh. á bU. 2
borg. Þessar búðir liggja »á-
lægt bæjunum Pecs, Szeged
og Kistarca um 20 kílómetra
suðaustur af Búdapest.
Hinn 7 mánaða gamli kommún-
istaflokkur Kadars heldur fyrsta
landsfund sinn á fimmtudag, og
verður þá gengið endanlega frá
stjórn hans og stefnu. Formaður
flokksins, sem er Kadar sjálfur,
mun flytja fundinum skýrslu, *n
síðan mun stjórnarmeðlimur
hans, György Marosan, leggja
fram tillögur um lög flokksins.
Ákveðiff hafði verið, aff lands-
fundurinn færi fram í síðustu
viku, en honum var frestaff í
viku. Óstafffestar fregnir herma,
aff þetta hafi stafaff af innbyrffis
deilum, en stjórnin hefur neitaff,
að um nokkrar deilur sé aff ræffa
innan flokksstjórnarinnar.
Síðustu fregnir í kvöld herma,
aff dómsmálaráffuneytiff í Búda-
pest hafi ákveffiff, aff mál rithöf-
undanna verffi tekiff fyrir aff ný ju
af hæstarétti. Hafa dómar rétt-
arins veriff ógiltir fyrst um sbm,
eða þar til hæstiréttur fellir nýj-
an dóm. Hefur leppstjórn Kadars
þannig látið undan mótmælunum,
sem bárust hvaðanæva úr heim-
inum. Cali er 27 ára gamall en
Obersovszky 30 ára. Þeir voru
dæmdir til dauffa fyrir aff gefa út
ólöglegt biaff.
Meðal síðustu mótmælanna,
sem leppstjórn Kadar bárust, var
skeyti frá hinum brezka heim-
spekingi Bertrand Russel og 17
öðrum brezkum rithöfundum.
* ■
TITO OMYRKUR I MALI
Belgrad, 25. júní — Reuter-NTB.
fT'ÍTÓ forseti Júgóslavíu talaði í dag á þingi þjóðar sinnar og.
réðist harkalega að Rússum og leppríkjum þeirra, sena hefðu
haldið uppi rógburði gegn Júgóslavíu. Leiðtogar Rússa og annarra
kommúnistaríkja hvetja til samvinnu, en saka okkur jafnframt
um stjórnleysi og auðvaldshyggju, sagði hann.
Ræða Títós er talin benda til þess, að tilraunir til að bæta
sambúð Júgóslavia og nálægra kommúnistaríkja hafi borið Mt-
inn árangur. Það er ekki nema tæpur mánuður síðan Tító lýsti
því yfir, að áróðursherferð Rússa gegn Júgóslövum væri á enda
og samband ríkjanna hefði batnað til muna.
Meðal áheyrenda að ræðu Títsó voru fulltrúar frá 20 erlendum
ríkjum, þeirra á meðal rússnesk, pólsk og kínversk sendinefnd.