Morgunblaðið - 26.06.1957, Blaðsíða 12
MORCVISBLÁÐ1Ð
Miðvikudagur 26. júni 1957
! A i
i A eftir 1
1111S I í) 11 fr John 65 i
i irfi# gn| Steinbeck l
L -J
sönnu. >eir sáu mann koma ríS-
andi með ofsalegum hraða og
stefna til þeirra. En það var kyn-
legur reiðmaður, hann sat í hest-
mum og dinglaði allur til, með
bakföllum og hliðarsveiflum. —
Þegar hann kom nær sáu þeir,
að þetta var Lee, sem sveíflaði
handleggjunum upp og niður
eins og vaengjum, en hárpískur- i
inn hlykkjaðist og hringaði sig
eins og snákur. Það var hrein-
asta furða að hann skyldi tolla
á hestinum. Svo kippti hann í
taumana og tók andköf af geðs-
hræringu: — „Mister Adam segja
þið koma. Missy Cathy veik —
koma fljótt. Missy hljóða, veina
□-
—□
Samúel sagði: —„Reynið þér
nú að stilla yður, Lee Hvenær
byrjaði þetta?“
„Kannse um morgunverð, kann
ske seinna“.
„Allt í lagi. Ekkert að óttast.
Hvernig líður Adam?“
„Mister Adam brjálaður. Gráta
— hlægja — kasta upp“.
„Mér datt það hug“, sagði Sam-
úel. — „Það er svona að verða
pabbi í fyrsta sinn. Svona var
Þýðing
Sverrir Haraldsson
□---------------------□
ég líka. Tom, viltu leggja hnakk-
inn á hestinn fyrir mig?“
Joe sagði: — „Hvað hefur kom
ið fyrir?“
„O, frú Trask er búin að taka
léttasóttina. Ég lofaði Adam því,
að ég skyldi reyna að veita ein-
hverja hjálp, þegar þar að
kæmi“.
„Þú?“, hváði Joe.
Samúel leit á yngsta son sinn:
„Ég hjálpaði ykkur báðum inn
í þennan heim“, sagði hann. —
„Og það er ekki hægt að sjá
merki þess á ykkur, að ég hafi
gert það sérlega illa. Tom, þú
safnar öllum verkfærunum sam-
an og svo skaltu skreppa heim
og hvetja borinn og koma með
púðurkassann, sem er uppi á hill-
unni í verkfærageymslunni. En
þú skalt fara hægt og varlega
Léreftstuskur
Óskum ettir að kaupa hreinar
og góðar iéreftstuskur
Prentsmiðjs HlorgunbEaðsins
með hann, ef þér er nokkuð ann
um hendur þínar og fætur. Joe
þú skalt verða kyrr eftir og líta
eftir öU“.
Joe ók sér ólundarlega: „Hvað
á ég að gera hér aleinn?“
Samúel þagði stundarkorn.
Svo sagði hann: „Joe, þykir þér
vænt um mig“?
„Það veiztu vel. Hvers vegna
spyrðu að þ/í?“
„Ef þú heyrðir að ég hefði fram
ið einhvern mikinn glæp, myndir
þú þá framselja mig lögregl-
unni?“
„Um hvað ertu að tala?“
„Myndir þú gera það?“
„Nei“.
„Nú jæjá. f körfunni minni,
undir fötunum, muntu finna
tvær bækur, alveg nýjar, svo að
þú verður að fara vel með þær.
Þetta er ritverk í tveimur bind-
um eftir mann, sem heimurinn á
eftir að heyra meira frá síðar.
Þú getur byrjað að lesa þær, ef
þú vilt. Sá lestur mun kollvarpa
mörgum af hugmyndum þínum.
Þetta rit heitir: Grundvallarat-
riði í sálarfræði og er eftir aust-
urríkjamanninn William James.
Hann er ekkert skyldur nafna
sínum, járnbrautarræningjanum.
Og Joe, ef þú nefnir þessar bæk-
ur nokkurn tíma á nafn, þá rek
ég þig áð heiman. Ef hún móðir
þín kæmist að því, að ég eyddi
peningum í bækur og þess hátt-
ar hégóma, þá myndi hún taf-
arlaust reka mig að heiman.
Tom teymdi hnakkhestinn til
hans: „Má ég lesa þær á eftir?“
„Já“, sagaði Samúel. Svo sveifl
aði hann sér léttilega upp í hnakk
inn: — „Jæja Lee, nú skulum við
leggja af stað“.
Kínverjinn ætlaði þegar að
hefja sömu þeysireiðina aftur, en
Samúel hélt aftur af honum: —
„Við skulum bara taka þessu
með ró, Lee. Barnsfæðing tekur
lengri tíma, en maður býst við
— oftast a. m. k.“
Þeir riðu þegjandi um stund,
svo sagði Lee: —„Það er leiðin-
legt að þér skylduð kaupa þessar
bækur. Ég á örlítið stytta út-
gáfu í einu bindi. Þér hefðuð
getað fengið hana lánaða“.
„Jæja, eigið, þér hana? Eigið
þér margar bækur, Lee?“
„Ekki hérna — svona eitthvað
um þrjátíu til fjörutíu. En yður
er vel komið að fá þær lánaðar,
ef þér hafið ekki lesið þær“.
„Kærar þakkir, Lee. Og þér
megið vera viss um að ég kem
og skoða þær eins fljótt og ég
mögulega get. Mér þætti vænt
um að þér töluðuð við dreng-
ina mína. Joe er dálítið hvik-
lyndur, en Tom er ágætur og
hann myndi hafa gott af því“.
„Það er dálítið erfið brú að fara
yfir, hr. Hamilton. Ég er alltaf
dálítið hræddur við að tala við
ókunnuga, en ég skal samt reyna,
ef það er ósk yðar“.
Þeir riðu allgreitt heim til
húsanna. Samúel sagði: „Segið
þér mér, hvernig er þessu annars
farið með frú Trask?“
„Ég vildi fremur að þér dræg-
uð yðar eigin ályktanir af því,
sem þér sjálfur sjáið", sagði
Lee. — „Maður, sem lifir jafn
mikið einn og ég, getur auðveld-
lega fengið allskonar undarlegar
hugmyndir, vegna þess að hann
hefur hrakizt út fyrir sitt eigið
umhverfi".
„Já, ég skil afstöðu yðar. En
ég er ekki einn og ég hef líka
- fiás^ tA .
5 herbergp hæð
Til sölu er að Sogavegi 172, 5 herb., rishæð með stórum
kvistum, sér inngangi, sér þvottahúsi og sér hita. ■—
Skipti á minni íbúð mjög æskileg.
íbúðin er laus nú þegar. — Til sýnis í dag og á morgun
kl. 10—4 og eftir kl. 8,30.
Allar nánari uppl. gefur fasteignasöluskrifstofan
Sala og samningsir
Laugaveg 29 — Sími 6916.
Opnum í dag
26. júní — eftir aumarleyfL
G. Ólafsson & Sandfiolt
Laugaveg 36.
MARKUS Eítir Ed Dodd
l) — Peta bíður að sjálfsögðu
í St. Lovite þar til þokunni léttir,
Hallur.
— Nei, hún veit ekkert um þok
una fyrr en hún verður hálfnuð
á heimleið ....
2) — .... og vélin verður um
það bil benzínlaus, þegar hún
kemur hingað aftur. — Þú álít-
ur að hún verði hér eftir tvo
klukkutíma?
3) — Já. — Hvað áttu langa
veiðilínu, Hallur’
4) — Ja, ætli hún sé ekki ná-
lægt hundrað metrum. — Það er
ekki nóg. Við verðum að fá lán-
aða meiri línu.
kynlegar hugmyndir — kannsk®
þær sömu og þér“.
„Þér álitið þá ekki að það sé
bara eitthvað sem ég hefi ímyncU
að mér? “
„Ég veit ekki hvað það er. En
svo mikið er víst, að ég hefi það
á tilfinningunni að ég standi gagn
vart einhverju algerlega ó*
þekktu."
„Ég get víst sagt eitthvað
áþekkt", svaraði Lee. Svo brosti
hann: „Satt að segja hef ég alltaf,
síðan ég kom hingað fyrst, verið
að hugsa um gömlu kínversku
ævintýrin, sem faðir minn sagði
mér — ævintýrin um djöfla og
illa anda“.
„Haldið þér þá að hún sé illur
andi?“
„Nei, auðvitað ekki“, sagði
Lee. — „Ég vona nú fastlega að
ég sé vaxinn upp úr þeim barna
skap. Ég veit elcki hvað þessu
veldur. Eins og þér skiljið sjálf-
ur, hr. Hamilton, þá þroskast hjá
þjóninum hæfileikinn að finna
og skynja hvaðan vindurinn blæs
og hvernig andinn er í húsinu
hjá húsbændum hans. Og hér er
það eitthhvað, sem ég fæ hvorki
þekkt né skilið. Kannske er það
vegna þess sem mér verður hugs
að til áranna og illu andanna í
ævintýrum föður míns“.
ailltvarpiö
Miðvikudagur 26. júní:
8.00—9.00 Morgunútvarp —.
10.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádeg-
isútvarp. 12.50—14.00 Við vinn-
una: Tónleikar af plötum. 15.00;
Miðdegisútvarp. — 16.30 Veður-
fregnir. 19.25 Veðuríregnir. 19.30
Lög úr óperum (plötur). 14.40
Auglýsingar. 20.20 Fréttir. 20.30
Raddir að vestan: Finnbogi Guð-
mundsson ræðir við Vestur-ís-
lendinga. 21.00 Tónleikar (plöt-
ur): Strengjakvartett op. 8 eftir
Pal Creston (Hollywood-kvartett
inn leikur). 21.20 Alþjóðaskák-
mót stúdenta í Reykjavík: Frá-
sögn og viðtöl (Frikrik Ólafsson
skákmeistari o. fl.). 21.40 Tónleik
ar (plötur): „Les Biches", ballet-
svíta eftir Poulenc (Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna leikur; Ana-
tole Fistoulari stjórnar). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10
Upplestur: „Krítað liðugt“, smá-
saga eftir H. E. Bates (þýðand-
inn, Elías Mar, les). 22.25 Tónleik
ar: Lög úr söngleiknum „My Fair
Lady“ eftir Frederick Loewe,
(Rex Harrison, Julie Andrews,
Stanley Holloway, ásamt kór og
hljómsveit; Franz Allers stjórn-
ar). 23.00 Dagskrárlok
Finuníuaagur 27. júni:
8.00—9.00 Morgunútvarp — 10.10
Veðurfregnir. 12.00 Hádegisút-
varp. 12.50—14.00 „Á frivaktinni“
sj ómannaþáttur (Guðrún Erlends
dóttir). 15.00 Miðdegisútvarp.
16.30 Veðurfregnir. 19,30 Harmón
ikulög (plötur). 19,25 Veður-
fregnir. 19,40 Auglýsingar. 20.00
Fréttir. 20.30 Náttúra íslands; X.
erindi: Gróðurfarsbreytingar og
innflutningur jurta (Ingólfur
Davíðsson magister). 20.55 Tón-
leikar (plötur): Lög úr óperett-
unni „Leðurblakan" eftir Johann
Strauss (Sari Barabas, Anneliese
Rothenberger, Rudolf Schock,
Gustav Neidlinger o. fl. syngja
með Fylkiskórnum í Hannover;
Wilheim Schiichter stjórnar).
21.30 Útvarpssagan: Synir trúboð
anna“ eftir Pearl S. Buek; XXVII
(Sr. Sveinn Víkingur). 22.00
Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upp
lestur: Kristjan Röðuls les úr
nýrri ljóðabók sinni, „Fugl í
stormi ‘. 22,25 Sinfónískir tónleik
ar (plötur): a) Pianókonsert op.
21 í D-dúr eftir Haydn (Marguer-
ite Rösgen-Champion og Sinfóníu
hljómsveit Parísar leika; Marius-
Francois stjórnar). b) Sinfónia
nr. 8 í F-dúr op. 93 eftir Beet.
hoven (Filharmoníska sinfóníu-
hljómsveitin í New York Ieikur;
Bruno Walter stjórnar). 23.05
Dagskrárlok.