Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 2. júlí 1957
MQRGVNBLAÐ1Ð
3
— Konungsferöin til
Þingvalla
Bjart var yfir sögustaðnum, er
próf. • Einar Ólafur Sveinsson
sagði frá sögu alþingis og minj-
um um hið forna þinghald.
tóku á móti þeim í garðinum fyr-
ir framan húsið, en einmitt þá,
er staðið var á gjárbarmi, hafði
koungi orðið tíðrætt um Þing-
vallabæ og hið grasi gróna þak
hans.
LAX OG SKYR
Við suðurdyr Valhallar stóðu
forsætisráðherrahjónin við rauð-
an gólfdregil, og tóku á móti
konungshjónunum og fylgdarliði
Bæði báðust konungshjónin af-
sökunar á því, hve seint þau
kæmu, en forsætisráðherrann
eyddi því, og fylgdi hinum tignu
gestum til veizlusalarins, þar sem
100 gestir biðu við dúkuð veizlu-
borð, þar sem aðalrétturinn var
glænýr lax úr Ölfusá, én á eftir
fylgdi indælisskyr og rjómi.
Þetta kunnu hinir góðu gestir
’-el að meta.
HEIMFÖRIN
Á Þingvöllum var ekki til set-
unnar boðið. Svo sem 1 mín. eftir
að konungurinn hafði þakkað,
var stigið upp í bílana. Forsæt-
verðu var rigning. Var þá mörg-
uð hugsað til lögreglumannanna
á bifhjólunum, sem fóru á und-
an bílalestinni. Já, lögreglan
hafði staðið sig vel og skipulag
allt á löggæzlunni verið með mik-
illi prýði.
Þá hafði verið um það rætt að
nema staðar á Kambabrún, en
rigmng var þar og dimmt í lofti,
svo förinni til Reykjavíkur var
haldið áfram og nú var sprett
úr spori, en bílum konungsfylgd-
arinnar skilaði fljótt yfir hina
mosavöxnu Hellisheiði og öldótt
Svínahraun.
Komið var til Reykjavíkur um
kl. 5 og ók konungsbíllinn bgint
að húsi Frímúrarareglunnar, þar
eð konungur er frímúrari og þang
að inn fylgdi honum forseti ís-
lands og Vilhjálmur Þór banka-
stjóri. Þaðan lá leiðin niður á
Fjólugötu, þar sem sendiherrann
sænski og kona hans höfðu boð
inni fyrir konungshjónin og gesti.
Var þar fjölmenni. í gærkvöldi
var svo veizla í Þjóðleikhúss-
isráðherra ók með forseta og; kjallaranum, sem konungshjónin
Framh. af bls. 1.
ins. — Skömmu áður en
konungshjónin kvöddu Gljúfra-
stein, heyrðist hin gamla
skozka klukka í anddyri slá 12
högg, en það minnti þjóðhöft-
ingjana á, að nú varð að „slá í“,
því þeir voru þegar orðnir á eftir
áætlun.
Á leiðinni til Þingvalla var dr.
Sigurður Þórarinsson 1 bílnum
með konungi og forseta. Sigurð-
ur sagði frá því, sem fyr-
ir augun bar á leiðinni, frá land-
fræðilegu og jarðfræðilegu sjón-
armiði.
ALMANNAGJÁ
Vegurinn var sléttur og góður
og var ekið allgreitt austur að
Almannagjá. I slíku veðri, var
ekki hægt að aka framhjá gjár-
barminum. Konungurinn var að
vísu kunnugur á þessum slóðum
frá krónprinsárum sínum 1930, en
það var drottningin ekki. Enda
var hún ekkert að hvísla því að
bónda sínum, hve stórkostlega
fagurt þarna væri. Það var jafn-
vel svo, að forsetafrúin var orð-
in hálfsmeyk um að drottningin
myndi jafnvel ganga í leiðslu
fram af gjárbarminum. Forseta-
frúin aðýaraði hana hvað eftir
annað um að fara nú ekki fram-
ar, en drottningin, gekk fram á
yztu nöf, þar sem þeir stóðu dr.
Sigurður Þórarinsson og konung-
urinn.
GENGIÐ Á LÖGBERG
í stað þess að aka í hinum glæsi
legu bílum niður í Almannagjá,
gekk konungurinn hægt niður í
gjána og var alltaf að koma auga
á sumarblómin, sem vaxa þar
á klettunum, en flest þekkti hann
með nafni, eða þá drottningin,
og þau ráku nærstadda á gat í
plöntufræðinni. Höfðu menn
ánægju af því, að sjá hve
konungshjónin virtust kunna vel
að meta þessa 300 metra göngu-
för af gjárbarmi og niður að
Lögbergi, enda var oft staldrað
við, og hinn fróðleiksfúsi, síspur-
uli og vakandi konungur hafði
um margt að spyrja. — Ég gat
leyst svona sæmilega úr spurning
unum varðandi jarðsögu Þing-
valla, sagði Sigurður Þórarins-
son, en það gekk ekki éins vel
að leysa úr spurningum varðandi
jurtaríkið, sagði hann.
Þegar komið var á Lögberg,
settust þjóðhöfðingjarnir á þúfu-
kollana. Sólin skein í heiði, og
að vitum nærstaddra barst birki-
ilmurinn úr Þingvallaskógi. Það
var bjart yfir Skjaldbreið og
Súlum, en fjallaskúrir í Hengla-
fjöllum og regnský í suðri. —
Rétt við steininn á Lögbergi,
sagði próf. Einar Ól. Sveinsson,
stuttlega sögu staðarins, og minnt
ist 'allra hinna merkustu minja
þar. Konungurinn hlýddi með sér
stökum áhuga á mál próf. Einars,
svo sem vænta mátti, og lét sér
ekki nægja að hlusta, heldur
skaut hann inn í fyrirspurnum,
til prófessorsins, sem svaraði um
hæl.
sem stígur upp á við og varð-
veitist og lifir með nokkru móti
áfram, þó að tímarnir líði“.
★
Það var margt fólk á Lögbergi,
er konungshjófiin komu og voru
þar á lofti ljósmyndavélar inn-
lendra og erlendra blaðaljós-
myndara, alls um 30 vélar.
konungi. Nú var ekið austur
„hringinn“. Undir Arnarfelli
hlupu geltandi hundar að bílum
konungsfylgdarinnar, og þar var
lítil stúlka, sem reið berbakt á
brúnum hesti. Til hennar veifuðu
allir. Undir Ingólfsfjalli austan-
héldu forsetahjónunum, ríkis-
stjórn og fleiri gestum, alls tæp-
lega 70 manns.
Lauk þar með hinni opinberu
heimsókn sænsku konungshjón-
anna, sem halda heimleiðis í dag
kl. 10 árd. með flugvél.
Loufse drottning við Valhöll ásamt forseta og forsætisráðherra.
MINJARNAR RÍSA EKKI HÁTT
Þá er Einar Ól. Sveinsson hafði
gert stuttlega grein fyrir sögu
Alþingis og minjum hins forna
þinghalds, komst hann m.a. svo
að orði:
„Ég hygg, að ég hafi nú minnzt
á hinar allra merkustu minjar
þessa staðar. Borið saman við
rústir- Suður- og Austurlanda
rísa þær ekki hátt úr grasinu.
En þær eru ekki einar um að gefa
oss mynd af hinu liðna. Til hjálp-
ar koma hinar miklu bókmennt-
ir, og til samans veita þær hug-
um vorum að skoða söguna. Um-
hverfis allt eru hin fögru fjöll
og yfir allt hveif’st hinn víði
himinn. Þannig fallast sagan og
náttúran í faðma, og jafnvel á
þessum degi getur maður ekki
komizt hjá að verða snortinn af
því. Tímar náttúrunnar eru ára-
milljónir, saga mannsins er
skömm. En sé verk mannsins
einkennt af einlægri kappkostan
eftir friði, eftir réttlæti, eftir
menningu, eftir göfugra lífi, þá
er trúa mín, að hin stutta stund
mannsins sé nokkurs verð. Ask-
an hér á berginu mun stafa frá
eldi, sem kveiktur var til að
helga þennan stað, ef til vill var
það fórn til guðanna. Mér er
gjarnt að hugsa mér, að alþingi
á Þingvelli, með þeirri viðleitni,
sem það táknar, sé einnig eldur,
Eftir að konugurinn hafði þakk-
að próf. Einari Ól. Sveinssyni hið
ágæta erindi hans, var haldið
til Valhallar. Þjóðhöfðingjarnir
óku fyrst heim að Þingvallabæ,
þar sem þjóðgarðsvörður sr. Jó-
Konungur heilsaði Lars
litla - og jafnaldra sínum
HIN opinbera heimsókn Gust-
avs Svíakonungs hófst í gær-
rriorgun með því, að ekið var að
Fiskiðjuveri ríkisins og komið
þangað kl. 10. — Skoðaði kon-
ungur Fiskiðjuverið í fylgd með
forstjóra þess, Jakobi Sigurðssyni
og hafði hann mikinn áhuga á
þeim merkilegu framleiðslustörf-
um, sem þar eru unnin.
Þegar konungur kom í Fisk-
iðjuverið, var unnið þar að
vinnslu á karfaafla úr tveimur
togurum, sem höfðu verið að
veiðum við Grænland. Konungur
fylgdist með fyrirkomulagi fisk-
vinnslunnar og sá verkafólkið
pakka inn fiskinn, m. a. í um-
búðir, sem sérstaklega eru ætl-
aðar sænskum markaði.
★ ★
KL. 10.25 var kcmið að fisk-
verkunarstöð Bæjarútgerðar
Reykjavíkur. Konungur skoðaði
alla stöðina með miklum áhuga,
staldraði við hjá verkafólkinu og
ræddi við það drykklanga stund,
en forseti, Undén utanríkisráð-
herra og annað fylgdarlið kom í
humátt á eftir konungi og Jóni
Axel Péturssyni, sem sýndi hon-
um svæðið. Blaðamenn og ljós-
myndarar umkringdu svo hópinn.
Veður var hið fegursta og var
augsýnilegt, að konungur hafði
hma mestu ánægju af heimsókn-
inni. Spurði hann margs að
venju, en Jón Axel svaraði spurn
hann Hannesson og kona hanslingum hans, og er ekki að efa, að
hann hafi verið orðinn margfróð-
ur um þetta mikla fyrirtæki í
það mund sem hann kvaddi.
Fyrst heimsótti konungur
skreiðarhúsið og ræddi þar m. a.
nokkra stund við jafnaldra sinn
Guðmund J. Guðmundsson frá
Isafirði. Spurði hann, hve lengi
hann hefði unnið hjá Bæjarút-
gerðinni og var honum sagt, að
Guðmundur hefði verið þar í
fjögur ár. Guðmundur stóð uppi
á skreiðarstafla sínum, eða fisk-
stæðunni, eins og hann kallaði
það, á meðan hann ræddi 'við
konung. Konungur spurði, hvað
hann væri gamall og svaraði
Guðmundur því. Konungur sagði
þá og brosti: Þú ert þá jafngam-
all mér. — Síðan spurði hann,
hver hefði staflað harðfiskinum
svona vel, og var honum sagt, að
það væri verk Guðmundar, enda
væri hanna manna leiknastur í
því starfi. Þegar blaðamaður Mbl.
hitti Guðmund að máli nokkru
síðar, sagði hann himinlifandi:
Konungur bæði heilsaði mér og
kvaddi með handabandi. — Enda
geta allir viðstaddir borið um, að
hið bezta hafi farið á með þeim
jafnöldrunum.
Framh. á bls. 12
Hinir óvæntu gestir nóbelsverð-
launaskáldsins, á svölum húss
skáldsins, Gljúfrasteins.
— Ljósm. Mbl. Ól. K. M.