Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAB1Ð Þriðjudagur 2. júlí 1957 I dag 183. dugur ársins. 2. júlí, þriðjudagur. Þingmariumessa. Árdegisflæði kl. 9.42 Siðdegisflæði kl. 21.59.- Slysavarðstofa Rcykjavíkur í Heilsuverndarc'-'Jðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á uma stað frá kl. 18—8. Sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki, sími 1618. — Ennfremur- eru Holts-apótek, Apótek Austur- bæjar og Vesturbæjar-apótek op- in daglega til kl. 8, nema á laug- ardögum til kl. 4. Þrjú síðasttal- in apótek eru öll opin á sunnudög- um milli kl. 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnudög um 13—16. Simi 82006. Kópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kL 13—16. Sími 4759. HafnarfjarSar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—lt og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19--21. Keflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, iaugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13—16. 7. júlí hefst „Sex landa sýn II“, ferðast verður um Dan- mörku, Þýzkaland, Holland, Belgíu, Frakkland og Lux- ehbourg, Tilkynnið þátttöku sem fyrst. 18. júli lagt af stað í „Norðurlandaferð II“, þ.e. ekið um Dan- mörku, Svíþjoð og Noreg, einnig ferðast með skipi ttt Visby á Gotlandi. Nokltur pláss. laus. 27. júlí hefst hin eftir sótta ferð „Kaup- mannahöfn — Ham- jorð — París Lon don“. Örfá pláss eru ennþá laus. Frá konung.skomunni á Iaugardaginu. Bifreiðir þjóðhöfðingjanna og förnueyti aka eftir Tjarnargötu Hafnarfjörður: Næturlæknir er Bjarni Snæbjörnsson, sími 9745. Akureyri: Næturvörður er í Stjörnuapóteki, sími 1718. Nætur- læknir er Erlendur Konráðsson. Brúðkaup Þann 2. júní sl. voru gefin sam an í hjónaband Gyða Briem, vöku- kona að Sólvangi og Páll Kristinn Maríusson, skipstjóri, Skipholti 28 Sl. laugardag voru gefin sam- an í hjónaband af séra Jóni Skag- an, Sveinn Þorvaldsson, bygginga fræðingur, Barónsstíg 49 og Sig- ríður Bjarnadóttir, héraðslæknis að Selfossi. Heimili ungu brúð- hjónanna verður að Sólvallagötu 2 Sl. laugardag voru gefin sam- an í Hafnarfirði af séra Kristni Stefánssyni, þau Guðbjörg Guð- jónsdóttir verzlunarmær og Eðvar Ólafsson, rafvii-kjanemi. Heimili þeirra verður að Garðavegi 13b, Hafnarfirði. Þann 29. þ.m. voru gefin saman í hjónaband af séra Óskari J. Þor- láksyni, ungfrú Guðrún Jensdóttir Marargötu 1 og Sigurður Páll Sig urjónsson, Marargötu 1. Heimili ungu hjónanna verður að Marar- götu 1. Sl. laugardag voru gefin saman í hjónaband af sr. Garðari Svav- arssyni, ungfrú Guðriður Sæ- mundsdóttir og Ágúst Karlsson, vélstjóri hjá Eimskip. Heimili þeirra er að Laugalæk við Klepps- veg. E3 Hjónaefni Sl. laugardag opinberuðu trúlof un sína ungfrú Helga Guðmunds- dóttir, Drápuhlíð 42 og Finnbjörn Hjartarson, Baldursgötu 3. Nýlega hafa opinberað trúlof- un sína ungfrú Guðrún Þórarins- dóttir, Miklubraut 30 og Nikulás Þ. Sigfússon, stud. med., Hjarð- arhaga 60, Reykjavík Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Ingibjörg Björnsdóttir, Mánagötu 13 og Viðar Kornerup- Hanseh, búfræðikandídat, Suður- götu 10. Afmæli Karl Guðmundsson, verkstjóri, Hringbraut 121, Reykjavík er 50 ára í dag. K3Flugvélar Loftleiðir hf.: Saga er væntanl. um hádegi í dag frá New York, heldur áfram eftir skamma við- dvöl áleiðis til Bergen, Iíaupm,- hafnar og Hamborgar. Hekla er væntanleg kl. 19 í kvöld frá Ham- borg Gautaborg og Oslo, heldur á- fram kl. 20,30 áleiðis til New York Edda er væntanleg kl. 8,15 árdegis á morgun frá New York, heldur áfram kl. 9.45 áleiðis til Glasgow og London. Pan American-flugvél kom til Keflavíkur í morgun frá New York og hélt áleiðis til Ósló, Stokk hólms og Helsingfors. Til baka er flugvélin væntanleg annað kvöld, og fer þá til New York. lYmislegt Árnesingaiélagið í Reykjavík heldur sína árlegu miðsumars- skemmtun á Þingvöllum n.k. helgi Orð lífsins: Sxlir eruð þér, er menn h/ilast við yður og er þeir útskúfa yður og lastmæla yður og afmá nafn yðar sem vont, vegna Manns-sonarins. (Lúk. 6,22). Til Sólbeimadrengsins, afli. Mbl. Þakklát móðir 25,00. Frá Áslaugu 50,00. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er í Reykjavík. Skipaútgerð rikisins: Hekla, Esja, Herðubreið og Skjaldbreið eru í Reykjavík. Þyrill kom til Reykjavíkur í gærkvöldi. Sigrún fer frá Rvík í dag til Vestmanna- eyja. Læknar fjarverandi Axel Blöndal fjarverandi júlí- mánuð. Staðgengill: Víkingur Arnórsson, Skólavörðustíg 1 A. Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma. Staðgengill: Stefán Björnsson. Brynjólfur Dagsson héraðslækn ir í Kópavogi verður fjarverandi fram í miðjan júlí. Staðgengill er Ragnhildur Ingibergsdóttir lækr.ir, viðta.stími 4.30—6.30 í Barnaskólanum, sími 82009, heimasími 4885. Eggert Steinþórsson fjarver- andi 1.—7. júlí. Staðgengill: Árni Guðmundsson Hverfisgötu 5. Viðtaltími 4—5. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalin Gunn- laugsson. Eyþór Gunnarsson fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Victor Gestsson. Garðar Guðjónsson fjarverandi frá 1. april, um óákveðinn tíma. —- Staðgengill: Jón H. Gunnlaugsson Gunnar Benjamínsson fjarver- andi júlí—- miðs ágústs. Stað- gengill: Ófeigur j. Ófeigsson. Grímur Magnússon fjarverandi frá 3. júní til 7. júlí. Staðgengill: Árni Guðmundsson. Hannes Þórarinsson læknir verður fjarverandi til 5. júlí. Staðgengill verður Guðmundur Benediktsson, Austurstræti 7. Við talstími 1,30 til 2,30, lagardaga 1—1,30. Sími 81142. Hjalti Þórarinsson fjarverandi óákveðinn tíma. — Staðgengill: Alma Þórarinsson. Hulda Sveinsson, fjarverandi, júlímánuð. Staðgengill Gísli Ólafs son. Jónas Sveinsson fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Ófeigur J. Ófeigsson. Kristinn Björnsson, fjarverandi júiímánuð. Staðgengill: Gunnar J» Cortes. Kristján Hannesson fjarverandi 29/6—4/7. Staðgengill: Kjartan R. Guðmundsson. Ólafur Helgascn fjarverandi til 25. júlí. Staðgengili: Þórður Þórðarson. Ólafur Jóhannsson, fjarverandi 26. júní til 7. júlí. Staðgengill: Kjartan R. Guðmundsson. Óskar Þórðarson fjarverandi frá 1. júní til 6. ágúst. Staðgeng- ill: Jón NÍKulásson Skúli Thoroddsen verður fjar- verandi frá og með 26. þ.m. til 4. júlí. — Staðgengill: Guðmundur Björnsson. Valtýr Albertsson, fjarverandi til 7. júlí. Staðgengill Jón Hjalta- lín Gunnlaugsson. Bæjarbókasalnið. — Lesstofan er opin kl. 10—12 og 1—10 virka daga, nema laugardaga kl. 10—12 og 1—4. Útlánsdeildin er opin virka daga kl. 2—10, nema laug- ardaga kl. 1—4. Lokað á sunnud, yfir sumarmánuðina. Útibúið Hofa vallagötu 16. opið virkí daga kl. 6—7, nema laugard. Útibúið Efstasundi 26: opið mánudaga, ndðvikudaga og föstudaga kl. 5,30 —7.30, Útibúið Hólmgarði 34: opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7. Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðjn dögum og fimmtudögum kl. 15. Skipin Eitnskipafélag Islanús hf.: Dettifoss er í Hamborg. Fjall- foss, Goðafoss, Gullfoss, Lagar- foss, Tröllafoss eru í Reykjavík. Reykjafoss er á Reyðarfirði. Tungufoss fer frá Rotterdam í dag til Reykjavíkur. Þetta eru einkennileg hljóð, sagði gesturinn. Það er eins og einhver sé að drukkna í bað- kerinu? — Nei, nei, sagði húsbóndinn. Það er bara hann nábúi okkar sem hefur fengið súpu i miðdags- matinn. • Húsmóðirin sagði betlaranum, að ef hann hyggi fyrir sig dálítið af brenni, þá skyldi hann fá góða máltíð. — En þá vil ég fá að sjá mat. seðilinn áður en ég byrja, sagði hann. • — Áttu mörg systkini, vina mín? spurði eldri kona litla telpu. — Nei, ég er öll börnin pabba og mömmu. FERDIENIAIMD Fluguriiar hurfn, en.... Það var heldur leiðinlegt and- rúmsloft við hádegisverðarborð- ið. Loks gat húsmóðirin ekki stillt sig lengur Og sagði: - Ég er nú orðin þreytt á að sjá ævinlega þennan sama súra svip á þér. Geturðu ekki haldið þig bak við dagblaðið eins og al- mennilegur maður. • Drengurinn: — Ég átti að skila frá mömmu, að kökurnar hefðu verið grjótharðar. Bakarinn: — Segðu mömmu þinni þá, að ég hafi bakað kökur svo lengi að þú varst ekki einu sinni fæddur þegar ég byrjaði á því. Drengurinn: — Nú, það hafa þá líklega verið þær kökur sem við fengum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.