Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 2. júlí 1957
MORGUNBlAÐtÐ
9
krínglu. Hann fór til Skara og
dvaldist þar með Áskatli lög-
manni sumarið 1219. Þá var enn
lítt hafin ritöld í Svíþjóð og lög
landsins ekki til á bókum. Árið
eftir að Snorri kom þar, eða
1220, telja fróðir menn að Áskell
lögmaður, gestgjafi Snorra, hafi
látið byrja ritun Gautalaga.
Ef teingsl má finna milli þess,
að Snorri gisti Svíþjóð, og hins
að svíar hefja ritöld í norrænu,
þá ber og eigi að gleyma því er
svíar veittu oss í móti þó seinna
væri: Ef vér berum enn niður í
sögu þrjú hundruð árum síðar en
þetta gerðist, verður fyrir oss sá
atburður er sænskur prestur og
prentari, séra Jón Matthíasson,
gerir sína för híngað til lands
þeirra erinda að kenna íslendíng-
um að prenta bækur. Það var
að undirlagi Jóns biskups Ara-
sonar á Hólum, nær lokum
kaþólsks siðar, á öndverðri sext-
ándu öld. Þannig höfum vér ís-
lendíngar feingið af svíum þeirr-
ar listar að prenta bækur.
Þannig mætti leingi rekja frjó-
söm teingsl meðal svía og íslend-
ínga frá því fyrir öndverðu, og
veit ég að þeir eru hér staddir
í dag sem kunna að telja þau
dæmi af lærdómi.
Ég vil ekki láta undir höfuð
leggjast að minna á enn eitt dæmi
þess hvernig tvær þjóðarsálir fá
aleflt meðal sín eitt og sama
yrkisefni öld frammaf öld, svo
sem í nokkurskonar andlegum
víxlsaung, en það er dæmi Frið-
þjófs sögu. Fróðir menn telja að
sænskir kaupmenn hafi numið
þessa arabisku eyðimerkursögu
austur í heimi, flutt hana með
sér til Norðurlanda og breytt
henni eftir norrænum staðhátt-
um; hafi hún síðan borist af
Noregi til íslands, uns hún var
sett á bók af íslendíngi á
þrettándu öld. Nú líður og bíð-
ur. Á nítjándu öld snemma dreg-
ur þjóðskáld svía Esajas Tegnér
fram hið gamla yrkisefni um
Friðþjóf og Ingibjörgu og gæðir
það kostum hórómantíkinnar af
mikilli snild. f næstu kynslóð þar
á eftir snarar þjóðskáld íslend-
ínga, Matthías Jochumsson, Frið-
þjófs sögu Tegnérs á íslensku
með þeim ágætum að þýðingin
er meðal gimsteina íslenskrar
ljóðagerðar þess tíma.
Dar vaxte uti Hildings gaard
tvaa plantor under fostrarns
vaard.
Ej norden förr sett tvaa saa
sköna,
de vaxte harligt i det gröna,
eða einsog það hljóðar á íslensku:
Á Hildíngs garði greru í lund
tvö gullin blóm um
sumarstund,
og friðar nutu und fóstra
höndum;
ei fegra grær á Norðurlöndum.
Svo ég víki loks til Heims-
krínglu, leiðir Snorri þar fram
öidúng nokkurn, sem hann kveð-
ur verið hafa „vitrastan mann í
Svíaveldi", Þorgný lögmann, og
leggur honum orð á túngu. Ekki
er ólíklegt að þátt þennan af
Þorgný lögmanni hafi Snorri
heyrt á Gautlandi, þá er hann
var með Áskatli lögmanni. At-
burðurinn á að gerast snemma á
elleftu öld. Deila er risin á Upp-
salaþíngi milli Ólafs konúngs
Eiríkssonar, sem vér köllum hinn
sænska, og bænda, en í fornum
sögum, þegar talað er um bænd-
ur, þá er átt við landslýðinn upp
og ofan. Nú segir sagan að kon-
úngurinn gerist heldur ótalhlýð-
inn við nokkra sína andstæðínga
þar á þínginu. Þá stígur fram
Þorgnýr lögmaður. Hann tekur
dæmi af svíakonúngum eins lángt
aftur og menn muna; voru allir
hver öðrum ágætari, segir hann;
en þó telur hann þeim einkum
til gildis hversu fúsir þeir voru
að hafa bændur í ráðum með sér.
Hann nefnir þar meðal annarra
konúnga landvinníngamann svía
mikinn, Eirík konúng Emundar-
son, segir að enn muni sjá „þær
jarðborgir og önnur stórvirki þau
er hann gerði“ í sigursælum leið-
aungrum sínum, en „þó var hann
Halldór K. Laxness og frú hans.
Myndin er tekin er þau ganga til
forsetaveizlu á Hótel Borg.
eigi svo mikillátur“, segir Þor-
gnýr lögmaður, „að eigi hlýddi
hann mönnum, ef skylt áttu við
hann að ræða“. Er þar skemst
af að segja, að Ólafur konúngur
Eiríksson segir að lokum að hann
vill vera láta sem bændur vilji,
og hefur þann formála, að „svo
hafa gert allir svíakonúngar, að
láta bændur ráða með sér öllu
því er þeir vildu“. Þau orð legg-
ur Snorri enn í munn Þorgný
lögmanni þá er hann mælir við
einn höfðíngja sem honum þykir
ekki hafa til síns ágætis utan
tignarnafnið: „þyki mér það eigi
óvirðilegra að vera í bóndatölu,
og vera frjáls orða sinna að mæla
slíkt er hann vill, er konúngur
sé hjá“.
Lýðræðisandi er sem sé eing-
in nýbóla í hinu forna konúngs-
ríki Svíþjóð. Og svo hygg ég
vera muni enn í dag, ef vér ís-
lendíngar skyldum taka til eitt-
hvert.ríki í heiminum þar sem
síður væri haf milli almenníngs
og þeirra sem ráða fyrir landi,
þá mundum vér nefna Svíþjóð.
Konúngum ber að vísu eigi
persónulegt lof, heldur lof þess
lands sem þeir ráða. Vesalt land
lofar ekki landstjórnarmann sinn
fyrir heiminum. Vér þekkjum.
ekki land á heimsbygðinni þar
sem hagur almenníngs standi
með meiri blóma en í Svíaveldi;
land þar sem siðmenníng standi
með meiri þroska í flestum grein-
um, og svo vísindum og lærdómi
sem almennum vinnubrögðum.
Og einsog verður í þeim löndum
einum þar sem hagur almenníngs
stendur með blóma, þar ríkir með
mönnum frelsi til orðs og æðis.
Þótt svíar hafi verið höfðíngjar
í lund eins lángt aftur og íslensk-
ar sögur kunna að rekja, þá er
erfitt að benda á land þar sem
lýðræðisandi sé rótgrónari að
fornu og nýu en í Svíþjóð; og
nú hefur leingi ráðið Uppsala-
auði konúngsætt að sama skapi
eirusöm og friðgóð sem hún hef-
ur verið landi sínu giftudrjúg.
Slík freistíng sem það væri að
rekja í velkomandaminni pers-
ónulegt lof Gústafs konúngs VI.,
þá verður þessi konúngur þó
mest lofaður af landi sínu og því
ríki sem hann stýrir, og meiri
virðíngar nýtur í heiminum sök-
um góðs stjórnarfars og hárrar
menníngar en mörg þau ríki sem
meiri eru að stærð og afli. Hið
únga íslenslca nútímaþjóðfélag
sem hér er að rísa af draumi
fornsögunnar fagnar í dag tign-
um fulltrúa sænskrar sögu og
sænsks nútíma þar sem Gústaf
hinn VI er, og telur sér heiður
meiri en orðum nái að eiga slíkan
höfðíngja að vini. Vér berum
fram árnaðaróskir vorar til
handa hans hátign konúnginum
og hennar hátign Louise drotn-
íngu og svo landi hans öllu og
ríki í Svíþjóð.
Skarphéðinn sigrnði á
10. landsmóti UMFt
10. LANDSMÖT Ungmennafélags íslands og 50 ára afmælishátíð
UMFÍ var haldið á Þingvöllum um helgina. Setti forseti íslands,
hr. Ásgeir Asgeirsson mótið. Mótið, sem fram fór við Fangbrekku,
fór fram í hlýju veðri og þurru að mestu. Keppendur á mótinu
vooru á fjórða hundrað, úr öllum landsfjórðungum. Margt áhorf-
enda var við mótið, einkum er líða tók á laugardag og á sunnudag.
Keppni mótsins fór vel fram og
var í nær öllum greinum ákaflega
tvísýn og skemmtileg. Keppendur
voru mjög margir 15—23 í hverri
grein.
Einna skémmtilegust var keppn
in í 1500 og 5000 m hlaupum en
í báðum greinum sigraði Jón
Gíslason UMSE. Afarhörð var
keppnin einnig í kúluvarpinu og
í langstökki.
Bezta afrek mótsins vannst í
hástökki, þar sem Ingólfur Bárð-
arson stökk 1,85 m og var nærri
kominn yfir 188 þrátt fyrir held-
Kúluvarp: 1. Ágúst Ásgríms-
son, Snæfellsnesi 14,33; 2. Gestur
Guðmundsson UMSE 14,31; 3. Þór
oddur Jóhannsson UMSE 13,34.
80 m hl. kvenna: Matthildur
Þórhallsdóttir UMSE 11,4; 2. Mar
grét Ámadóttir Skarph., 11,6; 3.
Salvör Hannesdóttir, Skarph. 11,7;
Þrístökfe: Jón Pétursson, Snæ-
fellsnesi 13,65; 2. Þórður Indriða-
son 1324; 3. Guðm. Hallgrímsson
Krmglukast: 1. Gestur Guð-
mundsson UMSE 41,88; 2. Jón
Pétursson, Snæf. 37,65; 3. Ólafur
Þórðarson 37,61.
1500 m hlaup: Jón Gíslason
UMSE 4:12,4; 2 .Bergur Hall-
grímsson UIA 4:12,6; 3. Stefán
Árnason UMSE 4:12,8.
Langstökk: Ragnar Guðmunds-
son, Skagaf., 6,36; 2. Ólafur Ing-
varsson UMSK 6,29; 3. Þórður
Indriðason, Snæf. 6,28.
1000 m boðhlaup: 1. Húr vetn-
ingar 2:07,2; 2. Skarphéðinn 2:08,
3; 3. UÍA 2:08,8; 4. UMSE:
Sundkeppnin fór fram í Hvera-
gerði í dag. Keppendur voru um
50. Hér eru nöfn og tímar sigur-
vegaranna:
200 m bvingusund karlo: Val-
garður Egilsson, HSÞ á 3:5,4.
100 m bringusund kvenna: Inga
Árnadóttir, Keflavík, 1:40,1.
100 m skriðsund karla: Guðm.
Sigurðsson, Keflavík, 1:8,0. -
50 m skriðsur.d kkvenna: Inga
Árnadóttir, Keflavík, 33,3 sek.
1000 m skriðsund kvenna: Sig-
riður Sæland, Skarphéðni, 9:49,0.
4x50 m hoðsund karla: Sveit
Ungmennafélags Keflavík r,
2:8,6.
4x50 m boðsund kvenna: Sveit
Keflavíkur 2:36,1.
ur slæmar aðstæður.
í frjálsíþróttakeppninni bar
UMSE sighr úr býtum, hlaut 59
stig, Skarphéðinn kom næst með
51 stig. Hlaut UMSE bikar Morg-
unblaðsins að launum.
I sundkeppninni náðist góður ár
angur í ýmsum greinum. Þar stóð
hörð barátta milli Keflavíkur og
Skarphéðins. Keflavík hlaut 57
stig í sundkeppninni en Skarp-
héðinn 55.
í handknattleik kvenna sigruðu
stúlkur úr Kjalamesþingi. Unnu
þær Skagfirðinga með 7:5 og
hlutu bikar Tímans.
1 knattspyrnu, sem nú var með-
al keppnigreina á móti UMFl í
fyrsta sinn yoru margir skemmti-
legir leikir, sem sýndu að kepp-
endur vissu hvernig leikurinn er.
Mátti sjá margan sæmilegan leik-
kaflann.
Kjalarnesingar unnu Vestur-
Húnvetninga með 8:0. Þingeyjing-
ar unnu Vestur-Húnvetninga með
7:1. Þingeyingar unnu síðan Kjal
nesinga í skemmtilegum leik með
4:1 og sigruðu því í knattspyrnu-
keppninni og hlutu bikar Trygg-
ingamiðstöðvarinnar.
Heildarúrslit íþróttakeppninn-
ar urðu þau, að Skarphéðinn sigr-
aði með 106 stigum, og hlaut að
launum bikar þann er forseti ís-
lands gaf. Næstir komu Keflvík-
ingar með 65% stig og UMSE
með 59 stig.
★ AFMÆLISHÁTÍÐAHÖLDIN
Síðdegis á sunnudag hófust að-
al-hátíðahöld UMFÍ. Prédikaði
fyrst form. UMFl, Eiríkur Ei-
ríksson, en síðan setti Stefán 01.
Jónsson hátíðina.
Halldór Kristjánsson á Kirkju-
bóii las afmæliskvæði eftir bróður
sinn, Gðmund Inga. Þá var fim-
leikasýning undir stjórn Þóris
Þorgeirssonar. Sýndi stór hópur
manna víðsvegar úr héraði Skarp
héðins og hafði hver flokkur æft
heima hjá sér, en’ samæfing að-
eins ein. Þótti sýningin vel tak-
Lúðrasveitin Svanur lék og síð-
an talaði Bernharð Stefánsson,
alþm., en hann var einn af stofn-
endum UMFÍ fyrir 50 árum. Þá
taiaði sr. Jóhann Hannesson og
Kristinn Hallsson söng nokkur lög.
Erlendir fulltrúar, Ii'jö Vasama
frá Finnlandi, Einar Straume og
Ivar Orgland frá Noregi og Páll
Patursson frá Færeyjum, fluttu
ávörp en iúðrasveitin lék þjóð-
söngva gestanna.
★ (JRSLIT keppninnar
100 in hlaup: Ólafur Unnsteins
son, Skarph. 11,9; 2. Karl Björns-
son HSÞ, Hergeir Kristgeirsson,
Skarph., og Guðm. Hallgrímsson
ÚlA allir á 12,0 sek.
5x80 m boðhlaup kvenna: Sveit
UMSE. 60,1; 2. Skarph. 60,2; 3.
A-Húnvetningar. 4. Snæfellingar.
5000 m hlaupið: Jón Gíslason
UMSE 16:33,8; 2. Margeir Sigur-
björnsson, Keflavík 16:36,8; 3.
Hafsteinn Sveinsson, Skarph. 16:
58,4.
Hástökk: 1. Ingólfur Bárðar-
son, Skarph. 1,85 m; 2. Hörður Jó
hannsson IÍMSE 1,70; 3. Eyvind-
ur Erlendsson Skarph. 1,70.
Sómlítil sfldorsöitiin ennþó
Bræðsksildin róm 140 þós. mól
FISKIFÉLAG íslahds birti í gærkvöldi aðra síldveiðiskýrslu sína,
sem miðuð er við síldaraflann eins og hann var síðastl. laugar-
dagskvöld. Þá var bræðslusíldaraflinn langtum meiri en á sama
tíma í fyrra, en saltsíldaraflinn miklu minni. Skýrslan nær til 114
síldveiðiskipa, þeirra sem fengið hafa yfir 500 mál og tunnur.
í skýrslunni segir svo um skiptingu síldaraflans nú og á sama
tíma í fyrra:
í bræðslu 143.164 mál ( 5396)
I salt 229 upps. tunnur ( 8730)
í frystingu 2.207 uppm. tunnur ( 970)
Samtals 145.600 mál og tunnur (15096)
Á þeim tíma, sem skýrsla þessi miðast við, var vitað um 184 skip,
(í fyrra 66), sem fengið höfðu einhvern afla, en af þeim höfðu 114
skip (í fyrra 7) aflað 500 mál og tunnur og þar yfir og eru þau
þessi:
Botnvör puskip:
Jörundur, Akureyri
2188
Mótorskip:
Akraborg, Akureyri 1509
Akurey, Hornafirði 738
Arnfirðingur, Reykjavík 1474
Ársæll Sigurðsson, Hafnarf. 912
Ásgeir, Reykjavík 946
Auður, Akureyri 712
Baldur, Dalvík 1237
Baldvin Þorvaldsson, Dalvík 2190
Bára, Keflavík 1230
Bergur, Vestmannaeyjum 1755
Biarmi, Dalvík 1680
Bjarmi, Vestmannaeyjum 1482
Bjarni Jóhannesson, Akran. 740
Björg, Eskifirði 792
Björg, Neskaupstað 830
Björn Jónsson, Reykjavík 856
Böðvar, Akranesi 770
Einar Hálfdáns, Bolungarvík 1258
Einar Þveræingur, Ólafsfirði 1119
Erlingur III, Vestm.eyjum 559
Erlingur V, Vestm.eyjum 1610
Fákur, Hafnarfirði 1158
Faxaborg, Hafnarfirði 653
Fiskaskagi, Akranesi 530
Flóaklettur, Hafnarfirði
1220
Fram, Akranesi 580
Fróðaklettur, Hafnarfirði 744
Garðar, Rauðavík 1106
Geir, Keflavík 971
Gjafar, Vestmannaeyjum 582
Glófaxi, Neskaupstað 946
Grundfirðingur, Grafarnesi 582
Grundfirðingur II, Grafam. 1292
Guðbjörg, ísafirði 1256
Guðfinnur, Keflavik 1154
Guðmundur Þórðarson, Rvik 824
Gullborg, Vestmannaéyjum 1704
Gullfaxi, Neskaupstað 902
Gunnar, Akureyri 514
Gunnólfur, Ólafsfirði 929
Gunnvör, ísafirði 1771
Gylfi II, Rauðavík 1636
Ilafbjörg, Hafnarfirði 634
Hafrenningur, Grindavík 661
Hafþór, Reykjavík 978
Hagbarður, Húsavík 1509
Hamar, Sandgerði 700
Hannes Hafstein, Dalvík 1952
Heiðrún, Bolungarvík 2766
Heimaskagi, Akranesi 958
Heimir, Keflavík 1060
Helga, Reykjavík 1814
Helga, Húsavík 1774
Heigi, Hoxnafirði 680
Helgi Flóventsson, Húsavík 1320
Hilmir, Keflavík 1676
Hringur, Siglufirði 2628
Hrönn, Ólafsvík • 718
Huginn, Neskaupstað 722
Höfrungur, Akranesi 781
Ingvar Guðjónsson, Akureyri 523
ísleifur II, Vestm.eyjum 640
Jón Finnsson, Garði 1106
Jón Kjartansson, Eskifirði 1014
Júlíus Björnsson, Dalvík 1487
JökuH, Ólafsvík 2102
Kap, Vestmannaeyjum 1439
Kári Sölmundarson, Rvík 863
Keilir, Akranesi 1267
Kristján, Ölafsfirði 1364
Langanes, Neskaupstað Í027
Magnús Marteinsson, Nesk. 971
Mummi, Garði 1032
Muninn, Sandgerði 1074
Nonni, Keflavík 1080
Ólafur Magnússon, Keflavík 1025
Pálmar, Seyðisfirði 658
Páll Pálsson, Hnífsdal 896
Pétur Jónsson, Húsav’k 2371
Reykjanes, Hafnarfirði 881
Reykjaröst, Keflavík 1210
Reynir, Vestmannaeyjum 828
Rifsnes, Reykjavík 1143
Sigurður, Siglufirði 627
Sigurvon, Akranesi 1524
Sjöstjarnan, Vestm.eyjum 608
Skipaskagi, Akranesi 964
Smári, Húsavík 1336
Snæfell, A.kureyri 2174
Snæfugl, Reyðarfirði 857
Stefán Árnason, Búðakaupt. 762
Stefán Þór, Húsavík 1578
Stella, Grindavík 642
Stígandi, Ólafsfirði 1120
Stígandi, Vestm.eyjum 1252
Stjarnan, Akureyri 935
Súlan, Akureyri 1212
Sunnutindur, Djúpavogi 678
Svala, Eskifirði 664
Svanur, Akranesi 509
Svanur, Stykkishólmi 674
Sæborg, Grindavík 728
Sæborg, Keflavík 684
Sæfaxi, Neskaupstað 661
Særún, Sigiufirði 1548
Sævaldur, Ólafsfirði 790
Víðir II, Garði 2524
Vilborg, Keflavík 534
Vísir, Keflavík 1387
Þorbjörn, Grindavík 1257
Þórunn, Vestmannaeyjum 680
Þráinn, Neskaupstað 794
I Öðlingur, Vestmanrraeyjum 552