Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 6
MORGVNBIAÐIÐ Þriðjudagur 2. júlí 1957 I Hugmyndirnar um | nýskipan Evrópu ! / hættu Brúarfoss seldur til Vestur-AIríku Skipið hlýtur nafnið ,freezer Queen" og verður i ávaxtaflutningum RÓM var ekki bygð á einum degi og það mun taka langan tíma að koma á þeirri nýskipan Evrópu sem fyrirhuguð hefur verið og kennd er við sameiginlegan mark að og fríverzlunarsvæði. Örðug- leikarnir, sem yfirstíga þarf eru margvíslegir. Hugmyndin um sameiningu Evrópu hefur nú lifað í hugum manna i langan tíma. Allt frá því að sú heild, sem Ev- rópa myndaði, féll í rúst eftir fyrri heimsstyrjöldina, þá komu ýmsar hugmyndir fram um sam- einingu hennar. Menn töluðu um Pan-Evrópu, síðan um Bandaríki Evrópu. Þá kom eftir seinna stríð ið, Montan-sambandið, eða kola og stálsambandið, sem hefur geng ið vel og hingað til yfirstigið alla örðugleika. Þá var rætt um varn- arbandalag Evrópu, en það varð ekki að neinu fyrir mótstöðu Frakka og sú hugmynd lifði svo áfram í breyttri mynd í Vestur Evrópu-sambandinu. (WEU). Þá var stofnað til Efnahagssam- vinnustofnunar Evrópu (OEEC) og loks er svo greiðslusamband Evrópu, (EPU) en báðar þessar stofnanir hafa haft mikla þýð • ingu. í framhaldi af þessu öllu spratt svo Atomsamsteypan (Eur atom) og lóks hugmyndirnar um sameiginlegan markað, sem að nokknu leyti er ávöxtur eða á- framhald af Kola- og stálsam- bandinu. Kórónan á allt sem gert hafði verið til að efla efnahagslega samvinnu í Evrópu skyldi svo verða hin evrópska viðskiptasam steypa, sem kölluð hefur verið sameiginlegur markaður. Nú er búið að gera víðtækar áætlanir og drætti að sam- þykktum um hinn sameiginlega markað, og liggur nú fyrir að leggja þær samþykktir fyrir hin ýmsu þing í Vestur-Evrópu. En einmitt á sama tíma og þetta stendur fyrir dyrum, þá talca Frakkar allt í einu nýja og óvænta stefnu, þeir fara aftur að reka harðsvíraða haftastefnu, eða það sem kallað er „þjóðleg við- skiptastefna“, þar sem allt er ein- vörðungu bundið við þá hags- muni, sem tiltekið land telur sig hafa í andartakinu. Á sama tíma koma líka her- skarar til London frá samveldis- löndunum til þess að tala máli þeirra þar og Kanadamenn hafa valið sér nýja stjórn, sem hefur á stefnuskrá sinni að forða brezka samveldinu frá þeirri hættu, sem því stafi af evrópskri viðskipta- samsteypu. Útlitið er því ekki gott, eins og nú stendur fyrir hugmyndunum um sameiningu Evrópu. Frakkar báru fram áætlanir um sameigin- legan markað og Englendingar áttu uppástunguna að fríverzlun- arsvæðinu. Trúlega samþykkja þingin í Bonn, París,Róm, Brussel og Haag samþykktirnar um Ev- rópumarkaðinn, en það verður ekki annað en nafnið tómt, ef höfuðríki eins og Frakkland, fara allt aðrar leiðir. Eins og nú stendur er útlit fyrir að tillögurnar eða áætlanirnar um viðskiptalega sameiningu Ev- rópu falli aftur I rúst. Búizt er við að Beneluxlöndin muni gera sérsamning um viðskipta- samband sín á milli sem verði orðið að fullkomnum veruleika eftir 5 ár. Hugmyndirnar um tolla samband Norðurlanda með þátt- töku Danmerkur, Noregs og Sví- þjóðar, sem hefur legið í láginni á meðan talað var um sameiningu Evrópu á breiðari grundvelli, hafa nú aftur fengið nýtt líf. Þetta allt og fleira svipað verður aftur til þess að ýta undir þá í Bretlandi, sem vilja leggja meiri áherzlu á samveldislöndin heldur en á Evrópu. Búizt er við að nýtt Evrópuþing um viðskiptamál verði kallað bráðlega saman og að þá muni Bretar leggja miklu meiri áherzlu á hagsmuni sam- veldisins en áður var. Ástralía og Nýja Sjáland, sem hafa óttazt mjög um sölumöguleika á land- búnaðarvörum sínum, hafa nú fengið nýjan bandamann, þar sem er Kanada, sem er sterkasti aðil- inn í samveldinu. f Indlandi er út- lit fyrir að alvarleg efnahagsleg kreppa sé í uppsiglingu og getur það einnig haft hér sín áhrif. Það er þess vegna ljóst að jafn- vel áður en samþykktirnar um viðskiptalega sameiningu Evrópu voru lagðar fyrir þingið, þá ber nú mest á þeim kröftum, sem eru gegn sameiningu. Meginhættan, sem steðjar að Evrópumarkaðn- um kemur frá Frakklandi. Að vísu sverja menn þar sárt við leggja að hinar nýju haftaráð: stafanir séu aðeins til bráða- birgða og ætlunin að þær séu að fullu upphafnar ártð 1958, þegar samþykktirnar um Evrópu markaðinn eigi að ganga í gildi. En í Vestur-Evrópu telja menn að ekkert útlit sé fyrir að slíkt geti orðið, fyrr en heldur en Frakkar gera róttækar ráðstafanir til þess að koma peningamálum sínum í rétt horf og fyr en þeir geta leyst Alzírmálið en hvorttveggja þetta er nátengt. Frakkar eru auðug þjóð og hagur þeirra er í raun inni I góðum blóma en þeir hafa lengi haldið uppi eins konar styrj aldarbúskap, sem hefur leitt af sér rýrnandi verðgildi pening- anna og víðtæk viðskiptahöft. VERKFRÆÐINGUR skrifar dálkunum: Ég er ósátt'ur við þann ofaní- burð sem notaður hefir verið á götur hér í bænum að undan- förnu. Torfær vegabót NNI í Vogum hefir verið til þessa notaður hraUnmylsna, en hún er ákaflega stórgerð, svo stórgerð að litlir bílar spóla í sallanum, og hraunkögglarnir fljúga í allar áttir. Þetta er mjög Olæmur ofaníburður, og gerir leiðina illfarna. Stórir hraun- steinar eru farartálmar svo gat- an verður erfið. Njörvasundið minnir mig á koppagöturnar heima í Aðaldal, í uppvextinum, sem lágu um hraunið, og vorum við á þeim tíma harla lítið hrifn- ir af þeim. Yfirleitt er götum hér í bænum ákaflega vel við haldið og mikil vinna í það lögð að hafa þær greiðfærar og eiga bæjar- yfirvöldin þakkir skildar fyrir það. En í þessu tilfelli, með hraun mölina, hefir illa tekizt til, svo að gatan versnar í stað þess að batna. Þingvallaleið lokuð Ú um helgina fóru mjög marg- ir út úr bænum, eins og er mikill og góður siður Reykvík- inga. En nokkrar torfærur urðu að þessu sinni á leið þeirra sem til Þingvalla leituðu, en það var mikill fjöldi manna eins og venju legt er um þetta leyti árs. Tveir þeirra hafa komið að máli við dálkana, og sagt sínar farir ekki sléttar. Annar þeirra fór með móður sína systir og fleira skyld- fólk en móðir hans er norðan úr Þeir hafa talið sér þetta nauð- synlegt á meðan þeir stæðu í styrjöldum til þess að halda sam- an nýlenduríki sínu. Þeirri styrj- öld hafa þeir alltaf verið að tapa og nú stendur baráttan um sein- ustu leifarnar, sem er Alzír. í Vestur-Evrópu eru menn al- mennt þeirrar skoðunar að það, hvort raunverulega verði úr Evrópumarkaðnum velti á Frökkum, en möguleikar þeirra til þess að taka þátt í viðskipta- sameiningu Evrópu byggist aftur á því, hvernig þeim takist að leysa efnahagsmál sín og ef til vill framar öllu Alzírmálið. AÐALFUNDUR Ungmennafélags íslands var haldinn að Þingvöll- um sl. föstudag. Forsetar þings- ins voru kjörnir Þórarinn Þórar- insson, skólastjóri og Skúli Þor- Hinn heimsfrægi rithöfundur, Hermann Hesse er átræður i dag. Hesse er fæddur í Þýzkalandi, en varð svissneskur ríkisborgari 1921. Hann var sæmdur Nobelsverðlaun unum 1946 og hlaut Götheverð- launin sama ár. landi og hefir ekki komið á stað- inn í yfir tuttugu ár. Þegar að Al- mannagjá kom, var vegurinn lokaður, og umferð bönnuð. Ástæðan var sú að Ungmenna- félag íslands hélt hátíð á Þing- völlum þennan dag. Útilokað var að komast lengra, fyrr en klukk- an fimm um daginn en þangað til voru margir tímar, svo þessi maður mátti snúa við rakleitt heim á leið aftur; þjóðvegurinn austur, yfir Þingvelli var iokaður nær daglangt. Fleiri hafa haft sömu sögu að segja og m.a. annars einn af þeim gestum sem boðnir voru til hátíð- ar í Valhöll á vegum Ungmenna- félaganna. Hann var stöðvaður í bíl sínum við gjána og enda þótt hann hefði boðskort í vasanum var fyrirkomulagið slíkt þennan dag í vegarmálunum þarna, að hann var hindraður í því að kom- ast leiðar sinnar í langan tíma. Um það þarf ekki að ræða að áður en langt leið frá hádegi hafði myndazt þarna hið mesta umferðaröngþveiti bílar voru UNDANFARNA 2—3 mánuði hefir Eimskipafélag íslands átt í samningum um sölu á e.s. Brú- arfossi og hefir þeim samningum nú lyktað þannig, að skipið hef- ir verið selt hr. José A. Naveira, aðaleiganda skipafélagsins Free- steinsson, skólastjóri, en ritarar sr. Jónas Gíslason og Jón Hjart- ar. Sr. Eiríkur J. Eiríksson var endurkjörinn formaður U.M.F.f. en aðrir í stjórn Gísli Andrésson, Hálsi, Skúli Þorsteinsson, Eski- firði, Stefán Ól. Jónsson, Reykja vík og Ármann Pétursson. — Varamenn: Hrönn Hilmarsdóttir og Gestur Guðmundsson. Handritamálið var aðalmál fundarins og hafði Pétur Otte- sen, alþm., þar framsögu. Meðal annars var ákveðið að heita á stuðning dönsku ungmennafélag- anna í málinu. EINS og menn rekur minni til. gerðist sá atburður í Manorville í Bandaríkjunum í maí s.l., að sjö ára gamall drengur, Benny Hooper yngri að nafni, féll niður í brunn og náðist ekki upp fyrr en eftir rúman sólarhring. Var þarna komnir í hnapp svo hundruðúm skipti og komust ekki leiðar sinnar, ekki áfram austur, og heldur ekki til baka eftir.veg- inum þar sem alltaf jókst bílaröð in að baki. Eins og gefur að skilja olli þetta miklum vandræðum og angri og sárri gremju margra þeirra sem óafvitandi óku beint í vegartálmann, og uggðu ekki að sér. Það er mjög hæpið að loka þannig fjölförnustu þjóðbraut Suðurlands langan tíma úr degi jafnvel þótt einhver félagsskapur haldi hátíð á Þingvöllum. Ætti að vera hægt að sameina bæði há- tíðarhöldin og greiða umferð um Þingvöll, eða svo finnst a.m.k. leikmönnum, en vera má að í þetta sinn hafi einhverjar sérstak ar ástæður ráðið, sem þeim sem þarna bar að var þó ekki sagt frá. En ef nauðsyn reyndist að loka slíkri leið þá ætti a.m.k. að koma upp skilti með upplýsingum um það hér uppi í Mosfellssveit við Þingvallavegamótin svo menn aki ekki fýluferð alla leið austur held ur geti snúið við í tíma. Auðvitað er sá félagsskapur sem hátíðina hélt þennan dag á Þingvöllum alveg saklaus að þessu öngþveiti sem þarna myndaðist, og því að málin réðust á þennan veg. Sjóinn og sólskinið Ú er góða veðrið aftur komið, að minnsta kosti í bráð að því er virðist. Og því vil ég enn nota tækifærið hér í dálkunum til þess að hvetja menn til þess að nota sjóinn og sólskinið, Naut- hólsvík er dásemdarstaður á slík- um dögum og hvergi betri skil- yrði til sunds og sólbaða. zer Shipping Line, í Monrovia, Liberíu, V-Afríku, og var skip- ið afhent hinum nýja eiganda í Álaborg á föstudaginn. Mun hann hafa í hyggju að nota skipið til ávaxtaflutninga við strendur Suður-Ameríku, með því að það er allt útbúið til kæliflutninga, þótt ekki henti það íslendingum lengur, með því að frystivélar þess nægja ekki til þess að halda nægum kulda til flutnings á hraðfrystum fiski, nema helzt að vetri til. E.s. Brúarfoss sem nú hlýtur nafnið „Freezer Queen“, var byggður árið 1926—27 og hef- ir þannig verið í eigu Eimskipa- félagsins um 30 ára skeið, og ávallt verið hið mesta happaskip. Söluverð skipsins er um 80.000.00 sterlingspund, eða um 3,6 millj. kr. að frádregnum kostnaði við söluna, og gengur allt söluverðið upp í greiðslu á hinum nýju skip- um félagsins sem nú eru í smíð- um, en eins og áður hefir verið skýrt frá, á félagið nú tvö skip í smíðum, með samtals 200.000 teningsfeta frystirúmi, en Brúar- foss var með 80.000 teningsfeta frystirúmi. Skipshöfnin verður flutt flug- leiðis heim næstu daga. hann mjög aðframkominn, þegar hann losnaði úr prís- undinni, og lagðist í sjúkra- hús vegna vægrar lungna- bólgu. Dr. Joseph H. Kris stundaði drenginn í veikindum hans, en hafði áður haft eftirlit með því, að nóg súrefni kæmist niður í brunninn, þar sem drengurinn lá ósjálfbjarga. Annaðist hann drenginn með mestu prýði og fékk lof fyrir. — í síðustu viku kom hann öllum á óvart með því að senda foreldrum drengs- ins reikning að upphæð $1500. Þegar þetta fréttist, urðu menn sem þrumu lostnir, því að allir litu svo á, að læknirinn hefði stundað Benny litla í sjálfboða- vinnu og þóknun kæmi ekki til greina fyrir slíkt góðverk. En hann var á öðru máli. Hann segist hafa stundað Benny í 100 klukkustundir. „Ég á að fá 30 dollara á tímann. Eg hef leyst verkefnið af hendi. Þetta var sjálfsfórn af minni hálfu.“ Hann lítur svo á, að hann hafi unnið að læknisStörfum eins og venju- lega, hér sé ekki um neitt góð- verk að ræða. Auk þess hafi hann heyrt, að Hoopershjónin hafi fengið mikla fjárfúlgu að gjöf vegna atburðarins, en þau segjast aðeins hafa fengið $2,400 og gefið, brunaliðinu í Manorville, sem veitti mikil- væga aðstoð við björgun drengsins, $1000. ★ ÞETTA mál hefir vakið mikla athygli vestra og þykir fram- koma læknisins ekki til fyrir- myndar. Blöðin skýra frá því, að árstekjur Hoopershjóna séu $5,460 á ári og sé það því ekkert smáræði fyrir þau að greiða læknishjálp, sem kostar $1500. Ymis læknafélög hafa mótmælt kröfu dr. Kris, einn af forystu- mönnum bandarískra lækna sagði t. d.: „Ekki einn læknir af þúsund hefði sent reikning.** Purtell öldungadeildarþingmaður sagði, að greiðslan yrði að koma af almenningsé og bauðst sjálf- ur til að leggja fram $50. En það var óþarfi. Dr. Kris var lát- inn draga kröfu sína til baka á þeim forsendum, að hann hefði ekki metið efnahag Hoopershjóna réttilega. sbrifar úr daglega lífinu , Sr. Eiríkur J. Eiríksson endurkjörinn form. UMFÍ Læknirinn sendi $1500 reikning - og Ameríka stóð á öndinni aí undrun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.