Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 10
10
MORGVNBLAÐ1Ð
triðjudagur 2. júlí 1957
Otg.: H.f. Arvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónssun.
UTAN UR HEIMI
Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjami Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjamason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Ami Óla, sími 3045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritsíjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
Eltirminnilegl ávarp
EKKI alls fyrir löngu hélt stjórn
S. U. F., Sambands ungra fram-
sóknarmanna, aðalfund sinn í
Reykjavík. Samkoma þessi sendi
frá sér ávarp, sem lengi mun í
minnum haft. Þar segir m. a.:
„Fundurinn fagnar því sam-
starfi, sem upp var tekið með
myndun núverandi ríkisstjórnar,
undir forystu Eramsóknar-
manna“.
í frásögn Tímans segir svo:
„Ríkti mikill einhugur meðal
fundarmanna og áhugi fyrir nú-
verandi stjórnarsamstarfi vinstri
flokkanna.
Fögnuðu fundarmenn að þessu
langþráða baráttumarkmiði sam-
takanna væri nú náð og samstarf
vinnandi stétta um stjórn lands-
ins stæði styrkum fótum".
Þarna er því berum orðum lýst
yfir, að það sé „langþráð mark-
mið“ þessara samtaka að ná sam-
starfi við kommúnista með þeim
hætti að tryggja þeim setu I
ríkisstjórn íslands. öðru vísi mér
áður brá. Fyrir kosningarnar full
yrti Tíminn, að ekkert samstarf
við Alþýðubandalagið eða komm
únista um ríkisstjórn kæmi til
greina. Gegn þessu stoðar ekki
að halda því fram, að það séu
fulltrúar Alþýðubandalagsins en
ekki kommúnista, sem sæti eigi
í stjórninni ásamt Framsóknar-
mönnum og Alþýðuflokks. Fyrir
kosningarnar síendurtók Tíminn,
að sauðargæra Alþýðubandalags-
nafnsins blekkti engan. Og jafn-
vel Hannibal Valdemarsson þorir
ekki að neita því nú, að félagi
hans í ríkisstjórninni og stuðn-
ingsflokkur beggja hafi eitthvað
með kommúnista að gera. Þegar
danskur blaðamaður spurði hann
nýlega um eðli hins „nuværende
socialistiske partis“, hvort það
væri kommúnistiskt, svaraði
Hannibal: „Bæði já og nei“.
Um stöðu sjálfs síns til „flokks
ins“ sagði Hannibal:
„Jeg har ikke med det at göre
og jeg er ikke kommunist, mer,
en venstre orienteret-soeialdemo
krat“. (Ég hef ekki með hann að
gjöra og ég er ekki kommúnisti,
en vinstra-sinnaður socialdemo-
krati).
Nú er það meira en hæpið, að
maður, sem er í slíku „banda-
lagi“ við kommúnista sem
Hannibal Valdemarsson og studd
ur af þeim, til setu í ríkisstjórn,
skuli neita því, að hann hafi
nokkuð með flokkinn að gera.
En látum það vera, því að um
samstarfsmann sinn Lúðvík
Jósefsson, segir Hannibal:
„Han hörer hjemme í det
socialistiske parti, men egentlig
ikke med rette kan kaldes
kommunist". Það útleggst: „Hann
á heima í sósíalistaflokknum, en
verður eiginlega ekki með réttu
kallaður kommúnisti“.
Fyrirvarar Hannibals um
synjun þess, að Lúðvík Jósefs-
son sé kommúnisti, eru þannig
býsna áberandi: „eiginlega ekki
með réttu kallaður kommúnisti".
Til algerrar neitunar á komm-
únisma Lúðvíks hefur Hannibal
sem sé ekki treyst sér, og er hann
þó óspar í fullyrðingunum, þeg-
ar svo býður við -að horfa. Með
neitun á kommúnisma Lúðvíks
hefði og helst til mikið verið
færst í fang, þar sem vitað er að
hann á einmitt sæti í ríkisstjórn
inni sem Moskvu-kommúnisti og
fulltrúi hinna strangtrúðuðustu
línumanna. Það er von, að
Hannibal tvístigi frammi fyrir
þeirri staðreynd.
Sérstaka athygli hlýtur að
vekja, að í yfirlýsingu hinna
ungu Framsóknarmanna er ekki
minnst einu orði á varnarmálin,
eða hversu til hafi tekizt um
efndir ríkisstjórnarinnar á því
að reka herinn úr landi. Þau mál
eru alls ekki nefnd meðal hinna
„mörgu aðkallandi mála, sem
úrlausnar bíða“. Af þeim „mörgu
aðkallandi málum", telur ávarpið
þó einungis fjögur, og eru sum
þeirra engin smámál, svo sem:
„1) Treysta þarf fjárhags-
grundvöll atvinnuveganna og
koma rekstri þeirra í það horf
að þeir beri sig, 2) Skapa verður
traust á gjaldmiðli þjóðarinn-
ar — — —“.
Er það misminni, að aðallof-
orð ríkisstjórnarinnar hafi ein-
mitt verið þau, að kippa þessum
málum í lag, jafnframt því, sem
reka átti herinn úr landi? Ef svo
er, að þessu hafi verið lofað, þá
er svo að sjá sem ungir Fram-
sóknarmenn hafi aldrei heyrt það
loforð. Því að í ávarpi þeirra
stendur orðrétt:
„Telur hann, (fundurinn) að
stjórnin hafi í engu brugðist þeim
fyrirheitum, sem gefm voru við
myndun hennar -“.
Fundurinn lél .n. a. s.
ekki nægja að lýsa anægju sinni
yfir, hve vel ríkisstjórnin hefði
efnt loforð sín, heldur bætir við:
„Það er ungum Framsóknar-
mönnum fagnaðarefni, að þjóðin
hefur staðizt óróður og blekk-
ingar Sjálfstæðisflokksins og
veitt ríkisstjórninni öruggan
stuðning".
Ef svo er, af hverju má þá
ekki á það reyna? Af hverju
taka ungir Framsóknarmenn ekki
með fögnuði undir óskina um,
að nýjar kosningar verði látnar
fram fara svo að þjóðinni gefist
færi á að kveða upp dóm sinn
yfir þeim furðulegu atburðum,
sem hér hafa gerst síðasta árið?
Ef það raunverulega væri svo,
að það sem hinir ungu Tíma-
menn kalla „samstarf hinna
vinnandi stétta", standi svo
„styrkum fótum,“ eins og þeir
vilja vera láta, ætti þeim ein-
mitt að vera kærkomið að þjóðin
fengi tækifæri til að lýsa vel-
þóknun sinni á gerðum hennar
við almennar kosningar. Ef það
væri rétt að þjóðin veitti „ríkis-
stjórninni öruggan stuðning",
ætti sízt af öllu nokkuð að vera
í hættu, þótt kosningar yrðu
látnar fara fram. En hinir ungu
Framsóknarmenn sýnast vera
sama markinu brenndir og hinir
eldri: Bak við öll digurmælin um
„traust" og „samstarf vinstri
flokkanna“ er skjálfandi ótti við
dóm fólksins. Þess vegna forð-
ast stjórnarliðið allt kosningar
— jafnt ungir, sem gamlir.
Dómur felldur í morðmáli
A ð afloknum réttar-
höldum í morðmálum er það
venja, að dómarinn gefi í stuttu
máli yfirlit yfir helztu staðreynd-
ir og niðurstöður réttarrannsókn-
arinnar. Skýrsla Sameinuðu þjóð-
anna um Ungverjaland er slíkt
yfirlit yfir helztu þætti eins
hræðilegasta morðmáls þessarar
aldar.
Kadar, byssuhlaup við bakið
Skýrslan sýnir, að Rússar
frömdu þjóðarmorðið af ráðnum
hug og með nákvæmum undir-
búningi. Hersveitir þeirra voru
komnar af stað 23. október, þrem
ur dögum áður en ungverska
öryggislögreglan skaut á mann-
fjöldann við útvarpsstöðina í
Búdapest og var þannig völd að
uppreisn þjóðarinnar. Síðari árás
Rússa, sunnudaginn 4. nóvember,
var enn betur og lævíslegar und-
irbúin. Þá notuðu þeir fólsku-
bragð, sem þeir höfðu beitt áður,
þegar þeir buðu leiðtogum pólsku
andspyrnuhreyfingarinnar til
„vinsamlegra“ samræðna í lok
síðustu heimsstyrjaldar og hand-
tóku þá síðan.
JL síðara tilfellinu voru
það þrír Ungverjar, sem sátu við
borð andspænis þremur rússnesk-
um hershöfðingjum um miðnætti
þetta laugardagskvöld og ræddu
við þá um hina tæknilegu hlið
á brottflutningi rússneska hers-
ins, en um hann hafði náðst sam-
komulag. En á miðjum klíðum
gekk í salinn óeinkennisbúinn
maður, Serov hershöfðingi, hinn
illræmdi yfirmaður rússnesku
öryggislögreglunnar, og tilkynnti
viðstöddum, að ungverska samn-
inganefndin .yrði fangelsuð af
Rússum.
]VIalinin hershöfðingi,
yfirmaður rússnesku samninga-
nefndarinnar, var greinilega
undrandi yfir þessari truflun og
lét í ljós vanþóknun sína. Serov
hershöfðingi gekk þá til hans og
hvíslaði einhverju í eyra horium.
Malinin yppti þá öxlum og skip-
aði nefnd sinni að ganga úr saln-
um, en ungverska nefndin var
tekin höndum.
Enda þótt Malinin léti undan
Serov, var hann Rússi af gamla
skólanum. Hins vegar var
Serov hershöfðingi fyrst og
fremst Sovétborgari í þeim
skilningi, að hann hafði gerzt al-
gerlega viljalaust verkfæri í
höndum miskunnarlausrar harð-
stjórnar. Það er athyglisvert í
skýrslu S. Þ., hve oft má lesa
það milli línanna, ef svo má
segja, að hinn rússneski þáttur
er enn sterkur í mörgum Sovét-
borgurum.
I Györ sagði rússneski
herstjórinn við frelsishetjurnar,
áður en Serov hafði náð að að-
vara hann: „Uppreisn ungversku
þjóðarinnar gegn kúgun leiðtog-
anna er réttlát". Þegar rússnesk-
ur herflokkur var sendur til að
taka borgina Dunapentele, sem
er mikil stáliðnaðarborg, komu
tveir flokksbundnir kommúnist-
ar og skírskotuðu til samvizku
herforingjans. Þegar hann kvaðst
verða að hlýða skipunum yfir-
boðara sinna, tóku kommúnist-
arnir upp flokksskírteini sín, rifu
þau í tætlur og fleygðu að fót-
um honum. Samkvæmt skýrsl-
unni dró herforinginn lið sitt til
baka með þeim ummælum að
hann mundi ekki hafast að, þar
til hann fengi nýjar skipanir.
Dunapentele fékk dags frest:
daginn eftir var ráðizt á borg-
ina.
E nda þótt skýrslan
greini frá fleiri atburðum svip-
uðum þessum, þá fékk nefndin
líka áreiðanlegar fregnir af
grimmdaræði Rússa, t. d. þegarj
þeir skutu á konur og börn, sem
stóðu í biðröð fyrir utan brauð-
búð, eða þegar þeir létu skotum
og handsprengjum rigna yfir heil
borgarhverfi, þar sem þeim var
alls engin mótspyrna veitt.
Sovétleiðtogarnir hafa gert
mikið úr því, að ungverskir leið-
Pal Maleter hermálasáðherra,
„hetjan frá Búdapest“, sem Rúss-
ar handtóku, þegar hann sat að
samningum við rússnesku hers-
höfðingjana.
tðgar hafi beðið um „rússneska
aðstoð“ bæði fyrir fyrri og síð-
ari „íhlutun" Rússa. Nefndin
komst að þeirri niðurstöðu, að
yfirlýsingar rússneskra og ung-
verskra yfirvalda varðandi eðli
slíkrar beiðni „skorti nákvæmni,
séu nokkuð ósamhljóða og stang-
ist á við alkunnar staðreyndir
að því er varðar dagsetningu her-
flutninganna“.
Hð hræðilega ódæði
Rússa (fyrir utan ódæðin í sam-
bandi við morð á saklausu fólki)
kemur berlega fram í þeim hluta
skýrslunnar þar sem lýst er hin-
um örfáu dögum frelsis áður en
Rússar gerðu aðra árás sína. Búið
var að koma á málfrelsi; blöð og
útvarp voru ekki undir neinni
þvingun; gamlir stjórnmálaflokk-
ar lifnuðu við og mynduð var
samsteypustjórn. Þegar Rússar
þurrkuðu allan þennan andlega
nýgræðing út, sem Ungverjar
höfðu greitt fyrir með dýrmætu
blóði, unnu þeir sér fyrirlitn-
ingu allra nema leiguþýja of-
beldisstefnunnar.
]\ efndin kemst að þess-
ari niðurstöðu í lok skýrslunnar:
„Víðtæk hernaðaríhlutun eins
ríkis á landsvæði annars, sem
hefur það yfirlýsta markmið að
hlutast til um innanríkismál
þessa ríkis hlýtur að vera alþjóð-
legt vandamál samkvæmt skil-
greiningu Rússa sjálfra á árás“,
Nefndin hefur ekki kveðið upp
neinn siðferðilegan dóm í skýrsl-
unni, enda ekki til þess ætlazt
af henni, en staðreyndirnar, sem
hún hefur dregið fram, tala
sínu skýra máli: Lýsingin á blóð-
Imre Nagy, valdalaus foringi
í fyrstu.
baðinu á þinghússtorgi í
Búdapest, þar sem a. m. k. 300
og sennilega ekki færri en 800
friðsamir borgarar í mótmæla-
göngu voru drepnir; handahófs-
skothríð brynvagna og skrið-
dreka, sem óku um strætin, hin-
ar upplognu yfirlýsingar um að
Rússar væru að draga heri sína
burt frá Búdapest einmitt þegar
þeir voru að umkringja borgina;
hinir umfangsmiklu nauðungar-
flutningar sem nefndin fékk
margar og órækar sannanir fyr-
ir — allt þetta og miklu meira
kemur fram í skýrslunni og er
lýst út í æsar, og þessar lýsingar
kveða upp ægilegan dóm yfir
grimmasta stórveldi nútímans.
11
iFins vegar segir nefnd-
in að Rússum hafi veitzt erfitt að
gera nokkurn greinarmun á ung-
verskum hermönnum og almenn-
um borgurum, þar sem allir íbú-
ar Búdapest virðast hafa tekið
þátt í uppreisninni. Handsprengj-
um var fleygt út um glugga á
íbúðum á efri hæðum húsa af
konum og börnum jafnt og körl-
Serov, viljalaust verkfæri
kúgunaraflanna.
um. Þess vegna átti innrásarher-
inn erfitt með að velja nokkurt
sérstakt skotmark, svo hann
skaut á allt, sem fyrir honum
varð.
Nefndin komst að raun um, að
uppreisnin hefði ekki verið und-
irbúin á neinn hátt. Hún gat að
vísu ekki gefið neina endanlega
skýringu á því, hvers vegna gerð
var uppreisn einmitt á þessum
tíma, en hún kemur með tvær
tilgátur um orsök þess, að upp úr
Framh. á bls. 12