Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ f>riðjudagur 2. júlí 1957 Dr. Jakob Sigurðsson sýnir konungi pökkuð fryst flök. — Konungskoman Framh. af bls. 3 Síðan var gengið inn í saltfisk- geymsluna (kælinn), þvottahúsið og þurrkhúsið og lét þá konungur þau orð falla, að það hlyti að vera erfitt verk að verka fiskinn réttilega, svo að hann yrði góð útflutningsvara. Hann spurði mikið um það, hvernig fiskur- inn væri þurrkaður og fékk að vita, að það væri gert með hita- veituvatni og einnig væri hann sclþurrkaður. — Eins og fyrr segir hafði konungur mikinn áhuga á þeirri starfsemi, sem fram fer í fiskverkunarstöð Bæjarútgerðarinnar og spurði um hvað eina. Sumt skoðaði hann tvisvar, kannski til að átta sig betur á því, því að ekki er gaman að standa á gati þegar litli krónprinsinn spyr afa um íslandsferðina, er heim kem- ur; þá er betra að hafa svör á reiðum höndum. — Konungur spurði einnig, hvar fiskurinn væri veiddur og hvert hann væri seldur, og fékk hann greið svör við því. Þegar honum var sýndur fiskurinn fyrir Finnlands- og Svíþjóðarmarkað, spurði Jón Ax- el, hvort Bæjarútgerðin mætti ekki senda hans hátign fiskpakka og svaraði hann því játandi. Var ekki annað að sjá en hann yrði glaður við og skulum við vona, að honum bragðist íslenzki fisk- urinn vel, þegar hann verður framreiddur í konungshöllinni í Stokkhólmi sem „lutfiskur“ um jólin. Eins og kunnugt er, er það þjóðarsiður hjá Svíum að eta slíkan mat um jólin, og þykir lostæti. Á leið sinni um fiskverkunar- stöðina hitti konungur Gísla Sæ- mundsson, sem er 77 ára að aldri, og rabbaði við hann stundarkorn. Þegar við hittum Gísla nokkru síðar og spurðum hann, hvað konungur hefði sagt, svaraði hann og brosti góðlátlega: Ég skildi ekkert af því! — Þegar konungur hafði rætt við Gísla, tók forseti hann tali. Sænskir blaðamenn hópuðust þá að þeim og gerðist forsetl túlkur þeirra. Er það sennilega eina fréttavið- talið sem birtist í sænskum blöð- um, túlkað af forseta íslands. Sænsku blaðamennirnir spurðu Gísla m. a., hvað hann væri gam- all, og svaraði þá forseti bros- leitur; Hann er tveimur árum eldri en konungur! Ým- islegt fleira fór á milli þeirra, sem ekki verður rakið hér, en þess má geta, að forseti íslands virtist hafa hina mestu ánægju af heimsókn þessari, ekki síður en konungur. Hafði forseti náð sér í skreiðarbita og gæddi sér á honum annað veifið. Úr þurrkhúsinu var farið inn í birgðageymsluna og þaðan inn í litla skrifstofu útgerðarinnar. Konungur spurði nú mikið um verkafólkið, hvað það væri gam- alt, hvaða kaup það fengi o. s. frv. Var honum sagt, að verka- fólkið væri á aldrinum frá 10—80 ára, krakkarnir ynnu aðallega við breiðsluna. Þá var honum sýnt slórt kort af veiðisvæði togara Bæjarútgerðarinnar, en efst á því stóð með stórum stöfum: Karte der Fanggebiete der deutschen Seefischerei. En kort- ið var jafngott fyrir það, á.m.k. hafði konungur mikinn áhuga á að kynna sér það og fiskimið ís- lenzku togaranna. Þá skoðaði hann líkan af togaranum Skúla Magnússyni, sem stendur í gler- skáp fyrir neðan kortið. Spurði hann m. a., hvað slíkur togari mundi kosta nú og var honum sagt, að það væri um 10 millj. króna. Þá sagði Jón Axel kon- ungi, hvar togarinn væri að veið- um um þessar mundir. Það er út af Holsteinsborg í Vestur-Græn- landi og sýndi hann konungi staðínn á kortinu. Þá spurði kon- ungur: Hvað tekur veiðiförin þangað langan tíma? 6%, var svarið. Nú var komið að lokaþætti heimsóknarinnar. Undén og for- seti röbbuðu stundarkorn við konung fyrir után skrifstofuna. Veður var yndislegt, bjart og sól- Konungur tekur í höndina á Lars litla. þckkuðu fyrir ánægjulega stund, héldu síðan að bílum sínum. En þá gekk í veg fyrir þá þriggja ára gamall sænsk-íslenzkur snáði, Lars að nafni. Var hann hinn virðulegasti, skrautklæddur mjög, og heilsaði hann konungi með handabandi. Urðu þar fagn- aðarfundir og sakaði það ekkert, þótt meira en 70 ár væru á milli þeirra. Síðan kom móðir Lars litla og ræddi hún einnig við konung. Hún er sænsk, er gift Drengir breiða fisk. — Konungur, forseti og fyigdarlið þeirra horfir á. Ingimar Oddssyni verkfræðingi og eiga þau tvo syni, hinn yngri 11 mánaða. Var hann einnig í fylgd með móður sinni. Sænska frúin heitir Anna Stína Oddsson og hefur verið hér í 4 ár. Hún hefur aldrei hitt konung sinn áð- ur og hafði mikla ánægju af að ræða við hann. Var ekki annað að sjá en sú ánægja væri gagn- kvæm. Konungur sagði frú Önnu m. a. frá því, að hann hefði far- ið um æskustöðvar hennar í Sví- þjóð. Er hún ættuð frá Lykile. Þá spurði hann hana, hvort henni hefði veitzt auðvelt að læra ís- lenzku og sagði hún það vera, enda talar hún íslenzku ágæta- vel. Fleira fór á milli þeirra sem hér verður ekki rakið. — Nú kvöddu konungur og forseti og fylgdarlið þeirra, en mannfjöld- inn klappaði þeim lof í lófa. — Ferðinni var heitið á Þingvöll. Lagfœringar AKRANESI 29. júní — Fimm smiðir og einn rafvirki vinna nú í Reykholti og munu dveljast þar sumarlangt við lagfæringar og endurnýjun á skólahúsinu þar. Múrarar eiga einnig að endur- bæta sundlaugina í sumar. Verið er að ryðja fyrir íþróttasvæði þarna í Reykholti. Á þar að verða grasvöllur og hlaupabrautir. ríkt. Gestirnir léku á als oddi og skiptust á gamanyrðum, fóru síðan að ræða um stærðfræði, en þá hætti blaðamaður Mbl. að skilja og dró sig í hlé. — Kon- ungur og forseti kvöddu nú og — Uton úr heimi Frh. af bls 10 sauð í Ungverjalandi. í fyrsta lagi bárust fréttir um það 19. okt., að Pólverjum hefði tekizt að losna að nokkru undan oki Rússa. í öðru lagi flutti fram- kvæmdastjóri kommúnistaflokks ins, Ernö Gerö, útvarpsræðu 23. október, þar sem hann vísaði al- gerlega á bug öllum óskum fólks- ins og talaði af rosta og remb- ingi til þjóðarinnar. H« 1 fiskverkunarsíöð Bæjarútgerðarinnar. — Jón Axel Pétursson sýnir konungi skreið. ér eru eflaust tvær orsakir, og það er enginn vafi, að Gerö vakti mjög mikla gremju, en það hefði tæplega nægt til að breyta friðsamri kröfugöngu í vopnaða byltingu, hefði ekki hin illræmda öryggis- lögregla eða avóarnir, tekið að skjóta á mannfjöldann. Það er kaldhæðni örlaganna, að það var öryggislögreglan, sem kveikti bálið. Nefndin komst að þeirri nið- urstöðu, að foringjar flokksins hafi notað Imre Nagy sem eins konar skjöld, en hann hafi ekki íengið verulegt athafnafrelsi fyrr en undir lok október. Fyrstu yfirlýsingar hans, þar sem af- staða hans virtist tvíræð og hik- andi, voru gefnar að honum nauð ugum. Hann gaf þær með byssu- hlaupið við bakið á sér, sam- kvæmt upplýsingum vitna, sem voru nákunnug gangi málanna á þessum örlagatímum Ungverja. R ússar gerðu allt sem þeir gátu til að hindra það, að skýrsla sem þessi kæmi fyrir al- menningssjónir. Þeir lokuðu landamærum Ungverjalands með gaddavír, blóðhundum og vél- byssum og neituðu jafnvel nefnd frá S. Þ. um inngöngu. En meðal þeirra 193 þús. Ungverja, sem tókst að flýja, voru margir menn, sem mjög höfðu komið við sögu í Ungverjalandi fyrir uppreisn- ina og meðan á henni stóð. Þeir hafa sagt sína sögu. En jafnmikils verðar voru upplýsingarnar, sem nefndin fékk frá kommúnistum sjálfum, bæði blöðum og útvarpi meðan á uppreisninni stóð og eft- ir að hún hafði verið bæld niður. Jr að virðist augljóst mál, að Kadar er bara viljalaust verkfæri Rússa. Þegar nefnd verkamanna bað hann að fá Rússa til að hætta nauðungar- flutningum á Ungverjum til Sovétríkjanna, sagði hann ein- ungis: „Sjáið þið ekki, að það eru vélbyssur við bakið á mér?“ Ungverjalandi er nú stjórnað með vélbyssum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.