Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.07.1957, Blaðsíða 8
t MÖRCUNBT AÐ!Ð Þriðjudagur 2. júlí 1957 „Svíþjóð hefur frá öndverðu lifað sér- stöku lífi I íslenskum bókmentum" Svíakonungur hafði langa viðdvöl í Þjóðminjasafninu LAUST fyrir klukkan 10 á sunnu- dagsmorgun ók Gustav Adolf konungur og Louise drottning að Háskólanum í fylgd með forseta- hjónunum, Undén utanríkisráð- herra og opinberu fylgdarliði. Á tröppum Háskólans tók rektor og háskólaráð á móti konungs- hjónunum og leiddi þau í hátíða- salinn, þar sem kvað við horna- blástur, þegar konungur og fylgdarlið hans gekk inn. ÁVARP REKTORS Hátíðasalurinn var nær full- skipaður gestum. Athöfnin þar hófst með stuttu en skorinorðu ávarpi háskólarektors, Þorkels Jóhannessonar, er hann flutti á námsmanna, sem nú sækti mennt un sína til Svíþjóðar. Hann sagði, að fyrir litla og einangraða þjóð eins og íslendinga væri það mjög mikilsvert að treysta bönd vin- áttu og samvinnu við aðrar þjóð- ir, ekki sízt Norðurlandaþjóð- irnar. Heimsókn hinna tignu gesta væri spor í þá átt. RÆÐA KILJANS, SÖNGUR Þá tók til máls Halldór Kiljan Laxness og mælti einnig á sænsku. Birtist ræða hans á öðr- um stað í blaðinu í dag. Þegar hann hafði lokið máli sínu, kom Dómkirkjukórinn fram og söng 5 lög undir stjórn Páls ísólfsson- ar: „Jungfrun gick ut i lunden" Konungur skoðar athygiisverðan grip í Þjóðminjasafninu. Kristján Eldjárn tók á móti kon- ungi, forseta, Undén utanríkis- ráðherra og fylgdarliði þeirra, en drottning og forsetafrú tóku sér hvíld í Ráðherrabústaðnum. Það var strax ljóst, þegar í Þjóð- minjasafnið kom, að konungur kunni vei við sig, enda er forn- leifafræði eitt höfuðáhugamál hans. Þeir Kristján ræddu muni safnsins eins og kollegar, og kon- ungur kom með margar getgátur varðandi aldur og heimkynni sumra þeirra gripa, sem lítið er vitað um. Sérstakan áhuga kon- ungs vakti Valþjófsstaðahurðin, og skoðaði hann hana a.m.k. þrisvar. Þá virtist hann hafa mikla ánægju af að skoða forna rómverska og þýzka peninga, skálaþiljur frá 11. öld úr Möðru- felli, drykkjarhorn frá 15. og 16. öld, skápa, stóla, skautbúninga og ábreiður. Þá vakti gröf og grafarmunir frá 980 sérstaka at- hylgi hans, og örlítið Þórslíkneski frá Eyrarlandi í Eyjafirði virt- ist vekja mjög áhuga hans. f LISTASAFNINU Það virtist vera hálferfitt að fá konunginn til að slíta sig frá Þjóðminjasafninu, en undir há- degi fór hann loks upp í Lista- safn ríkisins á efri hæðinni, og tóku þar á móti honum Selma Jónsdóttir safnvörður og mennta málaráð. Skoðaði hann safnið með nokkrum flýti, en hélt síð- an heim í Ráðherrabústaðinn tU. að búa sig undir næstu athöfn. Á BESSASTÖÐUM Kl. 12:30 hófst guðsþjónusta I Bessastaðakirkju, og voru þar viðstaddir ýmsir gestir forsetans ásamt öðru sóknarfólki. Fyrir altari þjónuðu herra Ásmundur Guðmundsson biskup, séra Jón Auðuns dómprófastur og séra Garðar Þorsteinsson sóknarprest ur. Flutti biskup stutta prédikun og lagði út af orðum í I. Kor. 13,8: „Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi“. Mælti hann fyrst á íslenzku, en síðan á dönsku og minntist í þeirri tölu hinna miklu sænsku kirkjumanna Wallins, Tegnérs og Söderbloms. Messan var úti laust eftir klukkan eitt, og héldu þá gestir forsetans til borðhalds á Bessastöðum. Veður I var bjart allan morguninn og út- I sýnið frá Bessastöðum fagurt. Frá vinstri: östen Undén utanríkisráðherra, Kristján Eldjárn þjóð- minjavörður og Gustav Adolf við einn sýningarkassann f Þjóð- minjasafninu. Að baki þeim sjást nokkrir sænsku blaðamannanna. Ræða Halld’órs Kiljans Laxness í Háskólanum á sunnudag ið til þess að kynnast landshátt- um. Svo er sagt að konúngsefni hafi komið í bændahús í ýmsum stöðum á ferð sinni til þess að eiga orðastað við landsmenn. Það vakti furðu gestsins, að hvar sem hann kom, og þótt húsakynni væru með lágreistara móti og stofur ekki ríkmannlegar, þá blöstu jafnan við bókahillur í híbýlum manna; þær svignuðu undir þúnga sínum jafnvel í bú- stöðum þeirra manna er gestinn varði síst. í mörgum löndum er það ekki alsiða að fátækir bænd- ur hafi bækur hendi næstar um- fram nauðsyn. Það lýsir konúng- inum sjálfum, að í viðræðum við íslending aldarfjórðungi síðar taldi hann þetta fyrirbæri meðal hluta sem honum þóttu rr.erki- legir og ógleymanlegir á fslandi. Herra, hér er fólgin orsök þess að til er kvaddur rithöfundur að fagna yður af hálfu almenn- íngs á íslandi. Orðtak íslendinga hefur jafnan verið: betra er ber- fættum en bókarlausum; það þýðir hérumbil: ég vil heldur vera berfættur og eiga bók en hafa á fæturna og eiga aungva bók. Skáld og höfundar bóka hafa frá fornu fari verið innvirðu Iegir fulltrúar almenníngs hér á landi. Þegar þjóðin talar öll, kveður hún til skáld sín að mæla fyrir munn sér. Það var mikill siður til forna, meðan enn var ein túnga á Norð- urlöndum, að íslenskir menn geingju fyrir norræna konúnga og reyndu sig í þeirri íþrótt sem íslendingum var innborin, og þeir kölluðu vammi firða, en það er skáldskapur. Ég er stoltur af því að þessi siður er enn rækt- ur, og að ég stend á þessari stundu í sporum íslendíngsins Óttars svarta, sem var skáld svíakonúngs fyrir þúsund árum. Svíþjóð hefur frá öndverðu lif- að sérstöku lífi í íslenskum bók- mentum og um leið í vitund íslensku þjóðarinnar. Mér er til efs að gleggri skyndi- myndir séu varðveittar af Sví- þjóð fyrir tæpum þúsund árum en Sighvatur Þórðarson hefur látið eftir sig þá er hann orti Um för sína á vit sænskra höfð- íngja að erindum noregskonúngs, en kvæði þetta er kallað Austuiv fararvísur. Það er ort á þeim tíma þegar landsmúgur i Svíþjóð er enn heiðinn, en á svo ljósu máli að vanalegur íslendíngur fær notið þess útí æsar, jafnvel bet- ur en margra þeirra kvæða sem nær standa vorum tíma. Tvö hundruð árum síðar ea Sighvatur skáld ferðaðist í Sví- þjóð leggur annað höfuðskáld ís- lendínga þángað leið sína, en það er Snorri Sturluson. Snorri safn- ar í Gautlandi margskonar sænskum fróðleik sem kom hon- um í góðar þarfir síðar, þá er hann fór að setja saman Heims- Dr. Þorkell Jóhannesson háskólarektor og Gustav Adolf í anddyri Háskólans. sænsku. Bauð hann hina tignu gesti velkomna og rifjaði upp í stuttu máli þau bönd, sem frá upphafi hafa tengt Svía og ís- lendinga saman. Einnig benti hann á, hve þörf sænsk fræði- mennska hefði orðið íslenzkri sagnakönnun og íslenzkum bók- menntum í heild. Þá kvað hann menningaráhrif Svía á fslend- inga hafa aukizt mjög síðustu áratugi söktim hins mikla fjöida og „Det stár en alsklig blomma" eftir Södermann, „Keisari nokk- ur mætur mann“, „Bára blá“ og „Ég veit eina baugalínu“. Að loknum söngnum þökkuðu kon- ungur og drottning söngstjóra og gengu síðan með fylgdarliði sínu úr salnum. ÁHUGI Á FORNMINJUM Frá Háskólanum var haldið í Þjóðminjasafnið, þar sem dr. Yðar hátign; herra forseti, virðulega forsetafrú; herrar mínir og frúr. Leyfist mér í upphafi máls að fcera fram skýringu á því að til skuli kvaddur höfundur bóka að fagna tignum gestum á þess- um stað, bjóða konúngshjón Svíþjóðar velkomin á meðal vor. Ég hef það fyrir satt, að þá er Gústaf konúngur gisti ísland áður sem ríkisarfi Svíþjóðar, fulltrúi lands síns á Alþíngishá- tíðinni, hafi hann tekist ferð á hendur um Suðurlandsundirlend- Forseti íslands, Svíakonungur og biskup íslands ganga úr Bessastaðakirkju að aflokinni guðsþjón- ustu á sunnudaginn. (Ljósmyndir: Gunnar Rúnar).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.