Morgunblaðið - 14.07.1957, Síða 2

Morgunblaðið - 14.07.1957, Síða 2
MORGV.NBL'ABIÐ Sunnudagur 14. júlí 19B7 Seyðfirðingar fagna nýjum áfanga í aívinnumálum rÖSTUDAGURINN var mikill gleðidagur meðal Seyðfirðinga; merkum og mikilvægum áfanga var náð í þeirri viðleitni þeirra að skapa þessum vinalega bæ með um 700 íbúum sinn fyrri sess sem helzta síldarbæjar á Austfjörðum. Þennan dag var síldarverksmiðja þeirra, sem að mestu hefur verið endurhyggð, tilbúin til þess að taka á móti síld í bræðslu. Þessa áfanga var minnzt í ræð- um, sem haldnar voru í sam- komuhúsinu þar af heimamönn- um sjálfum og aðkomumönnum, gestum Seyðfirðinga þennan dtg, sem komu frá Reykjavik, til þess að skoða mannvirkið, sem þar hefur risið frá grunni að heita má á aðeins sex vikum. Þangað austur kom Eeysteinn Jónsson ráðherra. Hann var að fara þegar aðrir gestir frá Reykjavík, komu þangað í bílum frá Egilsstaðaflugvelli, um hina fögru Fjarðarheiði. í þessum hópi aðkomumanna úr Reykjavík voru bankastjórar Útvegsbankans, bankastjóri Fram kvæmdabankans, forstjóri Fisk- veiðisjóðs og þá var þar fulltrúi úr fjármálaráðuneytinu, sérstak- ur fulltrúi iðnaðarmálaráðherra og blaðamenn frá dagblöðum Reykjavíkur. Seyðfirðingar fögn uðu komumönnum vel á tröpp- um samkomuhússins. Fánar voru víða á hún í tilefni af þessum merka degi. Strax hélt hópurinn inn að síld- arverksmiðjunni og var þar stað- ið alllengi við, til þess að skoða mann virkið og vélarnar. Sumar þeirra voru nýjar af nálinni, sumar smíðaðar hjá Vélsm.Héðni sem árið 1936 reisti á þessum sama stað litla síldarverksmiðju, Nokkrar vélar voru fegnar að utan en aðaluppistaðan í vélakost síldarbræðslunnar er hluti af vélum Síldarverksmiðjunnar í Ingólfsfirði. Þó ber þess að geta, að Síldar- verksmiðjan í Ingólfsfirði hefir jafnframt verið yfirfarinog er þar enn í ágætu standi 2500 mála verksmiðja, en frá upph. var þar að öllu sérl. vel búið af hinum trausta og vel kunna útvegsm., Geir Thorsteinssyni, sem er eig- andi og upphafsmaður þeirrar verksmiðju. BJARTSÝNt Eftir að síldarverksmiðjan hafði verið skoðuð var farið í hið nýja fiskiðjuver, sem verið er að byggja. Að lokum var öllum boðið til kvðldverðar í samkomuhúsinu. Meðan setið var að úrvals hangi- kjðtl, fengu menn að hlýða á ræðu er Eyst. Jónss., hafði flutt þar um daginn. Var ræða ráðh. um margt hin ágætasta og merki- leg þótti hún fyrir þær sakir hve ráðherrann virtist hafa verið i góðu skapi þvi hann sló á strengi bjarsýninnar, sem er þó að því er flestum virðist af ræðum hans öðrum, ekki vera hans sterka hlið. Þessu var eðlilega vel tekið af Seyðfirðingum, en einkum snérist ræða ráðherrans um síld- veiðar og síldariðnað og uppbygg ingu fiskiðnaðarins á fjörðunum þar eystra. ALÞINGISMAÐURINN ÞAKKAR í þessu kvöldverðarþoði voru ræður fluttar. — Björgvin Jóns- son alþingismaður kjördæmisins talaði fyrstur og færði fram þakkir til þeirra aðila, sem á einn eða annan hátt hefðu stutt framgang málsins og mínntist í því sambandi frumkvæðis fyrrum alþingismanns Seyðfirðinga Lárusar Jóliannessonar og fyrrum ríkisstjórnar. Þá vék hann sér- staklega máli sínu að þæíti Út- vegsbanka íslands, og þá sérstak- lega fyrrverandi bankastjórnar, sem veitti Seyðfirðingum mjög mikla fyrirgreiðslu og úrlausn mála sinna. Síðan færði hann nú- verandi ríkisstjórn og banka- stjórn Útvegsbankans þakkir, því ekki skyldi á neinn halla. Al- þingismaðurinn sagði að Útvegs- bankinn hefði lánað til verk- smiðjubyggingarinnar nærri 5 miljónir kr., en benti á að enn vantaði mikið fé til þess að gera síldarverksmiðjuna fullkomna, því reisa þyrfti lýsisgeyma og mjölskemmur, en það kostaði eðlilega mikið fé. Alþingism., kvaðst hafa heyrt að sumir teldu ofspennu vera í fjárfestingarmál- um Seyðfirðinga, en þess yrðu menn þá að gæta um leið, til hvers fénu væri varið. SÍÐSTA VERK FRÁFARANDI BANKASTJÓRNAR Jóhann Hafstein bankasfjóri, þakkaði fyrir hönd aðkomu- manna hinar rausnarlegu mót- tökur Seyðfirðinga og óskaði þeim til hamingju með þennan áfanga. í ræðu sinni vék Jóhann nokkuð að þeim sess er Seyðis- fjörður hefði skipað hér á landi á síldarárunum miklu og þeirri miklu uppbyggingu sem þar átti sér stað. Hann vék einnig að því hve alls staðar hafi verið reynt að bregða skjótt og vel við til þess að hagnýta síldina cg hefðu íslendingar víða byggt síldar- verksmiðjur í þessu skyni, en svo hefðu óviðráðanlegar orsakir Ungir Framsóknar menn heíja útgáfu tímarits NÝL.EGA er komið á markaðinn nýtt rit um bókmenntir og menn- ingarmál, sem Dagskrá nefnist. Er það Samband ungra Fram- sóknarmanna sem rit þetta gefur út og er það endurreist, en sam- bandið gaf áður út samnefnt rit. Ritstjórar Dagskrár eru þeir Sveinn Skorri Höskuldsson stud. mag. og Ólafur Jónsson blaða- maður. Dagskrá er vandað rit og fal- lega úr garði gert. í fyrsta heftinu er m. a. viðtal við Halldór Kilj- an Laxness; þá er þar kafli úr nýju leikriti eftir Agnar Þórðar- son; þá eru í heftinu ljóð eftir Ekki draga fyrir sóiina ÞEGAR fólk fer burt úr bænum dregur það oft „rúllugardmur" sínar fyrir gluggana til þess að skýla húsbúnaðinum fyrir sólinni. Það er hvimleitt að sjá þessar leið inda „rúllugardínur" fyrir þá sem fram hjá ganga, og hví þá ekki að breiða t.d. gömul lök og stykki yfir húsgögnin og t.d. dagblöð yfir gólfteppið? AKRANESI, 13. júlí. — Hingað er von á togaranum Akurey í kvöld með fullfermi af karfa frá Vestur-Grænlandi. Togarinn er með fulla lest og 10—15 lestir á þilfari. — Oddur. EGILSSTAÐIR, 13. júlí. — Veð- ur hefur verið mjög gott undan- farið. Heyskapur hefur gengið ágætlega. Þurrkur hefur verið og glaðasólskin á hverjum degi. Bændur eru ánægðir með gras- sprettu og útlit yfirleitt gott. — Ari. „BAKS“ EYSTEINS Frá vígslu síldarverksmiðjunnar NESKAUPSTAÐ, 13. júlí orðið til þess að margar þessar verksmiðjur hafa staðið aðgerð- arlausar í fjöldamörg ár. Það mætti segja, að það væri tímanna tákn, að flytja að nokkru verk- smiðjuna vestan frá Ingólfsfirði til Seyðisfjarðar og vonandi myndi verksmiðja þeirra Seyð- firðinga nú brátt fá fyrstu síld- ina til bræðslu. Bankastjórinn vék nokkuð að þætti Útvegsbankans í máli þessu, Það var meðal þess sem yfirstjórn Útvegsbankans h.f. lagði síðast hönd að, veita lán til þessa fyrir- tækis Seyðfirðinga og höfðu þar allir verið á einu máli um þær leiðir, sem nú hafa verið farnar og færði Jóhann Hafstein að lok- um árnaðaróskir í nafni Útvegs- bankans. Þessu næst flutti Eggert Þor- steinsson alþm. ræðu og færði kveðjur iðnaðarmálaráðherra. — Síðan tóku þeir til máls Áxni Vil- hjálmsson erindreki Fiskifélags- ins, Gunnþór Björnsson forseti bæjarstjórnar og Jóhannes Sig- fússon bæjarstjórL FRÁBÆRT VERK UNNID Á SKÖMMUM TÍMA Allir ræðumenn í þessu kvöld- verðarboði luku hinu mesta lofsorði á það verk sem Vél- smiðjan Héðinn og starfsmenn hennar, og aðrir iðnaðar- og verka menn þar í bænum hefðu unnið. Þessi vinsamlegu ummæli þakk- aði Sveinn Guðmundss., forstj. að lokum bað aðkomumenn að rísa úr sætum sínum og hylla Seyðis- fjörð og Seyðfirðinga með kröft- ugu ferföldu húrra. Var nú komið framundir miðnætti og tóku Reykvíkingarnir að búast til heim ferðar. Var Seyðisfjörður kvadd- ur nokkru fyrir miðnætti og var þá fagurt yfir þennan vinalega bæ að horfa og spegilsléttan fjörð inn, en í fjallseggjum hékk hin víðkunna Austfjarðaþoka. allmörg ung ljóðskáld, og þættir um menningarmál. Sveinn Skorri ritar stjórnmálagrein sem hann nefnir Vegprestínn, allmargir ritdómar eru þar og þættir um tónlist og leikhúsmál. Jóhannes Jörundsson hefir teiknað kápusíðu og myndir í heftið. REYÐARFIRÐI, 13. júlí. — Smárakvartettinn frá Akureyri söng hér í gær, við mikla að- sókn og ágætar undirtektir. Er þetta í fyrsta skipti sem kvart- ettinn heldur söngskemmtun hér. Héðan fóru þeir til Eskifjarðar og munu halda söngskemmtun þar. Munu þeir síðan ferðast um hér víðar og syngja. — Arnþór. HELLU, Rangárvöllum, 13. júlí. Sláítur gengur vel, enda hafa verið stöðugir þurrkar undan- farnar tvær vikur. Búið er að hirða mikið í hlöður. Spretta hefur verið góð. fóníuhljómsveit íslands kom til Neskaupstaðar í gær á hljóm- leikaför sinni um Austfirði. Bæjarstjórinn í Neskaupstað tók á móti hljómsveitinni og bauð henni til kvöldverðar að Hótel Grænuborg fyrir hljóm- leikana, er hófust kl. 21.00 í barnaskólahúsinu. Jón Þórarinsson framkvæmd- arstjóri hljómsveitarinnar bauð gesti velkomna, en Páll ísólfsson stjórnaði hljómsveitinni. Leikin voru verk eftir Mozart, Schubert, Brahms og Kéler-Béla. Kristinn Hallsson söng tvær arí- ur úr Brúðkaupi Fígárós og tvö íslenzk lög, Norður við neim- skaut eftir Þórarin Jónsson. og Eysteinn Jónssðn ráðherra og Vilhjálmur HjálmarsSon fyrrv alþingismaður héldu fund hér sL fimmtudag. Var fundurinn frém ur fámennur, nálægt 60 manns þegar flest var. Engar framsöguræður voru flutt ar en einungis svarað fyrirspurn- um fundarmanna. Mesta athygH vöktu svör ráðherrans varðandi varnarmálin og landhelgismálið. Kvað hann það hafa verið ætlun- ina að láta varnarliðið víkja úr landinu en ástand í alþjóðamál- um hefði orðið svo ískyggilegt í fyrrahaust að með samþykki allrar stjórnarinnar hefði þeina fyrjrætlunum verið frestað og þannig stæði málið í dag og hann gæti ekki meira um það sagt nú. í landhelgismálinu hefði ekk ert gerzt annað en athuganir og svo hefði Hans G. Andersen unn- ið að því eingöngu síðustu 5 ár in að kynna erlendum þjóðum afstöðu íslendinga og gerðir þeirra í málinu. Ekkert væri bú- ið að ákveða hvenær ætlunin væri að færa friðunarlínuna. VANTAR LÖMB Hér í sveit er geysimikið af tófu sem gerir talsverðan usla í kindum. — Oft má sjá tófur ganga eftir þjóðveginum. Hefur tekizt að vinna nokkur greni og ef yrð- lingar nást ekki úr þeim eru látn- ir eitraðir fuglar inn í þau. — Leggst tófan aðallega á lömbin. SETTIR HJÁ MEÐ VEIÐILEYU Talsvert var af hreindýrum hér í vetur og allt fram á sumar. — Við hér í sveitinni höfum alltaf verið settir hjá með veiðileyfi, en við höfum nú sótt um leyfi til menntamálaráðuneytisins og von- umst til að fá það nú. Tiltölulega stutt er nú siðan Breiðdalsheiðarvegurinn var opnaður. Og í gær var lokið við viðgerð á aðalþjóðleiðinni suður að Berufirði. — Okkur finnst seint ganga á vorin að koma þjóðvegunum í akfært stand, en Breiðdalsheiðarvegurinn er bæði vondur og hættulegur og dregur það eðlilega mikið úr ferðamanna straumi hingað. Nú stendur til að byrjað verði á nýjum vegi á Breiðdalsheiði fyrir 100 þús. kr. og einnig hefur fengist iítil fjárveiting til þriggja vega hér í dalnum, 150 þús. kr. Ekki er enn byrjað á þeim fram- Lindin eftir Eyþór Stefánsson. Auk þess sungu þeir tvísöng Kristinn Hallsson og Þorsteinn Hannesson í Sólsetursljóði eftir Bjarna Þorsteinsson. Af hálfu áheyrenda flutti Magn ús Guðmundsson kennari, Sin- fóníuhljómsveitinni þakkjir, en Jón Þórarinsson svaraði og hljóm sveitin lék sem aukalag i lokin lagið Austurland eftir Inga T. Lárusson. Hljómleikarnir voru mjög vel sóttir og fögnuður áheyrenda mjög mikill. Bæjarstjórinn bauð tónleika- fólkinu til kaffidrykkju eftir tón leikana, en það fór til Eiða um kvöldið til gistingar. FréttaritarL Þótti mönnum einbeittni stjórn- arherrans heldur lítil í þessu máli. Um efnahagsmálin upplýsti ráðherrann að uppbótaleiðin væri vandrötuð og gaf hann fyllilega í skyn að alls væri óvíst um að tekjur útflutningssjóðs hrykkju fyrir gjöldum á þessu árL Loks vakti það athygli að ráð- herrann gat þess að sér fyndist sem ráðherrar kommúnista hefðu ekkert málgagn. Aðaleinkenni allra upplýslnga ráðherrans var það að verið væri að baksa við að leysa hitt og þetta, baksa við að útvega fé til rafvæðingar, baksa við að útvega fé til sementsverksmiðjunnar og þegar loks aðalkommúnisti Aust- fjarða, Bjarni Þórðarson bæjar- sjjóri, stóð upp i fundarlok og lýsti blessun sinni yfir stjórnar- samstarfi Eysteins og félaga hans, þá fannst sumum sem Eysteinn hefði ekki átt að vera að reyna að bagsa við að boða til fundar, enda hefðu kunnugir ekki fyrr séð Eystein svo auman sem í þetta skipti. —Fréttaritari. kvæmdum en verður senn 4arW til þess. VITABYGGIN® Verið er að byggja vlta hér & skeri sem heitir hlaða. Áöur hefur verið viti á Straytisholtl, milli Berufjarðar og Breiðdals. Verður hann lagður niður þegar nýi vitinn verður tekinn i notkun. Héðan er nú gerður út einn 8 tonna bátur og nokkrar trillur. Hefur afli oft verið all sæmi’egur. Við hér I sveitinni höfum mik- inn áhuga á að fá leikflokk hing- að til okkar frá Þjóðleikhúslnu. Við fáum ekkert að sjá af slíku ekki nema flugvélina sem fiýgur hér yfir okkur með leikflokkinn frá norska Riksteatret sem senn fer til Hornafjarðar. Við höfum mikinn áhugn á leiklist og yrði það vel þégið e? leikflokkur legði leið sína ixingað austur til okkar. — Páll. Kappreiðar Smára hjá Sandlæk i dag HÆLI, 13. júlí. — Hér eru allir við heyskaparvinnu. Prýðilegur þui’rkur hefur verið undanfarið. Sprettan er ágæt og tíðin hefur verið mjög góð. Búið er að reka allt fé til fjalls, inn með Þjórsá á afréttir. Á morgun efnir hest.amanna- félagið Smári til kappreiða hjá Sandlæk og eru margir hestar skráðir til keppni, sem væntan- lega verður mjög skemmtileg. — Fréttaritart. Sinfésíuhljómsveii- in á Egibsföðum EGILSSTÖÐUM, 13. júlí — f kvöld heldur Sinfóníuhljómsveit in hljómleika í samkomuskálan- um í Egilsstaðaskógi. Mun hljórn- sveitarfólkið gista á Egilsstöðum í nótt. Fólk hér í byggðarlaginu fagn- ar mjög komu Sinfóníuhljómsveit arinnar hingað. Teljum við mik- inn ávinning að njóta svo ágætr- ar skemmtunar, sem hún hefur upp á að bjóða. —Ari. Sinfóníuhljómsveitin: Var mjö'g fagnað í leskaupstal NESKAUPSTAÐ, 13. júlí —- Sin- Táfan leggst á lombin Gilsárstekk, 19- júlt VORID var fremur kalt og þurrt hér allt fram undir iwéna®#- mótin. Þá komu nokkrir vætudagar og w spretta saú orðiw svo góð að túnasláttur er nú almennt hafinn. — Útlit me8 gar@- ávexti er mjög slæmt, þar sem næturfrost í vor skemmdl tvisva* allt sem komið var upp. — Ekki er gott að segja mn unn hvernig! berjaspretta verður en nokkuð mikið er komiS af viaum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.