Morgunblaðið - 14.07.1957, Page 8

Morgunblaðið - 14.07.1957, Page 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Sunnudagur 14. júlí 1957 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristihsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. Öngþveiti og úrræðaleysi EKKI horfir vænlega um lausn farmannadeilunnar, nú, þeg- ar verkfallið á kaupskipaflotan- um hefur staðið í 4 viltur. Sátta- tillaga sú, sem fram var borin, var felld með nær samhljóða atkvæðum allra aðila. Segja má, að hver og einn einasti þeirra hafi tekið þátt i atkvæðagreiðsl- unni. Það er því sízt Ofmælt, þegar Alþýðublaðið í gær segir: „Miðlunartillagan kolféll“, og Tíminn: „Miðlunartillagan var gerfelld". Hvað nú tekur við, er ekki gott að segja. Öll er deilan þann- ig vaxin, að erfitt er að átta sig á, um hvað raunverulega er deilt. Stjórnarblöðin hafa og hvað eft- ir annað sagt, að þörf væri á greinargerð um kröfurnar, og hefði því mátt ætla, að ríkis- stjórnin hlutaðist til um, að slík skýrsla yrði samin. Svo hefur þó ekki verið gert, hvað sem því veldur. Jafnvel sáttatillagan er svo margliðuð og flókin, að fyrir þá, sem utan við standa, er erfitt að átta sig á efni henn- ar. Aðilum kemur og engan veg- inn saman um, hversu miklar kjarabætur hún hafi í sér fólgn- ar. Engin greinargerð til skýring- ar fylgdi þó með henni af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þvílík grein- argerð hefði og verið verri en gagnslaus, nema treysta mætti því, að hún væri hlutlaus. En ástæða er til að benda á, að ríkisstjórnin hefur hvorki látið semja almenna greinajgerð um málið, þrátt fyrir skýrslugjöf hagfræðinga til hennar, né skýr- ingar á sáttatillögunni, þó að vitað sé, ’ að sjávarútvegsmála- ráðherra hefur haft mikil af- skipti af deilunni að undanförnu og sérstaklega um það bil og áð- ur en sáttatillagan kom fram. Engan veginn skai dregið í efa, að Lúðvik Jósefsson vilji leysa þessa deilu og að það sé rétt, sem Þjóðviljinn segir í gær, að Lúðvík „hefur unnið dag og nótt undanfarið, ásamt sátta- nefndinni, til að leita allra hugs- anlegra leiða til lausnar deil- unni.“ Þetta skal sem sé ekki vefengt. En segja verður, eins og er, að árangurinn er sorglega lkill. Kunnugum kemur og saman um, að mjög tvísýnt sé, hvort hin miklu 'afskipti sjávarútvegsmála- ráðherra hafi horft til góðs eða ekki. Að sjálfsögðu þarf ríkis- stjórn stundum að skerast í vinnudeilur og í þessari deilu verður hún fremur sökuð um kæruleysi en of mikinn áhuga á lausn vandans. En þeir, sem verkið taka að sér, verða að kunna til þess. Þeir mega og ekki láta svo þýðingarmikið úrlausn- arefni, sem afléttingu vinnu- stöðvunar á öllum kaupskipaflota landsins, sitja á hakanum fyrir veizluhöldum og hátíðasamkom- um. Umfram allt verða þeir að haga orðum sínum og tillögu- gerð á þann veg, að traust vakni milli allra aðila, en ekki svo, að hvorugur trúi þeim, sem milli- göngumaður þykist vera. Út yfir tekur, ef milligöngumaðurinn með lausuhgartali freistar aðila til að draga málið á langinn í þeirri von, að meira hafist upp úr drættinum. Ráðherra getur og aldrei komið í stað sáttanefndar, á meðan hún enn á að starfa. Annaðhvort verður ráðherrann og ríkisstjórn að taka málið al- veg í sínar hendur eða hafa náið samstarf við sáttanefnd og gæta þess, að ekki verði truflun fyrir þeirra afskipti á hennar starfi. Sá, sem tekur að sér því- líkt starf, sem Lúðvík Jósefsson í þessari deilu, þarf sem sé að hafa aðgæzlu um margt, sem ástæða er til að efa, að hann hafi gætt. Allra sízt má hann fylgja þeirri meginreglu að tala fagurlega við alla, en hugsa minna um efndirnar eða hvort það standist, sem sagt er. Lausatök ríkisstjórnarinnar á málinu sjást glögglega af því, að stjórnarblöðin hafa að undan- förnu talað mikið um, að hinir hæstlaunuðu eigi ekkert að fá. Þrátt fyrir þetta tal — og það er ítrekað enn í stjórnarblöðunum í gær —, gerir sáttatillagan, sem sjávarútvegsmálaráðherra hafði a. m. k. fulla vitneskju um, ráð fyrir nokkrum hækkunum, einn- ig til skipstjóra, misjöfnum að vísu en þó svo, að nema mun allt að 8%, þar sem hæst er. Sú hækkunartillaga er þeim mun athyglisverðari, sem stjórn- arblöðin í gær vilja kenna Ás- geiri Sigurðssyni einum um kröfugerð skipstjóranna. Skip- stjórar hafa að vísu sagt upp samningi, en þeir hafa ekki gert verkfall, svo að flotinn liggur ekki bundinn fyrir þeirra til- verknað. Og hvort sem mönnum líka kröfur þeirra betur eða verr, er fráleitt að segja nokkurn ein- stakan ráða þar öllu um. At- kvæðagreiðslan í fyrradag sýnir alveg óvenjulegan einhug meðal allra aðila. Slíkan einhug, sem óhugsandi væri, ef um væri að ræða klæki éinstakra manna eða flokka. Erfiðleikinn kemur ein- mitt af því, að hér’ er um faglega deilu að ræða, samanburð á milli launakjara mismunandi starfs- hópa, sem allir hafa þó nána samvinnu og vilja því ákveðin hlutföll sín á milli. Óheilindi Þjóðviljans verða enn augljósari, þegar bornar eru sakir fram gegn stjórn Eimskipa- félags íslands og einstökum stjórnarmeðlimum, um að þeir vilji ekki greiða fyrir lausn deil- unnar. Staðreynd er, að Lúðvík Jósefsson hefur hiklaust látið uppi, að útgerðarfélögin gætu ekki tekið á sig hækkað kaup- gjald nema fá það endurgreitt með einhverjum hætti. Hið sama kemur fram í 'forystugrein Al- þýðublaðsins í gær. Skipaútgerð ríkisins er einnig látin vera á móti sáttatillögunni, sem flutt er með vitund sjálfs sjávarútvegs- málaráðherra. Slíkt er samræm- ið í gerðum þessara herra. Öngþveitið og úrræðaleysi stjónarinnar getur naumast ver- ið meira en raun ber vitni. UTAN UR HEIMI myndum Undanfarið hefur fjöldi jap- anskra stúdenta efnt til tíðra mótmælagangna í Tokyo vegna áframhaldandi tilrauna Breta og Bandaríkjamanna með kjarn- orkuvopn. Krefjast þeir þess, að öllum slíkum tilraunum verði hætt. Myndin er tekin í Bolshoi-Ieik- húsinu í Moskvu árið 1951, þegar kommúnistaforingjarnir minnt- ust 27 ára dánarafmælis Lenins. Taldir frá vinstri: Malenkov, Stalin, Shkiryatov, Voroshilov, Budyanna, Molotov, Krúsjeff og Shvernik. Þá voru þeir allir „lærisveinar Stalins", en nú er slíkt ærið ákæruefni. í æviágripi Krúsjeffs í nýrri útgáfu af rúss- nesku alfræðiorðabókinni er Stalins hvergi getið í sambandi við hann. Nú er Krúsjeff „læri- sveinn Lenins“. Brezka hafskipið „Reina del Pacifico", sem fyrir nokkru strandaði á kóralrifi við Bermuda, stendur enn á rifinu, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess að ná því út. Margir farþeganna hafa látið flytja sig í land, en þar sem engin hætta er talin á því að skipið brotni eða laskist á skerinu, hefur fjöldinn kosið að láta fyrir berast um borð. — Myndin er tekin, er dráttar- bátur gerir árangurslausa tilraun til þess að ná hafskipinu af rifinu. íslenzkir flugmenn taka við stjórn Viscountvéla ER Flugfélag íslands réðist í kaup á hinum nýju Vickers-Vis- countflugvélum á vori sl., voru jafnhliða ráðnir þrír brezkir flug stjórar til þess að annast stjórn flugvélanna þar til íslenzkir flug- menn hefðu lokið tilskildu námi og flugtíma til þess að taka stjórn vélanna í sínar hendur. jMnnig var yfirmanni brezku flugstjóranna, Evans höfuðs- manni, falin yfirumsjón með þjálfun íslenzku áhafnanna. Alls fóru tólf flugmenn Flugfélags ís- lands á skóla í Bretlandi og hafa fimm þeirra hlotið flugstjórnar- réttindi á hinar nýju flugvélar og hinir aðstoðarflugmannsrétt- indi. Ennfremur fóru fjórir flug- leiðsögumenn félagsins til Bret- lands til þjálfunar og til þess að kynna sér hin nýju tæki. Þeir, sem hlotið hafa flug- stjórnarréttindi á Viscountflug- vélarnar eru þessir: Jóhannes R. Snorrason, Hörður SigUrjónsson, Gunnar Frederiksen, Anton G. Axelsson og Sverrir Jónsson. Evans höfuðsmaður fór héðan 10. júní.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.