Morgunblaðið - 14.07.1957, Side 15

Morgunblaðið - 14.07.1957, Side 15
Sunnudagirr 14. júlí 1957 MORGUNBLAÐIÐ 19 Sigurjóm Arnlaugssoaa áttræður Á MORGUN, 15. júlí, á Sigurjón Arnlaugsson, Langeyrarvegi 9 í Hafnarfirði merkisafmæli, en þá verður hann 80 ára. Það þykja nú ef til vill ekki stórbrotin tíðindi, þó að einhver alþýðumaður verði 80 ára. En það ear nú svo að saga einstak- lingsins, er saga þjóðarinnar og sá sem lifað hefir síðustu átta áratugina, hefir lifað alla hina stórkostlegu byltingasögu í at- hafnalífi hinnar íslenzku þjóðar. Á svona langri ævi ber margt við, í lífi einstaklingsins og svo er um ævi þessa vinar míns, sem þessar fáu línur eru ritaðar um, í tilefni þessara tímamóta í ævi bans. Sigurjón Arnlaugsson er fædd- «r að Miðkrika í Hvolhreppi og voru foreldrar hans Kristín Guð- mundsdóttir og Arnlaugur Jóns- son er voru þar í vinnumennsku. Ólst Sigurjón upp hjá vandalaus- um austur undtr Eyjafjöllum, þar tii a8 hann var 17 ára gam- all, en þá fór hann suður i Garð í Gullbringusýslu tii dvalar. Þar fór hánn að stunda sjóróðra sem þá var aðalatvinnuvegur ungra manna. Kom brátt í ljós dugnað- ur hans og varð hann mjög eftir- aóttur I skiprúm. Hana kvæntist 25 ára gamall, 35. júní 1603, heitkonu sinni Stein þóru Þbrsteinadóttur frá Holti í Garði en á þeim bæ hafði hann átt heima í nokkur ár. Telur Sig- urjón það eitt mesta gæfuspor f Ufi sinu, að hafa eignazt þessa yndislegu og góðu konu, sem var honum svo aamhent og samhuga f öiiu þeirra lífi. Þau eignuðust 12 börn og eru nú 7 þeirra á lífi, mannvænleg og myndarleg sem allt vilja fyrir föður sinn gera, til að létta honum byrðar sjúk- dóms og elii. Konu sína missti hann árið 1945. Þegar eftir giftinguna fluttu ungu hjónin til Reykjavíkur og dvöldu þar í 5 ár, en fluttu þá aftur í Garðinn og dvöldu þar til ársing 1921 að þau fluttu til Hafn ♦rfjarðar. Sigurjón var karlmenni að lmrðum og vikingur til allra verka bæði á sjó og landi að dómi þeirra er þekktu. Sjómennskan var hans aðalstarf frameftir ár- lun, bæði á opnum bátum og þil- Skipum og var hann um alllangt skeið stýrimaður á þilskipum og formaður á opnum bátum. Til Austfjarða fór hann í mörg sum- ur, til fiskróðra eins og mjög var títt á fyrstu árum þessarar ald- ar. En áriS 1918 gyrtir heldur að hjá þeim hjónum með stóra barnahópinn. Allt heimilisfólkið veikist af „Spönsku pestinni" er svo var nefnd, og húsbóndinn svo, að honum er ekki hugað líf um lengri tíma, og síðan hefir Sigurjón aldrei fengið fulla heilsu — aldrei verið annað en skuggi af sjálfum sér. Og upp úr því flytur hann til Hafnarfjarð- ar. í Hafnarfirði gerðist hann verkstjóri, fyrst hjá Ágústi Flyg- •nring, en lengst hjá útgerðarfél. Venus h.f. Verkstjórastarfið á þeim árum var bæði erfitt og er- ilsamt, og þá var saltfiskverk- unin í sem mestum blóma, en þau tæki sem nú auðvelda alla vinnu í sambandi við þá atvinnu- grein ekki komin til sögunnar. En Sigurjón leysti öll þessi störf af höndum með prýði. Síðustu árin eftir að aldurinn færðist yfir hann lét hann af verkstjórn en starfaði sem lög- gkipaður vigtarmaður unz hann varð að hætta þeim störfum sök- um veikinda í ársbyrjun 1955. Sigurjón hefir starfað mikið að félagsmálum um ævina. Er þar fyrst að minnast Góðtempl- arareglunnar, en fyrir hana hef- ir hann starfað í rúml. 60 ár. Þar hefir hann starfað af lífi og sál ©g þar hefir munað um hann. Og í þakklætisskyni fyrir þau störf hefir Stórstúka fslands kjörið hann heiðursfélaga sinn. Þá hef- ir hann starfað mikið fyrir skip- stjórafélagið Kára um áratugi. Fyrir kirkjuna hefir hann mikið unnið um ævina með störfum sínum í söngkórum hennar. Hann er framúrskarandi söng- elskur og hafði á sínum yngri ár- um ágæta söngrödd og næmt söngeyra. Var hann um áratugi organisti í stúkum sínum, bæði í Framtið í Garði og Morgun- stjörnunni í Hafnarfirði og fórst það prýðilega úr hendi. Hefir hann samið nokkur lög og hafa sum þeirra verið sungin í kórum í Hafnarfirði og Reykja- vík. Ég þakka þér alla samvinnu að hugðarmálum okkar og ég blð Guð að gefa að ævikvöldið verði kyrrlátt og sólarlagið fagurt. Mig langar til að enda þessar línur mínar með þessu fagra sálmversi skáldkonunnar Her- dísar Andrésdóttur, sem ég veit að þú hefir samið lag við, og gera það að okkar beggja orðum. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, feginn hvíldinni verð. Guð minn gefðu þinn frið, glæddu og blessaðu þá sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. Gísli Sigurgeirsson. VETRARGARÐURINN Nauðungaruppboð sem auglýst var í 27., 28. og 30. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1957, á húseigninni nr. 50 við Akurgerði, hér í bænum, þingl. eign Álfgeirs Gíslasonar, fer fram, eftir kröfu Guðjóns Hólm hdl. o. fl., á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 18. júlí 1957, kl. 2 Vz e. h. líorgarfógetinn í Reykjavík. Stúlka vön vélritun óskast til starfa á skrifstofu vorri sem allra fyrst. Umsækjendur snúi sér til skrifstofu vorrar Lækjargötu 6B. íslenzkir Aðalverktakar s.f. Simi 1-! Bílvirkinn Síðumúla 19 Önnumst bílamálun, réttingar, riðbætingar og viðgerðir. Fjöibreytt rirva! af hrisppsisa inisíögðum i frönskum stí! VITRINER (hornskápar með gleri) SÓFABORÐ, margar tegundir KOMMÓÐUR SKATHOL SÓFA- og stólagrindur, píanóbckkir og kollar undir ísaumuð áklæði. Margar gerðir af settborðum (indskudsb.) Verð frá D.kr. 114.00. — Tekk-húsgögn í absrakt stíl. Húsgögn úr hnotu, mahogni og birki. Royal bókahillur á veggi (einkaumb. f. Isl.). Hinar heimsfrægu Laffia mardessur (einkaumb). Svefnstólarnir (einkaumb). Fljót afgreiðsla — Góðar vörur — sanngjarnt verð. Húsgagnaverzlun Inga L. Björnsson Turesensgade 33, Köbenhavn K — Símar Palæ 452 og Palæ 7883 DANSLEIKUR í Vetrargarðinum í kvöld kl. 9. Hljómsveit Vetrargarðsins Ieikur. Miðaþantanir í síma 16710, eftir kl. 8. V. G. Silfurtunglið Cömlu dœgurlogin leikin í kvöld. Stjórnandi Baldur Karlsson Hljómsveit Karls Jónatanssonar leikur. Þar, sem fjörið er mest, skemmtir fólkið sér bezt Op/ð í siðdegiskaffitimanum Drekkið síðdegiskaffið í Silfurtunglinu. Silfurtunglið. Útvegum skemmtikrafta. Sími 19611 og 18457. Iðnaðarhúsnæði 100—200 ferm. í nýju húsi til leigu, lofthæð 4.80 m, góð innkeyrsla. — Tilboð sendist blað- inu fyrir fimmtudagskvöld, merkt: „Rúm- gott — 5821“. Vélstjórafélag ísiands heldur fund í Grófin 1 mánudag 15. júlí kl. 16. Fundarefni: 1. Uppstilling fyrir stjórnarkjör. 2. Samningar farskipavélstjóra. STJÓRNIN. Lokað vegna sumarleyfa til 6. ágúst Vigfús Guðbrandsson & Co. Vesturgötu 4 Maðurinn minn og faðir okkar DAGBJARTUR LÝÐSSON, sem andaðist 9. þ. m., verður jarðsettur frá Foss- vogskapellunni þriðjudaginn 16. júlí n.k. ki. 1.30 e.h. Ef einhverjir vildu minnast hins látna, eru þeir beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Jórunn Ingimundardóttir og börn. Okkar innilegasta þakklæti færum við öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför ODDGEIRS GUÐMUNDSSONAR frá Múlastöðum. _____________________________ Vandamenn. Innilegt þakklæti til allra, er vottuðu samúð og vinarhug við andlát og útför ekkjunnar RAGNHILDAR GUÐMUNDSDÓTTUR ‘ frá Sandaseli * Vandamenn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og útför RANNVEIGAR JÓNATANSDÓTTUR. Hilaríus Guðmundsson. Kristjana Hilaríusdóttir. Vigdís og Georg Hansen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.