Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 1
44. árgangur. 160. tbl. — Laugardagur 20. júlí 1957- Prentsmiðja Morgunblaðsins. Bourgés-Maunoury vinnur sfórsigur í Alsír-málinu " París, 19. júlí. Frá Reuter-NTB^ ÁÐIJR en gengið var til atkvæða um tillögu frönsku stjórnarinnar þess efnis, að henni yrði veitt heimild til að handtaka Alsírbúa í Frakklandi án undangengins dómsúrskurðar en það vald hefur hún í Alsír, talaði Bourges- Maunoury til þingheims og sagði, að stjórnin yrði að fá aukin völd til að geta fengizt við uppreisnar- mennina í Alsír, því þeir störfuðu líka meðal þeirra 300,000 Serkja, sem nú hefðu atvinnu í sjálfu Frakklandi. Ef tillaga stjórnar- innar yrði felld, mundi hún líta á það sem vantraust og segja af sér auk þess sem það kynni að leiða til þess, að Frakkar misstu yfirráð sín yfir Alsír. Einn af formælendum stjórnar- innar sagði, að á síðasta ári hefði mikill ótti gripið um sið meðal Serkja, sem væru búsettir í Frakklandi, því foringjar upp- reisnarmanna í Alsír hefðu hald- ið uppi hótanastríði gegn þeim. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs hefðu 73 Serkir verið drepnir,' en 198 alvarlega særðir í París og nágrenni hennar. Erindrekar uppreisnarmanna, sem safna peningum meðal serk- neskra verkamanna í Frakklandi til að kosta stríðsreksturinn í Alsír, hafa oft beitt skotvopnum gegn frönsku lögreglunni, án þes hægt væri að eiga við þá á sama hátt og uppreisnarmenn í Asír, sagði einn af talsmönnum stjórn- arinnar. Jafnframt hafa margar franskar fjölskyldur lagt fram fé til uppreisnarmanna af ótta við hermdarverk serkneskra er- indreka, ef þær neituðu þeim uin fé. Aðspurður sagði Lacoste land- stjóri Frakka í Alsír, að fregnir þess efnis, að ósamkomulag væri milli stjórnarinnar og hans sjólfs varðandi Alsír, væru gripnar úr lausu lofti. 97 ATKVÆÐA MEIRIHLUTI Þegar gengið var til atkvæða fékk stjórnin 280 atkvæði gegn 183, og var þannig veitt heimild til að grípa til sérstakra ráðstaf- ana í sambandi við starfsemi upp reisnarmanna í Frakklandi. Við atkvæðagreiðsluna sátu 29 þing- menn hjá, en talið var að at- kvæðagreiðslan gæfi ekki rétta hugmynd um fylgi stjórnarinnar. Egypzka samsærib Kaíró, 19. júlí. Frá Reuter-NTB LIÐSFORINGJARNIR og stjórn- málamennirnir, sem ætlu^u að ráða Nasser einræðisherra og stjórn hans af dögum í apríl s.l., ætluðu að lýsa þjóðnýtingu Súez- skurðarins ólöglega, sagði eitt af blöðunum í Kaíró í dag. Sam- kvæmt fréttum þessa blaðs höfðu samsærismennirnir eftirfarandi atriði á stefnuskrá sinni: 1) Lýsa samninginn frá 1954 um brottflutning brezkra her- sveita ógildan. 2) ' Lýsa vináttusamning Foringjarnir hittast hjá Krúsjeff Belgrad, 19. júlí. Frá Reuter-NTB ÞAÐ var álit stjórnmálafréttarit- ara í Belgrad í dag, að heimsókn júgóslavnesku varaforsætisráð- herranna Kardeljs og Rankovics til Sovétríkjanna hefði ekki heppnazt eins vel og búizt hafði verið við. Drógu þeir þessa álykt-. un af því, hve lítið er um heim- sóknina rætt í júgóslavneskum blöðum. Enn sem komið er hafa engar opinberar tilkynningar verið gefnar út í Júgóslóvaíu um ferðir tvímenninganna. Þeir sitja nú róðstefnu kommúnistaleiðtoga frá Sovétríkjunum, Búlgaríu og Albaníu og áttu í gær langar við- ræður við Krúsjeff og Búlganin. Mörgum kom það á óvart, að aðal ritari búlgarska kommúnista- flokksins, Zhinov, og aðalritari albanska kommúnistaflokksins, Enver Hoxja, sátu þessa ráð- stefnu. Þetta var fyrsti samfund- ur albanskra og júgóslavneskra kommúnistaleiðtoga, síðan Tító var rekin úr Kominform árið 1948. Miller dæmdur Washington, 19. júlí: BANDARÍSKI leikritahöfundur- inn Arthur Miller, sem er kvænt- ur kvikmyndaleikkonunni Mari- lyn Monroe, var í dag dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi og 500 dala bætur fyrir að sýna Bandaríkjaþingi lítils- virðingu, eins og það er orðað i dómsniðurstöðunni. Miller hafði neitað að láta uppi nöfn nokk- urra manna, sem höfðu sótt fundi kommúnískra rithöfunda fyrir 10 árum. Búast má við, að Miller skjóti máli sínu til hæstaréttar, en nýlega ógilti hann dóm undir- réttar í svipuðu máli. Það er álit margra fréttaritara í Belgrad, að hinn hugsjónalegi skoðanamunur milli Rússa og Júgóslava hafi ekki verið ræddur á ráðstefnunni svo neinu nemi, því hún hafi fyrst og fremst átt að bæta sambúð þessara tveggja þjóða. Hins vegar þykir líklegt, að Krúsjeff hafi komið því svo fyrir, að júgóslavnesku varafor- sætisráðherrarnir hittu búlgörsku og albönsku kommúnistalciðtog- ana, scm hafa verið mjög fjand- samlegir Tító og flokki hans. Nú eiga þeir sennilega að snúa við blaðinu. Zorin slær úr og í London, 19. júlí. FULLTRÚI Rússa við afvopnun- arviðræðurnar í London, Valeri- an Zorin, hélt því fram í dag, að Bandaríkin hefðu í rauninni engan áhuga á verulegri minnk un herja sinna. Ríkin ,sem taka þátt í viðræðunum, Bandarikin, Bretland, Frakkland, Kanada og Sovétríkin, eru ekki einu sinni ásátt um stærð herjanna, og sum þeirra setja fram pólitisk skil- yrði, sagði hann. Zorin ítrekaði, að Rússar vildu ganga að tillögu Bandaríkjanna um 2,1 milljón og 1,7 milljón manna herstyrk í fyrsta og öðr- um áfanga afvopnunar, en sam- komulag um þessi mál væri lát- ið velta á lausn pólitískra vanda- mála. Bandariski fulltrúinn, Harold Stassen, var bjartsýnn á lausn þessara mála og þakkaði Zorin fyrir að hafa gengið að tillögu Bandaríkjanna. Hins vegar lét brezki fulltrúinn, Noble, í ljós vonbrigði yfir ummælum Zorins. Arabaríkjanna og samninginn um sameiginlega herstjórn Egypta, Sýrlendinga og Saudi- Arabíu ógildan. 3) Ógilda viðskiptasamning- ana, sem Egyptar hafa gert við Sovétríkin, kínverska al- þýðulýðveldið og Tékkósló- vakíu. 4) Ógilda viðurkenningu Egypta á kínverska alþýðulýð- veldinu. Hætta vopnakaupum í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu. RÁÐHERRAR OG HER- FORINGJAR Blaðið sagði ennfremur, að samsærismennirnir hefðu haft í hyggju að ógilda lög, sem sett hafa verið siðustu 5 árin. Öll blöð í Kaíró vörðu miklu rúmi og stórum fyrirsögnum til að segja frá samsærinu. Meðal sam- særismanna eru tveir fyrrverandi ráðherrar i stjórn Nassers og margir háttsettir herforingjar. Var ráðgert að ráðast inn á fund stjórnarinnar og skjóta Nasser og ráðherra hans með vélbyssum, að því er segir í fréttum egypzku stjórnarinnar. Tímasprengjur Algeirsborg, 19. júlú Frá Reuter ÁTTA tímasprengjur sprungu i dag í Algeirsborg á sömu stundu, og er það mesta árás sem upp- reisnarmenn hafa gert þar í borg siðan í maí s.l. Tveir menn létu lífið af völdum sprenginganna, en átta manns særðust. Fyrir fram- an háskólann fannst einnig sprengja, en hún var gerð óvirk áður en hún spryngi. Tímasprengj unum var komið fyrir undir bíl- um í anddyrum opinberra bygg- inga. Ahyggjurnar létta Sopliiu Rómaborg, 19. júlí: Iþví er hann „uppgötvaði" hana HÆST launaða kvikmyndadís I og gaf henni sitt fyrsta hlutverk. heims, Sophia Loren, hefur sam- ið við Hollywodd og unnið hjörtu Ameríkumanna. En heima á Ítalíu hefur vegur hennar farið síminnkandi. Við sjálft liggur að hún sé talin föðurlandssvikari. Orðrómurinn um, að hún hefði í hyggju að gerast svissneskur rík- isborgari, hefur komið eins og reiðarslag yfir ítali og valdið „dýpstu sorg“ meðal milljóna ein lægra aðdáenda. Ástæða þess, að Sophia vill ekki vera ítalskur borgari, er m.a. sú, að skattayfirvöldin hafa valdið henni mikilli gremju og eins hitt, að hún vill giftast hin- um stórtæka ítalska kvikmynda- framleiðanda Carlo Ponti, sem er kvæntur og á stóra fjölskyldu í Róm. Verði þau bæði svissneskir borgarar, er talið að þetta geti allt gengið betur. Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir Sophiu, og engan þarf að undra þótt hún hafi létzt um 4 kíló. Þegar þessi tíðindi náðu til Hollywood greip um sig ótti í kvikmyndaborginni, því það gat jú verið að þessi 4 kíló væru hluti af þeirri „yfirvigt“, sem gert hafa Sophiu fræga. Eftir hraðsamtal til Svisslands, þar sem Sophia er nú í sumarleyfi, róuðust menn í Hollywood. Sagt er, að Sophia Loren hafi verið „ambátt“ Pontis allt frá Hann hlaut ást hennar í staðinn og jafnframt öfund flestra ungra manna. Ponti hefur ekki geta® skilið við konu sína að lögum, en þau hafa ekki búið saman lengi. í Svisslandi býst hann viS að fá löglegan skilnað. Ulbricht vill þeir vinni BERLÍN, 19. júlí: — Aðalritarl austur-þýzka kommúnistaflokks- ins, Walter Ulbricht, hefur lagt til, að skipulag ríkisins verði endurskipulagt, þannig að hægt verði að senda starfsmenn ríkis- ins til vinnu í verksmiðjum, sam- kvæmt fregnum kommúnista- blaðsins „Neues Deutschland“. Á- ætlunin gerir ráð fyrir, að níu tíundu hlutar af starfsmönnum atvinnumálaráðuneytisins verði fluttir yfir í iðnaðinn. Til að tryggja það, að þessir meim leggja sig fram í hinu nýja starfi, leggur Ulbricht til, að ekki verði teknir nýir menn til starfa fyrir ríkið í stað þeirra, sem settir eru til iðnaðarstarfa. — Reuter-NTB. Myndin er tekin í Prag, höfuðborg Tékkóslóvak íu, skömmu eftir að Krúsjeff hafði hreinsað til heima fyrir Strax og hann kom til Prag, sté h ann í stólinn til að kenna Tékkum, hvað þeir ættu að trúa á og hvernig þeir ættu að hugsa. Eftir myndinni að dæma, er starfsbróður hans, Antonin Novotny, sem er aðalritari tékkneska kommúnistaflokksins, umhugað um, að Tékkarnir leggi orð bróður Krúsjeffs vel á minnið. Næstur Novotny stendur forseti Tékkóslóvakíu, Zapotocky, og yzt til hægri Búlganin forsætisráðherra Sovétríkjanna, sem jafnan fylgir félaga Krúsjeff, þegar hann bregður sér að heiman.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.