Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 2
2 MOnr.TINRTATtTT) Laugardagur 20. iúlí 1957 8 Mðrasveitir mætiiist á lcmdsmóti á Akrareyri ANNAÐ landsmót Sambands ísl. lúðrasveita var haldið á Akureyri dagana 22. og 23. júní s.L Þessar lúðrasveitir tóku þátt í mótinu: Lúðrasveit Akureyrar, stjórn- andi Jakob Tryggvason, Lúðrasv. Hafnarfjarðar stj. Albert Klahn, Lúðrasv. ísafjarðar, stj. Harry Herlufsen, Lúðrasv. Keflavíkur, stj. Guðmundur Norðdahl, Lúðra sv. Reykjavíkur, stj. Paul Pampie hler. Lúðrasv. Stykkishólms, stj. Víkingur Jóhannsson, Lúðra- sveitin Svanur, Rvk. stj. Karl O. Runólfsson og Lúðrasveit Vest- mannaeyja, stj. Oddgeir Krist- jánsson. Laugard. 22/6. kl. 15.30 setti formaður SÍL., Karl O Runólfs- son, tónskáld mótið við Sundlaug Akureyrar og bauð þátttakendur og gesti velkomna til mótsins. — Þá léku lúðrasveitirnar sameigin- lega eitt lag undir stjórn Jakobs Tryggvasonar, en síðan komu hinar einstöku lúðrsv. fram, með um 10 mín. dagskrá hver. Að lok- um léku þær allar sameiginlega 4 lög undir stjórn Jakobs Tryggva sonar. Kynnir mótsins, sem var Karl Guðjónss., alþingism., hafði gefið þessari stóru lúðrasveit, þar sem um 150 manns léku sam- eiginlega, nafnið „Lúðrasveit ís- lands“. Veður var svo gott sem bezt varð á kosið og hlýddi mikill fjöldi áheyrenda á hljómleikana. Þegar að þeim loknum fóru lúðrasveitirnar að Fjórðungs- sjúkrahúsinu og léku þar nokkur lög einnig undir stj. Jakobs Tryggvasonar. að komið verði upp skólahljóm sveitum í barna- og unglinga- skólum, þar sem þær eru ekki þegar á stofn settar". Ákveðið var að halda næsta landsmót SÍL 1960, en ekki er enn ráðið hvar það verður hald- ið. Stjórnin var öll endurkosin, en hana skipa, Karl O. Runólfs- son, formaður, Jón Sigurðsson, ritari, Bjarni Þóroddsson, gjald keri og meðstjórnendur, Guð- varður Jónsson, Halldór Einars- son og Magnús Sigurjónsson. Síðdegis á sunnud. léku svo lúórasveitirnar á íþróttavellin- um, en þar var haldið íþrótta- mót Umf. Eyjafjarðar. Um kvöld ið var lokahóf að Hótel KEA í boði bæjarstjórnar Akureyrar. Lúðrasveit Akureyrar, en for- maður hennar er Sigtryggur Helgason, gullsmiður, sá um undlrbúning og framkvæmd mótsins, sem fór í alla staði mjög vel fram og öllum þátttak- endum til ánægju. Vörusýningumii lýkur annað kvöld NÚ er hinum miklu vörusýning- um Austur-Þýzkalands, Rúmeníu og Tékkóslóvakíu að verða lokið. Síðasti sýningardagur er á morg- un og verður þeim lokað annað kvöld klukkan 10. Búast má við mikilli aðsókn þessa tvo síðustu daga, því vegna góðviðrisdaganna að undanförnu hafa margir frestað að sjá þær þar til síðast, en þó eru á 14. þúsund manns búnir að koma þsmgað. Rétt er að benda á að nú eru sýndar nýjar fræðslu- og skemmtikvikmyndir og hefjast sýningar þeirra á klukkustund- ar frestL AVIGNON, 19. júlí. — í miklu járnbrautarslysi, sem átti sér stað nálægt Avignon, hafa 17 manns látið lífið, svo vitað sé, en 19 hinna 75 særðu eru mjög þungt haldnir. Slysið vildi til, þegar hraðlestin frá París til Nizza, fór út af teinunum. Lestin var á 120 km. hraða. Slysið varð stuttu eftir miðnætti „Heirashornaflakkarar66 á íslandi f FYRRAKVÖLD kom hér við hópur manna frá Hollywood og hafði stutta viðdvöl. Tíðindamað- ur blaðsins náði tali af þeim í Naustinu seint í fyrrakvöld, þar sem þeir sátu að snæðingi, og fékk þær upplýsingar, að hópur- inn væri á leið til Lapplands og Afriku. Mennimir voru Sjö talsins, , flestir myndatökumenn og tækni A sunnudagsmorgun var svo legir ráðunautar, en eirm þeirra ialfundiit- STT. haldmn o« Wn+nl var kvikmyndaframleiðandinn Robert L. Jacks, sem starfar hjá 20th Century Fox-kvkmyndafé- laginu. Hægri hönd hans er Paul Mantz, sem komið hefir til ís- lands áður. Mantz er sérfræðing- ur í töku kvikmynda úr lofti og aðalfundur SÍL haldinn að Hótel K.E.A. Gerðar voru ýmsar sam- þykktir varðandi starf lúðra- srveitanna og tónmennt í landinu þ.á.m. „að skora á fræðslumála- atjóra, fræðsluráð, bæjarfélög og bæjarstjórnir hvar sem er á land Inu, að stuðla að því eftir mætti hefur verið viðriðinn töku allra Áttiinda untferð Wanmörk: B. Larsen P. Ravn B. Andersen Dinsen 1 1 bið bið Svíþjóð: B. Sönderborg Hággquist B. Sehlstedt S.. Palmkwist 0 0 bið 0 Finnland: Lahti bið Bandaríkin: Lombardý bið Rannanjarvi 0 Mednis 1 Aaltio bið Feuerstein bið Samalisto 0 Saidy I Ausúur-Þýzkaland: S. Dittmann 0 ísland: Friðrik 1 Bertholdt 0 Guðmundur 1 H. Liebert bið Ingvar bið H. Jiittler bið Þórir bið Rúmenía: Mititelu 0 Equador Munoz 1 Drimer 1 Yépes 0 Gitezcu 1 Benites 0 Szabo 1 O. Yépes 0 Búlgaría: Kolarov % England: Persitz % Patevsky 1 Martin 0 Tringov 1 Davis 0 Bodanov 0 Gray 1 Mongolía: Tumubaator 0 Ungverjaland: Benkö 1 Munhu 0 Portisch 1 Miagmarsuren bið Navarovsky bið Zuhgder bið Molnar bið Sovétríkin: Tal % Tékkóslóvakía: Dr. Filip % Spassky 1 Kosma 0 Polagaevsky 1 Blatný ð Gurgenidze bið Marsalek bið Friðrik vann Dittmann í góðri verjaland 19% og tvær biðsk. skák. Guðmundur vann mann í Búlgaría 19%. ísland 18 og tvær Sinfóníuhljómsveitin hefur haltlið tónleika á starfsárinu Eru það hefmingi fSelri lórsleskar m árið áður 37 13. leik í allflókinni stöðu og mótherji gaf. Ingvar á biðskák sennilega jafntefli, en Þórir er skiptamun undir og í erfiðari stöðu. Finninn Lahti á sennilega unna biðskák gegn Lombardi. — Eftir umferðina í gærkvöld er röðin þessi: Rússland 26%, og biðsk. Tékkar 22 og biðsk. Ung- biðsk. Bandaríkin 18 og tvær bið- skákir. Rúmenía 17%. England 16%. Austur-Þýzkaland 14% og tvær biðsk. Equador 13%. Dan- mörk 10% og tvær biðsk. Mongól ía 8 og tvær biðsk. Svíþjóð 7% og tvær biðsk. Finnland 4 og tvær biðskákir. helztu CinemaScope-kvikmynda í Bandaríkjunum. Hann hjálpaði Mike Todd við töku hinnar heims frægu kvikmyndar „80 daga um- hverfis jörðina“. UNDIRBÚA STÓRMYND Hópurinn, sem kom hér við í fyrrakvöld, er aS undirhúa nýja CinemaScope-kvikmynd, sem á að taka öllum fyrri kvikmyndum fram aS íburði og tilkostnaði. Hún verður gerð eftir skáldsögu Frederick Wakemans, „Deluxe Tour“, og verður kvikmynduð í Lapplandi, París, London, Istam- bul, Dakar og víðar í heiminum. Sagan fjallara um hóp af fólki, sem tekur sér ferð með flugvél víðs vegar um heiminn og lendir í alls konar ævintýrum. Meðal leikenda verða: Jayne Mansfield, Lauren Bacall, -Ginger Rogers, Roderick Crawford, William Po- well, Robert Stack og Don Mur- ray. KOMA VÍDA Vffi Verkefni hópsins, sem hér var, verður fyrst og fremst að velja staðina, þar sem hægt verður að kvikmynda og gera tilraunir með kvikmyndatöku. Það mun taka um 3 vikur, en að þrem mánuð- um liðnum verður fyrst hægt að fara með leikarana á staðina, þar sem kvikmyndað verður. Hóp urinn hefur eigin flugvél til um- ráða og ferðast með henni um heiminn. Héðan verður flogið til Lundúna og Parísar, þar sem þeir ná í leikstjórann Darryl Zanuck, en síðan fara þeir til Lapplands, þaðan suður til Istambul og loks til Afríku. VILJA ANNAÐ NAFN Mantz tjáði blaðinu, að „De- luxe Tour“ yrði fyrsta kvik- myndin sem tekin yrði á 55 mm, breiða linsu, sem hefur nýlega verið fullkomnuð. Hins vegar verður að minnka kvikmyndina, áður en hún verður send til Evrópu, þannig að hún verður þá aðeins 35 mm. Hópurinn lauk upp einum munni um, að fsland væri fallegt land og óvenjulegt. Mantz kvaðst hafa áhuga á að athuga staðhætti hér betur með það fyrir augum að taka kvik myndir. Áður en þeir félagar færu frá fslandi, ætluðu þeir að fljúga yfir landið til að fá Ijós- ari hugmynd um eðli þess. Þeir lögðu til, að nafni þess yrði breytt, þar sem það gæfi alranga hugmynd um land og þjóð. 2-24-80 í GÆR ræddi Jón Þórarinsson^ við fréttamenn og skýrði þeim frá starfsemi Sinfóníuhljómsveit ar íslands á starfstímabilinu 15. sept. 1956 til 15. júlí síðastlið- ins. Hefur Sinfóníuhljómsveitin starfað ötullega á þessu tímabili og haldið marga hljómleika bæði í Reykjavík og úti á landi. 37 SJÁLFSTÆÐIR TÓNLEIKAR Haldnir voru alls 37 sjálfstæð- ir tónleikar, þar af 20 í Reykja- vik. Þar með er talin óperan „II trovatore“, sem var flutt alls 7 sinnum í Austurbæjarbíói svo og einir háskólatónleikar. Er þetta helmingi 'fleiri tónleikar en í fyrra. Aðrir tónleikar hljómsveit arinnar í Reykjavík voru flestir haldnir í Þjóðleikhúsinu. Utan Reykjavíkur voru tónleikar haldnir á 17 stöðum. Alls lék hljómsveitin á 18 stöðum á þessu ári, en síðan í maí í fyrra á 20 stöðum á landinu. f SJÖ FÉLAGSHEIMILUM Sinfóníuhljómsveitin hefur haldið tónleika á þessum stöð- um utan Reykjavíkur: Akranesi, Bifröst í Borgarfirði, Bólstaðar- hlíð, Sauðárkróki, Siglufirði, Ól- afsfirði, Akureyri, Freyvangi í Eyjafirði, Húsavík, Skjólbrekku í Mývatnssveit, Egilsstöðum, Seyð- isfirði, Neskaupstað, Eskifirði, Mánagarði í Homafirði, Selfossi og Keflavík. Hljómsveitin er nú nýkomin úr ferðalagi um Austfirði og Norðurland og rómaði Jón Þór- arinsson mjög hin nýju félags- heimili. Alls hefur Sinfóníuhljóm sveitin leikið í sjö nýjum félags- heimilum og sagði Jón að nær undantekningalaust byðu þau hin ákjósanlegustu skilyrði til tón- leikahalds. SJÖ STJÓRNENDUR Sjö stjórnendur hafa komið fram á sjálfstæðum tónleikum hljómsveitarinnar, þar af fjórir erlendir gestir, þeir Warwick Braithwaite frá Englandi, Thor Johnson frá Bandaríkjunum, Olav Kielland frá Noregi og dr. Václav Smetácek frá Tékkóslóva- kíu. Aðrir stjórnendur hafa ver- ið dr. Páll ísólfsson, Paul Pam- pichler og Björn Ólafsson. Meðal einsöngvara sem fram hafa komið á þessum tónleikum em Blanche Thebom, Guðmunda Elíasdóttir, Hanna Bjamadóttir, Þuríður Pálsdóttir, Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Magn ús Jónsson og Þorsteinn Hannes- son. Meðal einleikara hafa verið Jórrmn Viðar, Árni Kristjánsson og Rögnvaldur Sigurjónsson. Auk sjálfstæðra tónleika sveit- arinnar í Reykjavík kom hún fram á útitónleikum á Austur- velli 17. júní og á 50 ára afmælis- hátíð Landssíma íslands í Þjóð- leikhúsinu, í bæði skiptin undir stjórn dr. Páls Isólfssonar. Til viðbótar ofangreindri sjálf- stæðri starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, hefur hún annazt tónleika með öllum sýningum Þjóðleikhússins, þar sem tónlist hefur verið flutt, alls 66 sinnum og hljóðfæraleikarar hennar hafa annazt fjölda útvarpstónleika. Róðrarmót Islands i dag 1 DAG FER fram Róðrarmót Is- lands á Skerjafirðinum og hefst það kl. 15. Þátttökusveitir eru 3, 2 frá Róðrarfélagi Reykjavíkur og 1 frá Glímufélaginu Ármanni. Róin verður 2000 m vegalengd frá Shell-bryggju og inn í Naut- hólsvík. Sigurvegari í fyrra var Róðrarfélag Reykjavíkur. Á eftir meistarakeppninni fer fram drengjakeppni í róðri og róa 2 sveitir frá Róðrarfélagi Reykjavíkur, róin verður 1000 m vegalengd. Féll fyrir björg i Grimsey og höíuð- kúpubrotnaói 1 FYRRAÐAG vildi það slys tfl í Grímsey er 35 ára gamall maður, Benedikt Egilsson, var á gangi með björgum fram að hann hrap- aði niður. Tók langan tíma að ná manninum upp aftur og var hann þá stórslasaður. Var síldarleitarflugvélin fengin til þess að sækja manninn og flytja hann í sjúkrahúsið á Akur- eyri. Er blaðið átti tal við Bjarna Rafnar lækni í gær, sagði hann, að maðurinn væri mikið slasaður, höfuðkúpubrotinn og að öllum lík- indum mjaðmagrindarbrotin, »uk þess sem hann væri skrámaður & öllum útlimum. Enn væri Benedikt með svo mikinn heilahristing, að ekki hefði verið hægt að skoða hann til hlítar. — Taldi Bjarni Rafnar, að líðan Benedikts væri þó eftir öllum vonum og hann væri ekki í bráðri hættu. Meira fólk TEL AVIV, 19. júlí. — Ben Gurion forsætisráoherra ísraels hefur skorað á Gyðinga um heim allan að stuðla að því, að inn- flutningur fólks til ísraels verði stóraukinn. Telur hann, að lands- mönnum þurfi að fjölga úr tæp- um tveim milljónum í þrjár milljónir á næstu 10 árum. Ben Gurion kvaðst harma, að tvö riki, sem staðið hefðu að stofnun ísraels, Sovétríkin og Tékkósló- vakía, væru nú í hópi andstæð- inga þess. Gó&ar heyskapar- horfur ÁRNESI, 19. júlí — Grassprettu hefur nú fleygt fram síðan um mánaðamót, en um mánaðamóta- helgina rigndi hér yfir 20 mm á tveim dögum. Hafði þessi rigning afar mikla þýðingu fyrir gras- sprettuna en eftir hana komu 2 hlýir dagar sem einnig hjálpuðu til að gera áhrif hennar sem mest. Þetta var fyrsta rigningin á vor- inu sem bleytti vel í rót. Næstu viku á eftir spruttu tún ótrúlega hratt, sem ekki voru því meira skemmd af kali og bruna af völd- um þurrkanna. 1 þessari viku hófst túnaslóttur almennt. Sannaðist hér, hve áhrif tilbúna áburðarins geta verið fljótvirk þegar bæði sól og regn hjálpast að. Síðustu tvær vikur hafa verið hér góðir þurrkar í austurhluta sýslunnar. 1 vestur- hlutanum voru hins vegar skúra- leiðingar suma dagana, sem töfðu heyhirðingu. Þennan tíma hafa bændur hirt mikla töðu með ágætri verkun. Eru sumir xangt komnir með fyrri túnaslátt á ótrúlega skömmunj tíma. Einstaka maður hefur full- hirt tún sitt. Menn hafa lagt mjög hart að sér til þess að bjarga sem mestu af iðgrænni töðunni í hlöð- ur áður en veðráttan spilltist. Má með sanni segja að þessi tími fyrri túnasláttar sé sá ann- ríkistími ársins sem mesta Þýð- ingu getur haft fyrir afkomu bóndans. Með aðstoð véla og alls konar tækja við heyskapinn er nú hægt að afla mikils vetrarforða handa búpeningnum á miklu skemmri tíma en áður. Undanfarna daga hefur verið hér norðanátt, kalt í veðri en nokk urt sólskin um daga. Síðastliðinn sunnudag gerði hér töluverðar rigningarskúrir og fengu þá marg ir ofan í hey. — Hermóður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.