Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Laugardagur 20. júlí 1957 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Aðalritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjami Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Ásmundsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 1.50 eintakið. ÞJÖÐARHEILL KREFST SÁTTA flaaimN úr heimT Macmillan vantar smiði, en ekki er hœgt um vik, þegar nefndirnar eru annars vegar IINN heyrir almenningur I lítið hvað líður lausn farmannadeilunnar. Eft- ir að sáttatillagan var felld á dögunum fyrir rúmri viku með svo til samhljóða atkvæð- um aðila, mun ríkisstjórnin þó eitthvað hafa þreifað fyrir sér hjá aðilum. Hvort Lúðvík Jósefs- son hefur með því þótzt vera að efna orðagjálfur sitt um, að 2 nýjar tillögur mundu koma, ef hin fyrsta yrði felld, skal ósagt látið. Þessar fyrirþreifingar sýn- ast a. m. k. ekki enn hafa borið neinn árangur. Ríkisstjórninni til lofs má þó segja, að þessa síðustu daga mun hún hafa gefið sér tíma til fund- arhalda um málið, enda hafði verkfallið þá staðið nokkuð á fimmtu viku. Áður höfðu ráð- herrarnir lengst af verið úti um hvippinn og hvappinn. Forsætis- ráðherrann við laxveiðar, tveir ráðherranna þ. á. m. félagsmála- ráðherra, vikum saman erlendis og Eysteinn Jónsson austur í kjör dæmi sínu að róa undan Lúðvík Jósefssyni, meðan hann þóttist vera að leysa verkfallið hér. EINS og margoft hefur kom- ið fram í stjórnarblöðun- um virðist ferðalag „Varð ar“ fyrir nokkru austur í sýslur hafa mjög farið í taugarn- ar á þeim. Hefur hvert blaðið á fætur öðru skrifað greinar um þessa ferð og vakið á henni at- hygli, enda var hún vel þess verð, með því að hún var mjög vel heppnuð í alla staði. Tíminn lét ekki sitt eftir liggja og birti á þriðjudaginn var aðra forystu- grein sina um Varðarferðina. Blaðið reyndi í því sambandi að tengja þessa ferð við alveg ó- skyld mál og var þar vikið að breytingartillögum þeim, sem Sjálfstæðismenn báru fram á síð- asta Alþingi við frumvarp ríkis- stjórnarinnar um húsnæðismál. í forystugrein Tímans er Sjálf- stæðismönnum álasað fyrir að hafa lagzt á móti skyldusparn- aði unglinga og með því ætlað að kippa fótunum undan fjár- öflunum til íbúðalána. Hið rétta er, að Sjálfstæðis- menn töldu ákvæðin um skyldu- sparnað í frumvarpi ríkisstjórn- arinnar ekki vænleg til að hafa mikla þýðjngu fyrir útvegun fjár til íbúðalána. Þeir lögðu hins vegar til að koma á fót frjálsum sámningsbundnum sparnaði til slíkra lána. Slík leið er eðlilegri en lögþvingunarleiðin auk þess sem hún á að vera líklegri til árangurs. Hin frjálsa fjáröflun- arleið þótti engin goðgá hjá Framsóknarmönnum, áður en gengið var í vist með kommún- istum, enda var gert ráð fyrir slíkri leið í húsnæðislögunum frá 1955, þótt ekki yrði af fram- kvæmdum. Þá er gert að árásarefni í grein Tímans, að Sjálfstæðismenn lögðu til, að hin samningsbundnu spari- innlán yrðu undanþegin tekju- skatti og útsvari, allt að 5 þús. Æskilegt væri, að hinn ný- vaknaði áhugi stjórnarinnar kæmi af því, að hún hafi nú sann- færzt um, að þjóðarvoði er á ferðum, ef ekki er aðgert. Aðra skýringu má raunar lesa í Þjóð- viljanum í gær. Þar segir, að því sé nú hvíslað „að hverjum sem hlusta vill: Ríkisstjórnin verður felld með farmannaverkfallinu“. Þjóðviljinn heldur, að það sé SjálfstæðiSflokkurinn, er „láti hvísla“ þessu. Því fer fjarri. Hitt mun sanni nær, að það séu raddir eigin ótta, sem stjórnarliðar heyra nú í eyrum sínum. Hvort sem það er af umhyggju fyrir alþjóðarhag eða ótta við al- menna fordæmingu, eru stjórn- arliðar farnir að skilja, að að- gerðarleysið og tvísöglisfálm Lúðvíks Jósefssonar tjáir ekki lengur. Fávizkuhjal um „pólitískt verkfali", þegar heilar stéttir standa betur saman en nokkru sinni áður, stoðar og lítt. Ábyrgir aðilar verða að gera sér grein fyrir í hverju vandinn raunverulega liggur og koma á þeim sáttum, sem þjóðarheill krefst. kr. á ári. Er greinilegt að höf- undur er næsta ófróður um þessi efni eða hirðir lítt um sína eigin menn. Þessi ákvæði um skatt- undanþáguna voru alveg sams konar og ríkisstjórnin lagði til í sínum tillögum um sparnað til íbúðabygginga og var samþykkt af liði stjórnarinnar á Alþingi. Hefur öllum nema greinarhöf- undi Tímans þótt eðlilegt að reyna meðal annars þessa leið, til þess að örva fjáröflun til íbúðarlána. Enn segir í pistli Tímans eft- irfarandi: „Úti um sveitir vakti það þó mesta athygli í tillögum þessum, að Sjálfstæðismenn heimtuðu að allt það fé, sem inn kæmi skyldi „ganga til kaupa á A-bankavaxtabréfum hins al- menna veðlánakerfis". En með þessu ætluðu Sjálfstæðisforingj- arnir að sniðganga veðdeild Bún- aðarbankans og skáka sveitaæsk- unni úr málinu". Hér slær enn alvarlega út í fyrir höfundi. Veð- deild Búnaðarbankans er ekki verr sett eftir því sem meira er keypt af A-bankavaxtabréfum, heldur þvert á móti. f 7. gr. hinna nýju húsnæðislaga er sams konar ákvæði og var í lögunum frá 1955 um heimild til ríkisstjórn- arinnar til að lána byggingarsjóði Búnaðarbankans í A-lánum. Sveitaæskan hefði því vissulega verið betur sett með auknu fé til byggingarsjóðsins eftir þeim leið- um, sem Sjálfstæðismenn lögðu til heldur en með lögþvingunum þeim, sem nú á að beita hana. Úti um sveitir skilja menn jafn einfalda hluti sem þessa. Eftir lestur þessa leiðara Tím- ans verður enginn nokkurs vís- ari um sambandið milli Varðar- fararinnar og íbúðarlána. Sú gáta er óleyst. Aftur á móti hafa menn enn fengið eitt dæmi um óvand- aðan málflutning Framsóknar. BREZKA stjórnin tilkynnti í fyrri viku, að ekki væri allt með felldu í Downing Street. Aðset- ur brezka forsætisráðherrans er, sem kunnugt er, í Downing Street 10 — og þegar Bretar ræða um Downing Street, vita allir við hvað er átt. Ef til vill dettur ykk- ur fyrst í hug, að Macmillan og kona hans hafi orðið vör við drauga í húsakynnum sínum, en svo er þó ekki. Það, sem við er átt í tilkynningu stjórnarinnar, er, að þetta ákveðna hús við Downing Street er nú orðið mjög úr sér gengið. Vart hefur orðið við mikinn fúa og fleiri hrörn- unarmerki. Ekki fyrr en bað hrynur Húseign brezku stjórnarinnar við Downing Street er ekki ein- ungis íbúð forsætisráðherrans. Þetta er þriggja íbúða húsasam- stæða, sem ber númerin 10, 11 og 12. Forsætisráðherrann býr, sem fyrr segir, í íbúð númer 10, fjármálaráðherrann býr í íbúð númer 11, en í númer 12 hefur stjórnin skrifstofu. Húsasamstæðan er byggð árið 1686 og er því komin til ára sinna. Enda þótt oft hafi gengið mikið á í London á styrjaldar- tímunum, þegar Þjóðverjar héldu uppi hvað mestum loftárásum á borgina, flutti Churchill aldrei úr Downing Street 10 — og þó hrykkti stundum í hverjum rafti. Þess vegna er ekki gert ráð fyrir því, að Macmillan flýji húsið að svo stöddu. Ekki fyrr en það hrynur þá yfir hann, — segja Bretar. Sama sagan vestra Þannig var það líka með Hvíta húsið. Það var endurbyggt árið 1817 eftir að það brann 1814. Þegar Truman forseti sat í því, var það orðið mjög varhugavert til íbúðar. Sumir sögðu, að for- setinn hefði mátt búast við að þakið félli niður á hverri stundu. En hvort tveggja var, að Tru- man var hinn mesti kappi og eng- in hætta var á loftárásum 1 Washington. Hann sat sem fast- ast — og húsið var endurbyggt og treyst til muna árið 1952. Nefnd kemur til skjalanna En við skulum víkja aftur að Downing Street og Macmillan, sem nú vill fyrir hvern mun fara að láta gera við húsið. En eins og við vitum er formfestan og hefð- in mikil í brezku stjórnmálalífi. Á ákveðnum sviðum gengur þar allt sinn vana, hæga, gamla gang — og einmitt þess vegna gat Macmillan ekki farið í símann og hringt til smiðsins í næstu götu og beðið hann að koma á morgun og dytta að húsinu. Nei. Stjórn- in ákvað að koma á laggirnar nefnd, sem skyldi sjá um fram- kvæmd málsins. Og þetta var ekki nefnd húsasmiða eða kunn- áttumanna í viðfangsefninu, því að formaður nefndarinnar er jarlinn af Crawford og aðrir nefndarmenn eru af svipuðum stigum, menn, sem ekki geta rek- ið nagla í spýtu. En hvað um það. Nefndin er tekin til starfa og farin að blaða í gömlum skjölum að sið allra góðra nefnda. Að því loknu mun nefndin senni- lega skipa aðra nefnd til þess að fjalla betur um málið, en Mac- millan og kona hans bíða í óþreyju eftir smiðunum. Byggingameistarinn Downing Sem áður segir var Downing Street 10 byggt árið 1686 af manni, sem Sir George Downing nefndist. í þá tíð var húsið eitt hið reisulegasta í London og gat- an var nefnd eftir byggingameist- aranum. Downing er sagður hafa verið hinn hvimleiðasti maður, undirförull og svikull, en slyng- ur að koma ár sinni fyrir borð. Hann var handgenginn bæði Cromwell og Charles II. og segja menn, að það eitt beri vott um það hvern mann Downing hafði að geyma. Molotov hló f Downing Street 10 hafa marg- ir frægir menn búið á hátindi frægðar sinnar. Pitt, Gladstone, Disraeli, Asquith og Churchill svo að nokkrir séu nefndir. Þar hafa flestir af fremstu stjórn- málamönnum sinna tíma setið f góðum fagnaði með forsætisráð- herranum — og þar hefur oft verið skálað fyrir drottningu eða konungi. Þar hefur verið fjallað um mörg mikilvæg málefni og örlagaríkar ákvarðanir teknar. Sagt er, að einu sinni hafi Molo- tov sézt hlæja af hjartans lyst — og það var innan fjögurra veggja Downing Street 10, er hann gegndi utanríkisráðherra- embætti. Margir hafa saknað Downing Street 10 En forsætisráðherrabústaður- inn hefur ekki alltaf verið vett- vangur gleði og glaums í sam- fundum tiginna og gáfaðra manna. Sólin hefur ekki alltaf brosað við brezku þjóðinni og á örlagatímum hefur bústaður for- sætisráðherrans jafnan verið þrunginn þeim anda, sem samein- að hefur brezku þjóðina í raun- um. Margir hafa yfirgefið Down- ing Street 10 með söknuði, falln- ir stjórnmálaforingjar, uppgjafa stjórnmálamenn. Síðasta kvöldið, sem Churchill bjó í Downing Street kom Elísebeth drottning í heimsókn til þess að þakka hon- um fyrir vel unnin störf í þágu ættjarðarinnar. Það kvöld hefur verið tregablandið í brjóstum margra þeirra, sem þekktu hinn aldna stjórnmálaforingja og sáu á bak honum úr Downing Street 10. Bifreiðin kom upp um hann BONN: — Veitingaþjónn á veit- ingastofu í sambandsþinghúsinu í Bonn hefur verið dæmdur 1 2% árs fangelsi fyrir að hafa stundað njósnir fyrir a-þýzku leynilögregluna. Skýrði þjónn- inn svo frá fyrir réttinum, að a-þýzka lögreglan hefði haft á prjónunum að sprengja þinghúsið í loft upp. Hefði hann aflað ým- issa upplýsinga fyrir þá í sam- bandi við áætlun þessa. Að laun- um þá hann nýja bifreið, og var það hún sem kom upp um mann- inn. Leynilögreglunni þótti grun- samlegt, að maður, sem hafði til- tölulega lág laun, skyldi allt 1 einu aka um á bifreið af nýj- ustu og beztu gerð. Við rannsókn málsins uppgötvuðu lögreglu- mennirnir samband veitinga- þjósins við A-Þjóðverja. VARÐARFERÐ OG IBUÐALAN Downing Street 10 er reist árið 1686.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.