Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 9
LawgaTclaffMr 20. Jölí 1957 MORCVNBLAÐIÐ 9 1 / fáum orðum sagt: \ Jóhann Sigurjónsson — hann hafði stærri sál en líkama Rabbað við Jónas Lárusson um æskuvin hans — og konuna sem ,,brenndi skáldið upp" 0" KLÖG Jóhanns Sigurjónssonar eru í ætt við þjóðsögurnar. Eiginlega hef ég aldrei haft það á tilfinningunni, að hann hafi lif- að, svo hljóðlega koma hann og fór. Líf hans var stutt ,en fagurt. Hann vissi, að fegurðin ein á götur til þess sem er eilíft og gott, og þess vegna tignaði hann hana, þess vegna talaði hann hennar máli, bæði á mannamótum og á þroskastundum einverunnar. Hún er í fyrirrúmi í öllum verkum hans, en rennur þar saman við yirðingu fyrir lífinu, og ótta við dauðann. Oft hef ég velt fyrir mér ör- lögum Jóhanns Sigurjónssonar. Það hafa víst áreiðanlega fleiri gert, því að skáldið er einkar að- laðandi. Og það sem meira er: skáldið er líka maður í beztu merkingu þess orðs. Jóhann var enginn dóni, enginn ræfill. Ég veit það ekki, en mér finnst er.di- lega, að hann hafi meira að segja drukkið sitt vín með sóma. ★ ÆVINTÝRABLÆRINN sem hvílir yfir lífi Jóhanns Sigur- jónssonar hefir vafalaust breytt réttri mynd af skáldinu. Af þeim sökum langaði mig að ræða í fá- um orðum við einhvern sem þekkti hann vel og hafði hlustað á hann „aftaninn vetrarlangan“. Fyrir valinu varð Jónas Lárusson, fyrrum bryti og hótelstjóri. Hann var vinur Jóhanns og þekkti hann betur en flestir aðrir. Sú ófullkomna mynd sem við drög- um hér upp af skáldinu í samein- ingu er ekki endilegá hin rétta, það verða menn að gera sér ijóst: ætlunin er aðeins að bregða upp mynd af Jóhanni Sigurjónssym og Ingeborg konu hans eins og þau voru í augum Jónasar Lárus- sonar. — Að vísu hefir Gunnar Gunnarsson lýst vini sínum meist aralega. Þetta er aðeins dálítil viðbót. ★ ÞAÐ var ekkert ævintýralegt við fyrstu kynni okkar, segir Jónas, þegar við höfum fengið okkur sæti í stofu þeirra hjóna að Tjarnarbraut 13 í Hafnarfirði Við kynntumst eins og gengur og gerist. Ég heimsótti þau Inge- borg oft, þegar þau bjuggu í Hellerup. Það var á veldísdögum hans, þegar hann hafði fundið upp blikklokin á bjórglösin. Á þeirri uppfyndingu ætlaði hann að verða ríkur. Þannig var mál með vexti, að mikið var um gang stéttakaffihús í Kaupmannahöfn á sumrin og var þar drukkið öl úr stórum krúsum. Uppfynding Jóhanns miðaði að því að koma í veg fyrir, að flugur færu í bjór- inn. Þær þóttu enginn bragð- bætir og fleygðu menn gjarna bjórnum, ef flugurnar komust í hann. Og fengu sér nýjan. Það hefur gestgjöfunum líkað býsna vel, þeir græddu meira og kærðu sig auðvitað ekkert um biikklok- in. Gróðavon Jóhanns fauk þvi út í veður og vind, en ég man eft- ir því, að hann hafði sankað sam- an miklum birgðum af blikki í stofunni sinni og hugðist græða á tá og fingri. En þetta var eitt af þessum fyrirtækjum sem eru andvana fædd, og Jóhann bar ekkert úr býtum annað en smá- útgjöld og óþægindi. Eins og þú getur séð, var hugmyndaflugið óþrjótandi, en verzlunarvit og skáldórar fara ekki alltaf vel sam an. — Jú, Jóhann var alltaf að fást við fjármál, en þar sem hugmynd ir hans áttu meira skylt við skáld skap en veruleika, var hann oft- ast í fjárþröng. Honum græddist aldrei fé, þetta rann jafnóðum út úr höndunum á honum, eitthvað út í buskann .... — Þó að þau hafi ekki alltaf haft mikið handa á milli þá hefur verið skemmtilegt að heimsækja þau? ■— Já, það var mjög skemmti- legt að heimsækja þau. Heimili þeirra var smekklegt og með list- rænum svip. Þó að húsrými væri ekki mikið, þá var gesti tekið tveimur-höndum, og alltaf fannst mér ég finna, að vinátta þeirra var sönn og einlæg. Þar sem er hjartarúm, segir einhvers staðar, þar er líka húsrúm. — Jóhann var hlýr í viðmóti og óvenjulega viðkvæmur maður. Hann breytt- ist lítið við skál, varð aðeins dá- lítið örari. Ingeborg þótti gaman að taka þátt í gleðskap og lítt hélt hún aftur af honum í þeim efnum. Hún hafði óvenjulegan persónuleika til að bera, var opin ská og hreinlynd, og mér er nær að halda, að hún hafi aldrei í lífí sínu farið troðnar slóðir. Hún var sambland af heimsborgara og bó- hem og átti því góða samleið með skáldinu. — Mér fannst alltaf, að hún hefði skapað skáldið Jóhann Sigurjónsson að ýmsu leyti. En um leið og hún hafði áhrif á hann til dáða, brenndi hún hann upp, ef svo mætti segja. Hvað sem því líður, er það sannfæring mín, að Ingeborg hafi aukið skáldþroska Jóhanns og gert hann að meira skáldi en hann hefði orðið, ef hann hefði aldrei kynnzt henni. Hún hjálpaði honum að læra dönskuna og enginn vafi er á þvi, að ýmislegt er tekið frá henni og notað í persónubyggingu Stein- unnar og Höllu. Ég þekki orða- tiltæki hennar í sumum þeim um- mælum sem þeim eru lögð í munn. Það má áreiðanlega segja, að hún hafi verið eldurinn sem kveikti í skáldinu. — Ég gat þess áðan, að Ingeborg hafi ekki síður verið gleðimanneskja en Jóhann, en hún var um leið góður félagi og það var gott að vera í návist hennar á gleðistundum. Hún var ekki lagleg kona, en það gleymd- ist vegna persónutöfra hennar. Mér fannst alltaf skína í gegn, hve ást þeirra var óvenjulega heilsteypt, en ástríðufull. Inge- borg var gift dönskum skipstjóra, þegar þau kynntust, en maður hennar dó á réttum tíma. Og það reið baggamuninn um framtíð þeirra. — En heldurðu, að þeim hafi samt ekki orðið sundurorða stund um, ja svona eins og gengur í hjónaböndum? — Nei, ekki varð ég var við það. Aftur á móti heyrði ég þau deila af miklum skaphita um skáldskap og listir, en ekki svo, að þeim yrði sundurorða. Inge- borg beitti meiri skaphörku í þessum deilum, Jóhann var blíð- ari eíns og alltaf. En lét sig ekki samt, gat verið sauðþrár. — Hvernig kom hann þér fyrir sjónir, Jónas? — Hann var meðalmaður á hæð, eins og þú veizt, en það sópaði að honum, hann virtist stærri en hann var. Hann var dá- lítið álútur. Augun voru mjög dökk, mig minnir dökkblá, og augnatilitið var óvenjusterkt, en í neðra andlitinu voru drættir sem bentu á næmar tilfinningar og samúð, enda var maðurinn ör- geðja nærgætinn og fádæma góð- ur í sér. — Þó að hann hafi ekki verið mikill að vallarsýn, var persónuleiki hans svo mikill, að hann stækkaði í augum þeirra sem kynntust honum: hann hafði stærri sál en líkama. — Já, oft. Hugur hans til ts- lands var óskiptur. Hann hafði mikinn áhuga á framförum hér heima og sýndi það bezt, þegar hann kom hingað lasinn að at- huga, hvort unnt yrði að gera síldarhöfn við Höfðavatn. Um það leyti gekk hann ekki heill til skógar og kom sjúkur úr ferða- laginu, og dó upp úr því. Það var hjartað sem bilaði. Ég sagði áðan, að Ingeborg hefði „brennt hann upp“ og átti við það, að hann þoldi ekki þá gleðiþrá sem hún bar í brjóst og reyndi að full- nægja. Ef til vill hefði hann orð- ið langlífari, ef hann hefði eign- azt konu sem hélt aftur af hon- um. En hvað um það, við vorum víst að tala um ættjarðarást hans. Hún var mikil, það geturðu verið viss um. ísland var alltaf efst í huga hans. Þó hygg ég, að það hafi verið honum kærast, á meðan hann skrifaði þau verk sem eiga rætur í íslenzkri mold. Ekki svo að skilja, að hann hafi þá talað meira um landið en annars, held- ur efni og umhverfi verksins sem var í smíðum. Það sótti svo á hann að hann gat varla um annað hugsað: hann varð samgróinn sókn. Hún lét æskusyndir Jó- hanns liggja milli hluta. Það hef- ur alltaf verið ráðgáta, hver móðirin er, en hún var víst ekki við eina fjölina felid. Jóhann tal- aði aldrei um hana. — Grima Sigurjónsson er nú gift kona í Höfn og ber nafnið Nielsen. Þegar hún var um ferm ingu, fór ég með hana til Laxa- mýrar og dvaldist hún þar og á Akureyri um skeið. Svo fór hún út aftur og talaði þá dálítið í is- lenzku. 1949 gróf ég hana upp í Valby, þar sem hún bjó með manni sínum og ljómandi fallegri dóttur. Ekki fannst mér Gríma lík Jóhanni nema hvað hún hafði íslenzka þráann. Dóttir hennar var aftur á móti keimlíkari afa sínum, t.d. virtist mér hún blíð- lyndari en móðirin. — Það er því á misskilningi byggt, þegar menn halda, að Jóhann hafi ekki eign- azt afkomendur. Og íslendingar sem unna skáldi sínu þurfa að vita af þeim, minnugir þess að e.t.v. var Gríma ánægjulegasta staðreyndin í lífi skáldsins. Það má segja, að Jóhann hafi að mörgu leyti verið hamingjusam- ur maður og fullvíst er, að dóttir hans hafi átt sinn þátt í því. Hamingjusamur, endurtók Jónas, eins og hann vildi koma einhverju að sem enn hafði ekki borið á góma. Ég leit spyrjandi á hann. Þá sagði hann um leið og hann kvaddi mig. — Ja, hamingjusam- ur? Jóhann elskaði lífið, eins og háttur er gleðimanna. En hann óttaðist dauðann. Sennilega hefir sómu hending- unum skotið upp i hugum okkar beggja, þegar við kvöddumst: Bak við mig bíður dauðinn, ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin heltan fullan af myrkri. M. Skáldið, sem rægði aldrei kollega sína. Myndin er tekin af teikningu eftr danska málarann Harald SIott-Möller, gerð 1918 — Jónas Lárusson segir, að hún sé mjög lík Jóhanni. — Það hefur verið gaman að skemmta sér með Jóhanni? — Já, það var gaman. Þá talaði hann mikið um skáldskap, gjarna um sinn eigin skáldskap, og fór með kvæði eftir sig og aðra. Hann sagði alltaf eitthvað fallegt um skáldskapinn og aldrei heyrði ég hann rægja kollega sína. Hann bar ekki kala til neins manns og tranaði verkum sínum aldrei fram á kostnað annarra. — Yfir- leitt var Jóhann hrókur alls fagn aðar og gat verið stórskemmtileg- ur. Skemmtilegastur var hann, þegar hann talaði. Mér fannst vit í öllu sem hann sagði og hafði un- un af að hlusta á hann. Hann not- aði stuttar setningar og dró skýr- ar myndir í fáum orðum. Ég undr aðist oft, hve hann gat brugðið upp góðum myndum í jafn stuttu máli, en kannski hefur manni fundizt tungutakið fallegra fyrir þá sök, að það var eitthvert seið- magn í röddinni. — Jóhann hélt stundum ræður í íslendingafélag inu. Þær voru alltaf stuttar. Hann kom hljóðlega inn í salinn, brosti lítið eitt, þegar hann hóf mál sitt, beitti blæbrigðum raddarinnar til hins ýtrasta, og að ræðu lokinni gekk hann jafnhljóðlega út úr salnum og hann kom. Það var bragð sem hann notaði til að auka áhrifin. — En segðu mér Jónas, iæddi hann stundum um ísland við þig? lífi fólksins sem hann var að skapa, hin íslenzku örlög þess urðu hluti af honum sjálfum. ★ VIÐ erum búnir að rabba lengi saman og sólin er komin út í hafsauga, þegar ég stend upp og þakka Jónasi fyrir myndina sem hann brá upp fyrir okkur af vini sínum hugljúfa, um hvern hann segir á gamals aldri: Mér þykir einna vænzt um hann af öllum sem ég hef kynnzt. — Já, sagði ég, og var þess fullviss, að sam- talið bæri þess merki. En það er ekkert við því að gera, Jónas á ekki annað en fagrar minningar um Jóhann. —- Þegar ég býst til brottferðar, segir hann við mig: — Heyrðu, bíddu andartak, ég þarf að segja þér svolítið, sem ekki allir vita. — Nú? — Jú, sjáðu til, Jóhann Sigur- jónsson var ekki barnlaus mað- ur, eins og margir halda. Ilann átti dóttur sem Gríma heitir og var móðir hennar józkrar ættar. Grímu var komið fyrir hjá danskri fjölskyldu í Höfn, en var á sumrum hjá föður sínum. Hann hafði mikið dálæti á henni og unni henni heitt. Hún var auga- steinn föður síns, og hann var hreykinn af segja vinum sínum frá henni. Það var ekkert leynd- armál, að hann ætti þetta barn, síður en svo, og Ingeborg tók henni vel, þegar hún kom í heim — Skagafjörður Framh. af bls. # vegavinnumenn því haft mikinn starfa á þessu vori. Umferð bíla virðist líka alltaf vera að aukast, og sérstaklega virðast stóru bíl- arnir, fullhlaðnir, vera vegunum skeinuhættir. Nýlega var ég á leið til Sauðár- króks og hitti þá brúarvörðinn við Héraðsvatnabrúna ytri, Þor- stein Björnsson. Hann er fróður maður og skemmtinn og kann frá mörgu að segja, enda koma margir til hans þótt húsakynnin séu ekki stór. Hann á margar ferðir frá kofa sínum að hliðinu, því á milli 10 og 20 þúsund bílar fara þarna um árlega, og alltaf fer þeim fjölgandi, segir Þor- steinn. Fólkið er alúðlegt og kurteist, segir hann, þótt mörgum liggi ósköp mikið á. Refur og minkur virðast vera niður við sjó og fram til heiða og er að verða hálfgerð plága. Á til- tölulega litlu svæði hér austan vatna er búið að finna 7 greni í vor og búið að drepa allt að 30 dýr. Menn með minkahunda ertt ráðnir til að ferðast um sýsluna og leita, og alls staðar finnast þeir, fremst fram í afréttum og frammi við sjó. Von er til að ó- fögnuður þessi eyðist eitthvað ef nógu ötullega er leitað með hund unum því þeir eru býsna naskir að þefa þá uppi. Frá Hofsósi stunda nú sem fyrr milli 20 og 330 trillur sjó. Afli var á tímabili góður. Ýsuhlaup kom inn á fjörðinn, sem var vel þegið, en svo önglaðist það upp af mörgum bátum, og nú er tregur afli og mest af því handfærafisk- ur. Nokkur kolaveiði hefur verið í vor, í lagnet, en er ekki stunduð nema af fáurrj enn sem komið er. Silungsveiði er rýr; það er líka svo kalt ennþá að silungur kem- ur lítið að landi. Töluvert bar á lungnapest i sauðfé í vor og kúafarldur óvenju mikill. Eru kýr jafnvel ennþá að farast. — Mannheilt og ósjúkt hefur mátt heita og engin um- ferðaveiki gengið að sögn læknis. — B.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.