Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 4
4 MORCUNBLAÐ1Ð Laugar'dagur 20. júlí 1957 í dag er 201. dagur ársins. Laugardagur. 20. júlí. Árdegisflæði kl. 12.00. Síðdegisflæði kl. 23.00. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin all- an sólarhringinn. Læknavörður L. R. (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Ingólfsapó- teki, sími 11330. Ennfremur eru Holtsapótek, Apótek Austurbæjar og Vesturbæjarapótek opin dag- lega til kl. 8, nema á laugardögum tál kl. 4. Þrjó síðasttalin apótek eru öll opin á sunnudögum milli kL 1 og 4. Garðs-apótek, Hólmgarði 34, er opið daglega kl. 9—20 nema á laugardögum 9—16 og á sunnu- dögum 13—16. Sími 34006. Kópavogs-apótek,. Álfhólsvegi 9 er opið daglega kl. 9—20 nema laugardaga kl. 9—16 og helgidaga kl. 13—16. Sími 23100. Hafnarfjarðar-apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—16 og 19—21. Helga daga kl. 13—16 og 19—21. Kcflavíkur-apótek er opið alla virka daga frá kl. 9—19, íaugar- daga frá kl. 9—16 og helga daga frá kl. 13--16. Hafnarfjörður. Næturlæknir er Ólafur Ólafsson. Akureyri: — Næturvörður er í Stjörnuapóteki, sími 1718. Nætur- læknir er Pétur Jónsson. SHMessur a morgun; Dómkirkjan: Messa kl. 11 árd. séra Jón Auðuns. Óháði söfnuðurinn: Messa í Aðventkirkjunni kl. 11 árd. (Síð- asta messa fyrir sumarleyfi). — Séra Emil Björnsson. Elliheimilið: Guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Sigurbjörn Á. Gísla- son. Kaþólska kirkjan: Lágmessa kl. 8,30 árd. Hámessa og prédikun kl. 10 árd. Hafnarf jarðarkirkja : Messa kl. 10 árd. Séra Garðar Þorsteinsson. Hallgrímsprestakall: Messa kl. 11 árd. Séra Sigurjón Ámason. Afmæli Fimmtugur er ' dag Valdemar Guðmundsson, rafvirki, Raufar- höfn. FERDINAND IHjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Guðný Eyjólfsdóttir, Vesturgötu 59, og Sverrir Björns- son, Skipholti 8. Síðastliðinn laugardag opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Stella Halldórsdóttir og Snorri W. Sig- urðsson, vélstjóri á e/s Gullfossi. m Brúókaup 1 dag verða gefin saman í hjóna- band af séra Jóni Auðuns, ung- frú Ambjörg Auður örnólfsdótt- ir, Langholtsveg 20, og stud. oecon Þórhallur Helgason, Háteigsveg 16. — ^3 Flugvélar Flugfélag Islands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8,00 í dag. Væntanlegur til Rvík kl. 22.50 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 8.00 í fyrramálið. — Hrímfaxi fer til Kaupmh. og Hamb. kl. 9.00 í dag. Væntanlegur aftur til Rvík kl. 15.40 á morgun. — Innanlands- flug: í dag til Akureyrar (3 ferð- ir), Blönduóss, Egilsstaða, ísa- fjarðar, Sauðárkróks, Skógasands, Vestmannaeyja (2 ferðir og Þórs- hafnar. Á morgun til Akureyrar (2 ferðir), Isafjarðar, Siglufjarð- ar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg kl. 8,15 frá New York, vélin heldur áfram til Glasgow og London. — Leiguflug- vél Loftleiða er væntanleg kl. 19.00 frá Osló og Stavangur, vélin held ur áfram til New York kl. 20.30. Skipin Eim8ki|>afélag Keykjavíkur h.f. s Katla er í Reykjavík. Tmislegt Leiðrctting: — I minningar- grein um Sigurð Guðjónsson, sem birtist í blaðinu á miðvikudag, féll niður ein lína, og raskaði það lítillega merkingu málsgreinarinn- ar. Hún átti að hljóða svo: „Minn- ingarnar taka að tala og leita fram í hugann með ómótstæðilegu afli, allt frá fyrstu kynnum okk- ar, er við sem ungir drengir mætt- umst í K.F.U.M. Frá handavinnu- flokki þess félags, sem starfaði undir stjóm Hróbjarts sál. Áma- sonar, eru margar ljúfar minning- ar“. Orð lífsins: Verið niiskunnsam- ir, eins og faoir yðar er miskunn- samur. Og dæmið ekki, þá munuð þér ekki heldu verða dæmdir. Og sakfellið eigi, og þá munuð þér ekki heldur verða sakfelldir. — Lúk. 6, 36—37. Læknar fjarverandi Alfreð Gíslason, fjarverandi frá 12. júlí til 2. á rústs. Staðgengill: Ami Guðmundsson, Hverfisgötu 50. — Alma Þórarinsson og Hjalti Fyrir um það bil tveim vikum fóru bændur úr Dalasýslu og konur þeirra i kynnisför um Suður- Þingeyjarsýslu. Var förin hin ánægjulegasta í hvívetna, veður ákjósanlegt og móttökur allar eins og bezt verður ákosið. Um sextíu manns voru í för þessari. Myndin var tekin er ferðafólkið var statt í Aðaldal í S-Þingeyjarsýslu og má sjá, að fólk á ýmsum aldri hefur tekið þátt í ferðalag- inu. — Fararstjóri var Ragnar Ásgeirsson. Þórarinsson, fjarverandi óákveð- inn tíma. Staðgengill júlímánuð: Jón Þorsteinsson, Vesturbæjar- apóteki, sími 15340. Heimasími 17708. Arinbjöm Kolbeinsson, fjarver- andi: 16. Júlí til 1. sept. Stað- gengill: Bergþór Smári. Axel Blöndal fjarverandi júlí- mánuð. Staðgengill: Víkingur Arnórsson, Skólavörðustíg 1 A. Hefur viðtalstíma kl. 4—5 dag- lega nema laugardaga kl. 10—-12. Vitjanabeiðnir kl. 1,30—2. Heima- sími 1-5047. Bergsveinn Ólafsson, fjarver- andi til 26. igúst. Staðgengill: Skúli Thoroddsen. Bjarni Jónsson, óákveðinn tíma Staðgengill: Stefán Björnsson. Daníel Fjeldsted héraðslæknir í Álafosshéraði verður fjarverandi um hálfsmánaðartíma. Staðgengill Brynjólfur Dagsson héraðslæknir í Kópavogi, sími 82009. Erlingur Þorsteinsson, fjarver- andi, 14. júlí til 12. ágústs. Stað- gengill Guðmundur Eyjólfsson, Túngötu 5. Ezra Pétursson óákveðinn tíma. Staðgengill: Jón Hjaltalín Gunn laugsson. Eyþór Gunnarsson fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Victor Gestsson. Friðrik Björnsson fjarverandi 17. 7. til 20. 8. Staðgengill: Victor Gestsson. Garðar Guðjónsson fjarverandi frá 1. aprfl, um óákveðinn tíma. — Staðgengill: Jón H. Gunnlaugsson Gunnar Benjamínsson fjarver- andi júlí—miðs ágústs. Stað- gengill: Ófeigur J. Ófeigsson. Halldór Hansen fjarverandi frá 1. júlí í ö—8 vikur. Staðgeng- ill: Karl Sig. Jónasson. Hulda Sveinsson, fjarverandi, júlímánuð. Staðgengill Gísli Ólafs son. Jóhannes Bjömsson fjarverandi frá 8. júlí til 6. ágúst. Staðgeng- ill Grímur Magnússon. Jónas Sveinsson fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Ófeigur J. Ófeigsson. Kjartan R. Guðmundsson fjar- verandi frá 15. júlí til 10. ágúst. Staðgengill: Jón Þorsteinsson, Vesturbæjar-apótek. Viðtalstími 3—4. Stofusími 15340. Heimasími 17708. Kristinn Bjömsson, fjarverandi júlímánuð. Staðgengill: Gunnar J. Cortes. Kristján Sveinsson, fjarverandi frá 19.—29. júlí. Staðgengill: Sveinn Pétursson. Kristján Þoi-varðsson læknir, fjarverandi 16. þ.m. til 16. ágústs. Staðgehgill: Árni Guðmundsson, læknir. Ólafur Helgascn fjarverandi til 25. júlí. Staðgengill: Þórður Þórðarson. Óskar Þórðarson fjarverandi frá 1. júní til 6. ágúst. Staðgeng- ill: Jón Niaulásson. Snorri P. Snorrason fjarverandi frá 8. júlí til 24. júlí. StaðgengilU Jón Þorsteinsson, Vesturbæjar- apóteki. Stefán Ólafsson fjarverandi óákveðið. Staðgengill: Ólafur Þor steinsson. Þórarinn Guðnason fjarverandi frá 8. júlí í 2—3 vikur. Staðgeng- ill: Þorbjörg Magnúsdóttir, Hverf isgötu 50. Stofusími 19120. Við- talstími 1,30—3. Heimasími 16968 Söfn Listasafn rtkisins er til húsa 1 Þ j óðmin j asaf ninu. Þ j óðmin j asaí n ið: Opið á sur’iudögum kl. 13—16 Listnsafn Einars Jónssonar, Hnit björgum, er opið alla daga frá kL 1.30—3,30. NáttvírugripasafniS: — Opið á sunnudögum kl. 13,30—15, þriðju dögum og fimmtudögum kl. 14—■ 15. wðmtaw* 1 heimsstyrjöldinni var á mark- aðnum í Englandi sápa brún að lit sem nefnd var Windsor-sápa. Sagt var að Englendingar sem voru þá á ferð í Noregi, hefðu oft villzt á sápu þessari og mysuosti. Einu sinni sendu ensk hjón sem verið höfðu á ferð í Noregi, vina- fólki sinu þar, talsvert af mysu- osti, því lítið var um þá ostteg- und í stríðinu. Norska fólkið skrifaði ensku kunningjunum og þakkaði þeim kærlega fyrir „ensku sápuna“. En gátu þess jafnframt, að hún freyddi ekki sem bezt. Erfiðleikar byrjandans <?*>2/v2^CopyriQht P. I B. Bo» 6 CopawHoyw Pabbi, geta þjófar ekki veriS heiðarlegir gagnvart hver öðr- um? — Nei, drengur minn, þeir eru alveg eins og aðrir menn. Jón: — Komdu heim með mér og sjáðu hátalarann minn? Árni: — Nei, ég þori það ekki, minn bíður með kvöldmatinn. Auðkýfingur nokkur lá banaleg- una að haldið var og margir lækn- ar höfðu verið fengnir til að bjarga honum frá dauða. Lækn- amir sem allir voru sérfræðing- ar hver á sínu sviði, lentu í há- værri þrætu um það hvað bezt myndi duga við sjúklinginn, inni í herbergi hans. Þegar þrætan stóð sem hæst, reis hinn dauðvona sjúklingur upp við dogg í rúmi sínu og sagði ergilega. — Æ, góðu lofið þið mér nú að deyja eðlilegum dauðdaga. Vinnukonan: — Það er maður að betla við eldhúsdyrnar frú. Frúin: — Gefið honum brauð- sneið. Vinnukonan: — Hann segist hafa átt betri daga. Frúin: — Færið honum brauðið þá á diski og hníf og gaffal með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.