Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 13
Laugardagur 2Ö. Júlí 1957 MORCVNBLAÐIÐ 13 llamlklæðið hennar Rísu! Dísa litla vill ávallt hafa hjá sér tvo hluti í baðinu. Þeir eru öndin, sem hún kallar „Rabb — rabb“, og stóra hvíta baðhand- klæðið, er hún kallar „handklæðið mitt“. Mamma Ðísu litlu gætir þess vandlega að handklæðið sé ætíð tandurhreint og mjúkt, og að það sé í hvert skipti þvegið úr Rinso. Mamma veit bezt, hún veit, að Rinso skil- ar þvottinum tandurhreinum og sem nýjum. Halldór lijœrnesfed sexfugur HALLDÓR fæddist 20. júlí 1897 í Þverárdal í Aðalvík. Voru for- eldrar hans Elías Friðfinnsson Kjærnested, formaður í 40 ár og samtímis landbóndi, og kona hans Jóhanna Jónsdóttir frá Kirkjubóli í Skutulsfirði. Kjærnested-nafnið er komið frá Kjarna í Eyjafirði. Friðfinn- ur, faðir Elíasar, fór utan til húsa- smíðanáms í Danmörku. En Dön- um var eitthvað umhendis að skrifa Kjarna, bæjarnafnið, sem Friðfinnur var frá, og rituðu Kjærnested (Kjarnastaður). Lét Friðfinnur það gott heita, og gekk síðan undir því tilbúna ættar- nafni, og afkomendur hans síðan. Lenti hann i stríðinu milli Dana og Þjóðverja á þeim árum og hlaut heiðursmerki fyrir skot- fimi. Jón Halldórsson, faðir Frið- finns frá Kjarna, hafði áður farið utan, meðal annars til þess að iðka sundmennt, og kenndi síðar sund hér heima. Og það er í frá- sögur fært, að hann þreytti sjálf- ur sund frá Hjalteyri yfir þveran Eyjafjörð að Laufásgrunni, alger- lega ósmurður og bátlaus. Þótti það alveg dæmalaust afrek. Jón Halldórsson, langafi Hall- dórs, sem sextugur er í dag, flutti frá Kjarna að Skriðu í Hörgár- dal, og ræktaði þar stórbýli á margan veg. Það er t.d. almælt, að hann hafi verið sá fyrsti, sem gerði tilraun til að rækta „tómata og rúsínur“ á íslandi, en auk þess dálítinn trjálund, sem þótti fyrir- bæri á þeim árum. Og plöntur frá honum voru fluttar til gróð- ursetningar í garði hinna þjóð- kunnu Schiötts-hjóna á Akureyri. En hvað er þá um afmælis- barnið sjálft að segja? Halldór varð í ungdæmi sínu sjómaður, varð stýrimaður og siðan skip- Stjóri á „Braga“ frá ísafirði. •— Sigldi hann öll stríðsárin, bæði hin fyrri og seinni. Árið 1931 snýr hann sér að því að gerast bryti á skipum. Á varðskipinu „Ægi“ var hann bryti í rúm 8 ár og síðar á „Hæringi“ vorum með- an þess þurfti við, og síðar í veit- ingahúsum. Nú er hann bryti á togaranum „Guðmundi Júni“ frá Flateyri. Halldór Kjærnested hef ur meistarabréf í matreiðslu og ávallt notið vinsælda í störfum eínum á sjó og landi. Hann er búsettur að Kirkju- vegi 29, Hafnarfirði. Hann á þrjú börn, öll vel gefin. Meðal þeirra er Guðmundur H. Kjærnested, varðskipaeftirlitsmaður á flug- vélum. Mun Halldór eiga hlýjar heim- sóknir í dag, ef hann þarf þá ekki áður að vera farinn til „að sigla sjóinn á og sækja okkur ýsu“. Heill fylgi honum og öllum hans á sjó og landi. ^ S. A. Hildur Morgrét Pétursdóttir Minningarorð í GÆR var jarðsett að Sauðár- króki frú Hildur Margrét Péturs- dóttir. Hún var fædd á Akureyri 27. maí 1872, en andaðist 9. þ.m. í sjúkrahúsinu á Sauðárkxóki, fullra 85 ára. stöðum í Svartárdal hjá séra Stef áni Jónssyni og konu hans, Þor- björgu Halldórsdóttur, til ferm- ingarundirbúnings. Var hún fermd af séra Stefáni að Bólstað- arhlíðarkirkju, á kóngsbænadag 1886. Að lokinni fermingu flutt- ist hún til móður sinnar. 15 ára fluttist hún að Rútsstöðum í Svínadal, en ári síðar til Akur- eyrar og var þar hjá madömu Margrétu Halldórsson, sem kenndi henni bæði til munns og handa. Næsta ár fluttist hún til Sauðárkróks og gerðist starfs- stúlka að Hótel Tindastóli, hjá frú Ingunni og Sigvalda Blöndal. 2 ár var hún starfsstúlka hjá Lud vig Fredrik Popp, kaupmanni á Sauðárkróki, en þar kynntist hún eiginmanni sínum Magnúsi Guð- mundssyni ,sem þá var starfsmað ur við Poppsverzlun. Þau giftust 26. okt. 1893. Magnús var prúð- menni svo mikið, bæði á heimili og utan, að orð var á gert, jafn- lyndur, svo að sjaldan sást hann skipta skapi, þótt störf hans væru oft argsöm og umfangsmikil, enda voru góðgirni, greiðvikni og samvinnuþýðleiki sterkir þætt ir í skapgerð hans. Mann sinn missti Margrét 19. des. 1939 og höfðu þau þá búið saman í farsælu hjónabandi í 46 ár. Þau eignuðust 4 börn, eitt þeirra, Paula, dó á æskualdri, hin eru Lára Ingibjörg, búsett á fsa- firði, Ludvig C. skrifstofustjóri Sjúkrasamlags Reykjavíkur og Kristján C. skrifstofumaður hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Auk þess ólu þau upp 3 fósturbörn, er eitt þeirra, Pála Sveinsdóttir á Sauðárkróki á lífi. Látin eru Pál- ína Þórðardóttir og Magnús Guð- mundsson. Síðustu 17 árin var Margrét til heimilis hjá Kristjáni syni sín- um og konu hans Sigrúnu Jóns- dóttur. Margrét var mjög félagslynd, starfsöm og prýðilega greincL Með sínum mikla áhuge, glaS- lyndi og glæsilegri framkomu fékk hún miklu áorkað. Trygg- lyndi hennar aflaði henni traustra samstarfsmanna og vina. Og þau voru mörg, velferð- armálin, sem hún lagði liðsinni. Árið 1896 varð hún félagi Hins skagfirzka kvenfélags og for- maður þess um skeið. Hún var heiðursfélagi Kvenfélags Sauð- árkróks. Um áratugi var hún fá- lagi Góðtemplarastúkunnar Gleym mér ei, og gegndi þ» margvíslegum trúnaðarstörfum, Framh. á bls. 15 Hið mjúka Rinso þvæli skilar dásamlegum þvotti r'jölritarar og til fjölritunar. Einkaumboð Finnhogi Kjartanssnn Austurstræti 12. —. Sími 15544. 24 - 200 PÁLL S. PÁLSSON, hæstarclta rlögmaSur. Bankastræti 7. Sparið tímann Notið símann Sendum heim: Nýlenduvörur Kjöt — Verzlunin STRAUMNES Nesveg 33. Sími 1-98-32. Faðir hennar var Peter Erik- sen, skipstjóri. Hann var skip- stjóri á briggskipinu James og sigldi til fslands um 8 ára skeið. Hann fórst í íslandsför með skipi sínu og allri áhöfn við Skotlands- strendur 23. febr. 1873. Hann var mikilhæfur og duglegur skip- stjóri, vel metinn og vinsæll af þeim er honum kynntust hér. Á'ð- ur en hann tók við skipstjórn, var hann um nokkur ár stýrimaður hjá föður sínum, hinum mikla sægarpi Jens Eriksen, er var skipstjóri á briggskipinu Herta, og var í förum til íslands í 52 ár, og farnaðist jafnan vel. Lifa enn meðal manna merkilegar sagnir og stórbrotnar af ferðum þessara sægarpa ,enda voru þeir báðir mikilsvirtir og umtalaðir á landi hér á þeirri tið. Móðir Margrétar, en því nafn- inu var hún venjulega nefnd, var Lóra Sigfúsdóttir, fædd 4. apríl 1843 að Gilsárvallahjáleigu i Borgarfirði eystra. Hún var merk kona og góð, fríð sýnum, fyrir- mannleg og prúð í framgöngu, prýðilega greind og mesta val- kvendi. Faðir Láru var Sigfús Pálsson í Gilsárvallahjáleigu, en hann var kominn af séra Ólafi prófasti og sálmaskáldi í Sauða nesi, Guðmundssyni, en hann var af eyfirzkri stórmennaætt og eitt aðalsálmaskáld á sinni tíð. Móðir Láru, Sigríður, var dóttir Stefáns á Nýlendu i Skagafirði, Þorbergs sonar, sem er í beinan karllegg kominn af séra Gamalíel Hall- grímssyni, föðurbróður Guð- brandar biskups Þorlákssonar. En hún var og líka komin af Hrólfi sterka lögréttumanni á Alfgeirsvöllum í Skagafirði, en hann var af helztu höfðingjaætt- um landsins. Eins og sjá má af framan- skráðu, var Margrét af góðu bergi brotin, og þess gætti ríku- lega, bæði í sjón, framgöngu og öllu dagfari. Margrét missti föð- ur sinn er hún var á fyrsta ári. Var hún fyrstu 4 árin með móður sinni að Stóra-Eyrarlandi við Ak- ureyri. Á 5. ári fluttist hún með móður sinni að Veðramóti í Skagafirði. Þar voru þær mæðg- ur 1 ár. Þar kynntist Lára móðir Margrétar Þorvaldi Einarssyni, ættuðum af Álftanesi, felldu þau hugi saman og voru gift í Fagra- neskirkju á Reykjaströnd. Voru þau síðan 1 ór að Mosfelli í Gönguskörðum, en fluttust 1878 til Sauðárkróks. Margrét var hjá móður sinni og stjúpa til fermingaraldurs. En fermingarárið var hún að Bergs- Hið freyðandi RXNSO þvær allt og þvær vel. Og þvotturinn er lifandi og sem nýr, og hendurnar mjúk- ar, eins og þær hefðu aldrei komið í vatn. Það «r vegna þess að Rinso freyðir sérstaklega vel, — er mil$ og mjúkt og drjúgt. Þúsundir húsmæðra um allan heim vita, að Rins* ber af öllum þvottaefnum, af því að hið mjúka Rinso þvæli gefur alltaf fullkominn árangur og skilar fátiv aðinum sem nýjum. Freyðandi Rinso er sjálfkjörið í þvottavélar. RINSO þvær hetur — og kostar minna mVC 1 d< ig er næst síðasti dagur vörusýninganna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.