Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ Laugar’dagur 20. júlí 1957 SEX MÁNAÐA MACMILLANS NÚ ERU liðnir 6 mánuðir og nokkrir dagar betur síð- an Macmillan tók við stjórn í Bretlandi. Það þótti ekki líta vel út fyrir brezka íhaldsflokknum og stjórn hans þegar Anthony Eden varð að gef- ast upp vegna andstæðra heims- atburða og sjúkleika sjálfs sín. Ollum kom saman um, að hefðu þá farið fram kosningar í land- inu, hefði íhaldsflokkurinn tapað þeim. Þau verkefni, sem blöstu við hinum nýja forsætisráðherra voru mörg. Fyrir honum lá að reisa við að nýju traust Englands, ekki eingöngu innan samveldis- ins, heldur einnig á alþjóðavett- vangi og hann þurfti ennfremur að rétta við álit flokksins í land- inu og koma nýrri skipan á fjöldamörg hin þýðingarmestu mál. Nú eftir að stjórn Macmill- ans hefur setið að völdum í hálft ár, er ekki ófróðlegt að líta stutt- lega á hvernig ferill hennar hefur verið en flestir munu ljúka upp einum munni um það, að Mac- millan hafi tekizt miklu betur en flesta hefði órað fyrir. Þegar Macmillans-stjórnin tók við 13. janúar var útlitið hvergi nærri gott. England hafði beðið mikinn stjórnmálalegan ósigur vegna Súez-málsins. Þetta mál hafði einnig haft hin alvarlegustu áhrif á fjárhag landsins. Mjög erfiður ágreiningur hafði komið upp milli Bandaríkjamanna og Englendinga vegna framkomu hinna síðari í Súez-málinu. en eins og öllum er kunnugt hafa Englendingar nú um nokkra hríð leitað trausts og halds hjá Banda- ríkjunum, bæði hvað varðar sam- vinnu í alþjóðamálum og einnig hafa þeir leitað fjárhagslegrar að- stoðar í ríkum mæli vestur um haf. Fyrsta verk Macmillans var því að treysta aftur böndin við Bandarikjamenn og í því skyni fór hann til fundar við Eisen- hower forseta á Bermuda. Síðan hafa Bandaríkjamenn og Bietar haft náið samstarf varðandi al- þjóðamál og þá ekki sízt varðandi löndin fyrir botni Miðjarðarhafs. Macmillan hefur einnig tekizt ferðir á hendur til Vestur-Þýzka- lands og Frakklands og stefna hans er sú að Bretar taki þátt í fríverzlunarkerfi Evrópu, sem nú er verið að koma á laggirnar. í afstöðu sinni til Rússa hefur Mac- millan komið einarðlega fram. Bulganin sendi honum bréf, sem miðaði í þá átt að koma fleyg milli Breta og Bandaríkjamanna en Macmillan vísaði þeírri til- raun eindregið á bug. Það mun einnig hafa orðið til þess að styrkja nokkuð stöðu Breta meðal stórveldanna, að þeir hafa nú sýnt að þeir eiga vald á jafnfullkomnum kjarn- orkuvopnum eins og hinar stór- þjóðirnar tvær, sem þau vopn hafa. Framkoma Macmillans á hin- um nýafstaðna ráðherrafundi sam veldislandanna var mjög rómuð. Talið er að sá fundur hafi verið allmikill sigur fyrir Macmillan og að honum hafi tekizt að vínna bug á tortryggni, sem gert hafði vart við sig meðal samveldisland- anna út af Súez-deilunni. Þá er þess að geta að hin fyrri nýlenda Breta á Gullströndinni hefur nú verið gert að sambandsríki, sem nefnist Ghana, og Malakkaskagi mun verða sjálfstætt sambands- riki hinn 31. ágúst. Bæði Singa- poore og Vestur-Indíur munu einnig fá þá stöðu áður en langt líður. Þegar Macmillan tók við völdum var Kýpurmálið Bretum mjög óþægilegt og varð þeim til álits- hnekkis innan samveldisins og raunar víðar. Macmillan hef- ur gert sér far um að lægja öld- urnar í því máli, hann hefur gert Kýpurbúum boð um nýtt og sjálfstæðara stjórnarfyrirkomu- STJORN lag og ennfremur hefur stjórnin látið í veðri vaka að rétt gæti verið að bækistöðin á Kýpur yrði fengin í umsjá Norður-Atlants- hafsbandalagsins, en að Bretar af- söluðu sér þeim yfirráðum yfir stöðvunum á eynni, sem þeir hafa haft. Macmillan gerði sér fljótt ljóst, að nú væri staða Bretlands orðin slík, í alþjóðamálum, að því kæmi nú ekki lengur að haldi það kerfi af herstöðvum víðs vegar um ríkið, sem það hafði áður Macmillan haldið uppi. Vegna breyttra skil- yrða í hermálum taldi Macmillan að hér þyrfti gagngerðra breyt- inga við. Hermálaráðherra hans, Duncan Sandys, fór til viðræðu við Eisenhower, Bandaríkjafor- seta, um þessi mál og nú fer hægt og hægt fram endurskipu- lagning alls vígbúnaðar hins brezka veldis. Er talið að stjórn- inni takist með þessu móti að létta verulega á hernaðarútgjöld- unum. Það höfuðmál, sem stjórnin verður nú að öðru leyti að berjast við og óleyst er, eru efnahagsmál landsins. Hættan á verðbólgu hef- ur mjög aukizt og talið er að stjórn Macmillans muni í framtíð inni standa eða faila með því, hvernig tekst að leysa efnahags- málin. Stjórninni hefur tekizt að forða tveimur miklum verkföll- um, sem voru í uppsiglingu, en allmiklar hækkanir hafa orðið á launum, sem hafa orðið til að ýta undir verðbólgu. Atvinna er næg í landinu og yfirleitt má segja að atvinnuvegirnir gangi vel og al- menningur hafi mikið fé milli handa. Ríkisstjórnin setur sér að marki, að stöðva verðbólguna og leysa þau efnahagsvandræði, sem fyrir hendi eru, án þess að skerða lífskjör almennings að nokkrum mun og án þess að ráðstafanir hennar hafi þau áhrif að minnka atvinnu í landinu en segja má að þar hafi nú hver vinnufær hönd nóg að starfa. Þegar Eden fór frá og öll Súez- vandræðin voru í algleymingi litu margir íhaldsmenn mjög svart- sýnum augum á framtíðina. Flokk urinn tapaði líka í hverri auka- kosningunni á fætur annarri. Eftir 6 mánaða stjórn Macmillans er talið að flokksstjórnin og flokksmennirnir í heild líti mjög miklu bjartsýnari augum á fram- tíðina. Það eykur einnig á sigur- vonir flokksins í næstu kosning- um, að andstæðingar þeirra, Verkamannaflokkurinn, er all- mjög sundurþykkur innbyrðis. Sterk hreyfing er innan Verka- mannaflokksins gegn forystu Gaitskells og hefur þeim hópi manna innan flokksins, sem hall- ast að Bevan, aukizt fylgi. Ýmsir forustumenn íhaldsflokksins telja líka að nú sé ekkert mál, sem liggi fyrir þinginu eða sem von sé á, sem gæti valdið falli stjórn- arinnar, eða dregið sérstaklega úr sigurvonum hennar í kosningum. Þó hafa flestir þann fyrirvara að á mjög miklu velti, hvort stjórn- inni tekst að hemja verðlagið og halda uppi atvinnu í landinu. LONDON. — Menzies, forsæt- isráðherra Ástralíu, gengst undir uppskurð í London í þessari viku. BELGRAD. — Tito hefur ver- ið boðið til Sýrlands í vetur. Þáði hann boðið. SKÁK Skákþing Stúdental957 Hvítt: Mitetelu ( Rúmení a ). Svart: Tal (U.S.S.R.). Ben-oni-árás. 1. d2—d4 Rg8-f6 2. c2—c4 c7—c5 (Þessi leikur er mjög í hávegum hafður nú til dags, og leiðir til flókinnar stöðu, ef hvítur leikur 3. d5. Gegn mönnum sem kunna bezt við sig í flóknum stöðum sbr. Tal er því ráðlegast að leika 3. Rf3.) 3. d4—d5 e7—e6 (Hér eru 2. aðrar leiðir einnig farnar. 1) 3....e5, sem Petros- jan og Pilnik beita mjög oft. 2) 3......g6. 4. Rc3, d6. 5. e4, b5!? sem Bronstein og Lundin hafa not- að með góðum árangri) 4. Rbl—c3 .... (Slæmt væri 4. dxe6 vegna fxe6 og svartur nær yfirhendinni á mið borðinu) 4.............. exd5 5. cxd5 d7—d6 6. c2—e4 .... (Margir hallast að þeirri skoð- un að betra sé að leilca 6. g3 og geyma sér að leika e.-peðinu, því það getur komið sér vel að nota það til vamar á d4.-reitnum, sem oft og tíðum verður svörtu mönn- unum að bráð í þessari byrjun) 6 .... g7—g6 7. Bfl—d3 .... (Nákvæmari leikur var 7. Bf4, því svartur lendir í erfiðleikum eftir 7......Bg7. 8. Da4, Bd7. 9. Db3. Hann verður því að leika sam- stundis 7....a6!) 7 .... Bf8—g7 8. Rgl—f3 0-0 9. 0-0 .... (Sterklega kom til greina 9. h3 til þess að fyrirbyggja skipti á Bc8 og Rf3. Þá hefði svartur orð- ið að reyna b6 og Ba6) 9............ a7---a6 10. a2—a4 Bc8—g4! 11. h2—h3 .... (Ekki vinnst tími til að leika 11. a5 vegna 11.....Rbd7. 12. Bf4, De7) shrifar úr daglega lífinu IVIKUNNI var hér minnzt á að ungur júgóslavneskur pilt- ur sem var að læra íslenzku hefði orðið fyrir því óhappi að allar ís- lenzkubækur hans brunnu til kaldra kola. Bækur til Júgóslavans HÉR í dálkunum voru þeir sem efni og aðstæður hefðu til beðnir að hlaupa undir bagga með piltinum og afla honum einhverra nýrra bóka, beðnir að koma þeim áleiðis hingað til Velvakanda sem myndi senda þær til Júgóslavíu. Þessi málaleitun hefur þegar borið góðan árangur. í gær kom maður einn með þrjár bækur, tvær orðabækur og Grettissögu, og bað fyrir þær til hins unga námsmanns. Og ef að líkum lætur og fleiri feta í fótspor hans þá mun ungi Júgóslavinn eignast allsæmilegt bókasafri á nýjan leik. Gömul hús yngjast upp ÞEGAR maður gengur um göt- urnar hér í Reykjavík þessa sólskinsdaga sem verið hafa und- anfarið, þá tekur maður eftir því að hús sem á vegi manns verða hafa sum hver fengið nýjan svip. Þau hafa yngzt upp og eru allt í einu orðin miklu fallegri en þau áður voru, og stinga í stúf við umhverfi sitt. Áður gekk maður 'kannski framhjá þeim án þess að veita þeim nokkra athygli en nú allt í einu staðnæmist maður á götunni, og rekur upp stór augu, og heldur áfram leiðina með það í huga að miklu geti málningin komið til leiðar. Allmörg gamalla húsa hafa verið máluð síðustu vikurnar og það setur annan svip á bæinn. Það er mikil fegurð í gömlum timburhúsum, mörgum hverjum, en hún kemur bara ekki í ljós fyrr en línurnar hafa verið skýrðar með litavali, og þá fá þau aftur sett vinalegan virðu- leikablæ á umhverfið. Og jafn- sorglegt er það að sjá hús í van- hirðu, skellótta gafla og kámugar hliðar, og sums staðar hefur máln ingin flagnað af svo sést í bert sárið. Það ber vott um annað hvort hirðuleysi eigandans eða fjárskort og það er grunur minn að oftar sé hinu fyrrnefnda um að kenna. Það er menningar- merki að þrífa vel hús sín og það er óhætt að segja að það gera flestir Reykvíkingar. En því and- styggilegri verða undantekning- arnar. Alþingishússgarðurinn EG var nýlega á gangi á Austur- velli með manni sem búið hefur í Reykjavík í fjöldamörg ár. Við þurftum að spjalla saman og ég stakk upp á því að við fær- um inn í Alþingishússgarðinn og fengjum okkur þar sæti. Kunn- ingi minn samþykkti það en aldrei kvaðst hann þó hafa inn í þennan garð komið. Og mér segir hugur um að svo sé um all- marga fleiri jafnvel gamla Reyk- víkinga suma. Þótt garðurinn sé alveg í alfaraleið er hann þó af- skekktur og inngangurinn við bak dyr Alþingishússins dálitið af- síðis. Það mun vera ástæðan. En garðurinn er ákaflega fagur og friðsæll, líklega fallegasti almenn ingsgarðurinn í Reykjavík. Og þeir sem vilja tylla sér niður 'andartak í veðurblíðunni fá ekki til þess betri stað en þennan garð. H Ferðir skortir í Nauthólsvik ÉR hefur oft áður verið rætt um Nauthólsvíkina, en eitt skortir þar á. Engar ferðir eru þangað svo fólk verður að ganga langa leið, eða kaupa sér leigu- bifreið. Strætisvagnarnir þurfa að koma á aukaferðum yfir miðj- an daginn út í Nauthólsvík fyrir baðgesti. Annars notast ekki þessi ágæti staður sem skyldi, og það er súrt i broti ef samgöngu- leysið verður til þess. 11..... 12. Ddlxf3 13. Df3—dl 14. Bcl—f4 15. Ddl—d2 16. Bd3—e2 Bg4xf3 Rb8—d7 Dd8—c7! Hf8—e8 Rd7—e5 Dc7—a5 (Undirbýr að leika b5) 17. Bf4—g5 Da5—b4 18. Hal—el .... (Þegar hvítur sér sig tilneyddan að leyfa svörtum að leika b5, hlýt- ur uppbygging taflsins að vera röng) 18...... Re5—d7 (Auðvitað ekki 18.... Rxe4 vegna 19. Rxe4 og Bb5) 19. Be2—d3 b7—b5! 20. Kgl—hl ___ (Ekki axb5 vegna 20..... c4I og axb5) 20...... c5—c4 21. Bd3—c2 Db4—a5 (ekki 21....Dxb2. 22. Hbl og axbö) 22. f2—f4 23. Rc3—dl 24. Dd2—f2 25. Df2—f3 26. Bg5—h4 27. g2—g4 28. Bh4—42 29. Bf2—<14 30. Bc2—bl (Hvítur gat ekki varið bæði peðin) 31. f4—f5 g6—g5 32. h2—h4 h7—h6 33. h4xg5 h6xg5 34. Rdl—e3 Rd5—f4 (Ekki 34....Rxe3 vegna Dxe3) 35. Rxc4 Db4! (Betra en Dxa4 vegna Bxf6 ogr Rxd6) •36. Dc3 Dxc3 37. Bxc3 Rxg4 38. Hgl .... (Hér virðist hvítur eiga skemmti- legan möguleika. 38. Hxf4! Bxc3. 39. bxc3, gxf4. 40. Hgl, Hec8. 41. Hxg4, Kf8. 42. Rd2 með jafntefl- ismöguleikum) b5—b4 Ha8—b8 Da5—-c5 Dc5--d4 Dd4--c5 Rd7—b6 Dc5—a5 b4—1)3 Rb6xd5! 38. Bxc3 39. bxc3 Rf2f 40. Kh2 f6 41. Rxd6 Hed8 42. e5 Rf2—d3 43. Re4 Rxel 44. Rxf6f K*7 45. Hxel Rd3 46. Rh5f • ■ • • (Hvíta staðan er vonlaus) 46 ............ Kh6 47. Hhl .... (Síðasta hálmstráið) 47 ............. Rf2 (Ekki 47...Kxh5 vegna 48. Kg3 mát) 48. gefið. Fréttabréf úr Skagaf irði BÆ, 10. júlí. — f allt vor og það sem af er sumri hefur viðrað þurrt en mjög kalt þegar af norðri blæs. Lengi vel var gras- spretta mjög rýr, en eftir 2 til 3 rigningadaga sem komu, fleygði gróðri og sprettu fram svo að sláttur gat víða hafizt fyrir síðustu mánaðamót, og nú má viðast hvar teljast góð spretta orðin. Þessi tími síðan sláttur hófst er einhver sá hagstæðasti til heyskapar sem ég man eftir, enda drífa menn nú vel verkuð hey í hlöður sínar; víða eru þó frátafir því bæði stendur nú yfir rúningur sauðfjár og svo er víða aðeins einum karlmanni og börn- um til að dreifa til allra verka. Fé og lömb virðast manni i góðu ástandi og vænt, enda gekk sauðfénaður vel undan í vor og engin áfelli komið þó kalt hafi verið. Samhliða heyskap vinna menn að byggingum og jarðrækt þvi vorið verður oftast ódrjúgt til þeirra starfa, þar sem sauðburður og dreifing áburðar verður að sitja fyrir öllu öðru. Vegirnir í vor voru einna verst farnir sem menn muna, og hafa Framh. á bls. 9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.