Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. júlí 1957 MORCUNTiTAÐlÐ T 5 hlupu mílunu undir 4 " Valbjöm 4,40 m Stokkhólmi, 19. júlí. í STANGARSTÖKKI á hinu alþjóðlega móti í Stokkhólmi sigraði Valbjörn Þorláksson og setti nýtt ísl. met 4,40 u. Annar varð Lind, Svíþjóð, 4,30 m og 3. Bandaríkjamaðux með sömu hæð. Heimsmet Landys bœtt Lundúnum 19. júlí frá NTB. ENSKI hlauparinn Derek Ibbotsson setti í dag nýtt heimsmet í míluhlaupi. Hljóp hann á 3:57,2 mín en gamla heimsmetið fræga var 3:58,4 og átti Ástralíumaðurinn John Landy það met. Keppnin fór fram á White City leikvanginum og var athygl- isvert fyrir margt m.a. að meðal þátttakenda voru ýmsir beztu millivegalengdahlauparar heims 4 menn hlupu undir 4 mín. eða svokallaða „draummílu". Annar í hlaupinu varð Olym- piusigurverarinn í 1500 m hlaupi Delany írlandi á 3:58,8 Þriðji varð hinn nýbakaði heimsmet- hafi í 1500 m hlaupi, Jungwirth frá Tékkóslóvakíu á 3:59,1. Sá fjórði er hljóp undir 4 mín var Wood Englandi er hljóp á 3:59,3. I Stokkhólmi var mót þennan sama dag. Þar hljóp 5. maðurinn undir 4 mínútum. Það var Svíinn Dan Warn sem sigraði í mílu- hlaupi á 3:59,3. Veður var mjög gott og aðstæður hinar beztu. ★ í þrístökki sigraði Vilhjálmur Einarsson með 15,48, Erikson, Svíþjóð, varð annar með 15,13 og Norman, Sví- þjóð, þriðji 15,05. ★ í 400 m hlaupinu varð Daníel Halldórsson 3., hljóp á 49,9 sek., Bowens, Bandaríkin, sigraði 47,8, Lindgren, Sví- þjóð, 49,3. ★ í kúluvarpi varð Skúli Thorarensen 2. með 15,28. Sig- urvegari varð Barka, Bandaríkin, 16,11. Frtun - Valnr 1:1 — línavörðar réði árslitnm Fram — Valur 1:1 (0:1 — 1:0). REYKJAVÍKURFÉLÖGIN Fram og Valur mættust í 9. leik fs- landsmótsins í knattspyrnu, I. deild, í fyrrakvöld. Aðstæður voru eins og frekast er hægt að kjósa til knattspyrnu keppni, stillilogn, sól og hlýja. Hið eina sem leikmenn gátu e. t. v. kvartað um, var sólin, sem truflaði þá nokkuð. Áhorfend- ur voru allmargir, vun 1.200. Leikurinn var mun skárri, en menn hafa átt að venjast af hálfu meistaraflokkanna í fyrstu deild að undanförnu, á köflum brá fyr- ir góðum tilraunum til samleiks, stöku sinnum var samleikur og sendingar manna á milli eins og vera ber hjá flokkum, sem keppa um æðstu metorð. Skipan beggja flokka var nokk uð breytt frá fyrri leikum, í lið Eram vantaði Skúla Nielsen, Vals liðið var mikið breytt, Árni Njáls son, bakvörðurinn góðkunni, lék nú t.d. hægxi innherja og var góður skipuleggjari sóknarlín- unnar. Valsliðið lék nú bezta leik sinn á sumrinu og hafði yfirburði langa kafla, þeir voru yfirleitt fljótari til og ákveðnari. Fram- arar gerðu margt snoturlega, en virtist oftast vanta herzlumun- inn, þegar mikið lá við. Báðir flokkar áttu góð tæki- færi annað veifið allan leikinn. Fyrsta markið var gert um miðj- an fyrri hálfleik, Ámi Njálsson skoraði fyrir Val af stuttu færi, eftir góðan undirbúning sóknar- manna. Um svipað leyti í síðari hálfleik bættu Valsmenn marki við (Björgvin Daníelsson), Þor- lákur dómari, sem var í góðri aðstöðu, dæmdi markið réttilega löglega skorað, en línuvörður, sem hafði sterka sólina í augun veifaði Þorlóki, og að fundi þeirra loknum breytti Þorlákur dómi sínum — rangstaða(U). Er tíu mínútur voru til leiks- loka tókst Fram að jafna met- in, það var Björgvin Árnason, | hægri innherji, sem skoraði. Við þetta sat, þrátt fyrir fjörlegar tilraunir beggja. Fleiri mörk voru ekki gerð. Félögin deila því með sér stigunum, og má það eftir atvikum telja viðunandi úrslit fyrir bæði, þó Valur væri mun nær sigri. Leikar standa nú þannig í I. deild, að 9 leikum loknum, að Akurnesingar hafa 6 stig, Fram 5, Valur 3, Akureyringar 2, K.R. 1 og Hafnfirðingar 1 stig, og eru Akurnesingar eini flokk- urinn, sem ekki hefur tapað stigi til þessa. 10. leikurinn í I. deild verður á sunnudagskvöld, þá leika Fram- arar við Hafnfirðinga. Fyrir nokkrum dögum setti Tékkinn Jungwirth heimsmet i 1500 m hlaupi 3:38,1. Hann fékk heimsfrægð að launum — og koss hjá konu sinni (sjá mynd). Hann varð þriðji í mílu- hlaupinu í London — en þó „draummílumaður“ einn af 5 þann sama dag. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Lokað vegna sumarleyfa frá 22. júlí til 12. ágúst Kassagerð Reykjavíkur hf. Nýja símanúmerið er 2-24-75 tvær línur 1 Rafiækjaverzlun Júllusar Björnssonar Dodge 1940 ný-sprautaður og í mjög góðu standi til sölu, til sýnis að Grettisgötu 3 í dag frá kl. 2—6. Til sölu ódýrt notað og nýtt timbur, krossviður, masonite, blómakassar og gler. — Einnig sýningarskápar með gleri og ljósum. Uppl. í síma 15416. öll fita hverfur á augabragði með freyðandi VIM. Stráið aðeins örlitlu á rakan klút, nuddið rösklega eina yfir- ferð og hin fituga panna er tandurhrein. Það er svo auðvelt! Hið freyðandi VIM hremsar öll óhreinindi. Hinar þrálátu fiturákir í vöskum og baðkerum hverfa. Pottar, pönnur, baðker, flísar og mál- aðir hlutir verða tandurhreinir. tandurhreint VIM fer3 og flisagólfiö verðut FITAN HVERFUR FLJÓTAR með freyðandi VIIU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.