Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1957, Blaðsíða 15
Laugardagur 20. júli 1957 MORGVNBL AÐIÐ 15 Frú Guðrún Funch Rasmussen VIÐ g-amli r samsveitungar Guð- | afsson síðast prófastur í Sauða- nesi. Móðir Guðrúnar og kona Hinriks var Sólveig Eysteinsdótt- rúnar munum bezt eftir henni undir nafninu Guðrún Hinriks- dóttir, enda átti hún til hún- ▼etnskra «tta að telja, bæði í föð- ur- og mððurætt, *em óblandaðar voru erlendu blóði. Föðurætt Guð- rúnar er hin þjóðkunna Snæbjarn- ar-ætt. Hinrik faðir hennar var Magnússon Snæbjarnarsonar, Snæ bjarnarsonar prests, Halldórsson- ar biskups á Hólum Brynjólfsson- ar. Móðir séra Snæbjarnar, en kona Halldórs biskups var Þór§ Bjömsdóttir prests Thorlasíuss í Görðum á Álftanesi. Kona séra Snæbjarnar var Sigríður Sig- valdadóttir prests að Húsafelli Halldórssonar. Einn af sonum Jeirra hjóna var Snæbjörn bóndi í Forsæludal. Meðal margra barna hans var Magnús faðir Hinriks föður Guðrúnar. Bjó hann á Gils- stöðum 1 Vatnsdal og mun Hinrik hafa verið þar fæddur. Hinrik var fáskiptinn og hlédrægur, en ekki duldist þeim er þekktu hann, að hann var gæddur miklum gáf- um og hagleik, sem honum virtist í blóð borinn. 1 föðurætt Guðrúnar var margt gáfaðra og' mikilhæfra manna, sem fyrr segir. Ein af dætrum séra Snæbjamar í Grímstungu var Margrét er giftist Ólafi bónda Bjömssyni á Auðólfsstöð- um og var sonur þeirra hinn þjóð- kunni gáfu- og lærdómsmaður •éra Amljótur alþingismaður Ól- ir Jónssonar bónda á Orrastöðum á Ásum fram og konu hans Guð- rúnar Erlendsdóttur bónda á Sveinsstöðum í Þingi Árnasonar. Voru þau systlcin börn Eysteins og Guðrúnar og afkomendur þeirra mjög þekkt um Húnaþing vegna greindar, dugnaðar og ann- arra mannkosta. Þessa merka ættfólks Guðrúnar er getið hér vegna þess að þó að hún líkt og faðir hennar, léti lítið á sér bera, vissu vinir hennar, sem þekktu hana bezt að mikið hafði hún erft af auði ættar sinnar, þeim er mölur og ryð fær aldrei grandað og því verður hún vinum sínum minnisstæð, þegar hún hverfur þeim úr sýn. Guðrún var fædd að Orrastöð- um 15. 4. 1890. Hugur hennar stefndi snemma til bóka og hand- íða. Vegna fjárskorts var henni þar þröngur stakkur skorinn. — Hún gat þó notið fræðslu í Blönduóss-kvennaskóla í tvo vet- ur. Hún þráði að auðga anda sinn og brjóta af sér hlekki hins þrönga stakks. Hún þráði að komast til víðara útsýnis og menntunar og henni tókst það furðanlega. Hún fluttist ung til Akureyrar. Þar lærði hún myndasmíð og náði þar meiri fullkomnun en vænta mátti og nutu sín þar listrænir hæfileik- ar hennar og meðfædd handlægni. Hún gat sýnt vinum sínum margt fagurt sem hún hafði gert í hönd- um. Þannig gat hún aflað sér fjárhagslegs sjálfstæðis og eignast hús til íbúðar. Henni tókst með dugnaði og hagsýni að afla sér fjár til utanfarar og dvaldi um hríð í Kaupmannahöfn. Þar tókst henni að fullkomna sig £ mynda- smíð og hannyrðum. Þar kynntist hún góðum manni af góðu fólki kominn, Laurids Funch Rasmus- sen, og giftist honum. Eftir 10—12 ára sambúð missti hún mann sinn, sem hafði stundað sjómennsku á millilandaskipum. Lét hún ekki hugfallast, en stundaði atvinnu sína til æviloka. Hún lét ekkert „heimsins glys sér granda“ og hélt stefnunni óhikað. Þó hún byggi oftast ein í húsi sínu tók hún vinum sínum méð gleði. Hún kynntist fáum, en sýndi hinum fáu vinum sínum órofa tryggð. — Þeir munu heldur ekki gleyma Guðrúnu Funch. Gestrisni hennar brást aldrei. Hún skapaði sjálf með listræni, afburða þrifnaði og smekk, sjálfri sér bjart og fagurt heimili. Vertu sæl, Guðrún. Björn Stefánsson. Anna Frank heiðruð AMSTERDAM, 19. júlí: — Húsið í Amsterdam, þar sem Anna Frank hafðist við í tvö ár, áður en nazistar fundu hana og fjöl- skylöu hennar, og þar sem hún skrifaði hina heimsfrægu dag- bók sína á aldrinum 13 til 15 ára, mun verða varðveitt til minning- ar um hina ungu og stórgáfuðu Gyðingastúlku. Samtökin, sem voru stofnuð til minningar um Önnu Frank, keyptu húsið og munu annast allt viðhald þess. — Reuter—NTB. Sasmkomur K.F.U.M. Samkoma annað kvöld kl. 8,30. Birger Albertsson og Jóhannes Ingibjartsson tala. — Allir vel- komnir. Félagslíi Víkingar skíðadeild Sjálfboðaliðsvinna verður í skálanum um helgina. Ferðir frá B.S.l. kl. 2 og Steindóri kl. 4 og 6. — Stjórnin. Ferðaskrifstofa Páls Arasonar Hafnarstræti 8. Sími 17641. 8 daga ferð um Sprengisand 21.—28. júlí. Ekið yfir Sprengi- sand í Landmannalaugar. 11 daga ferð yfir Sprengisand og Fjallabaksveg 21. júlí til 2. ágústs. Ekið yfir Sprengisand í Landmannalaugar og til Kirkju- bæj arklausturs. 6 daga ferð til Veiðivatna og Landmannalauga 23.—28. júlí. — Ekið verður um Skarð til Veiði- vatna. Á fjórða degi verður farið í Landmannalaugar. 11 daga ferð til Veiðivatna og um Fjallabaksveg 23. júlí til 2. ágúst. 10 daga ferð um Fjallabaksveg og Þórsmörk 25. júlí til 5. ágúst. Ekið verður til Landmannaiauga um Fjallabaksveg til Núpsstaðar og um Vík í Mýrdal í Þórsmörk. Í.R. Skíðadeild Sjálfboðaliðsvinna um helgina upp í skála. Farið verður frá Varð arhúsinu kl, 2 e.h. á jaugardag. Skíðadeild K.R. Sjálfboðaliðsvinnan er í fullum gangi. Þeir sem mæta um þessa helgi verða hinir fyrstu til að dvelja næturlangt í skálanum. — Þessi helgi markar tímamót í sögu skálans, með því að búið er að gera aðstæður það góðar að fram vegis mun verða dvalið þar. K.R.-ingar mætið allir, og gerið möguleika ykkar til skíðaiðkana betri, en nokkru sinni áður. Farið frá Varðarhúsinu í dag kl. 2 og á morgun kl. 9,30. — Stjórnin. fslandsmót 2. fl. Laugardaginn 20. júlí. Á Vals- vellinum: 1:1. 14.00 Fram — Þrótt- ur. Kl. 15.15 Akranes — Hafna- fjörður. Á Framvellinum: Kl. 14.00 K.R. — Víkingur. — Mótanefndin. íslandsmót 3. fl. Laugardaginn 20. júlí á Fram- vellinum: Kl. 15.00 Akranes — Keflavík. — Mótanefndin. Islandsmót 4. fl. Laugardaginn 20. júli á Háskóla vellinum: Kl. 14.00 Keflavík — Valur. Kl. 15.00 Akranes —- K.R. — Mótanefndin. Knattspymumenn K.R. I. og meistaraflokkur: Æfing- ar í dag kl. 14.00 og á morgun kl. 10,30 á félagssvæðinu. III. fl. æfing í dag kl. 15,30 á félags- svæðinu. Merkjaæfing á eftir. — Þjálfari. Þróttur — Ilandknatlleiksstúlkur. Æfing laugardag kk 14,30 á túninu. — Þjálfarinn. — Minníng Framh. af bls. 13 enda kjöri stúkan hana heiðurs- félaga. Þegar rituð verður saga Leikfélags Sauðárkróks, sem þeg ar nær yfir 68 ár, mun Margrétar verða þar að góðu getið, því svo drjúgan skerf hefur hún lagt til viðhalds og eflingar leiklistinni í Skagafirði. Hún æfði oft leikrit með skólabörnum á Sauðárkróki, sem þau svo sýndu til ágóða fyrir ferðasjóðinn. í öllum þessum félagssamtök- um, og mörgum öðrum, sem starf að hafa til heilla fyrir kaupstað- inn og héraðið allt, tók hún virk- an þátt af einlægni og ósérplægni með það í huga fyrst og fremst, að efla félagslyndi og auka gleði og menningu samtíðar sinnar. En þótt hugur Margrétar hneigðist mjög að félagsstörfum, og hún rækti þau trúlega, kom það ekki niður á húsmóðurskyld- um hennar við börn og heimili. Mannmörgu heimili sínu, þar sem mjög var gestkvæmt, veitti hún fyrirmyndarforstöðu. Margir munu minnast með þakklæti og virðingu þessarar góðu konu, sem vildi svo mörgum vel og skipaði sess sinn á heim- ili og í héraði með hinni mestu sæmd. Blessuð sé minning hennar. — G. J. Arastöð við Háteigsveg sem er ca. 600 ferm. geymsluhús, úr timbri, járn- klætt, er til sölu, til niðurrifs. Tilboð sendist í póst- hólf 296, fyrir 25. þ.m. — Uppl. í símum 16767 og 19537. Óskar Halldórsson hf. Vélsetjari Oss vantar ungan, röskan, reglusaman vélsetjara Silfurtunglið Dansleikur í kvöld, kl. 9. NÝJU DANSARNIR Kvintett Karls Jónatanssonar leikur. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8. SILFURTUN Gl/IÐ Útvegum skemmtikrafta. — Sími 19611 og 18457. Selfosshíó DANSLEIKUR laugardags- og sunnudagskvöld Hljómsveit Jose M. Riba leikur og syngux bæði kvöldin. SELFOSSBÍÓ. Hjartanlega þakka ég öllum, sem sýndu mér vinarhug á áttræðisafmæli mínu. Margrét Jónsdóttir, Miklubraut 48. Innilegustu þakkir færi ég öllum sem glöddu mig með skeytum, blómum og gjöfum á áttræðisafmæli mínu 2. júlí, en sérstaklega þakka ég Ásgeiri Guðnasyni, börn- lun hans og tengdabörnum fyrir höfðinglega gjöf. Guð blessi ykkur öll. Valgerður GuSbjartsdóttir, Flateyri. Eiginmaður mini\ JÓN SVEINSSON fyrrv. bæjarstj. andaðist hinn 18. þ.m. Fanney Jóhannesdóttir Litli drengurinn okkar BOLLI lézt af slysförum 18. þ.m. Soffía Sigurjónsdóttir, Guðmundur Ólafsson. Móðir okkar og tengdamóðir ÓLAFÍNA HANNESDÓTTIR Bárugötu 19, Akranesi, andaðist 19. júlí í sjúkrahúsi Akraness. Indíana Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir Jósefína Guðmundsdóttir, Bjarni Guðmundssou. Útför mannsins míns GUNNARS ÞORGILSSONAR bónda, Ytri-Ásum, Skaftártungu, fer fram frá heimili okkar mánudaginn 22. júlí og hefst með bæn kl. 11 f.h, Guðrún Helgadóttir og börn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför DAGBJARTS LÝÐSSONAR Fyrir mína hönd, barna og annarra vandamanna. Jórunn Ingimundardóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KONRÁÐS INGIMUNDARSONAR Jónína G. Sólbjartsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.