Morgunblaðið - 21.07.1957, Qupperneq 2
2
MOKCTJNnr jnin
Sunnudagar 21. }Glí 1937
*
.\
Hin nýja tékkneska vörubixxeið.
Ný tékknesk vörubifreið sem ekur
vegleysur sýnd á Þingvöllum
A FÖSTUDAGINN mátti sjá hóp«---------
at mönnum inni í Bolabás á Þing-
völlum, sem fylgdust með því
hvar ein stór og mikil vörubifreiö
ók þar um vegleysur, kargaþýfi,
og snarbrattar hæðir, lækjarfar-
vegi og aðra farartálma.
Bifreið þessi var tékknesk, af
Pragavss-gerð, og er hingað kom-
in í sambandi við tékknesku vöru
sýninguna sem nú stendur yfir.
Fulltrúar Kaupstefnunnar og
Tékkneska bílaumboðsins sýndu
blaðamönnum og gestum bifreið
þessa en hún er sérstaklega gerð
fyrir vegleysur og slæma vegi.
Bíll þessi er allmiklu léttari
en Tatra 111, sem sýndur var hér
fyrir tveimur árum. Hann er
mjög hár og á því greitt um akst
ur yfir hraun og mishæðótt lands
lag og einnig getur hann ekið
yfir alldjúpar ár.
Fram Hafnarf jörð-
ur annað kvöld
f KVÖLD fer fram 10. leikur 1.
deildar og leika þá Fram og f.B.H.
Leikurinn fer fram á Melavellin-
um og hefst kl. 20.30.
Fram er nú eina liðið, sem veitt
getur Akurnesingum keppni um
fyrsta sætið í mótinu og verður að
sigra til þess að hafa einhverja
möguleika þegar til leiksins gegn
Akurnesingum kemur hinn 29.
júlí. Þá verður Hafnarfjarðarliðið
að ná að minnsta kosti jafntefli
til þess að halda möguleikum á
að halda sér uppi í deildinni, en
Hann er á 10 hjólum og eru
drif á öllum hjólum. Vélin er loft
kæld dieselvél, fjórgeng. Hraða-
drif eru tvískipt og er hvort um
sig tvískipt fram. Hlassþungi á
lélegum vegi er 3.300 kg., en á
greiðum vegi 5.500 kg. og sama
þyngd á viðhengisvagni í bæði
skipti.
Bíllinn er mjög lipur og létt-
ur að sjá þrátt fyrir byggingar-
lag. Umboðsmenn tékkneska bif-
reiðaumboðsins munu á næstunni
senda íslenzka bifvélavirkja til
Tékkóslóvakíu, til þess að læra
að gera við þessa bíla, svo að eig-
endur þeirra muni ávallt eiga
kost á góðri þjónustu. Þá segjast
þeir og munu kappkosta að hafa
ávallt næga varahluti á boðstól-
um. Fyrir skömmu var bíl af þess
ari gerð ekið frá Peking til Lasha
1 Tíbet yfir Góbíueyðimörkina,
alls um 35600 km. vegalengd, og
á leiðinni bilaði hann aldrei.
Hringur frá Siglufirði
mannaður Grafar-
nesingum
GRAFARNESI, 20. júlí — Allir
Grundarfjarðarbátarnir, 6 að
tölu eru nú á síld fyrir Norður-
landi. Afli þeirra hefur verið
mjög sæmilegur og auk þess er
bátshöfnin á Hring frá Siglufirði
öll frá Grafarnesi. Héðan róa
tveir bátar á reknet og hafa þeir
aflað sæmilega. — Annmörkum
háð að nýta aflann sökum
þess hve síldin er léleg. —Emil.
það á eftir 2 leiki, gegn Fram
í kvöld og gegn K.R. á fimmtu-
daginn.
Akranes ....
Fram .......
Valur ......
Akureyri
K.R.........
Hafnarfjörður
L U J T M S
3 3 0 0 8—1 6
3 2 10 4h-1 5
3 111 5—5 3
4 0 2 2 4—9 2
2 0 11 2—3 1
3 0 1 2 2—6 1
Næsti leikur fer síðan fram á
mánudag og leika þá K.R. og Val-
ur kl. 20.30.
Þeir voru
Títóistar
BONN, 20. júlí — Eins og getið
hefur verið um í fréttum, voru
nokkrir leiðtogar búlgarska
kommúnistaflokksins reknir úr
stöðum sínum fyrir skömmu.
Menn héldu, að hreinsanir þess-
ar ættu rætur að rekja til hreins-
ananna í Moskvu, en fréttamenn
í Bonn benda á, að svo geti varla
verið, þar eð allir hinir brott-
reknu kommúnistar hafi verið
ákærðir fyrir „Títóisma", en ekki
„Stalinisma". Kommúnistaforingj
ar þessir eru: Georgi Tshankoff
fyrsti varaforsætisráðherra og
Stanko Todorv landbúnaðarmála-
ráðherra. — Álitið er, að Vulko
Tsrervenkoff, fyrrum flokksfor-
ingi og gallharður stalinisti, hafi
staðið á bak við brottrekstur
þeirra.
Hvoð gerist í iormonnadeilunni ?
UM það hefir verið spurt nú,
bæði í blöðum og af almenningi,
hvað gerist í farmannadeiiunni,
og er þessari spurningu í raun og
veru beint til deiluaðila.
Samkvæmt vinnulöggjöfinni er
ekki heimilt að gefa upplýsingar
um það, sem á sáttafundum ger-
ist, nema báðir deiluaðilar séu
því samþykkir.
Á föstudagskvöldið óskuðu
skipaútgerðarfélögin formlega
eftir því við sáttanefndina. að fá
að birta kröfur yfirmanna eins
og þær voru 16. þ.m. Sáttanefnd-
in skýrði útgerðarfélögunum frá
því, að samninganefnd yfir-
manna vildi ekki fallast á þessi
tilmæli útgerðafélaganna.
Af framangreindum ástæðum
geta þau ekki orðið við fram-
komnum óskum um að gefa al-
menningi upplýsingar um, hvað
gerzt hefir í vikunni í deilunni
eða hvernig hún stendur nú.
Frá Vinnuveitendasambandi
íslands og Vinnumálasam-
bandi Samvinnufélaganna.
Ahritameiri en landsleikir
eru heimsóknir unglinga
Samtal við Edvard Yde, danskan
Islandsvin
EINN af fararstjórum danska landsliðsins, sem hér var á dögunum
ber isl. fálkaorðuna. Var hann sæmdur henni fyrir að stuðla á marg-
víslegan hátt að auknum og bættum tengslum milli frændþjóðanna,
Dana og Islendinga. Maður þessi er Edvard Yde og hefur hann
komið á mörgum skiptiheimsóknum íslenzkra knattspyrnumanna
og m.a. þeim hinum athyglisverðustu er ungir drengir íslenzkir,
hafa heimsótt jafnaldra sína í Danmörku og öfugt.
Mbl. hitti Yde að máli dag- ] vert er að sinna og ánægjulcgt
að fá tækifæri tU að gera.
stund nokkra og rifjaði hann upp
svipmyndir frá íslandsferðum sín
um og samskiptum við ísl. knatt-
spyrnumenn.
Yde kom fyrst til íslands 1931.
Var hann þá skrifstofustjóri hjá
bílatryggingarfirma og kom hing-
að í sambandi við það. Hann
kynntist Ben G. Waage og kynnt-
ist vel ísl. íþróttum, sundi og
glímu. Tengdist hann sterkum
vináttuböndum við ýmsa foryscu-
menn hér og þau styrktust árin
1934 og 1937 er hann var hér í
sams konar heimsóknum.
Yde byrjaði 15 ára gamall að
iðka knattspymu. Það var árið
1910. Þremur árum síðar var
hann með í félagsstofnun og upp
frá því hefur hann ætið verið
tengdur skipulagsmálum knatt-
spyrnurnar í Danmörku. 1931 var
hann kjörinn í stjórn Sjællands
Boldspil Union (knattspyrnu-
samb. Sjálands) og er nú form.
þess. 1939 var hann kjörinn í
stjórn danska knattspyrnusam-
bandsins og hefur æ síðan setið
í henni.
★ ÍSLAND MEÐ
Þannig var það miklsvert fyrir
ísl. knattspyrnuíþrótt að eiga Yde
sem stuðningsmann. Og kynni
ísl. íþróttaleiðtoga af honum
leidddu til þess fyrst, að á af-
mælismóti danska knattspyrnu-
sambandsins sem haldið var 1939
og til þess boðið landsliðum
hinna Norðurlandaþjóðanna, var
ísl. flokkur með.
— „Það var gaman að ísiand
vantaði ekki í hópinn þá“, sagði
Yde. En þar sem ekki var til
landslið á íslandi fór flokkur
Fram utan.
Ferðuðust Fram-menn um Jót-
land, Fjón, Bornholm og Sjáland
og 1940 átti danskur flokkur að
koma til fslands í staðinn. En
stríðið kom í veg fyrir það. En
þetta varð til þess að Danir komu
hingað fyrstir erl. knattspyrnu-
manna eftir stríð. Að vísu ekki
sá flokkur sem fara átti 1940,
heldur varð úr að landsliðið kom
og það var fyrsti landsleikur fs-
lands.
★ DRENGJAHEIMSÓKNIRNAR
— 'Síðan hafa margir Danir
komið hingað og íslendingar far-
ið út. Þessi skipti hafa verið mjög
ánægjuleg og íslandsferðr eru
alltaf óslitið ævintýri fyrir Dani.
— Og verður framhald á þess-
um skiptum?
— Það vona ég. Það er að vísu
ekki hægt að ákveða neitt með
landsliðið, því landsleikir eru
komnir í svo fastar skorður.
Landsleikir hafa aff sjálfsögffu
sína þýffingu og þaff er gaman að
sjá þá. En persónulega legg ég
meira upp úr heimsóknum yngri
drengjanna. Þaff er mjög ánægju-
legt að hafa átt þátt í heimsókn
Bagswærd-drengjanna til KR og
KR-dréngjanna út. Sama gildir
um heimsókn Fram-drengjanna
til Roskilde í fyrra og Roskilde-
drengir koma hingaff til Fram.
Drengirnir búa á heimilum hvers
annars talast viff, læra aff þekkja
hver annan, kynnast frænd-
þjóffinni og tengjast óslítandi
böndum. Það er verkefni sem
★ BREYTINGAR
— Miklar eru breytingar á fs-
landi síðan þér fyrst komuð til
landsins?
— Já, þær eru miklar á öllum
sviðum og kannski ekki sízt á
íþróttasviðinu. Knattspyrnumenn
ykkar eru í framför. Leikur
þeirra gegn Dönum nú var beztur
leika þeirra við danskt landslið
nokkru sinni. Það er að mótast
liðið ykkar og hefur náð þeim
áfanga að leika skipulagða knatt-
spyrnu „positionspil".
Beztu leikmenn ykkar eru
innherjarnir Albert og Ríkarður,
en galli er það hjá Ríkarði að það
er eins og hann segi er hann fær
knöttin — „Nú skal ég“ og síðan
á að brjótast í gegn af krafti.
Unglingaliðin ykkar lofa góðu.
Framdrengirnir sem komu til
Danmerkur í fyrra voru mjög
leiknir. Þeir mættu okkar beztu
ungu leikmönnum en Fram vann
alltaf — stundum stórsigra. Fram
tíð ísl. knattspyrnu ætti að vera
örugg ef þessir menn halda áfram
að krafti. A. St.
190 þúsund
KAUPMANNAHÖFN, 20. júlí —
Kínverska kommúnistastjórnin
hóf fyrir tveimur árum mikla
herför gegn „gagnbyltingarmönn-
um“, og samkvæmt skýrslu, sem
nýlega hefir birzt í „Dagblaði
fólksins" í Peking voru 81 þús.
„gagnbyltingarmenn" handtekn-
ir. Þá hefir blaðið einnig skýrt
frá því, að 190 þús. menn hafi
játað, að þeir hafi leynt „gagn-
byltingarmönnum" á heimilum
sínum.
Timasprengjur
NEW YORK, 20. júlí — f morg-
un hringdi óþekktur maffur til
affalskrifstofu Air France í New
York og skýrffi frá því, aff tíma-
sprengja væri í farangurs-
geymslu einnar af áætlunarvélum
félagsins. Starfsmenn og lögregla
fóru á vettvang og leituffu í vél-
inni, en án árangurs. Flugvélin
lagffi síðan af staff meff 22 far-
þega — tveimur klukkustundum
á eftir áætlun.
í gær fékk flugfélagið svipaða
upphringingu og skipaði þá tveim
ur flugvélum sínum að lenda eins
fljótt og unnt væri. Voru þær síð-
an athugaðar gaumgæfilega, en
allt kom fyrir ekki. Engar tíma-
sprengjur fundust í þeim og héldu
þær svo áfram leiðar sinnar.
LUNDÚNUM, 20. júlí. — Átján
ára gömul senorita frá Perú var
kjörin Miss Universe á Long
Beech. Ungfrú Brasilía varð önn-
ur og ungfrú Bretland þriðja í
röðinni. — Perústúlkan hefir gert
Sendiherra Frakka
afhendir eflirpreni-
anir af málverkum
SENDIHERRA Frakka, herra
Henri Voillery, hefur fyrir hönd
frakkneskra stjórnarvalda a t-
hent menntamálaráðuneytinu að
gjöf eftirmyndir af frægum mál-
verkum, sem sýndar voru í boga-
sal Þjóðminjasafnsins á vegum
Alliance Francaise í maímánuði
síðastliðnum.
Eru þetta m. a. eftirmyndir af
verkum Van Gogh, Gauguin,
Toulouse-Lautrec, Matisse og
Picasso.
Ráðimeytið mun gera ráðstaf-
anir til að myndirnar verði sýad-
ar í skólum.
Meistaramót
miglinga
UNGLINGAMEISTARAMÓT í»-
lands 1957 hófst á Melavellinum
í Reykjavík á föstudagskvöldið
19 þ.m.
Úrslit í einstökum greinum
urðu þessi, fýrsta dag keppn-
innar:
110 M GRINDAHLAUP:
Brynjar Jensson, ÍR 18,0 sek.
Helgi R. Traustason KR 18,2 sek.
100 M HLAUP:
Brynjar Jensson ÍR 11,7 sek.
Ólafur Unnsteins. UMFÖ 11,7 sek.
Björn Sveinsson ÍBA 11,9 sek.
400 M HLAUP:
Kristl. Guðbjörnsson KR 54,2 sek.
Ólafur Unnsteins. UMFÖ 54,5 sek.
Jón Gíslason UMSE 56,1 sek.
Örn Steinsen KR 57,1 sek.
1500 M HLAUP:
Kristl. Guðbjörns. KR 4:04,8 mín.
Jón Gíslason UMSE 4:19,6 mín.
Marg. Sigurbjörns ÍBK 4:29,1 mín
Ragnar Þórsteins. KR 4:40,2 min.
HÁSTÖKK:
Eyvindur Erlends. UMF Self 1,7«
Helgi R. Traustason KR 1,65 m
Brynjar Jensson ÍR 1,60 m
Ómar Ragnarsson ÍR 1,55 m
LANGSTÖKK:
Björn Hjartars. ÍB Ak. 5,90 m
Óllafur Unnsteins. UMFÖ 5,83 m
Ingvar Þorvaldsson KR 5,66 m
Guðjón Guðmundsson KR 5,53 m
KÚLUVARP:
Úlfar Björns. UMF Fram 13,61 m
Brynjar Jensson ÍR 12,68 m
Guðmundur Sigurðs. ÍBK 12,37 m
SPJÓTKAST:
Björn Sveinsson ÍB Ak. 47,26 m
Guðm. Sigurðsson ÍBK 44,20 m
Sig. Steingrímsí UMF Fram 41,59
Ingvar Þorvaldsson KR 37,30 ra
— Moskvumófið
Frh. af bls. 1.
fræga nafn til fulltingis svoköll-
uðu 6. heimsmóti æskunnar, sem
rússneskir kommúnistar efna til
í Moskvu. Þetta „heimsmót" ef
(og þaff hélt ég raunar, aff flest-
um værf fullljóst) einn liffurinn
í því mikla lyga- og blekkingar-
spilverki rússneskra kommún-
isfa, sem allur heimiurinn hefur
mátt horfa upp á nú um árabil".
— Steinn Steinarr scgir ennfrem-
ur, aff sorglegt sé til þess aff vita.
aff islenzkur æskulýffur ,rskuli
láta ginna sig í þennan skrípa-
Ieik“, eins og skáldiff kemst aff
orði. Og svari Steins Steinarr*
lýkur meff því, að hann furffar
sig á „árnaffarósk" Laxness og
aff hann skuli „finna sig knúff-
an til þess aff leggja blesswn sína
yfir þetta vægast sagt ógeffslega
I ferffalag".
samning um að ferðast um Banda
ríkin og sýna sig. Fær hún 10 þús.
dali fyrir tiltækið. Einnig hefir
hún fengið bifreið og sitthvaff
fleira.
Ungfrú Perú - Miss Universe