Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.07.1957, Blaðsíða 16
2-24-8« 161. tbl. — Sunnudagur 21- júlí 1957. 2-24-80 Lífil síIdveioi Ægir fann mikla síld við Kolbeinsey UM MIÐJAN DAG í gær átti Mbl. 'tiðtal við fréttaritara **na á Siglufirði og Raufarhöfn. Frá hvorugum staðnum var neinar síldarfréttir að hafa að ráði, en ekki voru þeir þó svartsýnir, töldu að smástreymið, sem nú er, hefði þau áhrif að síldin lægi niðri í hili. í gærmorgun fann Ægir mjög mikið síldarmagn á leitartækin norður af Kolbeinsey. SÍLD VIÐ KOLBEINSEY Einn bátur hafði fengið 800 mál síldar um 10 mílur austur af Kolbeinsey í gærmorgun. Var það Sæborg frá Keflavík og fór hún með aflann til Dalvíkur. Flestir bátar voru á leið til Kolbeins- eyjar um miðjan dag í gær eftir •ð fregnirnar frá Ægi bárust. í fyrrinótt köstuðu nokkrir bát ar út af Siglufirði en fengu ekki nema nokkrar tunnur og síldar- laust hefur verið þar á miðunum nú í nokkra daga. Lokið var við að bræða þar í öllum verksmiðj- um á þriðjudagsmorgun og hefir allt verið þar með kyrrum kjör- um síðan: allir bíða eftir síld- inni. í gærkvöldi fór síldarleit- arflugvélin enn af stað ef vera kynni að hún kæmi auga á torf- ur. SLATTI FYRIR AUSTAN í fyrrakvöld veiddist nokkur síld austur við Glettinganes, en ekki var það mikið magn. Víðir fékk góðan afla og hélt til Seyðis- fjarðar með sldina. Annars er ekkert að frétta af austurmið- unum. Einstaklega gott veður var fyr- ir öllu Norður og Austurlandi í gær, rjómalogn og sólskin. Takmarkanir settar á flutning húsa Samþykki byggingarfulltrúa þarf að koma til UNDANFARIÐ hafa verið nokkur brögð að því að hús hafa verið ílutt til innan lögsagnarumdæmis Reykjavíkur og út fyrir það, án þess að tryggð væru lóðaréttindi og hafa ýmis önnur vandkvæði af þessum flutningi stafað. Litið suður yfir Hafnarfjarðarhraun til Keilis, eitt fagurt kvöld i vlkunnL Úthlutun 34 rabhúsa Til fólks í her- * ~ skálum og heilsu- spillandi húsnœði Á FUNDI bæjarráðs 19. júlí var samþykkt með samhljóða atkvæðum tillaga um fyrir- heit um úthlutun raðhúsa í Réttarholtshverfi. Er þarna um að ræða úthlutun 34 húsa. íbúðirnar í raðhúsum þessum eru nú fokheldar og eru afhentar í því ástandi. íbúðabyggingar þessar eru þáttur í því að útrýma Einmnnn gcð tíð GRAFARNESI, 20. júlí — Hér hefur verið einmuna góð tíð og gengur því heyskapurinn vel. — Grasspretta er í góðu meðallagi. Um s. 1. helgi kom forseti ís- lands og frú hans í heimsókn til Grafarness. Var þeim haldið kaffisamsæti í barnaskólanum þar sem einn af hreppsnefndar- fulltrúunum flutti ræðu fyrir minni hjónanna. —Emil. Rannsókn á afrétt- uin Reykjavíkur Á FUNDI sínum 12. júlí sl. fól bæjarráð borgarlögmanni að láta kanna hverjir séu afréttir Reykja víkurbæjar og að hverju leyti þeir séu sameiginlegir með öðr- um sveitarfélögum og ennfremur hverjir afréttir kunni aS fylgja þeim jörðum, er bærinn á i ná- grannahreppum. Þá fól bæjarráð borgarlögmanni að rannsaka 1 hverju réttur bæjarins yfir af- réttum þessum sé fólginn. Á fundi bæjarráðs á föstudag- inn var samþykkt að framvegis íkuli bæjarstofnunum óheimilt að veita nokkra fyrirgreiðslu við flutning húsa nema skriflegt sam þykki byggingarfulltrúa sé fyrir hendi. Jafnframt beinir bæjarráð þeim tilmælum til lögreglustjóra, að hann leyfi ekki slíka flutninga, nema nefnt samþykki liggi fyrir. Jafnframt samþykki bæjarráð, að basjarstofnunum skuli framvegis óheimilt að veita nokkra fyrir- greiðslu í sambandi við hús, er eigi hafa lóðarréttindi viður- kennd af bæjarráði. Farmannadeilan BNGIR fundir voru í far- mannadeilunni í gær og engir verið boðaðir. Félagsheimili til barnakeimslu Á FUNDI bæjarráðs á föstudag- inn, var fræðslustjóra heimilað að leita samninga við Ungmenna- félag Reykjavíkur um leigu á fé- lagsheimili þess við Holtaveg til skólahalds. Félagsheimili þetta er örskammt frá Langholtsskólan- um, hinum megin við götuna, og er vel til þess fallið að reka þar kennslu. Vegna mikillar íbúa- aukningar í Langholtshverfi er brýn nauðsyn á að auka skóla- rýmið og það mun vera þess vegna sem í ráði er að fá félags- heimilið undir barnaskóla í vet- ur. herskálaíbúðunum og öðru heilsu spillandi húsnæði úr bænum. Eru alls þarn.a um 45 raðhús að ræða og hefir þeim öllum nú verið út- hlutað. Raðhúsunum hefir ein- göngu verið úthlutað til þeirra sem við óviðunandi húsnæði eiga að búa, að tveimur þriðju til her- skálabúa og einum þriðja til þeirra sem í öðru heilsuspillandi húsnæði búa. Reykjavíkurbær veitir 70 þús. kr. lán með hverju raðhúsi og Húsnæðismálastjórn skal veita aðrar 70 þús. en þær hafa ekki enn fengist afgreiddar. Þá er nú langt komið með bygg- ingu fjölbýlishúsanna við Gnoðar vog á vegum bæjarins. Þar verða 120 íbúðir í 5 húsum, og bíður úthlutun íbúðanna þar þangað til úr fæst skorið um lánsfjármálin. Mynd þessi var tekin af íjölmennu hófi, sem Islendingafélagið í Los Angele hélt 15. júní sl. til að minnast Þjóðhátíðardags íslendinga. Islendingafélagið i ÍSLENDINGAR í Los Angeles efndu þann 15. júní til fagnaðar á skemmtistaðnum Schullys í Los Angeles í tilefni af þjóðhátíðar- deginum 17. júní. Skemmtunin var mjög vel sótt og komu hátt á annað hundrað manns þar sam- an. Sverrir Runólfsson ávarpaði gesti og bauð þá velkomna, en Los Angeles Jónas Kristinsson, formaður skemmtinefndar kynnti skemmti atriði. Ólafur Bachmann flutti ræðu fyrir minni íslands. Frú Halla Linker las upp kvæði. — Sumi Swanson flutti þakkar- ávarp til Guðnýjar Þorvaldsson, sem verið hefur formaður félags ins undanfarin fimm ár. Stanley Ólafsson flutti stutt ávarp, Hal Linker sýndi kvikmynd frá Is- landi og Eileen Christy söng nokkur lög. Fyrir skömmu var kosin stjórn í íslendingafélaginu í Los Ang- eles. Hana skipa: Sverrir Run- ólfsson formaður, Hulda Dun- bart varaformaður, Jóhann Páls- son ritari, Hreiðar Haraldsson gjaldkeri, Guðný Þorvaldsdóttir ritstjóri, Jónas Kristinsson for- maður skemmtinefndar og Örn Harðarson form. auglýsingar- nefndar. Bláa bandið vill koma upp drykkjumannahœli í sveit og hœli fyrir konur AÐALFUNDUR áfengisvarnar- félagsins Bláa-Bandið, var hald- inn þriðýadaginn 16. þ.m. Form. félagsins Jónas Guðmundsson, skýrði frá rekstri og starfsemi hjúkrunarheimilis Bláa-Bandsins á Flókagötu 29, en þar höfðu, á tímabilinu frá 22. okt. 1955, er heimilið tók til starfa, og til 31. des. 1956, dvaldist samtals 590 manns. Lagðir voru fram endurskoðað- ir reikningar félagsins og voru þeir samþykktir. Auk venjulegra aðalfundastarfa, samþykkti fund- urinn eftirfarandi tillögur: HÆLI í SVEIT Aðalfundur Bláa-Bandsins 1957 samþykkir að heimila stjórn fé- lagsins eftirfarandi: Að kaupa eða taka á leigu til langs tíma hentuga jörð í sveit fyrir framhaldsdvalarheimili handa þeim vistmönnum, sem langa dvöl þurfa á vistheimili fyr ir drykkjumenn ,en eiga hennar ekki kost annars staðar. Að leita aðstoðar ríkisins og Reykjavíkurbæjar til að kaupa hentugt hús í Reykjavík í þeim tilgangi að koma þar upp hjúkr- unarstöð og dvalarheimili fyrir drykkfelldar konur á sama grund velli og Flókagötuheimilið er rek ið. Að stækka hjúkrunarstöðina. á Flókagötu 29, samkvæmt fyrir- liggjandi teikningu, ef leyfi fæst til þess og lán eða styrkur frá Gæsluvistarsj óði. LÆKNING DRYKKJU- HNEIGÐAR Aðalfundur Bláa-Bandsins 1957 beinir þeirri áskorun til ríkis- stjórnar og Alþingis, að framveg- is verði tíundi hluti hreinna tekna Áfengisverzlunar ríkisins látinn renna í Gæsluvistarsjóð og því fé varið til að vinna gegn á- fengisbölinu í landinu. Verði Gæsluvistarsjóði ætlað það hlutverk sérstaklega að styrkja byggingu og starfrækslu stofnana fyrir drykkjusjúklinga, sem reist eru og rekin af því op- inbera og af frjálsum félagssam- tökum, sem vilja starfa að þeim málum. Fundurinn telur að endurgkoða þurfi nú þegar gildandi löggjöf um lækningar drykkjusjúkra manna, setja Gæsluvistarsjóði sér staka stjórn, og breyta verulega starfrækslu Gunnarsholtshælis- ins, jafnframt því sem unnið verði að því að auka þekkingu manna á möguleikunum til að lækna drykkjuhneigð og útrýma drykkjuskap. SAMSTARF VIÐ NORÐMENN Aðalfundur Bláa-Bandsins 1957 fagnar því að tekist hefir náin samvinna við Bláakross-hælið á Eina í Noregi, og í þakkarskyni fyrir þá hjálp og fyrirgreiðslu, sem íslendingum, er þangað hafa farið sér til lækninga hefir verið veitt, vill fundurinn heimila stjórn félagsins að verja nokkurri fjárhæð af söfnunar- og gjafafé, sem Bláa-Bandinu áskotnast á ár- inu 1957, til að bjóða hingað for. stöðumanni Eina-hælisins, ef hann getur þegið það boð á næst unni, því líklegt er einnig að margt mætti af þeirri stofnun læra um rekstur og skipulag hjúkrunar- og dvalarheimilis fyr ir drykkjusjúklinga. Stjórn félagsins skipa nú: Jón- as Guðmundsson, formaður, Guð- mundur Jóh. varaformaður, Jón- as Thoroddsen, ritari, Vilhjálmur Heiðdal og Sigurður Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.