Morgunblaðið - 22.09.1957, Blaðsíða 1
16 siður og Lesbok
Hákon VII Noregskonungur látinn
Ólafur V tekinn við ríkjum í Noregi
OLAFUR KONUNGUR \
HÁKON VII. Noregskonungur
fæddist hinn 3. ágúst árið 1872 í
Cliarlottenlundhöll, að heimili
foreldra sinna, Friðriks krón-
prins, síðar Friðriks VIII. Dana-
konungs, og Louise konungsdótt-
ur frá Svíþjóð, Karlsdóttur 15.
Hlaut hann nöfnin Christian
Frederik Carl Georg Valdemar
Axel. Var hann jafnan nefndur
Carl Danaprins þar til hann gerð
Ist konungur Noregs árið 1905, er
gerður var skilnaður Svía og
Norðmanna. Hafði áður farið
fram þjóðaratkvæðagreiðsla í
Noregi um það hvort konung-
dæmi skyldi þar sett á stofn. —
Hinn 25. nóvember árið 1905
sigldi skip Carls prins inn Óslóar
fjörð og hafði uppi hið forna
skjaldarmerki Magnúsar ber-
fætts, „rauðan skjöld og lagt á
með gulli Ieó“. Daginn eftir vann
Hákon VII. eið sinn að stjórnar-
skrá Noregs og um vorið var
hann krýndur með hátíðlegri við-
höfn í Ólafskirkju í Niðarósi.
Konungur valdi sér að kjör-
orði: „Alt for Norge“. Er það mál
allra Norðmanna og annarra er
til þekkja, að hann hafi trúlega
framfylgt því í öllu sínu starfi.
Hefur hann setið að ríkjum í
Noregi nær 52 ár. Undir stjórn
hans hefur Noregur blómgast og
norska þjóðin eflzt að efnum og
sæmd.
Mestu eldraun sína gekk hún í
gegn um er konungur hennar
varð að flýja land hinn 7. júní
1940, er Noregur var hernuminn
af herskörum Hitlers. Hákon VII.
skipaði sér þá í fylkingarbrjóst í
frelsisbaráttu norsku þjóðarinn-
ar og mun nafn hans órjúfanlega
tengt hinni hetjulegu baráttu,
sem Norðmenn háðu fyrir sjálf-
stæði sínu í siðari heimsstyrjöld-
inni. Þegar konungur kom heim
aftur, 7. júní 1945, var honum
fagnað sem þjóðhetju.
Hákon konungur var afkom-
andi hinna fornu Noregskonunga.
22. maður frá Magnúsi lagabæti
Hákonarsyni, en sjötti maður
frá Friðriki V., er var konungur
Noregs og Danmerkur. í móður-
ætt var hann fjórði maður frá
Karli 14. Jóhanni konungi Nor-
egs og Svíþjóðar.
Drottning hans var Maud prins
essa, dóttir Jávarðs VII. Breta-
konungs og Alexöndru drottning-
ar, dóttur Kristjáns 9. Danakon-
ungs. Áttu þau einn son barna.
Á æskuárum sínum var hann
sem prins á danska flotanum hér
við ísland og kynntist þá tölu-
vert landi og þjóð.
Hákon konungur VII. var
hár maður vexti, höfðinglegur og
alþýðlegur í framkomu. Mótaðist
starf hans allt af einlægri skyldu
rækni og umhyggju fyrir velferð
þjóðar sinnar. Sagan mun geyma
nafn hans sem eins hins mesta
konungs Noregs.
ÞEGAR Einari Gerhardsen, for-
sætisráðherra Norðmanna, barst
fregnin um lát Hákonar konungs,
sagði hann m. a., að hann væri
þess fullviss, að fregnin um iát
Hákonar konungs hefði verið
hverjum Norðmanni sorgarfregn.
Sambandið milli konungs og þjóð
ar hefði fengið sérstætt eðli. Þar
hafi aðallega ráðið hinir persónu-
legu eiginleikar hans — stað-
festa og réttsýni.
Halvard Lange, utanríkisráð-
herra Norðmanna, sagði er hann
fregnaði lát konungs, að eitt
sterkasta persónueinkenni Hákon
ar konungs hefði verið skyldu-
rækni hans.
Oscar Torp lét svo ummælt, er
honum barst fregnin, að Hákon
konungur hefði verið meira en
maður, sem fólk heilsaði með
virðingu og fögnuði, meira en
tákn norska ríkisins, sjálfstæðs
og fullvalda Noregs. Hann hafði
í hávegum hugsjónir hins þing-
bundna konungdæmis, sagði
Torp.
ÓLAFUR, hinn nýi konungur
Noregs, er 54 ára að aldri. Hann
hefur gegnt störfum ríkisstjóra
allt frá því að faðir hans, Hákon
VII., fótbrotnaði í lok janúarmán
aðar 1955. Ásamt dóttur sinni,
Astrid prinsessu, hefur hann
gegnt Öllum störfum og skyldum
þjóðhöfðingja þennan tíma.
Olav Alexander Frederik Ed-
ward Christian, svo sem Ólafur
konungur heitir fullu nafni, fædd
ist í Appelton House í Englandi
1903 og var hann einkabarn for-
eldra sinna, Carls, þáverandi
prins af Danmörku, og Maud
prinsessu, dóttur Játvarðar Eng-
landskonungs. — Foreldrar hans
urðu síðan konungur og drottn-
ing Noregs árið 1905.
Eftir að hann hafði lokið gagn-
fræðaprófi við Hauling-skólann
árið 1921, innritaðist hann í Her-
skólann, þar sem hann var við
nám árin 1921—1924. Að námi
loknu hélt hann til Oxford og
var þar við nám í Balliol College.
Islendingar minnast Hákonar konungs
LntniæSi forseta íslands, Ólafs Thors fyrrv. forsætis-
ráðh. og Bjarna Benediktssonar fyrrv. utanríkisráðh.
HÉR fara á eftir ummæli forseta
íslands, Ásgeirs Ásgeirssonar,
Ólafs Thors, fyrrverandi forsæt-
isráðherra og Bjarna Benedikts-
sonar, fyrrv. utanríkisráðherra í
tilefni af fráfalli Hákonar VH
Noregskonungs:
Vér varðveitum
mynd hins vitra og
góða konungs
Forseta íslands fórust orð á
þessa leið:
Mér hefir í dag borizt sú fregn,
að Hákon sjöundi, Konungur
Noregs, sé látinn. í því tilefni
sendi ég hjartanlegar samúðar-
kveðjur frá oss íslendingum til
Norðmanna.
Við hittum Hákon konung síð-
ast fyrir tveim árum. Hann var
aldurhniginn, hljóp þó upp stiga,
Framh. á bls. 2
Liðsforingi í hernum varð hann
1931, ofursti 1938 og hershöfð-
ingi 1939.
Arið 1940, eftir innrás Þjóð-
verja í Noreg, flúði hann land
ásamt föður sínum og norsku
stjórninni. í júnímánuði kom
hann til Englands og þann 30.
júní 1944, er styrjöldin stóð sem
hæst, var hann skipaður yfir-
1 maður alls herafla Noregs.
Hann hvarf aftur heim til Nor-
egs 13. maí 1945, er norska
stjórnin kom aftur saman í Ósló
úr útlegðinni. Hann gegndi em-
bætti ríkisstjóra frá 31. maí til 7.
júní, er konungur sneri heim úr
útlegðinni. Þann 15. júlí sama ár
lét hann af störfum sem yfirmað-
ur norska hersins.
Ólafur konungur er mikill
íþróttamaður og hefur m. a. tek-
ið þátt í kappsiglingamótum víða
um heim og á unga aldri tók
hann þátt í Holmenkollenskíða-
mótum.
Ólafur konungur kvæntist þ.
21. marz 1929 frænku sinní,
Mörtu, fædd 1901, dóttur Karls
prins af Vestur-Gotlandi og Inge-
borg prinsessu af Danmörku.
Hún lézt árið 1954. — Heimili
þeirra var að óðalinu Skaugum
í Asker, sem þau fengu að gjöf
við brúðkaup sitt. Þau hjónum
varð þriggja barna auðið. Elzt er
Ragnhildur prinsessa, fædd 1930.
Hún giftist 1053 norska útgerðar-
manninum Erling Lorentz og eru
þau búsett í Rio de Janeiro. Ast-
rid prinsessa fæddist 1932 og Har
aldur erfðaprins er fæddur 1937.
Ólafur Noregskonungur hefur
einu sinni komið í heimsókn hing
að til lands. Var það árið 1947,
er hann afhjúpaði styttu Snorra
Sturlusonar í Reykholti.