Morgunblaðið - 22.09.1957, Page 6

Morgunblaðið - 22.09.1957, Page 6
9 MORCVNBL AÐIÐ Sunnudagur 22. sept. 1957 Ásiir, afbrýði og aftökur HleraB á æfingu á „Tosca" sem frum- sýnd er i kvöld Hve lík er fegurð fljóða, sem festir ástar þokka. Hin fagra Flóría með frjálsa dökka lokka. (Stefanó í 1. þætti) ÞAÐ var miður dagur og sólin skein glatt á heiði. En inni í steinhöllinni miklu við Hverfis- götu var hálfrokkið, þótt bjartur dagur væri. Hið seiðmagnaða leikhúsrökkur, sem allir sem ein hvern tímann hafa í leikhús kom ið þekkja af eigin raun hvíldi yfir þöglu húsinu.Ásviðinu stóðu nokkrir menn snöggklæddir, mað ur á bláum jakkafötum sat á fremsta bekk í salnum og niðri | hljómsveitargryfjunni sat dökkbrýndur maður skeggjaður við píanóið. Það var æfing á óper unni Tosca eftir Puccini sem frum gýnd er í Þjóðleikhúsinu í kvöld. r Við gengum inn á sviðið, í gegn ttm dumbrauð leiktjöldin úr há- tjölduðu pelli og vorum í sömu svifum'komin í annan og glæstari heim en við höfðum skilið að baki. Nú var árið 1800, einn dag- »r í júnímánuði, í Rómarborg. Salurinn ríkmannalegi sem við vorum stödd í var í Farnesshöll- inni þar. Á sviðinu var Stefán íslandi, listmálarinn Cavaradossi, kominn rakleitt frá Kaupmanna- höfn til þess að syngja þetta hlut- verk. Guðrún Símonar, sjálf Tosca fræg söngkona, Guðmund- ur Jónsson Scarpia lögreglustjóri og Þorsteinn Hannesson, Spoletta fulltrúi lögreglustjórans. Um þessa vinsælu óperu segir í leikskránni: „Tosca“ var frumsýnd í Róma- borg árið 1900. Óperutextann samdi áðurnefndur vinur tón- skáldsins, skáldið Luigi Illica, og hafði um það samvinnu við Giacosa. Óperutextinn er sam- inn upp úr hinu fræga leikriti Sardous, „La Tosca“. Puccini hafði séð leikritið í Mílanó, og fór leikkona nafnkunna, Sarah Bernhardt, með aðalhlutverkið. Sagan gerist í Rómaborg á dög- um Napoleons mikla og er harm- þrungin ástarsaga. Þar rísa ö'.dur mannlegra tilfinninga hátt. Þar er ást og afbrýðisemi, morð og glæpir, en einmitt allt þetta hefur löngum gefið tónskáldum gott tækifæri til að skapa áhrifamikla tónlist. Verdi hafði eitt sinn auga stað á þessu efni. Puccini var ljóst, að úr slíku efnx mætti semja góða óperu, og fékk því Illiea vin sinn til að semja text- ann, svo sem fyrr segir Árangur- inn varð svo óperan „Tosca“, sem er heimsfræg. Æfingin stóð yfir og út frá einu homi sviðsins fylgdumst við með því þar sem Cavaradossi iá þjáð- Venus og ástarguðinn! sagði Þorsteinn og hló, þegar þessi mynd var tekin. Stefanó brosti og lét sér vel líka. (Ljósm. G. Rúnar). Einangrunarefni úr plasti Við höfum hafið framleiðslu á einangrunarplöt- x*m úr plastefni, til notkunar í íbúðarhús og frysti- hús. Plötumar eru framleiddar í öllum þykktum frá 1” til 4”. — Veiðið er mjög hagstætt. — SÖLUUMBOÐ HEFUR: Korkiðjan h.f. Reykjavík, sími 14231. Plastiðjan h.f. Eyrarbakka — sími 16 ur að pyntingum í flosklæddum sófa, en yfir honum sat Tosca, sárum harmi slegin og hélt um höfuð honum. Að baki leyndust Scharpia lögreglustjóri, hinn fúlmannalegasti á svipinn og leið að þeirri stundu í óperunni, að hann yrði myrtur með tigulhníf fyrir djöfulskap sinn. Og við hlið hans var Spoletto, engu ásjálegri né með fegurri hugrenningar í brj ósti. Atriðið var ákaflega átakan- legt. Stefanó liggur ábekknumog þjáist sárlega, en hjarnar allur við og gleðst, er hann fréttir í þessum svifum að Napoleon Bona parte hafi sigrað ítalska herinn við Marengo. En Guðmundur lætur ekki að sér hæða. f þeim svifum gefur hann út harðorða fyrirskipan um að taka skuli Stefanó af lífi í býti morguninn eftir og fer að því búnu á fjörumar við Guðrúnu, og kveður hana auðveldlega geta bjargað lífi Stefanó, ef hún verði sér eftirlát. Atriðið fór listilega fram á sviðinu, söngurinn ómaði tær og fagur um autt Þjóðleikhúsið og fyllti hvern krók og kima. Það lá við að maður viknaði yfir þján ingum Stefanós og fylltist bræði vegna makalausrar fúlmennsku Guðmundar. En svo lauk atriðinu og Stefán kom með þá athugasemd að Þorsteinn væri eini maðurinn í óperunni, sem þurfti að „minnka“ sig til þess að verða jafnlítilmann legur og hlutverkið krafðist! Það fóru allir að hlæja og augnablikshlé var gert á æfing- una. Leikstjórinn Holger Boland- er snaraðist upp á sviðið utan úr salnum. Hann er mikill og kunn- ur óperumaður í Kaupmannahöfn, bekkjarbróðir Lárusar Pálssonar úr leiksskóla og óperuskóla Kon- unglega og kunnur söngvari við konunglegu óperuna. Auk þess hefir hann komið á stofn józku óperunni í Árósum og átt mikinn þátt í því að óperusýningar ger- ast nú árlega í Óðinsvéum. Holger Bolander: — Hér eru ágætar raddir, ágætar. Og þótt söngfólkið hér sé þjálfað fólk, at- vinnufólk, eins og við köllum það, margt, þá hefir það þó varðveitt leik og sönggleði áhugamannsins. Það er mikils virði. Og her er gott að æfa, hér eru allir svo góðir vinir. Tíminn hefir að vísu I Holger Bolander ræðir við Guðmund Jónsson og Guðrúnu Á. Símonar um eitt atriðið í Farnesshöllinni. ekki verið nægur. Við höfum æft frá rúmlega níu á morgnana allt til kvölds. Það er erfitt, en það hefir gengið vel. Ég vona að áheyrendum þyki það sama. Þið eruð hamingjusamir íslendingar þið eigið svo marga góða söngv- ara. Yndislega tenóra. Stefanó: Það er gaman að vera kominn heim! Gaman að fá að syngja hér í Þjóðleikhúsinu í Tosca. Æfingar hafa að vísu geng ið dálítið seint, en nú er allt að komast i lag. Ég söng Tosca í vetur í Árósum, og ég hlakka til þess að syngja aftur Ixér heima. Dr. Urbancic: Hljómsveitar- gryfjan er allt of lítil! Skammar- lega þröng! í henni þurfa að kom- ast fyrir 33 tónlistarmenn, en það er ekkert pláss fyrir þá. Fimm þeirra verða að sitja í gang inum, og þeir sjá ekki hljóm- sveitarstjórann. Það er illt að gera góða tónlist við slíkar að- stæður. ¥ Og við erum ekki fyrr búnir að tala við þá 3 heiðursmenn og fá nokkrar myndir teknar er, leikstjórinn klappar saman hönd- unum. Æfingin skal hefjast á nýjan leik. Hann gengur aftur fram í myrkan salinn. Dr. Ur- bancic setzt aftur við píanóið í þröngu gryfjunni og þeir ágætu söngvarar renna mjúklega út úr vorri öld suður til Rómar "g árs- ins 1800 einn dag í júlímánuði á áliðnu kvöldi. Guðrún, hin ljúfa Tosca hefur upp raust sína og tónarnir berast á nýjan leik um húsið, háir og mjúkir: Gæfu og fegurð líf mér léði. Listir og ást var mér sætust gleði. Æfingin verður að halda áfx am, Frumsýningunni verður ekki frestað. ggs. Kastaði spjótinu KIEV, 19. sept. — Á frjálsíþrótta móti hér í dag setti Rússinn Vict- or Tzybuljenko nýtt Rússlands- met í spjótkasti, og kastaði hann 83,34 metra. Er það 45 sm lengra en gamla metið og bezti árang- ur í heiminum í ár. Sami maður vann einnig kúluvárpið með 16, 32 m. — NTB. shrif“ar ur daglega lífinu D EG hefi séð í blöðunum undan- farið að minnzt hefur veiið á Myklemálið í Noregi og bók hans Sangen om den röde rubin. Mikil klámsaga EG er einn af þeim, sem aflaði mér bókarinnar, er hún kom fyrst hingað til landsins og las hana. Því vildi ég fá að leggja orð í belg um efni hennar, þegar það er svo mjög á dagskrá. í fáum orðum sagt, þá er hér um hina örgustu klámbók að ræða. / i // / /fi Margir kaflar hennar eru slíkir, að manni er vart unnt að gera sér i hugarlund, að hægt sé að setja saman meira klám eða saur yrði og hefir þó margur maður- inn dundað við slíkan samsetn- ing um dagana. Því teidi ég illa farið, ef hún yröi þýdd á íslenzku, því ólíkt eru sorp og glæparitin geðslegri en þessi skáldsaga. Hinu er þó ekki að leyna að höfundurinn er ritsnjall maður og kann vel að setja fram hugsanir sínar. Listrænt séð eru fjörsprett ir sums staðar í bókinni, en þeir hverfa í skuggann af efni henn- ar. En ég er þeirrar skoðunar, að klám sé klám, þegar svo hreint er gengið til verks sem hér, jafn- vel þótt vinnubrögðin séu æfð og listileg. Sveinn. Nokkur orð frá „Áhorfanda“ SUMIR menn sem þó eru sjáandi virðast blindir, og greina ekki gjörla það sem í kring um þá er, eða þá skortir reynslu tíl að dæma rétt um menn og mál- efni. Ekki er ég þó að setja mig, sem „áhorfanda" í neinn dómara- stól þótt ég segi að mývetnski bóndinn sem vill láta birta nöfn allra „afbrotamanna“ lítur ekki sjáandi augum á málin er hann segir að menn myndu forðast af- glöpin, ef þeir vissu fyrirfram að nöfn þeirra yrðu birt. Hann virð- ist ekki hafa veitt því eftirtekt grein minni, að ég tala þar um að ofdrykkja valdi flestum eða í það minnsta mörgum mistökun- um og þannig var það með æsku- manninn sem ég gat una í grein minni. Ég samgleðst þeim er hafa á engan hátt komizt í kynni við hina takmarkalausu fýsni í víni. Og það er víst að þar kemst engin skynsemi að, ekki heldur að hugsa út í það að svo kunni að fara að ölæðið geti vald- ið því að hann komist undir lögin og nafn hans verði birt í blöðum. Það er því algjörlega út í loftið sagt að nafnbirting undir þessum kringumstæðum geti orðið til varnaðar. Aftur á móti ef um glæpahneygð er að ræða sem fær framrás af villimennsku, einnig er öðru máli að gegna ef maður- inn hefur einhvern metnað til að bera, en eigi að síður getur sárs- aukinn hjá aðstandendum orðið sá sami. Því að þeir standa jafn ráðþrota og hamri slegnir yfir ógæfunni. Ég stend því jafnt við það að nafnbirtingar undir þeim kringumstæðum er ég tók skýrt fram séu aðeins tii ills og einnig vil ég mótmæla Velvakanda við- víkjandi þvi er hann mmntist á í greinarkorni sem virtist eiga að gera mín skrif áhrifalaus, að það sé nauðsynlegt að birta nöfn strokufanga. Það kom á daginn að sá er heimsótii mývetnska bóndann og gestgjafann ferðaðist undir föisku nafni, og gvo kynni »ð verða w íleiri gem reyna að flýja fjötrana.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.